Þjóðviljinn - 30.09.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.09.1967, Blaðsíða 5
Laugardagux 30. september 1967 — ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA g ÆSKAN OG SOSiALISMINN Ritnefnd: Jón Signrðsson, Signrður Magnnsson og Ólafur Ormsson. nBEf&in o nirT/^ciEci uncuiiiv *»« i vf acrf miv#' lumi K£#H n. rv R%.t€« 3U.OO í happdrætti Æsko- lýAsfylkingarinnar eru útgefnir miðar aðeins 8000, en vinningar verðmæt- ir og girnilegir. — Þeir sem fengið hafa senda happdrættis- miða ættu að gera skii sem fyrst. Brýn nauðsyn að bæta úr fjárhagsvandræðum ÆF. Rætf við Jón Hannesson um happdrætti Æskulýðsfylkingarinnar Æskulýðsfylkingin hefur nú efnt til happ- drættis, eins og kunnugt er, og af því tilefni þyk- ir það viðeigandi áð hafa tal af Jóni Hannessyni menntaskólakennara, gjaldkera framkvæmda- nefndar ÆF. Jón hefur ásamt fleiri 'félögum unnið ötullega að öllum undirbúningi happdrætt- isins og er manna kunnugastur fjármálum Fylk- ingarinnar. — Hvað viltu helzt leggja áherzlu á Jón, nú þegar Fylk- ingin fer af stað með happ- drætti og leitar eftir fjárstuðn- ingi hjá félögum og samherj- um? — Ég vil leggja áherzlu á þrennt, sem er mjög mikil- vasgt. í fyrsta lagi að félagsgjöld einstaklinga hafa verið mjög lág og hvergi nærri hrokkið til að standa undir rekstri samtakanna. Afleiðingin er auðvitað sú, að peningaleysi stendur eðlilegri félagsstarf- semi mjög fyrir þriíum og gerir það að verkum að það er ekki hægt að skipuléggja að- gerðir sem krefjast peninga án þes að stofna til stórskulda. Við vonumst til þess að út- koman úr þessu happdrætti verði það góð að úr þeSsum vanda verði leyst. Þessi fjár- skortur hefur leitt til þess að það reynist allt að því ókleift að halda uppi lífrænu sam- starfi við deildirnar úti á landi, hvað þá að styðja við bakið á þeim. í öðru lagi vil ég minna alla Fylkingarfélaga á það, að það er lífsnauðsyn að innheimtan takist sem bezt, því að það munar vitaskuld mikið um hverjar hundrað krónumar, ÆF Félagar athugið, nýtt tölublað af Róttækum pennum er kom- ið út, komið við í félagsheimil- inu í kvöld, Iesið blaðið og fá- ið ykkur kaffibolla þegar varla eru til peningar fyrir \ frímerkjum, hvað þá meira. Ég skora á alla Fylk- ingarfélaga, eldri sem yngri, að bjóða fram starfskrafta sína þessar tvær vikur þar til dregið verður, því að nú er mikið í húfi að vel takist. í þriðja lagi vil ég svo taka það fram að við höfum sent ýmsum sem við teljum að séu okkur velviljaðir happdrættis- miða, og vona ég að þeir bregðist ekki illa við, hcldur reyni hver eftir sinni getu að kaupa eitthvað af miðum sjálf- ir eða þá að koma þeim í sölu. — Já, það er ljóst að íjár- hagurinn er ekki góður, Jón, og það er skiljanlega mikil- vægt að Jætta happdrætti beri góðan árangur, því að öflugri slarfsemi verður ekki haldið uppi nema til komi traustur fjárhagsgrundvöllur. — Eins og ég hef Jiegar tek- ið fram hefur íjárskortur gert okkur erfitt íyrir og staðið í veg íyrir að haldið yrði uppi eðlilegri starfsemi. Kemur þetta greinilega í Ijós í sam- bandi við deildirnar úti á landi og eins í daglegum störfum framkvæmdaneíndar. Við höf- um í hyggju að halda sameig- inlega íundi með hinum póli- tísku æskulýðsfélögunum, en til Jjess að slíkt megi verða Jiurfum við að geta greitt okk- ar hluta aí sameiginlegum út- gjölldum vegna augiýsinga, fundarhúsnæðis og annars kostnaðar. Við skuldum t.d. F.U.F. ennþá okkar hluta af gjöldum vegna umræðufundar, sem við héldum um herstöðya- málið snemma á þessu ári. Ef Jón Hannesson. ÆF getur ekki ráðið bót á íjárhagseríiðleikum sínum leið- ir það til J>ess að við glötum því lánstrausti sem við höfum orðið að reiða okkur á hjá ýmsum aðilum. Við vonum að happdrættið leysi okkur úr J>essum vanda og geri okkur kleift að borga J>ær skuldir sem við höfum Jægar stofnað til og að happdrættið megi verða undirstaða stóraukinnar starísemi á öllum sviðum í vetur. — Hvaða liðir í starfinu rhyndu helzt koma til með að njóta góðs af betri fjárhags- afkomu Fylkingarinnar? — Við ætlum okkur að end- urlífga ýmsar deildir úti á landi og einnig að stofna nýj- ar dteildir, en til J>ess þurfum við að geta kostað erindrekst- ur og auka fræðslustarfsemina. Betri fjárhagur ÆF myndi einnig koma að góðu gagni í skipulagningu á auknum að- gerðum í sambandi við her- stöðvamálið og árásarstyrjöld Bandaríkjamanna