Þjóðviljinn - 12.10.1967, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓ0V®LiJINN — Fimmteidaswr 12. ofclíóber 19S2.
'1
Alþingi úrskurðar um kjörbréf — en
ekki innri mál Alþýðubandalagsins
Ur ræðu Magnúsar Kjartanssonar um kjörbréfamálið á Alþingi í gær
1 umræðunum á Alþingi í
gær um kjörbréfin ræddu
þingmenn stjórnarliðsins mjög
afstöðu Magnúsar Kjartans-
sonar til framboðs I-listans í
Reykjavík. Hér fer á eftir
endursögn á meginkaflanum í
svarræðu Magnúsar:
Auðvitað er mér bæði Ijúft
og skylt að gera grein fyrir af-
stöðu minni til málsins. Tal
manna hér og í blöðum um að
hún hafi verið stórlega á reiki
er byggð á því að menn hræra
saman tvennum forsendum fyr-
ir framboðum á Islandi, ann-
arsvegar lögum stjómmálasam-
taka. og hins vegar landslögum,
hvort sem það er nú gert af
misskilningi. eða vísvitandi
rangfærsllum. 1 lögum allra
stjómmálaflokka á Islandi eru
ákvæði um það hvemig fram-
boð skuli ákveðin.- Þau ákvæði
eru á ýmsa lund, en eitt er þó
sameiginlegt með þeim öllum,
tekin er ákvörðun um framboð-
in á lýðræðislegan hátt með
meirihlutavaldi í einhverri
stofnun floklcsins. A,liir stjóm-
málaflokkar á íslandi gera ráð
fyrir að ákvörðun meirihluta
sé endanleg og hafi verið um
ágreining að ræða beygi minni-
hlutinn sig, fyrir meirihllutan-
um. Engin stjórnmálasamtök á
íslandi gera ráð fyrir þvi í lög-
um sínum ,að minnihltrti hafi
héimild til að bjóða fram í
nafni flokksins við hlið meiri-
hlutans. Þannig er þessu einn-
ig háttað um lög Alþýðubanda-
„ lagsins, og hér í Reykjavík er
endarileg ákvörðun um fram-
boð eins lýðræðisíeg og hugs-
azt getur, hún er tekin á al-
< mennum fundi sem alllr félag-
ar Alþýðubandallagsins í Rvík
hafa aðgang að.
En þrátt fyrir ákvæði i lög-
um stjómmálaflokka kemut
það auðvitað fyrir að minni-
hlutar í flokkum vilja ekki una
lýðræðisiegum ákvörðunum, og
þekkja allir flokkar hérlendis
slík fyrirbæri úr sögu sinni.,
Eins og kunnugt er gerðist
þetta innan Alþýðubandalags-
ins í Reykjavíik í vor. Það
framboð sem þannig kom fram
var að sjálfsögðu í ósamræmi
við lög og reglur Alþýðubanda-
lagsins, og því var réttilega
lýst yfir að það væri Alþýðu-
bandalaginu í Reykjavík óvið-
komandi með öllu, samkvæmt
lögum þeirra samtaka. Þær til-
vitnanir sem við höfum feng-
ið að heyra hér úr skrifum
mínum og annarra eru alílar
byggðar á þessum forsendum,
lögum og reglum Alþýðubanda-
lagsins sjálfs. Að þeim deilu-
málum sem um það hafa
spunnizt innan Alþýðubanda-
legsins er Alþingi Mendinga
enginn aðili. Alþdngi hefur ekk-
ert vald til þess að segja
stjómmálasamtökum hvemig
þau eigi að velja frambjóðend-
ur sína eða meta framþoð; þar
er um að ræða hrein rnnan-
flofcksmál, sem öldungis efcki
era á dagskrá hér. Úrskurður
um wppbótarsæti og þar með
kjörbréf háttvirts þingmanns
Steingríms Pálssonr"- er auðvit-
að enginn dómur um vanda-
mál Alþýðubandalagsins íRvík;
þau vandamál mun Alþýðu-
bandalagið sjálfs leysa.
