Þjóðviljinn - 16.09.1967, Blaðsíða 10
Unglingsstúikur
tefcnar um borS
í dönsku skipi
Um kl. 2 í fyrrinótt var lög-
reglan kvödd að danska skipinu
Seabird sem liggur hér í Reykja-
víkurhöfn þar eð grunur lék á
um það að um borð í skipinu
væru íslenzkar stúlkur. Við Ieit
í vistarverum skipverja fundust
alls fimm ungar stúlkur, þar af
fjórar þeirra kornungar, ein að-
eins 15 ára, tvær 16 og ein lí.
Er Þjóðviljinn átti tal við
rannsóknarlögregluna síðdegis í
gær var hún nýbúin að fá í
hendur skýrslu kvenlögreglunnar
um mál stúlknanna og var rann-
sókn málsins því enn á byrjun-
arstigi.
íslenzka sveitin
tapaði í 17. og
18. umferðunum
íslenzka sveitin tapaði bæði í
17. og 18. umferð Evrópumeist-
aramótsins í bridge. í 17. umferð
töpuðu íslendingar 2:6 fyrir
Belgum og í 18. umferð 1:7 fyr-
ir Pólverjum. Fyrir síðustu um-
ferð, sem spiluð var í gærkvöld
og ekki var lokið er blaðið fór
í prentun, höfðu ítalir tryggt
sér efsta sætið og Eyrópumeist-
aratitilinn og Frakkar höfðu
einnig tryggt sér annað sætið.
Baráttan um 3ja sæti var- hins
vegar mjög tvísýn.
Staða efstu sveitanna var
þessi eftir 18. umferð: ítalia
114 stig, Frakkland 100, Bret-
land 89, ísland og Noregur 88,
Holland 86, Sviss 85 og Sví-
þjóð 79. íslendingar áttu í höggi
við Norðmenn í síðustu umferð-
inni.
Athugðsemd frá
Húsnæðismálft-
stoffiun ríkisins
Þjóðviljanum hefur borizt eft-
irfarandi athugasemd' frá Hús-
næðismálastofnun ríkisins:
I útvarpserindi um daginn og
veginn síðastliðinn mánudag
staðhæfði fyrirlesari, að 80% af
ráðstöfunarfé Húsnæðismála-
stofnunarinnar á þessu ári rynni
til bygginga Framkvæmdanefnd-
ar byggingaáætlunar í Breiðholti.
Þetta er ekki rétt. Hinn 1. sept.
el. hafði Húsnæðísmálastjórn ráð-
6tafað 80,2% af tekjum bygginga-
sjóðs á tímabilinu 1. janúar 1967
— 1, sept- 1967 í almenna út-
lánastarfsemi eða samtals 277,7
milj. kr. Á sama tímabili hafði
18,9%^af tekjum sjóðsTns þennan
tíma, eða samtals 65,3 milj. kr.
verið varið til bráðabirgðalána
til bygginga Framkvæmdanefnd-
ar byggingaáætlunar í Breiðholti.
— Ný lán, að upphæð samtals
100 milj- kr. er veitt voru í vor,
koma til útborgunar eftir 1. maí
1968.
Ein fullkommsta bílaþvotta-
og bénstöi Evrépu opnuð bér
□ í dag er opnuð í Sig-
túni 3 sjálfvirk þvotta- og
bónstöð, sem mun vera ein
fullkomnasta sinnar tegund-
ar í Evrópu að því er for-
ráðamenn fyrirtækisins sögðu
blaðamönnum í gær. Bíleig-
endur munu þar fá þvott og
bónun á bílum fyrir allt að
helmingi, lægra verð en áður.
• Snemma á árinu 19,65, var
hafizt handa við athugun erlend-
is á fullkomnum og nýtízkuleg-
um sjálfvirkum bílþvott'astöðv-
um með það fyrir augum að
setja slíka stöð niður hér á
landi Nokkrir áhugamenn um
málið ákváðu að stofna með sér
félagsskap í því augnamiði að
freista þess að koma þessu máli
í framkvæmd og hlaut félagið
nafnið BLIKI h.f.
Fengin var lóð fyrir starfsem-
ina við Sigtún og hófust bygg-
ingarframkvæmdir í maímán-
uði á sl. ári. Húsið teiknaði
Kjartan Sveinsson byggingar-
tæknifræðingur, sem jáfnframt
er einn af hluthöfum'BLIKA h.f.
