Þjóðviljinn - 10.08.1967, Blaðsíða 4
4 StoA — ÞJöðvILiJINN — Fimmtudagur 10. ágást 1967.
urinn.
Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurðou &uðmun<3sson.
Fréttaritstjóri: Sigurðux V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurðoir T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja SkóUuvörðust 19.
Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kx. 105.00 á másuði. —
Lauaasöluverð kr. 7.00.
fc----------—------------------------------------------
Semja verSur við H/íf
yinnuveitendasambandið og hið erlenda verktaka-
félag við Straumsvíkurhöfn virðast hafa furðu-
Xítinn áhuga á því að semja um kaup og kjör við
,Verkamannafélagið Hlíf, sem þarna er aðili af
hálfu verkamanna. Hefur verkfall Hlífar nú stað-
iið röskan hálfan mánuð og um síðaistliðna helgi
hófu fjögur önnur verkamannafélög samúðarverk-
fall við flutning á vörum til verktakafélaganna
Hochtief og Véltækní, þeirra á meðal Verkamanna-
félagið Dagsbrún í Reykjavík. Afstaða Sjálfstæðis-
flokksins og „vinnuveitendasambandsa hans virðist
helzt að neita að semja við verkalýðsfélög um kaup
og kjör, enda þótt þau fari í öllu að landslögum
um meðferð vinnudeilna. í þeirri afstöðu felst ó-
fevífin vefenging í reynd á samningsrétti verka-
lýðsfélaganna, og er mál sem varðar ekki einung-
is verkalýðsfélagið sem í deilu á hverju sinni held-
ur verkalýðshreyfinguna alla.
Málgagn Sjálfstæðisflokksins, Vísir, hefur í for-
ystugrein talið verkfall Hlífar í Straumsvík
„ljótan blett“ á verkalýðsfélagi, rét't eins og blaðið
telji lðgleg verkföll eitthvert hneyksli. Hins vegar
hefur aðalblað hins stjómarflokksins, Alþýðublað-
ið, talið kröfur Verkamannafélagsins Hlífar eðli-
legar og deilt á afstöðu Vinnuveitendasambands-
ins og hinna þýzku verktaka að neita að semja. Gaf
blaðið í skyn að sú afstaða væri að einhverju leyti
.til komin í hefndarskyni vegna þess að leppfélagi
svissneska alúmínhringsins var neitað um að ganga
formlega í Vinnuveitendasambandið. Frá því hef-
ur verið skýrt, að farið hefur verið og verður fram
hjá því banni, með því að þiggja -frá hinum er-
lendu eigendum peningastraum til herkostnaðar
Vinnuveitendasambandsins gegn verkalýðssamtök-
unum, í formi greiðslna fyrir margvíslega „fyrir-
greiðslu“. Af viðbrögðum vinnuveitendasambands-
ins og mótmælum við ákvörðun Alþingis um aðild-
ina að sambandinu er ljóst, að af þess hálfu reikn-
ar það með hinum erlenda auðhring sem voldug-
um bandamanni í baráttunni gegn hagsbótum ís-
lenzkrar alþýðu; enda Sjálfstæðisflokkurinn allra
flokka ákafastur að kalla hið útlenda auðfélag inn
í landið og gefa því forréttindaaðstöðu í nær hálfa
öld.
gegja má að framkoma vinnuveitendasambands
Sjálfstæðisflokksins og hins þýz'ka verktakafé-
lags gagnvart Verkamannafélaginu Hlíf boði ekki
gott um viðskiptin við íslenzka verkalýðshreyfingu,
og ætti þó íhaldið að skilja núorðið að ekki verður
gengið framhjá íslenzku alþýðusamtökunum. Af-
staða Alþýðublaðsins bendir til, að Alþýðuflokkur-
inn ætli ekki að þessu sinni að láta íhaldið fyrir-
skipa bráðabirgðalög og gerðardóm eða beina laga-
skömmtun um kaup og kjör, eins og ríkisstjórn-
in hefur iðkað í einni vinnudeilunni eftir aðra. —
Tafarlausir samningar við Verkamannafélagið
Hlíf hlýtur að vera krafa verkalýðshréyfingarinn-
ar og allrar alþýðu. — s.