En auk laga stjómmálasam-
taka kveða landslög á um
framboð, og í kosningalögum
era ákvæði sem óvefengjanlega
hafa þann tilgang að heimila
minnihdutum að bjóða fram í
nafni flokks, þótt flokkurinn
gefi ekki heimíld til .þess og
eins þótt hann mótmæli því.
Ákvæðin era raunar svo rúm,
að þau virðast gefa Pétri og
Páli heimild til að bjóða fram
f nafni hvaða flokks sem er.
Þessi ákvæði skylda auðvitað
ekki stjórnmálaflókka til að
viðurkénna slík framboð og
láta af andstöðu sinni við bau;
þau mæla aðeins fyrir um það
hvemig meta skuli atkvæði
-------------------------------
Leyni-
þjónusta
1 Morgunblaðinu i gær gat
að líta svohljóðandi frétt í
ramma á öftustú síðu:
„Hannibal tapaði fyrir L«úð-
vík. — Á fundi þingflokks
Alþýðubandalagsms í gær
fór fram kosning formanns
þingflokksins. Luðvík Jóseps-
son var endurkjörinn for-
maður þingflokksins með 6
atkvæðum, en Hannibal
Valdimarsson hlaut 3 at-
kvæði. Einn atkvæðaseðill
var auður. Þeir sem kusu
Lúövík voru: Lúðvík Jóseps-
son, Magnús Kjartansson,
Eðvarð Sigurðsson, Jónas
Árnason, Geir Gunnarsson,
og svo „þjóðvarnarmaður-
inn“ Gils Guðmundsson“.
Fundur sá sem hér er
greint frá var að sjálfsögðu
lokaður. Atkvæðagreiðslah
um formann þingflokksins
var einnig skrifleg og aðeins
á færi kunnugustu manna að
draga atkvæði í dilka á rétt-
an hátt. Samt getur Morgun-
blaðið — aðalandstöðublað
Alþýðuibandalagsins — um-
svifalaust sagt írá því sem
á hinum lokaða fundi
pg metið málalokin samkvæmt
hámákvæmri vitneskju um
hjörtu og nýru allra við-
staddra. Þar er ekki um neina
skotspónafrétt að ræða.
Það er engin nýjung að
Morgunblaðið flytji nákvæm-
ar skýrslur og frásagnir um
málefni Alþýðubandalagsins.
Það hefur ékki aðeins greint
frá almennum félagsfundum
heldur og frá atvikum sem
gerzt hafa í mjög lokuðum
stofnunum, þar á meðal at-
kvæðagreiðslum á einstökum
fundum uppstillingarnefndar
fyrir þingkosningarn af í vor
og frá tveggja manna tali.
Og nú er röðin semsé kom-
in að þingflokknum — á
sama tíma og við blasa mjög
alvarleg og afdrifarík átök
í efnahagsmálum og kjara-
málum og á miklu veltur fyr-
ir launamenn að Alþýðu-
bandalagið ræki hlutverk sitt
af heilindum og einurð. Hætt
er við að sú barátta verði
æði mifcið í mólum, ef vitn-
eskja imi allar ráðagerðir og
ákvarðanir Alþýðubandalags-
ins berast jafnharðan til
andstæðinganna og birtast á
prenti í Morgunblaðinu næsta
dag. — Austri.
listanna þegar kemur að út-
hlutun uppbótarsæta. Ekki ætti
að þurfa að eyða orðum að því
að landslög eru æðri lögum
flokka, og úthlutun uppbótar-
þingsæta spmkvæmt þessum á-
kvæðum kosningalaga hefði
naumast orðið deilumál, ef ekki
hefði komið til sú staðreynd,
að löggjafanum virðist hafa
fatazt illilega, þegar síðast var
gengið frá þessum lögum. Gagn-
stæðir úrskurðir bárust frá yf-
irkjörstjóminni í Reykjavík og
landskjörstjórn, en alger ein-
hugur var í hvorri kjörstjórn
Magnús Kjartansson
um sig. 1 því sambandi er vert
að minna á að kjörstjórnir
þessar báðar eru valdar af Al-
þýðuflokki, Framsóknarflokki
og Sjálfstæðisflofcki, en Al-
þýðubandalagið átti þar enga
fulltrúa. Ágreiningur þessi varð
til þess að líklegt var talið að
úthlutun uppbótarsæta yrði
kærð og endanlegur dómur yrði
kveðinn upp af fulltrúum
stjórnmálaflokkanna hér á
þingi.
