Þjóðviljinn - 11.05.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.05.1967, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÖÐVHJINN — Fimm-tudagur VL naai 13SS. \ JOHN FOWLES: SAFNARINN 52 yður. Saknar yðar. Ég gaeti ver- ið dauður án þess að neinn sem ég þekki hefði áhyggjur af því. M. Bn hún frænka yðar? C- Hún. (Það var þögn). e. (Orðin ruddust allt í einu útúr honum). Þér vitið ekki hvað þér eruð mér. Þér eruð eitt og alit. Ég hef ekkert ef þér farið. (Og það varð löng þögn). 7. desember. Hann er búinn að kaupa stól- inn. Hann kom með hann hingað niður. Hann er faUegur. Ég vildi ekki hafa hann héma niðri. Ég vil ekki neitt sem er héma niðri. Breytingin á að vera al- ger. Á morgun á ég að flytja upp fyrir fullt og allt- Ég spurði hann um það á eftir, í gær- kvöldi. Og hann féllst á það. Ég þarf ekki að bíða heila vifcú. Hann _fór til Lewes til ^að kaupa ýmislegt fleira í herberg- ið. Við ætlum að halda dálitla veizlu í kvöld. Hann hefur verið miklu notia- legri þessa síðustu tvo daga. Ég hef ekki hugsað mér að flana að neinu og reyna að flýja Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. . PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. ■ I ■ ' við fyrsta tækifæri. Hann mun gæta mín, það veit ég. Ég get ekki almennilega gert mér Ijóst hvað hann mundi gera. Hann neglir fyrir gluggann og læsir dyrunum. En get þó að minnsta kosti séð dagsbirtu. Fyrr eða síðar fæ ég tækifæri (ef hann sleppir mér ekki af fúsum vilja) til að stinga af. En ég veit að það verður að- eins um eitt tækifæri að ræða. Ef hann stendur mig að því að reyna að flýja, flytur hann mig undir eins hingað niður aftur. Þess vegna verður það að vera gott tækifæri. öruggt tækifæri- Ég segi við sjálfa mig, að ég verði að búast við hinu versta. Erf eitthvað í framkomu hans gerir það að verkum, að mér finnst sem hann ætli nú að standa við það sem hann hefur lofað. Ég hef smitazt af kvefinu hans. Það gerir ekkert til: Ó, guð minn góður, guð minn góður, ég gæti dáið. Hann gengur af mér dauðri með þessari örvæntingu. Ég er ennþá héma niðri. Hon- um hafði ekki verið alvara eitt einasta andartak. Hann vill taka myndir af mér. Það er leyndarmál hans. Hann vill færa mig úr fötunum og . . . Ó, guð minn góður, ég hef ekki vitað fyrr en nú hvað viðbjóður var. Hann sagði ólýsanlega hluti við mig. Ég var götudræsa, ég hafði sjálf beðið um það sem hann gaf í skyn. Ég varð frávita af reiði. Ég fleygði í hann ílmvatnsflösku. Hann sagði að ef ég gerði það ekki, myndi hann neita mér um að fara í bað og fara fram í kjallarann. Ég yrði að vera. hér allan tímann. Hatrið okkar í milli. Það kom fossandi fram. Ég hef smitazt af þessu and- styggilega kvefi hans. Ég get ekki hugsað skýrt. Ég gæti ekki svipt sjálfa mig lífi, ég er honum alltof reið til þess. Hann hefur misnotað mig all- an tímann. Alveg frá upphafi. Þessi saga um hundinn. Hann notar hjartað í mér. Svo snýr hann sér við og traðkar á því. Hann hatar mig. Hann langar til að úitsvina mig og IftiMaekka mig og eyðileggja mig. Hann vill að ég hati sjálfa mig svo mikið að ég eyðileggi sjálfa mig. Síðasta óþPkkabragðið. Hann