Þjóðviljinn - 17.10.1967, Blaðsíða 2
(
2 SlÐA — ÞJ ÓÐVILJINN — Þriðjudagur 17. október 1967.
Sigurður Ólafsson, múrari
f. 29. ágúst 1908 - d. 9. október 1967
1 dag fylgjum vid til grafar
Sigurði Ólafssyni múrara Lang-
holtsvegi 24. Hann andaðist þ.
9. þ.m. á Landakotsspítala eft-
ir skamma sjúkdómslegu. Sig-
urður Ólafsson var þó sterk-
byggður ' hraustleikamaður,
verkmaður góður og hertur á
Enn útafkeyrslur
Mörg umferðaróhöpp urðu í
og við Hafnarfjörð í hálkunni
sem myndaðist í snjónum í gær-
morgun. Urðu tveir harðir á-
rekstrar innanbæjar og á
Reykjanesbrautinni fóru tvær
bifreiðar út af veginum í brekk-
unni öfan við verksmiðju Reyk-
dals. Þá var ekið á kind á veg-
inum á móts við Lónakot og
varð að aflífa hana á staðnum.
Útafkeyrslur eru mjög algeng-
ar á Reykjanesbrautinni og
myndast þar fljótt hálka eða Ss-
ing eftir veðri og er þess
skemmst að minnast að þrír
bílar runnu út af veginum í
síðustu viku, en lögregluþjónn
sem var í einum þeirra liggur
enn þungt haldinn á sjúkra-
húsi með höfuðkúpubrot og lær-
brot.
Eldur í bát
Um þrjúleytið á sunnudag
kom upp eldur í vélbátnum
Andvara frá Reykjavík, þar sem
hann lá í Akureyrarhöfn. Hafði
kviknað í út frá kabyssunni og
tókst fljótlega að ráða niður-
lögum eldsins eftir að slökkvi-
liðið kom á vettvang, en nokkr-
ar skemmdir urðu á lúkarnum.
Loka-
sigurinn
Leiðtogar Alþýðuflokksins
hafa margsinnis lýst þvi á á-
hriíaríkan hátt hversu mikl-
ar þrengingar flokkurinn hafi
orðið að þola á 50 ára jarð-
vist sinni. Hann hafi klofn-
ar þrívegis, vondir kommún-
istar hafi í sífellu spillt ágæt-
um Alþýðuflokksmönnum,
forsprakkar flokksins hafi æ
ofan í æ orðið að reka lands-
kunna félaga sína og með
þeim heil flokksfélög. Því
hljóta það að teljast meiri-
háttar tíðindi þegar því er
lýst yfir að þessu þrenginga-
skeiðj sé nú endanlega lokið,
að Alþýðuflokkurinn sé kom-
inn í höfn hins fulla örygg-
is. Slík yfirlýsing birtist í
Alþýðublaðinu á föstudaginn
var, en þar sagði Gylfi Þ.
Gíslason varaformaður flokks-
ins í viðtali við blaðamann:
„í pau rúm 25 áf, sem ég
het nú starfað í Alþýðu-
flokknum, hefur einhugur í
flokknum aldrei verið meiri.
Er þetta eitthvað annað en
ástandið á Alþýðubpndalags-
heimilinu. Ekki þykir mér ó-
líklegt. að þeir Alþýðubanda-
lagsmenn, sem áður voru í
Alþýðuflokknum, sjái nú, að
það var misráðið að yfirgefa
Alþýðuflokkinn, hvort sem
þeir treysta sér til að snúa
við eða ekki. En Alþýðu-
flokkurinn er og á að vera
hin einu eðlilegu samtök lýð-
ræðisjafnaðarmanna".
Með þessum orðum var
Gylfi Þ. Gíslason að svara
vettvangi starfsins; virtist hann
þvi ekki líklegur til að falla í
valinn svona snemma, — ný-
lega orðinn 59 ára að aldri. Það
má því segja að hinn slyngi
sláttumaður hafi komið hér að
óvörum.