Afstaða mín til þessa máls
byggist ekki á neinu formlegu
mati á lagagreinum. Svo er að
sjá sem hinir færustu lögfræð-
ingar telji sig geta rökstutt
gagnstæð sjónarmið af míklum
lærdómi sem mig skortir. Það
sem mér finnst skera úr er það
meginatriði, að kjósendur eiga
heimtingu á þvi að fá oð vita
það fyrirfram, hvað þeir eru að
gera í kjörklefanum, hverjum
atkvæði þeirra koma að gagni
— þar er um að ræða lýðræðis-
legt grundvállaratriði. Og um
það atriði skortir sannarlega
ekki yfirlýsingar frá þeim að-
ilum sem fana með endanlegt
úrskurðarvald, meirihluta al-
þingis. Þegar er fulltrúar Al-
þýðuflokksins, Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins í landskjörstjóm höfðu lýst
yfir þeim ásetningi sínum að
bæta atkvæðum I-listans við
atkvæði Alþýðubandalagsins
við úthlutun uppbótarþingsæta
kom málið til kasta flokkanna
á margvíslegan hátt. Fljótlega
þurfti útvarpsráð til dæmis að
ákveða hvemig haga skyldi
stjórnmálaumræðum í hlljóð-
varpi og sjónvarpi. Þá ókváðu
fulltrúar þeirra þriggja flokka
sem ég nefndi að I-listinn gæti
ekki fengið neinn sjálfstæðan
tíma, vegna þess að á ham
bæri að líta sem lista Alþýðu-
bandalagsins. Þessi meirihluti
útvarpsráðs samþykkti semsé
úrskurð landskjörstjórnar, og
þar var ekki um að ræða neina
ómerkinga, heldur landskunna
forastumenn, til dæmis Þórgrin
Þórarinsson háttvirtan þing-
mann Framsóknarflokksins,
Sigurð Bjamason háttvirtan
þingmann Sjálfetæðísflokksins,
og sjólfan formann útvarpsráðs.
háttvirtan þingmann Benedikt
Gröndal. Þessi afetaða útvarps-
ráðs varð fljóflega að deiluefni
í blöðum, og öll blöð þessara
þriggja flokka, Alþýðublaðið,
Morgunblaðið, Tíminn og Vísir
lýstu stuðningi við þessa á-
kvörðun útvarpsráðs. Fylgi við
stefnu landskjörstjómar var
semsé lýst yfir í ritstjórnar-
greinum í málgögnum þeirra
þriggja 1 flokka sem fara
með yfirgnæfandi meirihluta
hér á þingi. Og senn tóku blöð-
in að hefja áróöursskrif í sama
dúr. Þau lögðu sterka áherzlu
á það að I-listimn væri einvörð-
ungu borinn fram til þess að
safna fyllgi handa Alþýðu-
bandalaginu, bent var á til-
tefcna frambjóöendu r úti um
land sem sagt var að háttvirt-
ur þingmaður Hannibal Valdi-
marsson vildi fleyta á þing og
menn voru varaðir við að að-
stoða hann við svo skuggalega
iðju. Aillt er þetta svo nýliðið
að ég hef ekki taUið ástæðu fál
að .fiara í tilvitnanaleit; hátt-
virtum þingmönnum á að vera
þessi málflutningur í 'fersiku
minni. Þó tók ég hér með mér
Morgunblaðið frá 9da júní,
tveim dögum fyrir kosmingar
sem er til marks um þessa af-
stöðu alla. Þar er á annarri og
þriðjti síðu stór rammi með
miklum leturbreytingum. Þar
segir m.a.:
,Jíú þegar senn líður að
kjördegi er nauðsynlegt, að
kjósendur geri sér alveg Ijósa
grein fyrir nokkrum staðreynd-
um i sambandi við framboðs-
mál Hannibals Valdimarsson-
ar. Kjami málsins er, sam-
kvæmt úrskurði Landskjör-
stjómar, y að ATKVÆÐI
GREITT HANNIBAL ER AT-
KVÆÐI GREITT KOMMÚN-
ISTUM.