gefur mér engan kvöldmat. Ég á að svelta ofaná allt annað. Ef til vill ætlar hann að svelta mig í hel. Það gæti hann hæg- lega. Ég er búin að jafna mig eftir áfallið. Hann mun ekki berja mig. Og ég læt ekki undan. Ég ætla ekki að láta harm draga mig niður í svaðið. . Ég er með hita, mér er ó- glatt. Allt snýst gegn mér, en ég skal ekki gefast upp. Ég hef legið í rúminu með myndina eftir G.P. við hliðina á mér. Haldið um rammann með annarri hendi. Eins og krossmark. Ég skal lifa þetta af. Ég skal flýja héðan- Ég skal ekki gefast upp. Ég skal ekki gefast upp. Ég hata guð. Ég hata hann — hver sem hann er — sem hefur skapað þennan heim, sem hefur lagt grundvöll að mann- kyninu, sem hefur búið í hag- inn fyrir mannverur eins og Caliban, ástand eins og þetta. Ef til er einhver guð þá er hann einhver andstyggðar köng- urló í myrkri. Hann getur ekki verið góður. Þessi kvöl, þessi ósegjanlega andlega þjáning. Þetta' var ó- þarfi. Þetta er aðeins sársauki, efckert annað, og ekkert fæst í aðra hönd. Það gefur engu líf, ákapar ekkert. Allt er árangurslaust. Öllu kastað á glæ. Því eldri sem heimurinn verð- ur, því augljósara er þetta. Sprengjan og pyndingjamar í Algier Dg börnin sem svelta í Kongó. Það verður aðeins stærra og geigv'ænlegra. Meiri og pieiri þjáning hjá æ fleirum. Og í æ meira tilgangs- leysi. Það er 'eins og kertin ,séu brunnin rtiður. Ég er hér í svörtum sannleikanum. Guð er einskis nýtur. Hann getur ekki elskað okkur. Hann hiatar okkur af því að hann getur ekki elskað okkur. öll andstyggðin og eigingimin og lygamar. Fólk vill ekki viðurkenna það, það er of önnum kafið við að krafsa til sín til þess að sjá að kertin eru útbrunnin. Það sér ekki myrkrið og köngur- lóarhausinn úti fyrir og vefinn yfir öllu. Að þannig er það alltaf ef dálítið er klórað i yfir- borð hamingju og góðleiks. Það svarta og þáð svarta og það svarba. . . Það er ekki nóg með það að ég hef aldrei fyrr hugsað á þennan hátt, heldur hef ég aldrei getað ímyndað mér þann möguleika. Meira en hatur, meira en örvænting. Það er ekki hægt að hata það sem maður nær ekki til, ég finn ekki einu sinni til þess sem flestir hugsa sér sem örvæntíngn. Það er handan við örvæntingu. Það er alveg eins og ég geti ékki lengur fundið til- Ég sé en ég get ekki fundið til. Ó guð, ef til er einhver guð. Ég hata handan við hatrið. Hann kom niður fyrir stundu. Ég lá ofaná rúminu og svaf. Hiti. Loftið er svo þungt. Þetta hlýtur að vera inflúensa. ’ Mér leið svo illi að ég stagði ekki neitt. Hafði ekki þrek til að láta hatur mitt í Ijós. Rúmið er rafct. Mér er Ult fyrir brjóstinu. Ég sagði ekki orð við hann. Orð nægja mér ekki lengur. Ég vildi óska að ég væri Goya. Gæti teiknað híð algera hatur sem ég ber í brjósti til hans. Ég er svo hrædd. Ég veit ekki hvað gerist ef ég verð al- varlega veik. Ég skil ekki af hverju mér er svona illt fyrir brjóstinu. Eins og ég hefði verið með lungnakvef í marga daga. En þá yrði hann að sækja lækni. Hann gæti kannski drep- ið mig, en hann getur ekki látið mig deyja þannig. Guð minn góður, þetta er hræðilegt. (Kvöld). Hann kom með htta- mæli. Hitinn var 38 um