Þjóðviljinn - 17.10.1967, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.10.1967, Síða 4
4 SÍBA ÞJÓÐVILJINN — I«eíðJ»KÍasur VL otoMber 1963. Otgeíandi: Samedningarflokícur alþýðu — urinn. Ritstjórar: ívar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Gudmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. EYiðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19. Sfmi 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Þakkað fyrír fy/gi r' J kosningunum í sumar urðu býsna athyglisverð- ar breytingar á innbyrðis afstöðu stjórnar- flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn varð að þola mjög tilfinnanlegt fylgistap, einkanlega í Reykja- vík þar sem forsætisráðherrann var í kjöri, og missti einn þihgmann. Alþýðuflokkurinn vann hins vegar umtalsverðan kosningasigur, ekki sízt í höfuðborginni, og bætti við sig einu þingsæti. Enginn efi er á því að þetta ólíka mat kjósenda á stjómarflokkunuim stafaði af því að Alþýðuflokk- urinn hafði lagt mikla áherzlu á hið félagslega hlutverk sitt í stjómarsamvinnunni, hann hefði verið málsvari hinna afskiptu og tekjulágu, hann mildaði hina hörðu peningapólitík viðreisnarinn- ar í þágu almennings. Ýmsir stuðningsmenn við- reisnarstjórnarinnar fluttu atkvæði sín frá Sjálf- stæðisflokknum til Alþýðuflokksins af þessum á- stæðum; þeir sáu fram á mjög víðtækar efnahags- ráðstafanir og treystu Alþýðuflokknum betur til þess að gæta hagsmuna launafólks þegar svoköll- uð bjargráð yrðu ákveðin. '.r'j Ymsir bjuggust við því að Alþýðu'flokkurinn myndi fylgja sigri sínum eftir að loknum kosn- inguim, ekki sízt þar sem það var tilkynnt að stjórnarflokkarnir ætluðu að gera nýjan málefna- samning 1 samræmi við breytt viðhorf. En sum- arið leið án þess að frekar fréttist um athafnir á því sviði, og senn kom í ljós að helztu leiðtogar Alþýðuflokksins höfðu meiri áhuga á ánægjuleg- um hnattferðum en innlendum stjómmálum; þeg- ar samningár flokkanna komust á lokastig fór formaður Alþýðuflokksins til Bandaríkjanna en varaformaðurinn til Brasilíu. Þegar bjargráðin birtust kom svo í ljós að þar hafði félagslegum viðhorfum verið bægt gersamlega burt; hinar nýju og stórfelldu álögur bera meiri afturhaldsein- kenni en nokkur önnur skattheimta á íslandi ára- tugum saman; hinar þyngstu byrðar eru lagðar á stórar fjölskyldur og tekjulágar, á ellilífeyrisfólk og öryrkja, á börn og aldraða. Á gróðabrallsmenn og verðbólgubraskara eru engar byrðar lagðar. Vonirnar um áhrif kosninganna á stjómarstefn- una hafa brugðizt gersamlega; það er engu líkara en Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið yfirburðasig- ur í kosningunum í vor en Alþýðuflokkurinn orðið svo vesæll að hann skrimti aðeins sem próventu- karl á höfuðbóli íhaldsins. , JJvemig má þetta vera, spyrja þeir sem veittu Al- þýðuflokknum brautargengi í sumar. Skýring- in getur naumast verið önnur en sú að þegar leið- togar Alþýðuflokksins em hræddir við kjósendur flíka þeir félagslegum sjónarmiðum og reyna jafn- vel að ná einhverjum árangri. En þegar forsprakk- amir éru öruggir um sinn hag, eins og að aflokn- um kosningunum í sumar, missa þeir allan áhuga á málefnum launafólks og hugsa um það eitt að láta geisla valdasólarinnar baka sig. Forustumenn Alþýðuflokksins þurfa að vera hæfilega óttaslegn- ir til þess að einhvers megi af þeim vænta; þar blasir augljóst verkefni við óbreyttum Alþýðu- flokksmönnum. — m. Aðkallandi er að auka fjölbreytnina í veiði- og verkunaraðferðunum Ég hef hamrað á twí hér í þessum þætti í mörg ár, hve mikil nauðsyn okkur sé á því, að taka upp meiri fjöibreytni í veiðum og verkun á afla. Með þessu á að vera hægt að vinna tvennt í senn: 1 