Þjóðviljinn - 02.08.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.08.1967, Blaðsíða 10
DIOÐVIIIINN Mið'viíkudagur 2. ágúst, 1967 — 32. árgangur •— 169. tölublað ÆSKULÝÐSFYLKINGIN leggur til tjöld, heitar súpur og kakó. Þátttökugjald er 625,00 kr„ en skráningu í ferðina Iýkur á morgun fimmtudag, og er fólk hvatt til að láta skrá sig sem allra fyrst í síma 17513. Kærurnar verða taldar í vélum Þjóðviljinn hafði samband við Halldór Sigfússon, skattstjóra, í gaerdag og spurðist enn fyrir um fjölda kærumála út af skött- um og útsvórum og eru þessar tötor ennþá ekki til reiðu hjá stwfnuninni. Það kom í Ijós í viðtali við skattstjóra, að vonlaust væri að telja allan þann kærufjölda í höndunum og væri ætlunin að láta skýrsluvélamar vinna það vérk og gætu þær ekki matreitt þessar tölur fyrr en um miðjan mánuð. * Mikil kuldatíð er nú á Héraði Hallormsstað 1/8. — Hér er nú óskaplega kalt í veðri og er svo búið að vera alla síðustu vi'ku. Urðu fjöll hvít niður í miðjar hlíðar á Völlum um helgina. Margt var komið hingað af ferðafólki er kuldarnir byrjuðu en það hefur allt forðað sér burt. Heyskapur byrjaði hér hálfum mánuði seinna en venja er til og hefur hann gengið illa það sem ,af< er, enda úrfcomusamt.^ Sæmideg spretta var hér á Upp- Héraði en á Út-Héraði var víða mikið kal í túnum og engin spretta. — sibl. Róknð þsgarí 26 [jjéðhátíðarferðir Við áttum tal í gærdag við Sverri Jónsson hjá Flugfélagi ís- lands og spurðumst fyrir um bókanir í ferðir til Vestmanna- eyja um þjóðhátíðina. Hann sagði: í fyrrasumar fluttum við um þúsund manns í tuttugu og fimm ferðum fram og til baka í sam- bandi við þjóðhátíðina. Við erum núna búnir að setja upp tutt- ugu ferðir og er nær bókað í þær allar og nú eru góðar veð- urhorfur svo búast má við meiri þátttöku heldur en í fyrra. Myndin er tekin í Húsafellsskógi fyrir nokkrum dögum. Um 40 sjálfboðaliðar unnu þá að undirbún- ingi siunarhátíðarinnar, smíðuðu m.a. brú yfir Kaldá, danspalla og leiksvið sem sést hér á myndinni. Miklar undirbúningsfram- kvæmdir í Húsafellsskégi — fyrir sumarhátíð æskulýðssamtakanna í Borgarfirði □ Allmiklar undirbúningsframkvæmdir fyrir sumarhá- tíðina í Húsafellsskógi hafa staðið yfir upp á síðkastið. .Þar hafa m.a. verið smíðaðir danspallar, leiksvið og lítil brú, auk þess sem skógurinn hefur verið hreins- aður. □ Meðlimir í æskulýðsfélögum í Borgarfirði hafa farið tugum saman í Húsafellsskóg undanfarnar helgar og kvöld ásamt þeim Vilhjálmi Einarssyni, Höskuldi Goða Karlssyni og Jónasi Árnasyni og er víst um það að þetta fólk gerir sitt til þess að sumarhátíðin megi verða vel heppnuð. Dagskrá mótsins í Húsafells- skógi verður mjög fjölbreytt, enda er hún samin með það fyrir augum að þarna verði „eitthvað fyrir alla“. Má þar nefna að tvær unglingahljómsveitir, Dátar og Óðmenn leika fyrir dansi unga fólksins en Skafti og Jóhannes spila fyrir þá sem komnir eru af unglingsárunum. Kaldá skiptir mótssvæðinu í tvennt, öðrurn, megin við hana eru fjölskyldutjaldbúðir en hinum megin unglingatjaldbúðir þar sem þeir unglingar sepi hafa eig- in tjaldútbúnað geta dvalizt. Verðið inn á alla hátíðina er 300 krónur fyrir ful'lorðna og 200 fyrir börn og er þá innifalinn aðgangur að dansleikjum og öll- um dagskrárliðum. Þá fylgir og happdrættismiði hverjum að- göngumiða og eru vinningarnir ferðir með Sunnu, m.a. til Mal- lorca. Þeir sem koma einungis á mótið á sunnudeginum greiða 100 krónum minna Þetta er þriðja mótið sem æskulýðssamtökin í Borgarfirði halda, hin fyrri voru við Grá- brók i Norðurárdal. Að þessu sinni munu