Þjóðviljinn - 16.09.1967, Side 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVTUTNTT — Laugardagur 16. september 1967.
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu' — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Hvað veldur ?
j fyrradag var spurzt fyrir um það í forustugrein
Þjóðviljans hverju það sætti að ríkisstjóm ís-
lands tekur ekki þátt í aðgerðum þeim seim stjóm-
ir Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs hafa ákveðið
að beita sér fyrir innan mannréttindanefndar Evr-
ópuráðsins gegn einræðisstjóm herforingjaklík-
unnar 1 Grikklandi. Engin svör voru sjáanleg í
málgagni utanríkisráðherrans í gær né heldur í
Morgunblaðinu, og gæti það bent til þess að hér
yæri um að ræða eitt af hinum alkuníiu feimnis-
málum íslenzkrar utanríkisstefnu. Aðgerðir þess-
ar voru ræddar og ákveðnar á fundi utanríkisráð-
herra Norðurlanda í Helsinki í ágústmánuði, en
meðal þátttakenda var Emil Jónsson utanríkis-
ráðherra íslands. Af .Finna hálfu var það tekið
fram á fundinum að þeir gætu ekki tekið þátt í að-
gerðum þessum þar sem þeir væru ekki aðilar að
Evrópuráðinu, en í sérstakri yfirlýsingu gerði
finnska stjómin grein fyrir fullri andstöðu sinni
við valdaránið í Grikklandi og hershöfðingja-
stjómina. Ekki var þess getið í fréttum að nein
sérstaða hefði kamið fram af. íslands hálfu á
ráðherrafundinum, en ísland er aðili að Evrópuráð-
ráðinu og sleppix engu tækifæri til þess að senda
ferðaglaða menn á fundi og ráðstefnur þess.
jjað hefur áður gerzt að fulltrúa’r íslands hafi tek-
ið afstöðu á fundi utanríkisráðherra Norður-
landa en brugðizt þeirri afstöðu þegar á reyndi.
Þannig lýsti ísland á sínum tíma stuðningi við að-
ild Pekingstjómarinnar að Sameinuðu þjóðunum
ásamt öðrum Norðurlöndum, en á allsherjarþing-
um Sameinuðu þjóðanna hefur íslenzka sendi-
nefndin ýmist setið hjá eða greitt atkvæði ge^n
aðildinni gagnstætt öðrum norrænum ríkisstjórn-
um. Engum hefur dulizt að þar hefur húsbónda-
vald 'Bandaríkjastjómar verið að verki. Eru það
einnig fyrirmæli frá sendiráði við Laufásveg sem
valda því að ísland skerst úr lei'k þegar þess er
freistað að rétta hlut lýðræðis í Grikklandi?
Ástæðulaus sjálfsánægja
ÆSKAN ★ *•
OG SOSíj HLISMINN
Ritnefnd: Jón Sigurðsson, Sigurður Magnús son og Ólafur Ormsson.
30 ára afmælisins á næsta ári
bezt minnzt með efldu starfi
Rætt við Ragnar Stefánsson, forseta ÆF, sambands ungra sósíalista
Ragnar Stefánsson hefur ver-
ið forseti Æskulýðsfylkingar-
innar síðan haustið 1966. Hann
hefur starfað lengi og vel í
hreyfingu , ungra sósíalista og
sá áhugi, sem hann hefur allt-
af borið fyrir vexti og eflingu
ÆF hefur skapað honum mikið
og verðskuldað traust ungra
sósíalista.
Ragnar Stefánsson dvaldist
um alllangt skeið við nám í
Svíþjóð. Hann hóf nám við
háskólann í Uppsöium árið
’58 og lauk fil. cand prófi í stærð-
fræði og eðlisfræði 1961. Fór
síðan í framhaidsnám í jarð-
eðlisfræði og lauk licentiatrit-
gerð um jarðskjálftafræði fyr-
ir einu og hálfu ári, og hefur
starfað síðan hann kom heim
sem jarðskjálftafræðingur Veð-
urstofu íslands.
Sem fyrr getur tók Ragnar
við embætti forseta ÆF haust-
ið 1966, nýlega kominn heirp frá
námi, og hefur síðan beitt sér
fyrir miklu og öflugu starfi
ungra sósíalista og er óhætt að
segja það, að félagar almennt
binda miklar vonir við þennan
ágæta forustumann sinn.
— Hvað er helzt að frétta
af störfum framkvæmdanefnd-
ar ,AJF nú um þessar mundir?
