Þjóðviljinn - 13.04.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.04.1967, Blaðsíða 10
J0 SÍTJA — I>JÖÐV1LJINN — Fimmtudagur 13. april 196T. 35 Foreldrar misskilja alltaf böm- in sfn (iNei, ég aetla ekki afl misskilja mín), mér var ljóst að þau ætluðust til að ég yrði þessi sonur og skurðlaeknir sem vesl- ings P. hafði aldrei getað orðið. Nú verður Carmen það í stað- inn. Ég á við það, að ég er búin að fyrirgefa þeim að þau börðust gegn metnaði mínum og fyrir sínum eigin metnaði. Ég signaði, þess vegna verð ég að fyrirgefai. En hatrið í þessum draumi. Það var svo skemmtilegt. Ég veit ekki hvemig ég á að losna við það. Ég hefði getað sagt G. P. frá þessu. En hér hef ég eíkki annað en titrandi urgið í Wýantinum við blokkina mína- Enginn sem hefur ekki verið } fangaklefa getur skilið hversu alger þögnin er héma niðri. Engin hljóð nemai þau sem ég framleiði sjálf. Þess vegna finnsrt mér ég i návist dauðans. Graf- in. Engin hljóð að utan sem geta minnt mig á að ég sé lif- andi. Oft set ég á plötu. Ekki til að heyra tónlist, heldur trl að heyra eitthvað. Oft verður mér undarlega innambrjósts. Ég held ég sé orð- in heymarlaus. Þá verð ég að gena einhvem hávaða i til að sannfæra mig um að svo sé ekki. vi TIZH fEFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. IIL hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. Ég ræski mig til að ganga úr skugga um að allt sé eðlilegt. Það er eins og litla japanska telpan sem þeir fundu í rústun- um í Hiroshima. Allt var dautt og hún sat og söng fyrir brúðuna sina. 25. október. Ég verð verð verð að flýja. Ég hef hugsað um það tímun- um saman í dag. Æðisgengnar hugmyndir. Hann er svo séður að það er alveg furðulegt. Al- veg pottþéttur. Það er alveg eins og ég geri aldrei neina tilraun til að flýja. En ég get ekki reynt á hverjum degi, það er vandipn. Ég verð að spara tilraundmar. Og sérhver dagur hér er eins og heil vika fyrir utan. Það þýðir ekki að beita valdi. Ég verð að beita kænsku. Augliti til auglitis get ég ekki beitt ofbeldi. Ég verð máttlaus í hnjánum við eina saman til- hugsunina. Ég man að ég var einu sinnd að ganga með Dbnald einhvers staðar East End eftir að við komum frá Whitechapel, og þá séum við flokk af stráka- lýð umhverfis tvo miðaldra ind- íána. Við gengum yfir götuna og mér varð bókstaflega óglatt. Götustrákamir æptu, öskruðu og hrintu þeim af gangstéttinni og og út á götuna. Donald sagði: Hvað er hægt að gera, og bæði létum við sem við hristum þetta af okkur, flýttum okkur burt. En þetta var viðbjóðsdegt, grimmd þeixra og hrasðsla okkar við grimmd. Bt hann kæmi til mín núna, krypi á kné og rétti mér skörunginn, þá gæti ég ekki lamið hann. Þetta er tilgangsdaust. Ég hef reynt að sofna síðasta hálf- tímann, og mér tekst það ekki. Þessar skriftir eru eins konar deyfing. Þær eru það eina sem ég hlakka til. I dag las ég það sem ég skrifaði um G. P. í fyrradag. Og mér fannst það svo lifandi. Ég veit það virðist lifandi, vegna þess að ímyndun min fyllir út allar eyður sem annað fólk myndi ekki skilja. Ég á við, að þetta er trúlega ímyndun. En það eru eins og töfrar að geta manað fortíðina fram. Og ég get