*
■ Dönsku meistaramir í handknattleik kvenna,
F.I.F. (Fredriksberg Idrætsforening), léku á
þriðjudagskvöld við íslenzku meistarana, Val, í
Laugardalshöllinni, og sýndu dönsku stúlkumar
mikla yfirburöi, sérstaklega þó í fyrri hálfleik.
Handknattleikur:
Dönsku meistararnir F. I. F., sigruðu
Val með yfirburðum, 15 gegn 8
AHur Ieikur dönsku stúlkn-
anna var líflegri og hreyfan-
legri. Þær voru harðar í vörn,
og markmarm áttu þær sem af
bar, og vafasamt að slik mak-
varzla af hálfu kvenna hali
sézt hér áður. Valsstúlkurnar
sóttu sig þó í síðari hólfleik og
munaði aðeins einu marki í
hálfleik (5:4)
Langt að baki þeim dönsku
Það var dálítið forvitnilegt
að fá að sjá dönsku meistar-
ana í handknattleik hér 1
keppni við-Val, sem hefur ver-
ið í sérflokki í handknatt-
leik hér á landi um langt skeið.
Ahrifin frá þessu fyrsta leik-
kvöldi eru þau að kvenna-
knattleikurinn hér stendur
þeim danska langt að baíki.
Kemur þar fyrst og fremst ti!
meiri þjálfun, sem skapar
hraða í leiknum meðan hann'
stendur yfir. Þær dönsku voru
greinilega mun betur þjáifaðar
en Valsstúlfcurnar. Sjúlf knatt-
meðferðin var ekfci að neinu
verulegu leyti betri, og þar
munaði mestu hvað markmenn
snertir.
Þetta verður því áminning tii
íslenzkra kvenna að þœr verða
að leggja meiri áherzlu é sjáflfa
þjálfunina, hraðann. Þó Vals-
stúlkunum tækist að halda f
við þær dönsku í síðari hálf-
leik, breytir það engu um það
að í list leiksins voru það
dönsku stúlkurnar sem höfðu
alit frumkvæði.
Að vísu voru dönsku stúlk-
umar mun hraðari í vörn en
okkar stúlkum er leyft, eða
með álíka fangbrögð og stjak
og yfirleitt er svo mikið leyft
víða í löndum, og að sjálfsögöu
samrýmist ekki lögum og eðli -
legum handknattleik, og varð
Hannes mjög oft að grípa inni
a£ þeim sökum.
Má vera að þessi ,-harka hafi
sett Valsstúlkumar útaf lag-
inu í fyrri hálfleik, en það
breytir engu um heildarsvipinn,
þar voru það gestimir sem
voru alls ráðandi.
Danimir skoruðu fyrsta
markið og var þar Berte Han-
sen að verki, Var það skorað
úr víti, en Sigríður Sigurðar-
dóttir jafnar úr víti. Berte gef-
ur aftur forustu, en Sigrún
Guðmundsdóttir jafnar og Sig-
ríður Sigurðardóttir gaf Val
forustu með hörkuskoti í blá-^
hornið.
Rétt á eftir mistekst Sigrúnu
vítakast. Eftir það taka þær
dönsku leikinn í sínar hendur
og á næstu 11 mínútum skora
þær 7 mörk en Valsstúlkurnar
aðeins eitt og það úr víti.
Eins og fyrr segir var síðari
hálfleikur mun skórri af hélíu
Vals því Valsstúlkumar náðu
betri tökum á vöminni, og
fengu hindrað og varið mim
meira en í fyrri háHfleik. Ef-
laust hafa taugamar einnig ver- * 1
ið femar að róast. Þeim tókst
þó aldrei að taka neitt frum-
kvæði í hálfleiknum.
Stórskyttur Vals voru ekiii
athafnasamar, eins og Sigrún
Guðmundsdóttir og Sigríður
Sigurðardóttir. Að vísu gekk
sáknin það seint fyrir sig að
oftast var búið að loka þegar
nota átti taekifærið.
Af Valsstúlkunum sluppu
bezt: Björg Guðmundsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir, ogSig-
rún Ingólfsdóttir, Ragnheiður
Blöndal og Sigríður Sigurðar-
dóttir.
Þær sem sfcoruðu mörkin
fyrir Val voru: Sigríður Sígurð-
ardóttir 4, þar af 3 úr víti,
Björg og Sigrún Guðmunds-
dóttir 2 hvor.