há- degið Dg nú er hann 38,4. Mér líður skelfilegia illa. Ég hef legið í rúminu í allan dag. Hann er ekki mannleg vera. Guð minn góður, ég er svo einmana, svo hræðilega ein- mana. Ég get ekki skrifað. (Morgun). Alvarlegt lungna- kvef. Ég skelf öll. Ég hef ekki sofið - almenni- legá. Hræðilegir draumar. Und- arlegir, mjög lifandi draumar. G.P. var í einum. Ég grét yfir honum. Ég er svo hrædd. Ég get ekki borðað. Ég finn til í lunganu þegar ég anda og ég get ekki að mér gert að hugsa um lungnabólgu. En það getur ekki verið. Ég vil ékki deyja. Ég vil ekki deyja. Ekki fyrir Galiban. Draumur. Furðulegur. Er á gangi í eskilundinum hjá L. Ég horfði upp gegnum laufkrónurnar. Ég sé flugvél bera við bláan himininn. Ég veit hún hrapar. Seinna sé ég að hún hefur hrapað. Ég þori ekki að halda áfram. Stúlka kemur á móti mér. Minny? Ég sé það ekki. Hún er klædd einhverjum undarlega grískum skikkjum. Hvítum. 1 sólskininu milli hljóðra trjánna. Virðist þekkja mig, en ég þekki hana ekki (ekki Minny). Alltaf langt burtu. Mig langar til að koma nær. Nær henni. Ég vakna. Ef ég dey fær enginn nofck- um tíma að vita það. þórður sfóari 4899 — Skyndilega vekja tveir menn athygli Wallace. Annan hef- ur hann séð um borð í „Prosper", en hinn, sá með skeggið . . — Hann þrífur mynd upp úr vasa sínum. Jú, ekki ber á öðru, þetta er maðurinn sem hann hefur leitað að vikum saman! Þetta er Bemard Grunyr hans hefur þá reynzt réttur. Bemard hefur komizt undan með hjálp áhafnarinnar á „Prosper“! Það er greinilegt hvað Bemard ætlast nú fyrir: mennimir tveir fara einmitt beint inn í verzlunina sem hann var að koma úr, verzl- unina með kafarabúningana. Það á sem sagt að leita skipsflaks- ins og ná í titaniumplöturnar! 4 UG-RAUÐKÁL - I.VIHtA GOTT 4 SKOTTA © King Feature» Synciicatc, tnc., 1965. WerM tlglit»re«arvrf. — Skotta, hvemig dettur þér í hug að lána henni hjólaskautana , mína? TILBOD óskast í Lorain-bílkrana, 24 tonna, er verður til sýnis að Grensásvegi 9 næstu daga. Tilboðin verða opnuð í skrifstef-u vorri miðviku- daginn 17. maí kl. 11 árdegis. / Sölunefnd varnarliðseigiia. Trésmíði Pússa upp teakhurðir og ’teakverk. — Se’t í tvöfalt" gler. — Sími 24663. mANMORK 06 fA-ÞýZKAlAND^í w"/. Eystrasaltsvikan ^ 5.—26. júli' 1967. Verð kr. 13.500,90. Fararstjóri: Magnús Magnússon, kennari. % Ferðaáætlun: 5. júlí. Flogið til Kaupmannahafnar /Vj og dvalið þar til 8. júli. Farið með lest til Warne- /a munde og dvalið á Eystrasaltsviku til 17. júli. /ó Lagt af stað í 9 daga ferð til Berlínar. Magdeburg. /í Erfurt, Leipzig, Dresden og Wittenberg og farið 25. >>[ júlí með næturlest til Kaupmannahafnar og flogið ví 26. júlí til Reykjavíkur. Innifalið fullt fæði nema morgunmatur í Kaup- yfr mannahöfn, flugfar. járnbrautir og iangferðabílar. leiðsögumaður. hótel. aðgangur að söfnum. dans- % leikjum o.fl. Baðströnd á Eystrasaltsvikunni. Ein Va ódýrasta ferð sumarsins. Þátttaka takmörkuð og þegar búið að panta i ferðina. Hafið samband við skrifstofuna sem fyrst. LANDSBN^ FLOGIÐ STRAX FARGJALD GREITT SÍÐAR V Va V, V. 'ZA, YS/j Lauffavegi 54. SlMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.