Þjóðviljinn - 25.07.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.07.1967, Blaðsíða 1
I Þriðjudagur 25. júlí 1967 — 32. árgangur tölublað. Samið um saltsíMarsölu tíl Sovétríkjanná □ Fyrir helgina voru -undirritaðir í Moskvu samningar úm sölu á salt- síld til Sovétríkjanna og kom íslenzka •samninganefndin heim sl. laugardag. □ Þjóðviliinn átti í gær tal við Erlend Þorsteinsson formann síldárutvegs- nefndar og innti hann eftir þessum samningum. Kvaðst Erlendur ekki geta skýrt frá þeim að svo stöddu. Væri hann búinn að kalla saman fund í síldarútvegsnefnd, sem verður haldinn í dag, og kynni hann ekki við að skýra blöðunum frá efni samn- inganna á undan nefndarmönnum. Sagði hann að fréttatilkynning yrði send til blaöanna eftir fundinn !í dag. ór Varð undir dráttarvél og beið bana Sfðastliðið föstudacskvöld varð banaslys á bænum Hæðargarði í Kirkjubæ.far- hreppi í Vestur-Skaftafells- sýslu er 12 ára gamall drengur varð undir drátt- arvél og beið bana. Siggeir Björnsson hrepp- °stjóri í Holti skýrði Þjóð- vijanum svt> frá í gær að slysið hefði orðið um lý. 9 . um kvöldið. Hafði pilturinn verið í heyvinnu og var á leið heim að bænum á dráttarvélinni er slysið varð. Er helzt haldið að hann hafi blindazt af sól því allt í einu ók hann út af vegin- um og varð undir dráttar- vélinni sem hvolfdi. Höfuð- kúpubrotnaði drengurinn og telur læknir sem kom á vettvang að hann hafi lát- izt samstundis. Pilturinn sem lézt hét Vigfús Adólfsson og átti hann heima að Heiðarvegi 50 í Vestmannaeyjum en var að Hæðargarði í sumar. ■I>•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■! Bílvelta við Korpu Seinni hluta laugardagsins valt Trabant-bifreið við Korpu í Mt>s- féllssveit. Kvenmaður var við stýrið og mun hún hafa ekið of hratt, með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum. Meiddist ökumaðurinn á fæti og eini farþeginn í bílnum, meiddist á höfði og var fluttur á Slysa- varðstofuna. ágerist í Bandaríkjunum Johnson sendir 5.000 monno herlið til Detroits en þor höfðu orðið ofsaiegar óeirðirum helgino - Róðstefna blökkumanna í Newark WASHINGTON og DETROIT 24/7 — Johnson forseti sendi í dág 5.000 manna lið úr Bandaríkjaher til borg- arinnar Detroits þar sem það á að aðstoða stjómarvöld á staðnum við að koma á röð og reglu eftir kynþátta- óeirðir sem þar hófust um helgina. Fyrr 1 dag hafði fylkisstjórinn í Michigan, George Romney, beðið um slíka aðstoð sambandsstjómarinnar í Washington, ef lögreglunni í borginni, fimmtu stærstu borg Banda- ríkjanna, og fylkishemum-. reyndist um megn að bæla niður óspektimar. Borgarastríð hafið í Bandarikjunum? Skömmu síðar voru þessir 5 000 hermenn fluttir í flugvélum til Detroits frá Selfridge-flugvelli sem er um 50 km frá henni. Um eitt þúsund lögreglumenn og sex þúsund menn úr fylkisher Mic- higans hafa síðustu tvo sólar- hringa reynt að koma á friði í Detroit eftir að þar blossuðu upp kynþáttaóeirðir á borð við þær sem undanfamar helgar hafa orðið í mörgum öðrum bandariskum borgum. Svartur reykjarmökkur hvílir yfir Detroit, sem er miðstöð bílaiðnaðarins i Bandaríkjunum. í nótt fóru þar um götumar hópar blökkumanna með illum látum og lögðu þeir eld í bygg- ingar, bæði í fbúðarhús og'verzl- anir. Borgarastríð Óeirðignar í Detroit eru ekkert einsdæmi. Á laugardagskvöld og aðfaránótt sunnudagsins brutust út slíkar óeirðir í ýmsum öörum borgum og bæjum í Bandaríkj- unum, þannig t.d. bæði í New York, Birmingham í Alabama og Englewood. Um síðustu helgi urðu slíkar róstur í Newark í New Jersey, aðeins nokkra kíló- metra frá hjarta New Yorkborg- ar, og er þegar orðið ljóst að sumarið í ár verður það ófrið- samasta sem yfir Bandaríkin hef- ur gengið lengi. 