Þegar í upphafi lýsti Hanni-
bal Valdimarsson yfir því, að
framboðslisti hans væri borinn
fram i nafni Alþýðubandalags-
ins og það væri yfirlýstur til-
gangur þessa framboðs að
„BJARGA“ atkvæðum Alþbl.
í Reykjavík, þannig að þau
kæmu öll frambjóðendum þess
út um land til góða við út-
hlutun uppbófarsæta en LANG-
FLESTIR frambjóðendur Alþbl.
út um land eru HREINRÆKT-
AÐIR KOMMÚNISTAR. Þessi
„björgunarstarfsemi" Hanni-
bals miðar því að því einu að
koma FLEIRI KOMMÚNIST-
UM inn á þing.“
*■ Ekki veit ég hver hefur
skrifað þetta, hvort það er
háttvirtur þingmaður Sigurður
Bjarnason, eða háttvirtuk vara-
þingmaður Eyjólfur Konráð
Jónsson, eða -sá mikilvirki
sjálfboðaritstjóri Morgunblaðs-
ins sem hefur skrifstofur í for-
sætisráðuneytinu, enda skiptir
það ekki máli. Hitt er aðal-
atriði að flokkarnir þrír, Al-
þýðuflokkur, Framsóknarflokk-
ur og Sjálfstæðisflokkur höfðu
allir fyrir kosningar og á marg-
víslegan hátt lýst eindregn-
um stuðningi við niðurstöðu
landskjörstjórnar. Kjósendum
hafði verið sagt á hinn ótví-
ræðasta hátt af þeim sem vald-
dð hafa að ef þeir greiddu I-
listanum atkvæði væru þeir að
kjósa Alþýðubandalagið. Kjós-
endur eiga skýlausa heimtingu
á því að þingmenn þessara
þriggja flokka standi við þessa
afstöðu sína, það er siðferði-
.legur og Iýðræðislegur réttur.
Umtal háttvirtra þingmanna
um að ég hafi skipt um skoð-
un frá því fyrir kosningar er
raunar harla einkennilegt, því
fyrir kosningamar var einmitt
kvartað sérstaklega undan því
í blöðum að ég hefði ekki feng-
izt til að svara spumingum
um afstöðu mína. Til dæmis
segir svo í Morgunblaðsgrein-
inni sem ég var áðan að lesa
upp úr, með leyfi hæstvirts
forseta: „Hafa forsvaismerm
Alþýðubandalagsins algjöriega
neitað að lýsa því yfir, að-
spurðir í útvarpi og sjónvarpi,
að þeir muni ekki þiggja at-
kvæði Hannibals eftir kosn-
ingar, þegar Alþingi kemur
saman til fundar, en það hef-
ur svo sem kunnugt er úrslita-
vald í þessu máli.“ Þegar ég
var um þetta spurður fyrir
kosnihgar af málsvörum þeirra
þriggja flokka sem fara með
algeran meirihluta hér á þingi,
benti ég á þá einföldu stað-
reynd að með slíkum. fyrir-
spumum til mín væri verið að
rejma að flækja málið; hið
endanlega vald væri í hönd-
um fyrirspyrjendanna sjálfra.