norræn ungmenni fjöllmenna á mótið, allir erlendu bátttakendurnir í norræna æsku- iýðsmótinu sem eru um 300 tals- ins heimsækja mótið á sunnu- öaginn. í þeirra hópi eru tveir fimleikafio'kkar sem sýna móts- "estum listir sínar. Séu nefndir einhverjir dag- ^krárliðið mótsins er rétt að geta bess að mótssvæðið er opnað kl. 20 á föstudagskvöldið, eftir há- á föstudag hefst héraðsmót UMSB í frjálsum íþróttum og að lo-knum kappreiðum og hesta- sýningum verður dansað á þrem- •ir stöðum. Á sunnudaginn verður flutt há* tíðardagskrá; Vilhj’élmur Einars- son, form. UMSB flytur ávarp, blanöaður kór Reykdæla syngur og Bima Aðalsteinsdóttir syngur þjóðlög. Þá verða haldnir bítla- tónleikar og auk þessa koma fráhi margir skemmtikraftar: Jón Gunmlaugsson, Alli Rúts. Gunnar og Bessi, Baldur og Konni o.fl. Ekki verður af fyrirhuguðu fall'hlífarstö'kki en sýnt verður listflug ■ í staðinn. Vilhjálmur Einarsson sagði b’laðamönnum nýlega að eini íslendingurinn sem hefur leyfi til að stökkva einn úr flugvél hefði skyndilega verið boðaður til keppni erlendis, sömu sögu var að segja af öðrum sem til greina komu. Skégarhátíi ÚÍA § A tlavík am helgino HALLORMSSTAÐ l/Ö — Ungmenna- og iþróttasamband Austurlands efnir til skógarbátíðar um verzlunarmanna- helgina í Atlavík í Hallormsstaðaskógi undir k'jörorðinu: Skemmtið ykkur án áfengis í Atlavík. Hefur ÚÍA efnt til samskonar hátíða tvö undanfarin ár og bær tekizt mjög vel. Var það brautryðjendastarf, er ÚÍA gekkst fyrir áfengislausri útiskemmtun sumarið 1965, en síðan hafa ekki verið haldnar skemmtanir í skóginum þar sem áfengi hefur verið um hönd haft. Dagskrá mótsins verður í stór- um dráttum sem hér segir: Á laugardagskvöldið kl. 21 hefst dansleikur í Atlavík og verður dansað á tveim stöðum, í samkomuskálanum og á palli. Dúmbó og Steini frá Akranesi og Austmann frá Neskaupstað leika fyrir dansinum- Stendur dansleikurinn til kl. 1 e.m. en þá hefst miðnæturvaka með varð- eldum og flugeldasýningum en jafnframt verður flutt skemmti- dagsikrá: Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldss. sikemmta. Tóna- kvartettinn frá Húsavík syngur, Dúmbó og Steini leika og syngja og danski fjöHlistamaðurinn Bar- ly leikur listir sínar. Á sunnudagsmorgun kil. 10 hefst ’keppni í frjálsum íþróttum og stendur hún fram um' hádegi. Kl. 2 síðdegis hefst svo útisam- koma í Rjóðrinu. Kynnir og stjórnandi samkomunnar verður Kristján Ingólfsson formaður OÍÁ. Lúðrasveit Neskaupstaðar undir stjóm Haraldar Guð- mundssonar leikur í upphafi samkomunnar og á milli dag- skráratriða. Ræðu flytur Stefán. Jasonarson bóndi í Vorsabæ og Elma Guðmundsdóttir húsfreyja í Neskaupstað flytur ávarp, Tóna- kvartettinn syngur, Róbert og Rúrik sikemmta. Karl Guðmunds- son og Eyvindur Erlendsson skemmta og Barly sýnir listir sínar. Að tokinni útiskemmtuninni um kl. 17 hefst handknattlleikur, glimusýning og glímukeppni. Þá verður og sérstakur unglinga- dansleikur síðdegis á sunnudag- inn. Kl. 9 um kvöldið hefst dans- leikur og verður dansað á tveim stöðum og leika Dúmibó og Steini og Austmenn fyrir dans- inum. Á mánudagsikvöldið heldur ÚlA ijvo dansleik í Valaskjálf á Egils- stöðum. Þar leifca Dúmbó og Steini fyrir dansinum og fjöl- listamaðurinn Barly skemmtir. Er þetta leiðin til að auka bolfisksaflann? Verður aflaskipinu Víkingi nú breytt í síldveiðiskip? □ í ráði mun að breyta einum aflasælasta togaranum í síldveiðiskip, togaranum Víkingi frá Akranesi. □ Sjómaðurinn sem skýrði Þjóðviljanum frá þessum fyrirhuguðu framkvœmdum taldi þetta mjög misráðið og jafngilda skemmdarverkum