— Það er að sjálfsögðu und-
irbúningur sambandsstjórnar-
fundar ÆF, sem haldinn verð-
ur hér í Reykjavík helgina
15.—16. október. Aðalefni
fundarins verður: Erlend á-
sælni. Eíns og kunnugt er renn-
ur NATO-samningurinn út 1969
og það er mikilvægt að sem
fyrst séu skipulagðar aðgerðir
sem miða að því að losná við
hersetuna og að losa landið
úr NATO 1969. Himi þáttur
í þessum umræðum um erlenda
ásælni verður um ásælni er-
lendra auðhringa á íslandi og
tilraunir til að innlima ísland
í Efnahagsbandalag Evrópu á
næstu árum.
Annað sem við erum að
vinna að um þessar mundir
er happdrætti ÆF. Fjárhagur
hreyfingarinnar er lélegur, eins
og oft áður, og má segja að
skortur á rekstrarfé hafi hindr-
að mörg glæst áform Fylking-
arfélaga.
— Á þessum sambands^tjórnar-
fundi verður þá mörkuð stefna
og starfsaðferðir ÆF i þjóðfé-
lagsbaráttunni fram til 1969?
— Já, að nokkru leyti, en
að sjálfsögðu verða þessi mál
rædd á þingi ÆF haustið 1968.
—r Hvað er að frétta af út-
gáfumálum Neista, málgagns
ÆF?
. — Við höfum þegar sent frá
okkur eftt tölublað af Neista
á þessu ári, 1. maí blaðið, sem
helgað var verkalýðsmálum’
Var það mikið blað og vandað.
Verkalýðsmál og þjóðfélagsmál
eru þau tvö mál sem mest eru
á döfinni hjá ÆF um þessar
mundir. Annað tölublað Neista
er rétt komið úr prentun, en
þar hefur það verið alllengi.
Er vonandi að það tefjist ekki
mikið lengur úr þessu að það
komist til áskrifenda.
— Nú hefur ÆF beitt sér fyr-
ir útgáfu dreifibréfa um Viet-
nam á liðnum vetri. Má ekki
vænta þess að framhald verði
á þeirri útgáfu og þá t.d.
dreifibréf um fleiri mál,. t.d.
Grikkland?
— ÆF hefur gefið út tvö
dreifibréf sem dreift hefur ver-
ið inn á 13 þúsund heimili á
Islandi. Hlutverk þessara dreifi-
bréfa hefur verið að veíta fróð-
leik um styrjöldina í Vietnam.
Eins og kunnugt er hefur Þjóð-
viijinn eitt íslenzkra dagblaða
þorað að taka afstöðu með
þjóðfrelsisbaráttu Víetnambúa,
og skýrt rétt frá aðdraganda
og eðli .styrjaldarinnar. En út-
bréiðsla Þjóðviijans er tak-
mörkuð og því er það að ts-
lendingar eru meir fákunnandi
um styrjöldina í Víetnam en
gerist með nálægum þjóðum,
þar sem borgarapressan virð-
ist ekki eins háð áhrifum
Bandaríkjanna. Úr þessu höf-
úm við viljað’bæta með dreifi-
bréfunum. Við munum gefa
að minnsta kosti út eitt dreifi-
bréf enn um Víatnam og kem-
ur það bráðlega.
Að sjálfsögðu væri þörf á
dreifibréfum um fleiri erlend
málefni, eins og upplýsinga-
starfsemi íslenzkra dagblaða er
nú háttað, ekki sízt um Grikk-
landsmálið.
Itagnar Stefánsson.
— Æskulýðsfylkingin og ung-
ir Framsóknarmenn efndu til
umræðufundar um hemáms-
málin á liðnum vetri, sem vakti
mikla athygli. Hefur ÆF ekki
fullan hug á að fá pólitísk
æskulýðsfélög til fundar næsta
vetur um ýms mál, sem ofar-
lega eru á baugi?
— Jú. að sjálfsögðu. ÆF hef-
ur alltaf béitt sér fyrir opin-
berum umræðum um mikils-
verð málefni og óskað eftir
kappræðum við hin pólitísku
æskulýðsfélögin, og mun að
sjálfsögðu halda því áfram.
Fleiri og fleiri af yngri kyn-
slóðinni gera sér grein fyrir
því, að pólitískar umræður á
íslandi eru mjö^ frumstæðar
og flestir eru litlu nær að af-
loknum útvarpsumræðum, hvað
stjórnmálamennimir hafa í
huga, enda virðist sú helzt
kúnst íslenzkra stjómmála-
manna að snúa út úr eða víkja
sér undan að svara fyrirspurn-
um andstæðinganna. Æskulýðs-
fylkingarfélagar vona að þessu
verði öðruvísi háttað á um-
ræðufundum xmgra manna.
— Hvað er helzt að frétta af
starfsemi ÆF-deilda úti á
landsbyggðinni? Eru líkur fyrir
stofnun nýrra deilda?
— Deildirnar úti á lands-
byggðinni starfa yfirleitt minna
en deildin hér í- Reykjavík,
enda varlá saman að jafna
hvað stærð og aðstöðu snertir.