Sigurður Ólafsson fæddist í
Reykjavík þ. 29. ágúst 1908.
Foreldrar hans voru Ólafur
Jens Sigurðsson sjómaður og
Ingibjörg Sveinbjarnardóttir.
Hann ólst upp í stórum syst-
kinahópi, sem öllum var kent
að taka til hendi þegar er
kraftar leyfðu. Hann þekkti því
kjör alþýðunnar frá barnæsku
og bjó við þau til hinztu stund-
ar. Hann bar líka hag hennar
fyrir brjósti alla tíð, hvatti
samverkamenn sína og félaga
að sýna stéttarstolt sitt í því
að heyja stéttarbaráttu og
krefjast réttar síns, en gerast
ekki bónbjargarlýður arðræn-
ingjanna. Hann var félagslynd-
ur maður og drengur góður —
tók þátt í samtökum alþýðunn-
ar, þar sem hann var hverju
sinni og hvatti til aukinnar
samheldni í stéttarbaráttunni.
Árið 1929 stóð hann ásamt
fleirum að stofnun verkalýðs-
félags Sandgerðis (mun ,það
hafa verið fyrsta verkalýðsfé-
lagið á Suðumesjum) Var
hann fyrsti formaður þess og
var f stjórn og samninganefnd
félagsins um árabil. Má slíkt
heita hraustlega af sér vikið
af tvítugum unglingi, því á
þeim tímum var jarðvegur lltt
myldinn þar suður með sjó
fyrir fræ stéttarbaráttunnar.
Gleggst dæmi þess var mann-
ránið frá Keflavík þrem árum
seinna.
þeirri spurningu blaðamanns-
ins hvort ekki hefði verið
ágreiningur innan miðstjóm-
ar Alþýðuflokksins um bjarg-
ráðin nýju. Ráðherrann tel-
ur semsé að ástæðan fyrir
hinum algera einhug í flokkn-
um sé verðhækkun á mjólk
og mjólkurafurðum, kjöti og
kjötvörum, tryggingagjöld-
um, sjúkrasamlagsgjöldum,
fasteignasköttum, hitaveitu
o.s.fry. í þeim nefsköttum
birtist loks sú mikla og
glæsta hugsjón sem leiði
mönnum fyrir sjónir hvað
ágreiningsmálin voru lítil og
lág. Og ráðherrann gerir sér
vonir um að 25 ára þrenging-
ar fáist nú bættar á svip-
stundu. Um leið og þeir sem
reknir hafa verið úr flokkn-
um kaupi mjólk á nýja Al-
þýðuflokksverðinu iðrist þeir
synda sinna og leiti heim til
föðurhúsanna í von um ali-
kálfasteik. Um leið og Al-
þýðubandalagsmönnum á-
skotnist kjöt og kartöflur á
verðlagi Gylfa Þ. Gíslason-
ar skiljist þeim þau óvefengj-
anlegu sannindi að þeir eigi
heima í hinum einu eðlilegu
samtökum lýðræðisjafnaðar-
manna.
Þess er að vænta að skrif-
stofur Alþýðuflokksins fylgi
eftir þessu gleðiríka mati
varaformannsins. Væri ekki
tilvalið að biðja afgreiðslu-
fólk í mjólkurbúðum og kjöt-
verzlunum að afhenda við-
skiptavinunum inntökubeiðni
í Alþýðuflokkinn sem kaup-
bæti um leið og vörur á
nýja verðinu eru réttar yfir
búðarborðið? — Austri.
víkur gerðist hann félagi í Dags-
brún og tók drjúgan þátt i
baráttunni þar, því aðgerðar-
leýsi 1 félagsmálum var hon-
um ekki lagið. Og strax og
hann hafði réttindi til, gerðist
hann félagi í Múrarafélagi
Reykjavíkur og tók virkan þátt
i félagsstarfi þar.