fyrsta lagi að dreifa áhættunni sem fiskveiö- um hljóta að vera samfara, og í öðru lagi aö undihbyggja skil- yrði til þess, að útflutningur sjávarafurða okkar verði miklu verðmætari án þess að um .aukningu á magni sé að ræða. Eða jafnvel að verðmætið vaxi stórlega þó aflinn verði minni að smáilestgtölu sem hráefni. í>að segir sig sjálft, að slíkt hlýtur að vera mikið keppikefli fyrir þjóð sem í sínum utanrík- isviðskiptum verður fyrst og fremst að treysta á gæði hafs- ins og nýtingu þeirra gæða. Það gladdi mig því óneitan- lega þegar Eggert Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráðherra létþá skoðun í ljós í Vísi nýlega í sambandi við ráðstafanir sjáv- arútveginum til handa, að nauðsynlegt væri að skapa meiri fjölbreytni i fískveiðum okkar heldur en nú er þar fyrir hendi. Vonandi fylgir ráðherr- ann eftir þessari skoðun sinni á Alþingi og í rfkisstjórn, ekki mun af veita. Það er ékki að- eins að fyrir liggi sem aökall- andi verkefni að láta smíða véibáta og togara sem séð geti fyrir hráefnisþörf þeirra físk- iðjuvera sem Mfvænleg geta talizt og nú starfa í landinu, heldur er okkur eánnig á því nauðsyn að geta orðið sem allra fyrst þátttakendur í' þeim út- hafsveiðum sem aðrar þjóðir stunda, svo sem hámeraveiöun- um á Norður-Atlanzhafi, þorsk- veiðum í salt við Vestur- Grænland og á Nýfundnalands- miðum, svo að nokkuð sé nefnt. Á sama tíma og hrein bylting hefur orðið á okkar síldveiði- flota á tæknisviðinu, þá hefur ekki aðeins myndazt kyrrstaða í flestum öðrum' greinum ís- lenzkrar sjósóknar, heldur er um beina afturför að ræða hvað togaraútgerðinni viðkem- ur sé miðað við möguieika þess tíma sem við lifum á. Sama máli gegnir um nýt- ingu mikils hluta þess fiskafla sem hér berst á land árlega. 1 fyrsta lagi er alltof stór hluti aflans gallað hráefni þeg- ar hann kemur að landi og hvergi í heiminum gert minna tii af afstýra slíku. Hér erum við orðnir minnst tuttugu ár- um á eftir okkar keppinautum á þessu sviði, en stóðum í lang- fremstu röð framyfir 1930." --------------------------------$> Danskur verk- fræðipróf. flytur bár 3 fyrirlestra Prófessor N. F. Bidsgaard frá Tækniháskóla Dahmerkur dvelst hér á landi um þessar mundir í boði verkfræðideildar Háskóla íslands. Hann 1 flytur fyrirlestra í I. kennslustofu háskólans þriðjudaginn 17. okt. og miðviku. daginn 18. okt. kl. 5.30 e.h. báða dagana. Fyrri fyrirlesturinn fjallar um hið nýja námsfyrir- komulag fyrir stúdenta í bygg- ingarverkfr. við Tækniháskóla Danmerkur. Síðari fyTÍrlesturinn nefnist: „Rumklimatiske pro- blemer í nutidigt byggeri“. Þess- ir fyrirlestrar verða fluttir á dönsku og er öllum heimill að- gangur. Þá flytur prófessor Bidsgaard fyrirlestur í boði Verkfræðinga- félags íslands fimmtudaginn 19. október kl. 8.30 e.h. í Tjarnar- búð. Nefnist sá fyrirlestur: „Teknisk planlægning af det | politekniske læreanstalts ny- • byggeiá". í öðru lagi virðist vanta hér alla heildaryfirsýn um sölu- möguleika á hinum ýmsu mörk- uðum þegar ákvarðanir eru teknar um skiptingu aflans eftir verkunaraðferðum hverju sinni og enginn aðili virðist heldur til, þar sem fískverk- endur gætu aflað sér öruggra upplýsinga. Þannig væri hægt að halda áfram og telja upp margt sem miður fer í okkar aðalútflutn- ingsatvinnuvegum. Ég vogamér ekki að benda á möguleikana í síldariðnaðinum hér, þó þeir séu fyrir hendi, ekki bara að mínu áliti, heldur líka að áliti erlendra sérfræðinga á þessum vettvangi. En dæmið frá Hafn- arfirði, þar sem ný verksmiðja var látin gefast upp, svo að segja áður ■ en reksturinn hófst, það dæmi spáir engu góðu um ekilning íslenzkra pólitískusa í valdastöðu á nauðsyn þess að lyfta undir slíka