Allar vélar í þessari sjálfvirku
þvotta- og bónstöð fyrir fólks-
bifreiðir eru keyptar frá fyrir-
tækinu EMANUEL á ítaliu, en
það fyrirtæki er ' jafnframt
fyrsta verksmiðjan í heiminum,
sem byggði fyrstu sjálfvirku
bílaþvottastöðina fyrir liðlega 30
árum, og hefur haldið forystu í
þessari iðngrein. Stöðvar frá
EMA/NUEL eru í flestum lönd-
um heims, jafnt fyrir fólksbif-
reiðar sem og járnbrautavagna,
strætisvagna og aðrar stærri
fólksfjutningabifreiðir.
Niðursetning vélanna hófst
fyrir u.þ.b. tveim mánuðum og
hefur yfirumsjón með verkinu
haft tæknimaður frá EMANUEL,
ítalo Imbimbo að nafni.
Þessi sjálfvirka þvotta- og
bónstöð fyrir bifreiðir, er ein
fullkomnasta stöð sinnar teg-
undar, sem EMANUEL hefur
sett upp. Heilðarlengd stöðvar-
innar er 52 metrar, en lengd
hússins eru 65 metrar.
Hámarksafköst stöðvarinnar
eru 680 bifreiðar á 8 klukku-
stundum. Fulltrúi EMANUEL-
verksmiðjunnar á íslandi, sem
hefur verið til leiðbeiningar fyr-
ir BLIKA h.f. vegna þessarar
stöðvar er Ingi Þorsteinsson við-
skiptafræðingur.
Fyrirtækið BLIKI h.f. hefur
farið inn á nýjung, sem vafa-
laust verður kærkomin öllum
bifreiðaeigendum. Með kraft-
miklum undirvagnsþvotti geta
bifreiðaeigendur nú spyrnt við
eyðleggingaráhrifum af völdum
t.d. salts- — Bifreiðin er þvegin
og bónuð á liðlega 14 mínútum
eða rétt á meðan viðskiptavinur-
in bíður og í byggingu Blika h.f.
er fyrirhugaður rekstur caféteríu,
þar sem viðskiptavinir geta fené-
Úr nýju bílaþvotta- og bónstöðinni.
ið sér hressingu meðan beðið er
eftir bifreiðinni. Stjórnarformað-
ur og framkvæmdastjóri í
BLIKA h.f. er Sveinn Halldórs-
son, en hann er jafnframt aðal-
hvatamalður að uppsetningu þess-
arar stöðvar. Þeir aðilar, sem
annazt hafa byggingarfram—
kvæmdir eru: Vilhjálmur Þor-
láksson verkfræðingur sá um
járnateikningar. Hreinn Jónasson
tæknifræðingur sá um rafmagns-
teikningu en Steinn Guðmunds-
son rafvirkjameistari sá um raf-
lagnir. Móses Aðalsteinsson verk-
fræðingur teiknaði vatns og frá-
rennslislagnir, en um framkvæmd
verksins sá Heiðdal Jónsson pípu-
lagningameistari. Múrverk ann-
aðist Einar St. Einarsson múr-
arameistari. Tréverk var unnið
af Arnljóti Guðmundssyni tré-
smíðameistara. Málningu annað-
ist Vilhjálmur Ingólfsson mál-
árameistari.
4 útköll í gær
í gær var síökkviliðið í Rvík
kvatt út fjórum sinnum. í eitt
skiptið var um gabb að ræða,
tvívegis var grunur um eld en
enginn eldur og í fjórða skipt-
ið hafði kviknað í rusli hjá tré-
smíðaverkstæði í Kópavogi.
Laugardagur 16. september 1967 — 32. árgangur — 207. tohiibdað.
Stærsta og nýjasta
síldarskipii okkar
er ai heíja veiðar
Stærstac skip sem smíðað hef-
ur verið hérlendis, Eldborg GK
13, kom í fyrradag í fyrsta sinn
til Hafnarfjarftar, sem er heima-
höfn skipsins. Aðaleigendur
skipsins eru þeir Gunnar Her-
mannsson skipstjóri og Þórður
Þórðarson vélstjóri.
Eldborg er smíðuð í Slipp-
stöðinni h.f. á Akureyri, og var
kjölurinn að skipinu lagður í
desember í fyrra, og það sjósett
22. júlí sl. Samkvæmt eldra
mælikerfinu er Eldborgin 557
lestir en 415 eftir hinu nýja.
