Þjóðviljinn - 12.10.1967, Side 1
Fimmtudagur 12. október 1967
argangur
— 229. tölublað.
Fyrir nokkru rann út um-
sóknarfrestur um stöður skjala-
varðar og minjavarðar Reykja-
víkurborgar, en ákveðið var að
skipta þessu embætti, sem Lár-
us Sigurbjörnsson hefur gegnt,
í tvennt, nú er hann lætur af
starfi fyrir aldurs sakir.
Um stöðu skjalavarðar bár-
ust þrjár umsóknir frá þeim
Lárusi H. Blöndal bókaverði við
Landsbókasafnið, Sigfúsi Hauki
Andréssyni skjalaverði við Þjóð-
skjalasafnið og Gústaf A. Ág-
ústssyni starfsmanni á borgar-
skrifstofunum. Á fundi borgar-
ráðs sl. þriðjudag var samþykkt
að ráða Lárus H. Blöndal til
starfsins.
Um stöðu minjavarðar Árbæj-
arsafns sótti enginn og mun
stjóm stofnunarinnar annast
forstöðu hennar fyrst um sinn,
en í stjóminni eiga sæti þeir
Lárus Sigurbjömsson, Hörður
Ágústsson og Hafliði Jónsson.
Fjögur börn á
Skagaströnd
nærri drukknuð
Um miðjan dag I gær Iá
nærri að stórslys yrði á
Skagaströnd, er fjögur
börn á aldrinum 4-6 ára
voru nærri druknuð þar í
höfninni, en tveim 16 ára
piltum tókst með snarræði
að bjarga öllum bömunum.
Þjóðviljinn átti í gær-
kvöld tal við Kristinn Jó-
þannsson hafnarstjóra á
Skagaströnd og skýrði hann
blaðinu svo frá, að börnin
hefðu farið út á flekaræf-
il er rak með þau út á
höfnina. Af tilviljun sást
til ferða barnanna og
brugðu tveir 16 ára piltar,
Fritz Bjarnason og Rúnar
Kristjánsson, við og náðu í
árabát og réru út að flek-
anum. Var flekinn sokkinn
er þeir komu að honum og
fóru öll börnin í sjóinn.
Var eitt þeirra orðið með-
vitundarlaust og hin þrjú
rænulítil er i Iand kom.
Þar tók á móti þeim fuil-
orðinn maður, Hallbjörn
Hjartarson, og tókst honum
með blástursaðferðinni að
lífga við barnið sem misst
hafði meðvitund. Þá kom
læknirinn á Blönduósi, Sig-
ursteinn Guðmundsson, á
vettvang eftir hálftíma og
voru öll börnin komin úr
hættu í gærkvöld en þrjú
þeirra þó með hitaslæðing
eftir volkið.
Þrjú barnanna voru syst-
kyni, börn Sigurðar Magn-
ússonar verkstjóra og konu
hans, heita þau Jósep, 6
ára, Magnús, 5 ára, og Sig-
ríður, 4 ára. Fjórða barnið
var drengur, Ragnar
Högnason að nafni, en um
aldur hans vissi hafnar-
stjórinn ekki nákvæmlega.
Stjórnarflokkarnir setja skollaleik á sviS á Alþingi:
Neita að greiða atkvæði um kjör
bréf sem þeir telja þó fullgilt!
Q í umræðum á Alþingi í gær um kjörbréf^
settu stjórnarflokkarnir á svið þann skollaleik að
neita að greiða atkvæði um kjörbréf Steingríms
Pálssonar enda þótt þeir lýstu því jafnframt yfir
að úrskurður landskjörstjómar um kosningu hans
væri réttur!
Q Talsmenn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins lýstu yfir að
þeir flokkar teldu nauðsyn að breyta ákvæðum
kosningalaga um framboð svo ekki yrði um þau
deilt. Magnús Kjartansson taldi eðlilegt og óhjá-
kvæmilegt að skipuð yrði nefnd manna úr öllum
flokkum til að endurskoða kosningalögin og gera
þessi ákvæði ótvíræð. Hannibal Valdimarsson
taldi sig hins vegar andvígan endurskoðun kosn-
ingalaganna.
Q Kjördeildir lögðu til að kjörbréf allra þing-
manna yrðu samþykkt. Umræðum um kjörbréfin
lauk en atkvæðagreiðslu var frestað og fer hún
fram í dag.
★ Lagasetningar þörf
Setningarfundi þingsins var
fram haldið í gær og hófst með
því að alþingismönnum var
skipt niður í kjördeildir. Að
lokinni rannsókn kjörbréfa
fluttu framsögumenn kjördeilda
þinginu þær tillögur þeirra að
kjörbréf allra þingmanna yrðu
Annar bezti veiði
dagurinn í sumar
Gott veður var á miðunum
fyrra sólarhring. Veiðísvœðið
var á sömu slóðum og áður.