við fiskveiðar og atvinnu- horfur íslendinga. Væri' nær að fá einhvern togaranna sem hættir eru rekstrr ef eigendur skipsins vantar togara á síldveiðar. Fara hér á eftir ummæli sjó- mannsins: ★ Mér skilst að í ráði sé að fara að breyta einu farsæl- asta aflaskipi íslenzka tog- araflotans, Víkingi, í síld- >jö ferðir Ferðafélags ís- Eands um verzlunarhelgina Eifts og jafnan áður efnir ‘’Ferðafélagið til margra skemmti- ferða um verzlunarmannahelgina, ög um ýmsar fegurstu leiðir og staði, sem auðvelt er að ferðast um á tveimur og hálfum degi. Þessir staðir eru: Þórsmörk, sem er jafnkunn fyrir fegurð og veðursæld. Þang- að er nú ekið á 4-5 klukkustund- um, og góður tími gefst til þess að skoðast um í f jölþreytni lands- lags og náttúru, eða hvilast í lundum hennar og skjóli. Landmannalaugar á Fjalla- baksveg nyðri er unaðslegur reit- ur í litskrauti liparítfjalla, við heitar lindir og svala átrstrauma. Fáir staðir á landinu bjóða upp á meiri litadýrð, né fegurra út- sýni af næsfcu fjöllum. ökuleiðin þangað er mjög sérkennileg og fögur- Þriðji staðurinn sem Ferðafé- lagið heldur ti'l er Breiðafjarðar- eyjar en auk þess umhverfis Snæfellsness. Það er afburða falleg leið, bæði á sjó og landi. Auk siglingarinnar til Flateyjar og eyja milli verða skoðaðir stað- ir eins og t. d. Helgafell, Bú- landshöfði, Lóndrangar, Arnar- stapi og ýmsir fl. sem og Stykk- ishólmur og GruRdarfjörður. Kjalvegur, Kerlingarfjöll og Hveravellir er fjórða svæðið, sem farið verður um. Er þá komið inn í mitt hálendi Islands, stór- fengleg leið og falleg um að fara. Fimmti staðurinn, sem farið verður til er Hvanngil £ Fjalla- baksveg syðri. Hítárdalur er sjötti staðurinn, sem F. í. býður upp á- Þetta er merkur staður í sögum okkar, bæði fyrr og síðar. Veiðívötn eru sjöundi staður- inn, mjög sérkennileg og fögur, þar er Ferðafélagið að byggja nýtt sæluhús. í allar þessar ferðir verður lagt af stað n.k. laugairdag klukk- an 14.00, kunnugir leiðsögumenn verða í öllum ferðunium. Þórrmörk, jafn kunn fyrir fcgurð og vcðursæld. veiðiskip, setja á hann skrúf- ur og kraftblökk og allt ann- að tilheyrandi, og þá sjálf- sagt að reka í land skips- stjórann, hinn ágæta afla- mann Hans Sigurjónsson, sem verið hefur með skipið í 8 ár. Þetta er áreiðanlega mjöig mis- ráðið. Þau eru nógu mörg síldveiðiskipin sem flemgja sjó í sumar með heldur litl- um árangri. Hins vegar mun- ar mikið um hvern togarann sem hættir að stunda þorsk- veiðar og karfaveiðar, þeir eru ekki orðnir svo margir eftir undir viðreisnarstjóm. Og þegar um er að ræða ann- að eins aflaskip og Víking, er hér verið að vinna skemmd- arverk gagnvart fiskveiðum og atvinnu íslendinga. Hér í Reykj avíkurhöfn liggja nú einir 7 eða 8 togarar, tog- urum Klettsverksmiðjunnar hefur öllum verið lagt. Væri ekki nær að taka einhvern þessara togara sem liggja þannig í reiðileysi engum til gagns og virðast bíða eftir því einu að vera seldir í brotajárn eða til annarra fiskveiðiþjóða sem nýtnari eru á togarana? Skyldi þetta vera það sem koma skal, þegar núverandi sjávarútvegsmálaráðherra fer að laga til í sjávarútveginum? Hver veit nema það verði rík- ið sem leggur fram þær 10— 20 miljónir sem þarf til að breyta Víkingnum í síldveiði- skip og flæma skipstjóra hans og samhenta skipshöfn í land? Skyldi ekki vera nær að bera einhvers staðar niður þar sem ekki yrði eins mikið tjón að framkvæmditini? mannahelgina ÆSKULYÐSFYLKINGIN í Rvik efnir til ferðar nm verzlún- armannahelgi 4.—7. ágúst. Fylkingarferð um verzíunar-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.