Og ég varaði kjósendur mjög
við því að treysta því að flokk-
ar þessir stæðu við þá afstöðu
sem þeir létu uppi fyrir kosn-
ingar; ef á þyrfti að halda
myndu þeir afgreiða málið ein-
vörðungu í samræmi við
einkahagsmuni sína. Ég er enn
sömu skoðunar. Þetta mál
hefði verið flutt hér í þing-
byrjun á annan hátt ef starf-
hæfur meirihluti þingflokkanna
hefði oltið á atkvæðum I-list-
ans, þá hefði annar þingmað-
ur vafalaust verið úrskurð-
aður inn á þing, án þess að
nokkuð væri skeytt um laga-
fyrirmæli og ótvíræðar yfir-
lýsingar forsvarsmanna stjórn-
arflokkanna í kosningabarátt-
unni.
Ég fæ ekki séð að hét sé
um neitt vandamál að ræða,
og raunar virðast allir þing-
menn sama sinnis, fyrst ekki
hefur borizt kæra út af kjör-
bréfi háttv. þingmanns Stein-
gríms Pálssonar. Frekari um-
ræður um þetta mál verða því
einskonar málfundur. En hvort
sem sá málfundur stendur
lengur eða skemur þingmönn-
um og öðrum til skemmtunar
er eitt verkefni sem augljós-
legar blasir við okkur að hon-
um loknum. Það kemur auð-
vitað ekki til mála að gengið
verði til kosninga á nýjan leik
með jafn óljós kosningalög og
þau sem nú eru í gildi. Það
mega ekki vera nein lang-
sótt lögfræðileg túlkunaratriði
hvernig meta beri lista sem
fram eru bomir; þeir sém
bjóða fram lista verða að hafa
um það örugga vitneskju fyr-
irfram bvað þeir eru að gera;
það má ekki vera neitt happ-
drætti eða pólitísk sérhags-
munamál hverjum atkvæði
kjósenda kunna að nýtast að
lokum. Ég myndi telja eðlilegt
og raunar óhjákvaemilegt að
fljótlega yrði skipuð nefnd með
fuHtrúum frá öllum stjórn-
málaflokkum þingsins til þéss
að endurskoða kosningalögin
og gera þessi atriði ótvíræð
með öllu. Vænti ég að um það
geti naumast orðið nokkur á-
greiningur.
Greiða ekki atkvæði um kjörbréf
Framhald af 1. síðu.
að Alþingi væri ekki vel til
þess fallið að úrskurða slíkt.
Magnús tók því næst til með-
ferðar fullyrðingar og mál-
flutning Jóhanns Hafsteins varð-
andi ágreininginn í Alþýðu-
bandalaginu, og væri einkum á-
berandi að í áróðri andstæðinga
Alþýðubandálagsins vegna þessa
máls væri hrært saman tvenn-
um forsendum fyrir framboðum
á fslandi, lögum stjómmála-
samtaka og landslögum. Engiil
stjórnmálasamtök á fslandi gerðu
ráð fyrir því í lögum sínum að
minnihluti hafi heimild til að
bjóða fram í nafni flokksins við
hlið framboðs meirihlutans. í
lögum Alþýðubandalagsins séu
skýr ákvæði um framboð og í
Reykjavík sé það háð lýðræðis-
legri ákvörðun almenns fundar
þar sem allir félagar Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík eigi
aðgang að. Landskjörstjórn hafi
hins vegar skýrt núgildandi
kosningalög þannig að minni-
hluti flokks hafi heimild til að
bjóða fram í nafni flokksins og
afgreiðsla Alþingis miðast við
það. Alþingi hafi hins vegar
ekkert úrskurðarvald um innri
mál stjómmálasamtaka, úr-
skurður þess um kjörbréf Stein-
gríms Pálssonar sé því enginn
dómur um vandamál Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík, þann
vanda verði Alþýðubandalags-
menn sjálfir að leysa. Endur-
sögn blaðamanns á meginhluta
ræðu Magnúsar er birt á 2.
síðu.