Aðalvél skipsins er af Man-gerð
og er 990 hestöfl, ganghraði í
reynsluferð var 12,4 mílur.
Frágangur á öllu um borð í
skipinu er mjög vandaður og
það að sjáífsögðu búið öllum
nýjustu siglinga- og fiskileitar-
tækjum. Helzta nýjungin við
skipið er að þar eru tvö þilför
og er það neðra algerlega lokað.
Þá eru þar bæði kælilestar og
frystilestar. Skipið er þannig
útbúið að hægt er að stunda á
því bæði síldveiðar, togveíðar
o.fl.
Hjálmar Bárðarson gerði lánu-
teikningar en afllar aðrar teifcn-
ingar voru gerðar í Slippstöðinni.
Kostnaðarverð skipsins er um 28
miljónir.
Eldborg þeldur austur á 9íld-
veiðar nú um helgina. N
Nyionhúðun hf., nýtt
fyrirtækií Kópavogi
Nýtt fyrirtæki hefur verið
stofnað í Kópavogi og nefnist
það Nylonhúðun h.f. Tekur fyr-
irtækið að sér að húða allskon-
ar málmhluti með nylondufti og
er þessi nýja aðferð, sem Frakk-
ar fundu upp fyrir nokkrum
árum, talin hafa 540-falda slit-
endingu á við lakk, og er mun
ódýrari. Hefur efni þetta hiotið
nafnið Rilsan-Nylon 11.
í fyrra var stofnað á Akur-
eyri fyrirtækið Stáliðn h.f., þar
sem m.a. eru húðaðir málmhlut-
ir með Rilsan-Nylon 11. Hefur
fyrirtækið haft næg verkefni og
þótti þeim Akureyringum sem
að fyrirtaékinu stóðu að nauð-
synlegt væri að koma einnig
upp sliku fyrirtæki á Suður-
landi og gengust fyrir því í fé-
lagi við nokkra menn hér syðra
að stofna fyrirtækið Nylonhúð-
un h.f. Er nýja fyrirtækið að
Álfhólsvegi 22 í Kópavogi og
framkvæmdastjóri þess er Þórð-
ur Guðnason, vélsmiður.
Húðun með nylonduftinu ryð-
ur sér mjög til rúms í V.-Evrópu
og þá sérstaklega í Vestur-
Þýzkalandi og Danmörku. Má á
Listkynning MFIK í Breið-
firðingabúð ú sunnudaginn
□ Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna
hefja vetrarstarf sitt með listkynningu í Breiðfirðinga-
búð n.k. simnudag, 17. september, og verða þar sýnd
verk eftir no'kkra af beztu listamönnum landsins. Þjóð-
viljinn átti í gær tal við Maríu Þorsteinsdóttur for-
mann MFÍK um sýninguna og starfsemi samtakanna í
vetur og fórust henni m.a. orð á þessa leið:
Listkynningar sem þessi
eru nýr þáttur í starfi sam-
takanna, en á síðasta starfs-
ári gengust þau fyrir tveim
listkynningum, var sú fyrri í
Breiðfirðingabúð í september
1966 en hin síðari var í Lind-
arbæ í maí 1967, voru þar
kynnt verk Jakobínu Sigurð-
ardóttur skáldkonu. Þessi
þáttur í starfi MFÍK er til-
raun til að vekja athygli al-
mennings á verkum okkar
beztu listamanna, og vonum
við að geta haldið éfram á
þessari braut. Vegna fjár-
skorts, en Menningar- og
friðarsamtök íslenzkra kvenna
njóta enn ekki ríkisstyrks,
verðum við að sjá þessari
starfsemi farborða með kaffi-
sölu, en það sniður henni
óneitanlega þröngan stakk.
Listkynningar þessar hafa þó
fengið góða dóma hjá al-
menningi og vi^ vonum að
í framtíðinni getum við fært
.þessa viðleitni út til fleiri
listgreina og haft hana i öðru
formi. Samvinna við það
listafólk sem hefur látið verk..
sín til sýningar hjá okkur er
alveg sérstaklega ánægjuleg
og viljum við færa því öllu
okkar beztu þakkir fyrir
skillning á þessari fátæklegu
viðleitni okkar. Alveg sér-
staklega þökkum við hinum
ágætu listamönnum sem hafa
aðstoðað okkur með ráðum og
dáð við að undinbúa þessa
listkynningu, en það eru:
Sverrir Haraldsson, Iistmálari,
Ólöf Pálsdóttir, myndhöggv-
ari, Vigdís Kristjánsdóttir,
listmálari og Eyborg Guð-
mundsdóttir, listmálari.