Veiði var góð og er sólarhrings-
aflinn liklega sá annar bezti á
sumrinu. — 56 skip tilkynntu
um afla með sanit. 10.410 lestir:
Ingiber Ólafsson II. GK 230
Gísli Árni RE 150
Oddgeir ÞH 50
Skarðsvík SH 160
Vísitala fram-
færslukostnaðar
óbreytt I. okt.
í fréttatilkynningu sem Þjóð-
viljanum bargt í gær segir að
kauplagsnefnd hafi reiknað út
vísitölu framfærslukostnaðár í
októberbyrjun og réyndist hún
vera 195 stig eða hin sama og
hún var i septemberbyrjun. Al-
eins einn liður vísitölunnar
breyttist, liðurinn matvörur er
hækkaði úr 236 stigum 1. sept.
í 237 stig 1. okt
Jón Garðar GK
Reyk j anes GK
Hannes Hafstein EA
Sig. Bjarnason EA
Helga Guðmundsd. BA
Haraldur AK
Björgvin EA
Ólafur bekkur ÓF
Sólrún ÍS
Björgúlfur EA
Súlan EA
Sæþór OF
Vörður ÞH
Náttfari ÞH
Framnes ÍS
Sæfaxi II. NK
Magnús Ólafss. GK
Sigurfari Ak
Þorbjörn II. GK
Örfirisey RE
Sveirm Sveinbjörnsson
Óskar Halldórsson RE
Heimir SU '
Gunnar SU
Fylkir RE
Þrymur BA
Viðeý RE
Ól. Friðbertss. ÍS
Þórður Jónasson EA
Barði NK
Gjafar VE
Framha-td á
280
140
200
235
215
250
180:
130
130
180
220
60
210
220
135
100
120
110
170
90
210
170
170
160
400
20
250
120
200.
200
210
3. síðu.
NK
samþykkt, en óskað hafði verið
eftir sérstakri atkvæðagreiðslu
um kjörbréf Steingríms Páls-
sonar.
Gylfi Þ. Gíslason, nýkjörinn
formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins, lýsti yfir að Alþýðu-
flokkurinn myndi ekki greiða
atkvæði gegn kjörbréfi Stein-
grims vegna þess að landskjör-
stjórn teldi kosningu hans í
samræmi við gildandi lög, — en
sæti hjá og myndi beita sér
fyrir breytingu á kosningalög-
unum um framboð.
Jóhann Hafstein gaf sams
konar yfirlýsingu af hálfu Sjálf-
stæðisflokksins en hélt að auki
heldur óvirðulega ræðu í því
skyni að klekkja á Magnúsi
Kjartanssyni og Alþýðubanda-
laginu, og viðhafði þar ýmis
skringileg ummæli um alþingis-
menn, nefndi þá t.d. negra-
stráka! Var það meginefni ræðu
hans að fullyrða að afstaða
Magnúsar væri nú öll önnur en
fyrir kosningarnar.
Einar Ágústsson taldi fulla
þörf á lagfæringu á kosninga-
lögunum frá 1959, en sagði að
Framsókn greiddi atkvæði með
kjörbréfi Steingrims þar sem
ætla yrði að kjósendur vildu að
atkvæði I-listans kæmu Alþýðu-
bandalaginu til góða.
•k Ráðherra óvirðir Alþingi
Magnús Kjartansson minnti á
að stjómarskráin ákveði að Al-
þingi skeri sjálft úr um hvort
þingmenn séu löglega kosnir.
Þar væri Alþingi gefið mikið
vald sem þingmönnum bæri að
nota af réttsýni og drenglyndi.
Taldi Magnús óviðeigandi að
dómsmálaráðh. landsins skyldi
úr ræðustól Alþingis bera brigð-
ur á að Alþingi væri bært að
gegna þessari skyldu sem stjórn-
arSkráin kvæði á um, en Jó-
hann hafði látið svo um mælt
Framhald á 3. síðu.
Frá virkpnarframkvœmdunum við Búrfell
Myndirnar hér á síðunni eru teknar við Búrfellsvirkjun í síðustu viku. — Á efri myndinni sjást
menn að störfum við virkjunarframkvæmðirnar en á neðri myndinni eru verkfræðingar og stjóra-
endur framkvæmdanna, talið frá vinstri: Árni Snævarr, Steinar Ólafsson, Sören Langvad og Bo
Larson, sem er yfirstjórnandi á staðnum. — (Ljósm. Þjóðv. Hj. G.).