Sigurður hafði vekki af skóla-
göngu að segja framyfir það
skyldunám, sem krafizt var á
öðrum og þriðja áratug þess-
arar aldar. En hann var sjálf-
menntaður í bezta lagi — víð-
lesinn og minnið var traust.
Guðmundur Guðjónsson segir i
formála fyrir múraratali (sem
út kom fyrir tæpu ári) þegar
hann hafði talið þá sem kosn-
ir voru til að sjá um útgáfuna:
„Ennfremur hefur Sigurður Ól-
afsson múrarameistari starfað
með nefndinni að samningu
rits þessa af mikllum áhuga og
veitt ómetanlega aðstoð, bæði
með ættfræðilegri þekkingu
sinni og óþreytandi iðni við
söfnun gagna.“
Sigurður var gæddur góðri
greind, sæmilega pennafær og
góður ræðumaður. Hann sagði
meiningu sína skýrt og skorin-
ort, svo að ekki lék vafi á'við
hvað var átt. Hann ól ekki með
sér neinar pukursskoðanir um
þau mál, er hann bar fyrir
brjósti, og stóð ódeigur fyrir
máli sínu hver sem í hlut átti.
Hann var fylginn sér við það
er hann tók sér fyrir hendur,
en sýndi þó alltaf gagnkvæm-
an drengskap í baráttunni en
fyrirlitning hans var nöpur í
garð þeirra forustumanna, sem
lagnastir voru í því, að ská-
ganga tækifærin í baráttu al-
þýðunnar.
Við sem eigum því láni að
fagna, að hafa átt Sigurð Ólafs-
son að félaga, hljótum að sakna
hans, því hann var traustur fé-
lagi og hreinskilinn í hverju
máli.
Konu hans Guðbjörgu Guð-
brandsdóttur er hér kveður
mann sinn eftir þrjátíu og
þriggja ára sambúð, og bömun-
um sex sendi ég mínar samúð-
arfyUstu kveðjur.
Guðjón Benediktsson.
Þann 9. október s.l. andaðist
Sigurður Ólafsson, múrari, eft-
ir stutta sjúkdómslegu, aðeins
59 ára að aldri.
Ekki hvarflaði það að mér
Þessa viku stendur yfir kynn-
ing á dönskum cplum i salar-
kynnum Húsmæðrafélags Rvík-
ur og Kvenfélagasambands Is-
Iands. Frá kl. 15-21 dag hvern
sýna danskir og íslcnzkir hús-
mæðrakennarar matreiðslu ým-
issai eplarétta.
Samtök danskra ávaxtaút-
flytjenda gangast fyrir kynn-
ingu þessari með styrk frá
landbúnaðarráðuneyti Dana, er
leggur árlega fram nokkurt fé
til að ryðja dönskum landbún-
aðarafurðum braut á erlendum
markaði.
Landbúnaðarráðherra Dana,
Ohristian Tihomsen kemur i
stutta heimsókn til Islands í
sambandi við eplakynninguna.
Kemur Thomsen hingað í kvöld
og í fylgd með honum verða
V. Brorson, embættismaður í
landbúnaðarráðuneytinu ásamt
nokkrum dönskum ávaxtaút-
flytjendum og plantekrueig-
um.
Landbúnaðarráðuneyti Dana
sendir tvo húsmæðrakennara
fyrir rúmum mánuði, er ég
frétti af veikindum Sigurðar að
samfundir okkar væru nú á
enda, og á ég erfitt með að
sætta mig við að svo sé. Mun
svo vena um aðra er nutu
þeirrar gæfu að kynnast Sig-
urði. en hann var einn þeirra
manna er aldrei varð vinafár,
en ávann sér virðingu og traust
þeirra er honum kynntust. Var
Sigurður með afbrigðum fróður
og skemmtilegur maður, fjöl-
gáfaður og vel að sér um flesta
hlluti. Ræðinn var hann og
hafði gaman af hvers kyns um-
ræðum og urðu þeir margs
fróðari, sem deildu með honum
kvöldstund. Gamansemi var
Sigurði einkar lagin, þó hann
væri raunar um flest alvöru-
maður og fastur fyrir ef því
var að skipta. Róttækur var
hann í skoðunum og gagnrýn-
inn á bresti þjóðfélags okkar,
og fylgdist mjög vel með því
sem fram fór á sviði stjóm-
mála.