1 sumum frétt- um er beiniínis talað um borg- arastríð. Bandarískur fréttamaður serri brezka útvai-pið ræddi við í dag sagði að öll ástæða væri til að óttast að átökin myndu fara harðnandi eftir því sem á sutn- arið liði og hann kvaðst ekki sjá að nokkurrar lausnar vasri að vænta. Óeirðimar í Newark um fyrri helgi hófust þegar lögreglumenn Framhald á 3. síðu. VerkfalliS viS Siraum'svik hó fsf i gœr Vinnuveitendasambandið neitar að ganga til samnínga við Vmf. Hlíf í gærmorgun hófst verkfalhð sem. Vmf. Hlíf í Hafn- arfirði hafði boðað við Hafnargerðina í Straumsvík, og stendur Vinnuveitepdasamband íslands gegn því að samið verði á sama grundvelli og Hlíf hafði áður sam- ið við aðra vterktaka á staðnum. Við höldum verkfallinu áfram meðan ekki verður samið við ok'kur. sagði Hermann Guð- mundsson, form. Hlífar, í samtaii við Þjóðvifljann í gær. Hinn 5. marz sl. gerðum við samninga thafnargerð^na og engar tilslak- við fyrirtækið Hodhtief-Strabag og eru þeir í gildi við alla jarð- vegsvinnu á svaéðinu. Við gerum ekki aðra kröfu nú en að samið verði á sarna grundvelli um anir koma til greina, hversu lengi sem verfcfallið stendur. Vinnuveitendasamband íslands hefur blandað sér í málið og stendur í vegi fyrir að samið verði. Porsvarsmenn þess hafa komið fram með hinar fárán- legustu fullyrðingar í sambandi við þetta mól. Fullyrðingar þeirra um að samningar við Straibag-Hoohtief séu í ósam- ræmi við aðra samninga eru al- gerlega út í höjít, því að engtr samningar eru i gildi á félags- --------------------------f-----. Stærsta skip smíðað hérlendis sjósett ★ Um helgina var sjósett I Slippstöðinni á Akureyri 557 tonna skip og er þetta stærsta skip, sem smíðað hefur verið á Islandi til ★ Hlaut það nafnið Eldborg. — Mikill mannfjöldi fylgdist með sjósethingu skipsins og fluttu ræður Skafti Áskelsson, forstjóri Slippstöðvarinnar og Hjálmar Bárðarson, skipaskoðunarstjóri, og fullyrtu báðir ræðu- menn, að innlendar skipasmíðastöðvar stæðu erlendum skipasmíðastöðvum fyllilega á sporði í smíði skipa. « ' ★ Þannig hefur nú komið til tals að smíða skip Rikisskips hér á landi, en hol- lenzkt fyrirtæki er að tcikna slíkt skip sem stendur. ★ Byrjað var á smíði Eldborgar i dcs ember 1965 og hefur smiðin staðið yfir í eiti pg hálft ár. Hjá Slippstöðinni vinna nú 165 manns. svæði Hlífar síðan 1. okt. í haust. Mætti minna á að síðan hefur t.d. verið samið um vinnu við BúrfeUsvirikjun og eru samning- arnir sem gerðir hafa verið um vinnu við Straumsvík innan svipaðs ramma. \ Þá er fráleitt að tala um .að 'betri kjör verikamanna við hafnr argerðina bitni á Hafnarfjarðar- bæ, þvi að hann er engimm aðili að þessu máli. Hafnarfjarðarbær er talinn eigandi að höfninni, en skiv. samningum við ÍSAL bor^- ar það höinina að fullu á 25 ár- um með leigugjöldum, og laun þeirra venkamanna sem vinna við hafnargerðina skipta þar eMgu máli, saigði Hermann að Hofoum. Hin þvcrmóðskufulla afstaða Vinnuveitendasambands íslands og alger neitum á að _ ganga að sanngjömum kröfum Hlifar er gerð í trausti þess að ríkisstjórn- in beiti valdboði í þessari vinnu- deilu eins og hún hefur gert i öðrum verkföllum að undan- fömu. En eins og Hermann Guð- muindsson tók fram mun H’.it' ekki ljá máls á hcinum tilslök- unum og halda verkfallinu á- fram eins lengi og þörf er á til að knýja fram samninga. Hallgrimur Pétursson, starfsmaður Vmf. Hlífar, við verkfallsvörz'.u við Straumsvík í gær. — Á myndinni sjást hin innfluttu hús sem verið er að reisa þar yfir starfsmenn við Hafnargerðina. — (Ljósm. Þjóðv- Hj. G.). Þetta er bara rétt byrjunin Fréttamaður Þjóöviljans hjtti Hallgrím Pétursson, starfsmann Vmf. Hiífar á verkfallsstað þar sem hann var á eftirlitsferð um miðjan dag í gær. Hér er verið að reisa 11 hús fyrir starfsmenn við hafnargerð- ina og var byrjað á þessum framkvæmdum fyi-ir 2—3 vitoum, sagði Hallgrímur. íslenzkir smið- ir sjá um uppsetningu húsanna, og þeim til hjálpar hafa venð bér 6 Þjóðverjar, auk þess hafá unnið hér 7—8 verkamenn frá Véltækni h/f við að taka upp úr kössum fllekana í húsin og bera að smiðunum. Við Hermann Guðmundsson komum hingað er vinnutimi hófst í morgun, og voru hinir ís- lenzku verkamenn þá hættir störfum en Þjóðverjarnir voru við vinnu. Við báðum þá að sýna skiilríki fyrír því að þeir hefðu iðnréttindi og gáfum þeim PrarnhíiH ó O síðll.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.