Aldursforseti vildi fresta fundi
en forsætisráðherra óskaði þess
að umræður héldu áfram. Eft-
ir kaffihlé talaði Hannibal Valdi-
marsson fyrstur og ræddi all-
mjög um ákvæði kosningalag-
anna og atburði í sambandi við
framboð I-listuns í Reykjavík,
á sömu lund og haldið var á þeim
málum í sumar. Taldi hann sig
færa rök að því með tilvitnun-
um í umræður um ákvæði kosn-
ingalaga að Ólafur Thors, Magn-
ús Guðmundsson, Pétur Magn-
ússon og fleiri forystumenn
Sjálfstæðisflokksins heíðu íúsir
viljað tryggja rétt fólksins gegn
ofurvaldi flokksstjómanna með
vissum ákvæðum kosningalag-
anna, og væri nú illa komið
þegar flokkar lýstu því yfir
hver af öðrum að breyta þyrfti
þeim ákvæðum kosningalaganna
sem einmitt tryggð": rétt fólks-
ins. Lýsti hann gleði sinni vegna
þess að stjómarflokkamir vildu
nú virða úrskurð landskjör-
stjómar um að telja I-listann í
Reykjavík Alþýðubandalagslista,
en svo væri ótvirætt samkvæmt
kosningalögum.
Lúðvík Jósepsson lagði áherzlu
á þá skyldu þingmanna að
greiða atkvæði um kjörbréf.
Dómsmálaráðherra hefur ' enga
afstöðu til málsins og öll frám-
koma stjómarflokkanna ér
hreinn skollaleikur, sem reynd-
ar er framhald ai þeim skólla-
leik, sem settur var á svið, er
kjörstjórnirnar felldu gjörsam-
lega gagnstæða úrskurði, sagði
Lúðvík síðan. Hann sagði enn-
fremur, að hann teldi að tiltölu-
lega auðvelt væri að þræta um
úrskurðina og ágreiningsatriðin
í þessu sambandi.
Lúðvík sagði síðan/ að" æðstu
stofnanir Alþýðubandalagsins
hefðu aldrei tekið afstöðu til á
greiningsmálanna i Reykjavík,
enda hefði ágreiningurinn verið
takmarkaður við það kjördæmi.
Alþýðubandalagsmenn skipuðu
sér um báða framboðslistana hér
í Reykjavík og því styður þing-
flokkur Alþýðubandalagsins
kjörbréf Steingríms Pálssonar,
sagði Lúðvík að lokum.
Karl Guðjónsson taldi ámæl-
isvert, að dómsmálaráðherra
hefði setið auðum höndum við
ágreininginn um merkingu I-list-
ans í vor og þrjózkazt við að
láta prenta á kjörseðil athuga-
semdir landskjörstjórnar.
Vissulega hefði margt verið
ofsagt og missagt í blaðagrein-
um og greinargerðum í sam-
bandi við deilur um framboð Al-
þýðubandalagsins í vor. Karl
spurði síðan hvað ríkisstjómin
myndi gera, ef kjörbréf Stein-
gríms yrði féllt.
Bjarni Benediktsson sagði for-
dæmi fyrir bví, að kosning hefði
verið ógilt og hefði alþingi þá
gefið út eða látið gefa út kjör-
bréf til nýs alþingismanns. For-
sætisráðherra sagði ennfremur,
að hann væri samþykkur . úr-
skurði landskjörstjórnar en
samt greiddi hann ekki atkvæði
um kjörbréfið!
Magnús Kjartansson benti á,
að það væri lagaskylda alþing-
is að fjalla um kjörbréf. Að
skjóta sér undan þeirri skyldu
væru hrein undanbrögð.
Magnús minnti á, að sam-
kvæmt lögum Alþýðubandalags-
ins hefði flokksstjórnin ekkert
vald til þess að úrskurða fram-
boð — valdið væri hjá fólkinu í
hverju kjördæmi, hinna al-
mennu Alþýðubandalagsmanna.
Breyting á kosningalögum, ef
gerð yrði og hún væri nauð-
synleg, ætti að tryggja, að raun-
verulegur minnihluti innan hlut-,
aðeigandi flokks gæti boðið
fram sérstaklega, en ekki að
einhver og einhver utan flokks-
ins gæti boðið fram í nafni
hans.
Lúðvík Jósepsson tók aftur til
máls, ennfremur ráðherramir á
ný og loks Hannibal Valdimars-
son. Var atkvæðagreiðslu siðan
frestað.