Þjóðviljinn - 08.03.1967, Page 8
0 SlÐA — ÞJÓÐVXLJINN — Miðvíkudagar S. meæz t963.
JOHN FOWLES:
SAFNARINN
8
Hún leit til mín hvössu,
snöggu augnaráði.
— Það er ekki satt, sagði hún.
Ég mundi að ég var með veskið
mitt í jakkanum með fanga-
markinu mínu með gylltum stöf-
um og ég sýndi henni það. Hún
gat ekki vitað að F var stytt-
ing á Frederick. Mér hefur allt-
af þótt nafnið Ferdinand fallegt,
jafnvel áður en ég kynntist
henni. Það er eitthvað fram-
andi og tígulegt við það. Dick
fraendi kallaði mig það stundum
í gamni. Ferdinand Clegg lávarð-
ur, Skordýramarkgreifi, sagði
hann oft.
Það er bara tilviljun, sagði ég.
— Ég geri ráð fyrir að fólk
kalli yður Ferdie. Eða Ferd.
Bara Ferdinand.
— Heyrið mig, Ferdinand, ég
veit ekki hvað þér sjáið við mig.
Ég veit ekki af hverju þér eruð
ástfangnir af mér. Kannski gaeti
ég orðið ástfangm af yður ein-
hvers staðar annars staðar.
Ég... Það var eins og hún vissi
ekki vel hvað hún aetti að segja,
og það var nýtt... Mér fellur
vel við kurteisa og góða menn.
En ég get bókstaflega ekki orð-
ið ástfangin af yður í þessu
herbergi, ég gæti ekki orðið ást-
fangin af neinum hér. Aldrei.
Ég svaraði: Mig langar bara
til að kynnast yður.
Allan tímann sat hún á komm-
óðunni og virti mig. vandlega
fyrir sér til að athuga áhrif
orða sinna. Og ég var á verði.
Ég vissi að þetta var prófraun.
— Maður rænir ekki fólki til
þess eins að kynnast því!
Mig langaði svo mikið að
kynnast yður. Ég hefði ekki
haft neina möguleika til þess í
London. Ég er ekkert fyrir aug-
að eða neitt þess háttar. Ég er
ekki úr yðar stétt. Þér mynduð
ekki sýna yður með mér í Lond-
on þótt þér væruð dauðar.
— Nú eruð þér ósanngjarn. Ég
er enginn snobb. Ég hata snobba.
Ég hef enga hleypidóma gagn-
vart fólki.
Ég er ekki að ásaka yður,
sagði ég.
— Ég hata snobb. Hún var fok-
reið. Hún gat lagt feikna á-
herzlu á sum orð. — Margir af
beztu vinum mínum í London
eru úr — já, áumir kalla það
verkamannastétt. Þar eru þeir
upprunnir. Og enginn hugsar
einu sinni um það.
Eins og til að mynda Peter
Catesby, sagði ég. (Hann hét
það náunginn í sportbílnum).
— Hann! Ég hef ekki séð hann
EFNI
SMÁVÖRUR
TÍZKUHNAPPAR
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
LaugaV. 18, III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- o? s.''vrlír*ofa
Garðsenda 21 SÍMl 33-968.
í marga mánuði. Hann er ekki
annað en smáborgaralegur auli,
dæmigerður millistéttarungling-
ur.
Ég sá hana fyrir mér þegar
hún fór inn í gljáandi MG-bílinn
hans. Ég vissi ekki hvort hægt
væri að treysta henni.
— Það mætti segja mér að
þetta stæði í öllum blöðunum.
Ég hef ekki gáð að því.
— Það væri h'ægt að dæma
yður í margra ára fangelsi.
Það væri þess virði. Þótt það
væri ævilangt, sagði ég.
— Ég lofa, ég sver, að ef
þér sleppið mér þá skal ég ekki
segja neinum frá þessu. Ég skal
finna upp á einhverju. Ég skal
koma því þannig fyrir að við
getum hitzt eins oft og þér vilj-
ið, eins oft og ég get þegar ég
er ekki að vinna. Enginn skal
nokkurn tíma fá að vita um
þetta nema við tvö.
Ég get það ekki, sagði ég.
Ekki núna. Mér fannst ég vera
eins og einhver grimmur harð-
stjóri þegar hún sárbændi mig
á þennan hátt.
— Ef þér sleppið mér núna,
þá fer ég að dást að yður. Ég
hugsa með mér: Hann hafði mig
á valdi sínu, • en hann sýndi
riddaramennsku og hagaði sér
eins og sannur hefðarmaður.
Ég get það ekki, sagði ég.
Biðjið mig ekki um það. Gerið
svo vel að biðja mig ekki um
það.