í Vielnam. En fyrst og fremst mundi betri fjárhagsafkoma leiða til auk- innar starfsemi á öllum svið- um félagsmálanna. — Svo við snúum okkur að öðru, Jón, þá veitið þið sölu- verðlaun J>eim sem duglegast- ir verða að selja miða, er ekki svo? — Jú, við treystum á all- mikla lausasölu og munum í þvi sambandi veita góð sölu- verðlaun, verðlaun sem verða vel þess virði að menn leggi sig íram um það að selja sem allra mest af happdrættismið- um. — Helztu vinningar eru? — Sameiginlegt verðmæti vinninga er rúmar 50 þús. krónur. Aðalvinningurinn er ferð íyrir tvo á byltingaraf- mælið austur í Sovétríkjunum 7. nóvember næstkomandi. Farið verður með 25 manna hóp frá Landsýn undir íar- arstjóm Kjartans Helgasonar, og mun það verða eina skipu- lagða ferðin á byllingarafmæl- ið. Aðrir vinningar eru svo Du- al-plötuspilari með innbyggð- Framhald á 7. sáðu. Inntökubeiðni Ég óska að gerast félagi í Æskulýðsfylkingunni — félagi ungra sósíalista, og viðurkenni lög og stefnuskrá félagsins. Nafn .. Hejmili • .■ —.. . ;•—..——...—. Fæðingardagur og ár ........................... Atyinna .................. ... ............................ Sum ........................................ Núverandi sam- bandsstjórn ÆF Sambandsstjórn ÆF skipa eftirtaldir félagar: Framkvæmdanefnd: Ragnar Stefánsson, Ólafur Einarsson, Leifur Jóelsson, Jón Hannesson, Franz Gísla- son, Örn Friðriksson, Har- aldur Blöndal, Til vara: Þor- steinn Marelsson, Guðmund- ur Jósepsson, Gísli Gunnars- SAMBANDSSTJÓRN: Rcykjavík: Vernharður Linnet, Svavar Gest^sson. Til vara Öm Ólafsson, Mar- grét Blöndal. Reykjanes: Örlygur Benediktsson Hf, Bjami Ólafsson Kóp., Til vara: Rafn Guðmundsson Hf., Jóhann Kristjánsson Hf. Vesturland: Snorri Gunnarsson Grundar- firði, Friðrik Þórleifsson Akranesi, Varamenn: Kristj- án Guðmundsson, Grafar- nesi, Hreinn Friðfinnsson Dalasýslu. Vestfirðir: Þórir Steingrímsson Brú, Strandasýslu, Guðvarður Kjartansson Flateyri. Norðurland vestra: Haukur Brynjólfsson Sauð- árkróki: Varamenn HaHveig Thorlacius Siglufirði, Hlyn- ur Óskarsson Siglufirði. Norðurland eystra: Snær Karlsson Húsavík, Helgi Daníelsson Dalvík. Varam.:Pétur Bjömsson Húsavík. Austurland: Hrafn Baldursson Neskaup- Happdrætti ÆF ★ Félagar, skrifstofa happ- drættis ÆF er opin daglega frá kl. 2—7. Gerið skil sem fyrst. Takið miða 'í lausasölu. Glæsileg söluverðlaun að verð- mæti 20 þús. kr. — ÆF. Sambandsstjórnarfundur Sambandsstjórnarfundur Æskulýösfylkingarinnar, sam- bands ungra sósíalista, verður haldinn 14. til 15. októ- ber í Reykjavík. — Dagskrá fundarins verður: 1. Við- horfin í þjóðfrelsisbaráttunni fram til 1969. 2. Félags- mál Æ.F. •— Sambandsstjórnarmenn tilkynni þátttöku sem allra fyrst. Framkvæmdanefnd Æ.F. stað, Sveinn Árnason Egils- stöðum. Varamenn: Birgir Stefánsson Neskaupstað, Örn Scheving Neskaupstað. Suðurland: Björgvin Ámason Hverag., Gauti Gunnarsson Vestm.eyj. Varamenn: Gunnar Tryggva- son Vestm.eyj., Þór Vigfús- son Laugarvatnl. Skemmti- og fræðsluferð 21.-22. okt. Helgina 21.—22. október nJc. efnir ÆFR til skemmti- og fræðsluferðar í skíðaskála ÆFR í Svinahratmi. Farið verðnr á laugardag og komið aftur á sunnudags- kvöld. t Jjessari ferð verða öutt tvö erindi: Gísli Gormarasan sagnfræðingur flytar erind- ið „Marxismi og sagnfrae®" og Jón Hannesson mennta- skólakennari flytur erindí um heimsveldisstefnuna. Á langardagskvöldið vsrðtrr vönduð kvöldvaka; leikrit flutt og fleira. Þeir sem hng hafa á þessaid ferð eru tieðnir að hafa samband við skrifstofu ÆFR sem fyrst. Slmi 17513. Sjónvurpið ritskoðun Það kemur æ betur á daginn, að ýmsar siðferðilegar og pólit- ískar kröfur sem gerðar eru til kvikmynda í bandarísku sjón- varpi verða í reynd öflug rit- skoðun á evrópskar kvikmynd- ir. Vegna þess að framleiðend- ur em famir að taka með í áætlanir um kostnað og tekjur að myndir þeirra kunni að skila vænni fúlgu eftir fímm ár J>egar hægt verður að sýna þasr 1 sjónvarpi. 1 nokkra mánuði hefur veríð unnið að því að endursemja ítalska ríiynd sem nú á að heita „Á leið minni í knossferð hitti ég stúlku, sem ...“ en upp- haflega átti myndin að heita „Skirflífisbeltið“. Slík belti spenntu krossfarar um kvenfólk sitt áður en þeir færu að heim- an — en í bandarísku sjón- varpi þætti óhæfa að minnast A slíkan grip í myndarheiti. i i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.