bókstaflega ekki lifiað í þessari nútíð. Ég yrði geðvelfe eÆ ég gerði það. 1 dag hef ég verið að hugsa um þegar ég fór með Piers og Antoinette til að hitta hann. Dökku hliðina á honum. Nei, ég var heimsk, heimsk. Þau höfðu komið til Hampstead að fá sér kaffisopa og við ætluðum í bíó, en biðröðin var of löng. Svo að ég lét þau kúga mig til að taka þau með sér. Það var hégómaskapurinn í mér. Ég hafði talað alltof mikið um hann. Og svo fóru þau að gefa í skyn, að ég gæti varla verið svo afskaplega kunnug honum fyrst ég væri hrædd við að fara með þau til hans. Og það dugði. Strax í dyrunum sá ég að hann var ekki sérlega hrifinn en hann bauð okkur upp. Og það var hræðilegt, vægast sagt hræðilegt. Piers var í sínum ómerkilegasta ham og Antoinette var næstum skopstæling á sjálfri sér, svo mikil kettlings- kynvera var hún. Ég reyndi að afsaka alla fyrir hinum. G. P. var í skrýtnu skapi. Ég vissi að hann gat hæglega dregið sig í hlé, en hann gerði sér reglu- legt far um að vera ruddalegur. Hann hefði þó átt að sjá að Piers var aðeins að reyna að breiða yfir öryggisleysi sitt . . . Þau reyndu að fá hann til að ræða um sín eigin verk, en það vildi hann ekki. Hann fór að verða ögrandi. Notai tvíræð orð. Alls konar beiskjublandið háð um Slade og ýmsa listamenn — sem ég veit að hann leggur ekki trúnað á- Honum tókst sannar- lega að ganga fram atf mér og Piers, en Antoinette þurfti auð- vitað að ganga enn lengra en hann. Brosti tilgerðarlega, blak- aði augnhárunum og sagði enn ruddalegri hluti. Þá sneri hann við blaðinu. Greip fram f fyrir okkur í hvert sinn sem við reyndum að segja eitthvað (ég líka). Og svo gerði ég dálítið sem var enn heimskulegra en að koma yfirleitt. Það varð þögn, og það var greinilegt, að hann hélt að við ætluðum að fara. En ég var svo mikill asni að mér sýndist sem Antoinette og Piers væri skemmt og ég var viss um að það væri vegna þess að þau héldu að ég þekkti hann alls ekki eins vel og ég hatfði sagt. Þess vegna varð ég að sanna þeim að ég kynni á hon- um lagið. Ég sagði: — Megum við fá að hlusta á plötn, G. P.? Andartak var eins og hann ætlaði að segja nei, en svo sagði hann: — Þvi ekki það? Við skulum hlusta á einhvern segja eitthvað. Til tilbreytingar. Hann leyfði okkur ekki að velja, gekk aðeins og setti plötu á spilarann. Hann lagðist í bekkinn með lokuð augu eins og vanalega, og það var auðséð að Piers og Antoinette fannst það tilgerðar- legt. Það var svo undarlegt titrandi- hljóð og andrúmsloftið var orðið svo annarlegt: Ég á við að það var eins og tónlistin kórónaði allt saman. Piers glotti sjálfum-' glaður og Antoinette fékfe hlát- urskast — og ég brostí- Ég viðurkenni það. Piers stakk litla fingrinum í eyrað og svo hallaiði hann sér fram á olnbogann og lagði höndina á ennið og hristí höfuðið í hvert skiptí sem hljóð- færið (þá vissi ég ekki hvað það var) titraði. Antoinette var alveg að springa. Það var hræði- legt. Ég vissi að hann myndi heyra það. Harm gerði það. Hann sá að Piers stakk fingrinum aftur í eyrað. Og Piers sá að hann horfði á hann og setti upp allt- í-lagi brosið. G. P. þaut á fætur og slökkti á plötuspilaranum. Hann sagði: — Þið hafið