— Ég myndi hugsa sem svo að
slíkan mann væri gaman að
þekkja. Hún sat þarna uppi á
kommóðunni og gaumgæfði mig.
Ég verð að fara núna, sagði
ég. Ég flýtti mér svo að ég
hrasaði í efsta þrepinu. Hún fór
niður af kommóðunni og stóð
og horfði á mig % í dyrunum og
svipur hennar var einkennilegur.
— Gerið þér það, sagði hún.
Svo innilega og kurteislega. Það
var erfitt að standast það.
Það var alveg eins og þegar
maður er háflaus og þarf að ná
sjaldfeæfu eintaki sem hann hef-
ur lengi langað í milli þumal-
og vísifingurs (ég hef alltaf
verið býsna laginn við það),
maður nálgast það hægt aftan
frá, en verður að klípa um
brjóstið á því og þar titrar það
alltaf. Það er miklu auðveldar.a
að nota aflífunarglas. Og með
hana var það helmingi erfiðara,
því að ég vildi ekki drepa hana;
það vildi ég sízt af öllu.
Hún var alltaf að tala um
hvað henni væri illa við allan
stéttamismun, en hún gabbaði
mig ekki. Fólk kemur upp um
sig með því hvemig það talar,
ekki með því hvað það segir.
Það var nóg að sjá fas hennar
til að vita hvers konar uppeldi
og menntun hún hafði fengið.
Hún var ekki tilgerðarleg eins
og svo margir eru, en það leyndi
sér ekki samt. Ég fann það
greinilega þegar hún varð háðs-
leg og óþolinmóð við mig vegna
þess að ég gat ekki tjáð mig
eða gerði eitthvað öfugt. Hættið
að hugsa um stéttamismuninn,
sagði hún oft. Alveg eins og þeg-
ar ríkur maður segir fátæklingi
að hætta að hugsa um peninga.
Ég láði henni það ekki, senni-
lega sagði hún og gerði ýmis-
legt af þessu hneykslanlega sem
hún gerði tSI að sýna mér að
hún væri ekki sérstaklega fín,
en það gerði hún. Þegar hún
varð reið átti hún auðvelt með
að setja sig á háan hest og
troða á mér, rétt eins og hinár.
StéttEarmrmrmn stóð aíltaf á
miTli okkar.
Ég fór ta Leswes iama morg-
uninn. Mig langaði líka til að
sjá blöðin, ég keypti þau ölL
Það stóð eitthvað í þeim öll-
um. í sumum sorpblöðunum
stóð heilmikið, í tveim þeirra
voru myndir. Það var undarlegt
að lesa frásagnimar. Það var
ýmislegt sem ég vissi ekki áður.
„Miranda Grey, nemandi á
listaskóla, 20 ára, með sítt, ljóst
hár, sem á síðast liðnu ári hlaut
stóran styrk hjá Slade listaskól-
anum í London, er horfin. í
haust bjó hún á Mannett-vegi
29, N.W.3, hjá frænku sinni, ung-
frú C. Vanbrugh-Jones, sem til-
kynnti lögreglunni um þetta
seint í gærkvöld.
Eftir skólatíma / á þriðjudag
hringdi Miranda heim til að
segja að hún ætlaði í bíó og
kæmi heim rúmlega átta.
Síðan hefur enginn séð hana“.
Það var stór mynd af henni
og hjá myndinni stóð: Hafið þér
séð þessa ungu stúlku?
Ég hló dátt að því sem stóð
í öðru blaði.
„Þeir sem eiga heima í Hamp-
stead hafa undanfarna mánuði
verið kvíðandi vegna vaxandi
fjölda af „úlfum“ í bílum. Piers
Broughton, skólafélagi og náinn
vinur Miröndu sagði mér í veit-
ingastofunni, þar sem hann og
Miranda voru vön að borða, að
hún hefði verið i bezta skapi
daginn sem hún hvarf og þau
hefðu ákveðið að fara saman á
sýningu í dag. Hann sagði:
„Miranda þekkir London. Henni
kæmi aldrei til hugar að fara
upp í bíl hjá ókunnugum manni
eða eitthvað í þá átt. Þetta veld-
ur mér miklum áhyggjum“.
Kennari við Sladeskólann
Sagði: „Hún er með efnilegustu
nemendunum í öðrum bekk. Við
erum sannfærðir um að það er
einhver einföld skýring á þessu
hvarfi. Ungu listafólki dettur
svo margt í hug.‘
Lejmdardómurinn er óleystur
énn.
Lögreglan hvetur alla sem séð
hafa Miröndu á þriðjudagskvöld
eða hafa séð Og heyrt eitthvað
óvanalegt á Hampstead-svæðinu,
til að setja sig í samband við
hana.“
Sagt var frá því hvernig hún
hefði verið klædd og svo var
mynd af henni. í öðru blaði
stóð að lögreglan ætlaði að slæða
tjarnirnar á Hampstead Heath.