F.I.F.-liðið var mun jafnara,
og sýndi liðið í heild oft
skemmtileg tilþrif, sem eins og
fyrr segir sfefar af betri þjálf-
un.
Allar virtust þær geta skotið
er svo bar undir og þama
sfeoruðu hvorki meira né
minna en 7 þeirra mörk, og þó
virtust ekki vera þar neinar af-
burða skyttur, en þaer kunnu
lagið á. því að skjóta hétt í
markið, en báðir markmenn
Vals eru mjög smávaxnir.
Markmaður danska liðsins,
Annete Dahl, var langbezti
leikmaður liðsins, og viarði
mjög glæsilega. Agætar voru
og Frida Jensen, Berte Hansen
og Ditte Poulsen.
Þær sem skoruðu fyrir FiX.F.
voru: Berte Hansen og Frida
Jensen 4 Iwor, Anna Christen-
sen, Lene Hansen og Toni
Röseler 2 hver, Lis Nielsen og
Ditte Poulsen 1 hvor.
Dómari var Hannes Þ. Sig-
urðsson.
Frímann.
Öxfirðingar urðu stighœstir
á héraðsmóti UMÞ í júlí
Héraðsmót Ungmennasam-
bands Norður-Þingeyinga fór
fram í Ásbyrgi dagana 22. og
23. júlí sl. Keppt var i frjálsum
íþróttum báða dagana. Keppn-
inni stjómuðu Sigurður Frið-
ríksson, öm Sigurðsson og.
Höskuldur Goði Karlsson.
Vegna rigningar undanfarinna
daga var íþróttavöllurinn þung-<&-
ur og náðist ekki eins góður
árangur í flestum greinum
og ella hefði orðið-
Sigurvegarar í einstökum
greinum urðu sem hér segir:
Kúluvarp
UMF Núpsveitunga 18 stig
UMF Afturelding 7 stig
UMF Fjöllunga 4 stig
Stighæsti einstaklingur var
Brynjar Halldórsson með 28
stig- Bezta afrek mótsins vann
Níels Á. Lund í hástökkinu, en
Niels er aðeins 17 ára gamall.
Hafnarfjöríur vunn
Áður en leikur Vals og F.I.F.
fór fram lékú’ úrvalslið úr
Reykjavik og Hafnarfirði í
handknattleik. Ekki var nein
spenna í leiknum, og stafer það
vafalaust a£ því á hvaða tíma
hann fer fram. Handk nattleik-
ur er ekki sumaríþrótt hér og
hvorki áhorfendur, sem voru
mjög fáir að þessu sinni, tié
leikmenn eru í handknattleiks-
skapi á þessum árstíma. Iueyndi
það sér ekki hjá liðunium og þá
sérstaklega hjá Reykjayíkurlið-
inu sem virtist ekki meira en
svo taka þetta hátíðlega.
f þetta Reykjavíkurlið vant-
aði að því er virtist hóp af
„stórum“ nöfnum. Hafnfirð-
ingar voru með flesta af sín-
um „stóru“ að undanteknum
Emi Hallsteinssyni.
Það virtist Ifka sem Hafn-
firðingar ætluðu að eiga auð-
velt með þetta Reykjavíkurli ð.
því eftir 15 mínútur stóðu leik-
ar 7:2 fyrir þé. En þá er það
sem Reykvfkingarnir fara að
Karl S. Björnseon ö 11,90
Spjótkast Snælþór Aðalsteináson N 36,43
Langsíökk Brynjar Halldórsson ö 5,70
Þrístökk Brynjar Kalldórsson ö 11,83
100 metra hlaup Brynjar Halldórsson ö 12,7
Hástökk
Níels P. Lund N. S. 1,67
400 mctra hlaup Stefán Eggertsson A. 62,6
Kringlukast Karl S. Bjömsson ö. 28,89
Stig félagra: UMF- öxfirðinga 49 stig
Alþ/óðleg sýhing veiðarfæra
haldin í Leníngrad 1968
Fyrir nokkru skýrði sjávar-
útvegsmálaráðherra Sovétríkj-
anna, A. A. IshkDf, frá því, að
alþjóðleg sýning á nýtízku-
veiðarfærum og tækjum til
vinnslu sjávarafurða myndi
verða haldin í Leningrad í ág-
úst 1968. Á síðustu árum hefur
orðið algjör tæknibylting i fisk-
veiðum og fiskvinnslu, og á
sýningunni verða sýndar helztu
nýjungar og framfarir í fisk-
iðnaði.