Sigurður hafði mikinn áhuga
á félagsmálum. Var hann einn
af stofnendum Verkalýðsfélags
Miðneshrepps og í stéttarfélagi
sínu, Múrarafélaginu, var hann
mikils virtur og, stóð ávallt
framarlega i flokki, ef ein-
hverrar baráttu var þörf.
Eitt helzta áhugamáll Sigurð-
ar var ættfræði. Var hann
mjög fróður í þeim efnum og
las ótal bækur þar að lútandi.
Hann var einn aðalhvatamaður
að útgáfu Múraratals, er út
kom síðastliðinn vetur, á hálfr-
ar aldar afmæli Múrarafélags
Reykjavíkur.
Störfum Sigurðar Óiafssonar
og mannkostum verður ekki
lýst í svo stuttri grein sem
þessari, sem skrifuð er til að
sýna örlítinn þakklætisvott fyr-
ir alla þá umhyggju og hjarta-
hlýju er ég varð aðnjótandi á
heimili hans i áraraðir. Óeigin-
gimi hans og gjafmildi fæ ég
seint fulllþakkað, og allar þær
ógleymanlegu samverustundir
er hann miðlaði okkur unga
fólkinu af þekkingu sinni,
renna mér seint úr minni.
Eiginkonu Sigurðar, Guð-
björgu Guðbrandsdóttur, og
bömum votta ég minar dýpstu
samúð.
hingað til að vinna við sýni-
kennsluna, en þeir munu einn-
ig vinna að eplakynningunni á
annan hátt. I vikunni munu
konur þessár heimækja ýmsar
verzlanir í borginnl að morgni
dags og gefa viðskiptavinum
þar epli til’ að taka með heim.
Sýni ngargluggar allmargra
verzlana í ýmsum hlutumborg-
arinnar verða og skreyttir
vegna eplakynningarinnar.
Austurstræti verður skreytt sér-
staklega, fánar með eplamerki
Dana munu blakta þar alla
vikuna og auglýsingaborðar
verða strengdir yfir Austur-
stræti og Bankastræti tál að
vekja athygli á dönskuin epi-
um.
Frk. Dagrún Kristjánsdóttir,
húsmæðrakennari mun hafa
aðalumsjá með starfseminni í
Hallveigarstöðum. Þær konur
sem sækja sýnikennsluna geta
haft með sér heim uppskriftir
af réttunum og að sjálfeögðu
verður þeim gefinn kostur á að
bragða á þeim eplaréttum sem
matreiddir verða á staðnum.
Þegar Sigurður fluttist til R-
Jón Júlíusson.
Kynning á dönskum
epium þessu viku
- í Hallveigarstöðum við Túngötu
Ensk gólfteppi
Enskir teppadreglar
Gangadreglar
Teppafilt
Gólfmottur
Plastmottur
NÝKOMIÐ í MJÖG FJÖLBREYTTU ÚRYALI
G E: ís!l
Meinatæknir óskast
Staða meinatæknis við Kleppsspítalann er laus
til umsóknar. Laun samkvæmt Kjaradómi. Um-
sóknir pieð upplýsingum um aldur, námsferil og
fyrri störf sendist til Skrifstofu ríkisspítalanna,
Klapparstíg 29 fyrir 24. okt. n.k.
Reykjavík, 14. október 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Síminn er 17 500
Sovézk
bókasýning
Sýning á sovézkum bókum 'að Laugavegi
18, dagana 17.—30. október.
Bækumar eru til sölu.
MÁL OG MENNING
MEZHDUNARODNAJA KNIGA