í einu blaði var talað um Piers
Broughton og gefið t skyn að
þau væru leynilega trúlofuð. Ég
velti fyrir mér, hvort það væri
þessi bítnik sem ég hafði séð
hana með. í enn öðru blaði stóð:
„Hún var með vinsælustu nem-
endum skólans, alltaf reiðubúin
til að hjálpa öðrum.“ í öllum
blöðunum stóð að hún væri lag-
leg. Og það vom margar mynd-
ir. Hefði hún verið ófríð, hefðu
aðeins staðið um þetta tvær
línur á öftustu síðu.
Ég sat í bílnum við vegar-
brúnina á heimleiðinni og las
allt sem stóð um þetta í blöð-
unum. Það gerði mig einhvern
veginn mikinn og máttugan, ég
veit ekki hvers vegna. Allt þetta
fólk sem var að leita, og ég
einn vissi svarið. Þegar ég ók
aftur af stað var ég staðráðinn
í að segja henni ekki neitt um
þetta.
Það vildi svo til að hún spurði
fyrst af öllu um blöðin þegar
ég kom til baka. Stóð nokkuð
um hana? Ég sagðist ekki hafa
gáð að því og ætlaði ekki að
gera það. Ég sagðist ekki hafa
áhuga á blöðum og í þeim stæði
ekki annað en óþverri. Hún hélt
því ekki til streitu.
Ég lét hana aldrei fá nein
blöð. Ég lét hana ekki fá út-
varp eða sjónvarp. Einn daginn
áður en hún kom las ég af til-
viljun bók sem hét Leyndarmál
Gestapos — allt um pynding-
arnar og það sem þeir urðu
að beita á stríðsárunum ■ og
hvernig þeir gættu þess að fang-
arnir fengju ekki að vita neitt
um það sem gerðist utan fang-
elsisins. Ég á við það, að þeir
létu fangana ekki fá að vita
neitt, þeir fengu ekki einu sinni
að tala saman til að skera þá
algerlega frá gamla umhverf-
inu. Og það gerði , þá meyra.
Auðvitað kærði ég mig ekki um
að gera hana meyra á sama hátt
og Gestapo. En ég hugsaði með
mér, að það væri bezt að hún
hefði ekkert samband við um-
heiminn, þá neyddist hún til að
hugsa meira um mig. Þess vegna
lét ég hana aldrei fá dagblað
eða útvarp, þótt hún reyndi hvað
eftir annað að telja mig á það.
Fyrstu dagana vildi ég ekki að
hún læsi um það sem lögreglan
var að gera, það hefði aðeins
komið henni í uppnám. Þetta
var í rauninni tillitssemi við
hana, þegar allt kom til alls.
Sama kvöldið gaf ég henni
nýjar frystar baunir og hrað-
frystan kjúkling í hvítri sósu í
kvöldmat og hún borðaði það og
virtist þykja það gott. Á eftir
sagði ég: má ég vera hérna dá-
litla stund?
— Ef þér viljið, sagði- hún.
Hún sat á rúminu með teppið
brotið saman eins og púða við
bakið, hallaði sér að veggnum
og hafði dregið fæturna undír
sig. Stundarkorn sat hún að-
eins og reykti og fletti einni af
listaverkabókunum sem ég hafði
keypt handa henni.
— Hafið þér nokkra þekkingu
á listum? spurði hún.
Ekki það sem þér mynduð
kalla þekkingu.
@ntlnental
SNJOHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settii eru í, með okkar full-
komnu sjálfvirku neglingarvél.
veita fyllsta öryggi í snjó ög
halku.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL' hjólbarðá, með
eða án nágla, undir bílinn nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til kl. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholfi 35 — Sími 3-10-55.
€---------—t
SKOTTA
Mér finnst að það ætti að senda þau í vinnubúðir á sumrin,
þetta er ein ökuferð allt sumarleyfið!
EINKAUMBOÐ
HJOLBARÐAR
FRA
RASNOIMPORT MOSKVA
500x16 hjólb. kr. 625,— slöngwr kr. 115,—
650x20 kr. 1.900,— kr. 241,—
670x15 kr. 1.070,— kr. 148,—
750x20 kr. 3.047,— kr. 266,—
820x15 kr. 1.500,— kr. 150,—
mars trading coi
- _____SIMI 17373
TRYGGID ADUR
EN ELDÚR ER LAUS
Á EFTIR CR ÞAD
OF SEINT
IE®GAFELAGm HEIMIRE
REYKJAVÍK • SÍMI 22122
21260