Fjölmörg erlend fyrirtæki
munu taka þátt í þessari sýn-
ingu- Rússar munu sýna marg-
víslega verksmiðjutogara og
frystiskip. Ráðherrann sagði, að
smíðiskostnaður slíkra verk-
smiðjuskipa borgaði sig upp á
2—3 árum. Hann gat þess einn-
ig að bráðlega myndi bætast í
sovézka fiskveiðiflotann risa-
móðurskipið „Vostok", sem
verður 44 þúsund tonn að stærð,
vélarafl 26.000 hestöfl. Þetta
móðurekip ber 14 minni skip,
sem eru sjósett á veiðisvæðum
og landa í móðurskipið. Smíði
,,Vostoks‘‘ fer fram í Lenin-
grad, og mun Ijúka um það
leyti er sýningin verður haldin.
Eitt af aðalverkefnum ráð-
stefnu, sem haldin verður í
sambandi við þessa sýningu í
Leningrad, verður hvernig megi
auka vélvæðingu og sjálfvirkni
um borð í fiskiskipum og þar
með létta sjómönnum störf sín-
Að lokum lét ráðherrann í
ljós þá von, að þessi alþjóða-
sýning myndi ekki einungis
stuðla að auknum verzlunarvið-
skiptum fiskveiðiþjóða heidur
og vináttu meðal sjómanna
allra landa.
Guðrún Kristjánsdóttir.
nnn. -
átta sig og taka heldur að saxa
á innstæðu Hafnfirðinga, og í
tiálfleifc standa leikar ‘ lS:8.
1 siöari hálfleik byrja Hafn-
firðingar vel og komast í 16:9
en það undarflega skeður að
Reykvíkingamir eiga betri
endasprett og taka nú vægðar-
laust að minnfca bilið, og þó
fera þeir illa með góð tæki-
færi sem þeir fá. Fór svo að
lokum að aðeins tvö mörfc
skildu þessi ágætu lið, þvi að
leiknum lauk með sigri Hafln-
arfjarðar 21:19.
Þessi leikur, hafði á sér all-
an svip sumarhandknattleiks,
þar sem þjálfiunin er ekki i
fullu lagU' og sjálfur áhuginn
ekki á fullu. 1 leikinn vantaði
öll tilþrif til þess að gera hann
spennandi og sfcemmtilegan, þó
var hann ekki leiðinlegur, og
kom þar til er á leið betri út-
koma. Reykjavíkurliðsins en f
byrjun, sem ógnaði Hafnfirð-
ingum undir lokin.
Þeir sem skoruðu flest mörk-
in fyrir Hafnarfjörð voru: Við-
ar 6, Geir 5 (þrjú úr víti), Stef-
án Jónsson 4, Jón Gestur 3.
Fyrir Reykjavík skoruðu:
Hermann 5 (þrjú úr víti), Jón
Ásgeirsson 4, Gylfi og Einar 3
hvor, Stefián Sandholt 2.
Liðin sem kepptu voru þann-
ig skipuð:
Hafnarfjörður:
Logi Kristj.s., Kristóf. Magn-
úss., Birgir Björnss., Geir Hall-
steinsson, Páll Eiríkss., Árni
Guðjónss., Jón Gestur, Auðunn
Óskarsson, Stefán Jónson, Við-
ar Símonarson, Þórður Sigurðs-
son, og voru þrir síðast töldu
úr Haukum.
Reykjavík:
Þorsteinn Bjömsson Fram,
Jón B. Öflafsson Val. Hermann
Gunnarson Val. Bergur Guðna-
son Val, Jón Ágústsson Val,
Ágúst ögmundsson Val. Stefán
Sandholt Val. Gylfi Jóhannsson
Fram. Sigtryggur Sigsteins-
son Fram. Hilmar Björnsson
KR og Einar Magnúson Viking.
Dómari var Magnús Péturss.
og virtist ekki vera f góðri
þjálfun, og eins og hann þyrfti
að lesa svolítið upp frá. síðasta
vetri. Frímann.
4
I