Um starfsemi samtakanna
í vetur er þetta að segja: 1
lok þessa mánaðar halda
samtökin fund um uppeldis-
og skólamól, en þar flytja
erindi Margrét Margeirsdóttir,
félagsráðgjafi og Rannveig
Löve kennari. Þá munu sam-
tökin í vetur halda fund um
aðstöðu kvenna til starfa og
menntunar, tekin verður fyr-
ir frelsisbarátta Kúrda og
kynþáttavandamálið í Banda-
ríkjunum og enn fremur Vi-
etnamstyrjöldin, en samtök
okkar eru sem kunnugt er
þátttakendur í Vietnamnefnd
þeirri er stofinuð var með
þátttöku margra félagasam-
taka hér á sl. vetri.
Eftirtaldir listamenn sýna
verk sín í Breiðfirðingabúð á
vegum samtakanna n.k.
sunnudag. kl. 14.30.'
Sverrir Haraldsson, listmál-
ari, Ólöf Pálsdóttir, mynd-
höggvari, Vigdís Kristjáns-
dóttir, lístmálari, Eyborg
Guftmundsdóttir, Iistmálari,
Sigurður Sigurðsson, listmál-
ari, Kjartan Guðjónsson, Iist-
málari, Jóhannes Jóhannes-
son, Iistmálari, Jóhann Ey-
fells, myndhöggvari, Kristín
Eyfells, listmálari, Magnús
Árnason, listmálari, Barbara
Árnason, Iistmálari, Steinþór
Sigurðss., -listmálari, Ilringur
Jóhannsson, listmálari, Ragn-
heiður Óskarsdóttir, -listmál-
ari, Sigríður Björnsdóttir, list-
málari, Sigrún Guftmunds-
dóttir, • listmálari, Hafsteinn
Austmann, listmálari og Sig-
rún Jónsdóttir sýnir batik.
Ragnar Lárusson, listmáflari
teiknar andlitsmyndir af sýn-
ingargestum sem þess óska.
það benda að mörg hinna nýju
rafmagnstækja sem notuð eru
hér á markaðnum og framleidd
eru í þessum löndum, t.d.
þvottavélar og kæliskápar, eru
nylonhúðuð.
Vænta forgöngumenn hins
nýja fyrirtækis þess að iðnað-
armenn og aðrir þeir 'sem þurfa
að láta húða hverskyns málm-
hluti, kynni sér ágæti þessarar
nýju framleiðslu.
Þá má að lokum upplýsa að
öll áhöld og tæki við fram-
leiðslu þessa eru framleidd í
Vélsmiðju Þórðar Guðnasonar,
vélsmiðs, að Álfhólsvegi 22,
Kópavogi, nema rafmótorar og
rofar.
Skipin flest á leið
til eða frá landi
Sæmilegt veður var á sildar-
miðunum fyrra sólarlhring. Fá
skip eru nú á veiðisvæðinu, þvi
skipin eru yfirleitt á leið til
lands með afla eða á leið á mið-
in.
Veiðisvæðið er nú á 72 gr. 37
mín. norður breiddar og á 30 gr.
25 min. austurdengdar.
6 skip tilkynntu um afla, 1.170
lestir.
Auðunn GK 50 lestir, Grótta RÉ
190, Þórður Jónass. EA 400, Vík-
ingur III. ÍS 180, Ásbjöm RE
170 og Skarðsvík SH 180.
Orðsending frá
stjórn Kvenfá-
lags sósíalista
Fyrsti fundur vetrarins verður
haldinn þriðjudaginn 19. septem-
er í Tjarnargötu 20 kL 8.30
stundvíslega.
Dagskrárliðir:
Kosning fulltrúa é aðalfund
Bandalags kvenna í Reykjavík.
Sigríður Ólafsdóttir segir frá
för sinni með skemmtiferðaskip-
inu Vöflkerfreundsdhaft.
Kaffi og samnæður.
Félagskonur! Mætið vel og
stundvíslega.
Stjórnin.
i