ekki gaman af þessu? Piers sagði: — Ber mér skylda til að hafa gaman af því. Ég sagði: — Piers, þetta var ekkert fyndið. Piers sagði: — Ég var ekki með neinn hávaða, var það? Ber mér skylda til að hafa gaman af því? G. P- sagði: Út >neð ykkur. Antoinette sagði: Ég er hrædd um að mér verði alltaf hugsað til Beecham. Þér vitið. Tvær beinagrindur sem eðla sig á blikkþaki? G. P. sagði (Það er undarlegt með andlitið á honum, hann getur orðið beinlínis djöfullegur á svipinn): 1 fyrsta lagi gleður það mig stórlega að þér skuluð dást að Beecham. Tilgerðarleg hljómsveitarstjóranefna með andarrass sem barðist gegn öllu sem var skapandi í samtíma- list hans. 1 öðm lagi, ef þér getið ekki heyrt muninn á þessu og cembal, þá bið ég guð að hjálpa yður. Og í þriðja lagi (við Piers) finnst mér þér vera sá broddborgaralegasti slæp- ingi sem ég hef hitt ámm sam- an og þú (við mig) — em þetta vinir þínir? Ég stóð þama, ég gat ekkert sagt, hann gerði mig reiða, en samt var ég tíu sinnum hrygg- ari en ég var reið. Piers yppti öxlum, Antoinette sýndist ringluð, en henni virtist líka dálítið skemmt, tæfunni þeirri arna, og ég roðnaði. Ég roðna enn þegar ég hugsa um það (og það sem síðar gerðist — hvemig gat hann það?). — Engan æsing, sagði Piers, — Þetta er þó ekki annað en plata. Ég geri ráð fyrir að hamn hafði verið orðinn reiður, hann hlýtur að hafa skilið að það var heimskulegt að segja þetta. — Þér lítið svo á að þetta sé ekki annað en plata, sagði G. P. Er það svo? Það er ekki annað en plata? Emð þér kannski sömu skoðunar og frænka þess- arar litlu gálu þama — haldið þér að Rembrandt hatfi verið orðin hálfleiður á öllu saman þegar hann var að mála? Haldið þér að Baoh hafi gretr sig og flissað meðan hann var að skrifa þetta? Haldið þér það? Það var eins og allur vindtir væri úr Piers, næstum hræðslu- legur. — Nú, haldið þér það? öskraði G. P. Harm var hræðilegur. Á fleiri en einn. Hann var hræðilegur, 4878 — Dubois, sem á sínum tíma tók Bernard fastan, er ekki sériega vel tekið. Að vísu þiggur fanginn sígarettu, en þegar hann er spurður spumingar, sem þegar hefur verið margoft lögð fyrir hann, rýkur hann upp. — .,Ég hef þó hvað eftir annað sagt yður, að ég hef ekki hugmynd um hvar skipið sökk! Og það er sama hve oft þér spyrjið, ég get ekki gefið yður annað svar“. — „Ef þér sýnduð staöinn á korti, mynduð þér græða á því... meira frelsi, heimsóknir, bækur...“. En enn verður Dubois að tilkynna yfirmanni sínum, að honum hafi ekkert orðið ágengt. Fægið «‘Idliúsvaskiiin og stálsamstæðnna með SILVO SKOTTA ATHUGÍÐ Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir og vanir fagmenn. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99. EIGENDUR Viðgerðaverkstæði. Smurstöð. Yfirförum bílinn fyrir vorið. FRIÐRIK OLAFSSON, vélaverkstæðl. Dugguvogi 7. — Sími 30154. Blaðadreifing - Kópavogur Unglingar óskast til blaðburðar um Kópa- vog (vesturbæ). — Hringið í síma 40753. ÞJÓÐVILJINN BRUNATRYGGINGAR TRYGGID ADUR EN ELDUR ER LA A EFTIR ER ÞtfD OF SEINT TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINPARGÓTU 9 REYKJAVIK StMI 22122 — 21260

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.