Um starf einstakra deilda má
segja það að deildin á Akranesi
er að hefja starf á nýjan leik,
eftir að starf þar hefur legið
niðri um nokkurt skeið, en hér
áður fyrr Starfaði Akranes-
deildin eins og flestum er í
minni, mjög vel.
í athugun hefur verið stofn-
un nýrra deilda á ýmsum stöð-
um. þar sem Fylkingardeildir
hafa ekki starfað áður, en hér
háir okkur fjárskorturinn, við
höfum ekki haft efni á að kosta
erindreka út á landsbyggðina
það sem af er starfstímábili
þeirrar framkvæmdanefndar, er
nú situr. Svo virðist sem áhugi
sé talsverður fyrir stofnun
Fylkingardeilda víðsvegar um
landið og það er eitt mikil-
vægasta verkefnið framundan.
— Eru einhverjar merkaj
nýjungar á dagskrá hjá fram-
kvæmdanefnd nú bráðlega?
— Framkvæmdanefnd hefur
í hyggju að beita sér fyrir um-
ræðufundum ungra sósíalista
um vandamál sósíalískrar
hreyfingar á íslandi. Á þess-
um fundum er einnig þýðing-
armikið að taka til umræðu
hræringar í vinstri kantinum
annars staðar í Evrópu. Sósí-
alisminn virðist í geysilegri
sókn aftur í Evrópu og um-
ræður, um starfshætti og
stefnumál eru þar víðast í
miklum blóma og þurfum við
að fylgjast vel með þeim.
— ÆF mun væntanlega
verða vel á verði í haust og í
vetur, ef nú fer sem horfir
að atvinnuleysi aukist og sam-
dráttur verði á hinum ýmsu
sviðum atvinnulífsins?
Framhald á 7. síðu.
Y'erklýðsflokkarriir í Danmörku ákváðu fyrr á
þessu ári að kama upp sérstökum húsnæðis-
málasjóði sem fá mun árstekjur er nema þremur
miljörðum íslenzkra króna á ári. Sjóður þessi
verður einvörðungu notaður til þess að lækka
húsnæðiskostnað í íbúðum sem byggðar eru sam-
kvæmt félagslegum meginre^lum, bæta þannig
kjör launafólks og draga úr verðbólguþróun. Sjóð-
ur þessi mun að sjálfsögðu á engan hátt skerða
hið almenna lánakerfi 'til íbúðabygginga, en það
er miklu fullkomnara í Danmörku en hér, ián
hærri, lánatíimi lengri og véxtir lægri. Alþýðublað-
ið ætti að gefa gaum þessum framkvsémdum
flokksbræðra sinna í Danmörku áður .en það skrif-
ar fleiri leiðara um fullkomna stjórn húsnæðis-
mála hérlendis. Verklýðshreyfingin hefur að vísu
knúið fram margvíslegar endurbætur á undan-
fömum árum, en samt erum við enn miklir eftir-
bátar grannþjóðanna eins og reynslan sýnir. — m.
Æf EFNIR TIL HAPPDRÆTTIS
Framkvæmdanefnd ÆF hefur nú efnt til happdrætt-
is til eflingar stárfsemi hreyfingarinnar til að freista
þess að baeta úr fjárhagserfiðleikum Fylkingarinnar.
Vinningar eru margir, m.a. ferð fyrir tvo á bylting-
arafmælið austur í Sovétríkjunum 7. nóvember n.k.
Happdrætti hefur löngum verið helzta ráð félaga til
að bæta fjárhag sinn; þvi varð það úr að framkvæmda-
nefnd ÆF ákvað að efna til þessa happdrættis. Það
má vera öllum ljóst, að Fylkingin hefur ekki í neina
digra sjóði að leita, fé til starfseminnar kemur að öllu
leyti frá félögunum sjálfum. Æskulýðsfylkingin hef-
ur engá f jársterka aðila að bakhjarli, eins og ýmis önn-
ur æskulýðsfélög, hún getur aðeins treyst á félaga sína1
og aðra samherja.
Æskulýðsfylkingin heitir á sem flest róttækt fólk
að stuðla að því að þetta happdrættr mfegi bera árang-
ur, þannig að ungir sósíalistar geti beitt sér af alefli
í þeirri baráttu sem framundan er gegn íslenzku og er-
lendu auðvaldi, nú þegar meira er í húfi en ef til vill
nokkru sinni fyrr.
Miðar verða sendir út næstu daga. Fylkingarfélagar!
Takið allir þátt \ því sem einn, að happdrættig megi
heppnast vel; takmarkið er stórt, sem sagt að selja
miðana. Það á að verða hægt, ef- hver og einn finnur
nauðsyn þess með sjálfum sér, að þetta happdrætti
verði að heppnast.
Félagar! Hafið samband við skrifstofu ÆF í síma
17513; allir til starfa fyrir happdrættið! — óo.