nýja at- vinnugrein. Og þetta geröist á sama tíma og Norðmenn eru að byggja nýjar verksmiðjur á þessu sviði og starfrækja þær með dýrara hráefni, heldur en þó síttd hefði verið flutt ffá Austfjörðum til Hafnarfjarðar. Þetta dæmi sýnir að ínikið mega þeir menn er úrslitum réðu hér, taka sér fram, ef af þeirra völdum eiga að koma hér framfarir á atvinnusviðinu sem mark er á takandi. Smá ábending til Ás- geirs Jakobssonar 1 framhaldsfrásögn Ásgeirs Jakobssonar frá síldarmiðunum, undir greinarheitinu „Hún er inni“ í Morgunblaðinu 8. októ- <•> ber s.l. þá er smá kJausa sem á að gefa til kynna ásigkomu- lag rússneskra reknetabáta sem stunda síldveiðar á miðunum i sumar. Þar segir meðal annars: „Við myndum kalla mörg sí þessum skipum, sem Rússar eru með þama í norðurhöfum, al- geran öskuhaugamat". Þessi á- lyktun virðist dregin þegar höf- undur sér einn morguninn hvalbakslaust síldveiðiskip með net og belgi á þilfari. Mér er ekki kunnugt um hvort Ásgeir Jakobsson ræður yfir mikilli þekkingu á sviði síldveiða með reknetum, en tel það þó næsta ólíklegt. Mér kom þessi ályktun Ásgeirs und- arlega fyrir sjónir, eftir að hafa lesið viðtal f Norska blaðinu Fiskaren fyrir hálfu öðru ári við Finn Devold, einn þekkt- asta síldarfræðing Norðmanna. Tilefni þessa viðtals var, að Devold var nýkominn úr heim- sókn frá rússneska reknetaflot- anum, þar sem hann stundaði veiðar á miðju hafi millli Nor- egs og Islands. Finn Devold sagði um þessar reknetaveiðar Rússanna, að þær væru aðeins mögulegar végna þess, að þessi veiðiskip þeirra væm beinlínis smíðuð með það fyrir augum að geta tekið á sig öll vetrar- veður á þessu hafsvæði. Hann sagði að það væri ekki aðeins styrkleiki skipanna sem væri alveg frábær, heldur líka bygg- ingarlagið sem gerði þessi skip að sjóborgum. Miíkið viröist nú bera á miUi i þegar þessir tveir menn draga sínar ályktanir. Annar telur reknetaflota Rússanna frábær- an að gæðum, en hinn telur hann „öskuhaugamat“. Það er heldur ekki úr ýegi að geta þess hér, að í Noregi er Devold talinn þekkja meira til rek- netaveiða Rússanna heldur en nokkur annar útlendingur, enda er hann sagður gestur Rússanna oft svo dögum sikiptir um borð í þeirra veiðiflota sem fylgir síldinni austur yfir hafið að vetrinum. Ekki get ég dæmt um styrk- leika rússneskra reknetaskipa af eigin raun, því að ég hef ekki um borð í þau komið. Hins vegar hef ég séð þessi skip álengdar og minnti sú sjón mig á hollenzk reknetaskip, því þau eru flest með. þessu breiða lagi, en það lag gefur gott vinnupláss á þilfari, um leið og það eykur sjóhæfni, en lik- lega á kostnað ganghraðans. Það, að þessi skip eru höfð hvalbakslaus, það geta þeir skilið, sem þekkja til síldveiða með reknetum, því þá verður hvalbakurinn til óþæginda þeg- ar netin eru dregin. VancJí vetrarsöltunar á síld Síldin hefur nú færzt nær landinu og hefur verið hörku- söltun að undanfömu á ýmsum stöðum á Norður- og Austur- landi. Er vonandi að framhald verði á þessu, svo og að veður hamli ekki veiðum. En þegar veðrið fer að kólna, svo frost vérður dag eftir dag, þá er ýmsan vanda við að glíma á sildarsöltunarstöðvum norðan lands og austan. Það er ekki bara sjálft söltunarstarfið sem verður hdlzt undir þeim kring- umstæðum að geta farið fram innanhúss, heldur er þessi vandi miklu víðtækari og eftir því meiri sem síldin er stærri og feitari. Það er á þessu sem ég vil hér vekja sérstaka at- hygli, ef það gæti orðið ein- hverjum að liði. Væri hér um að ræða magra síld eins og norsku stórsíldina, þá væri vandinn lítill, en þó telja salt- endur þeirrar sfldar nauðsyn á þvi að geta geymt tunnumar í húsi eftir söltun. Eins og reyndir srfldarsalt- endur vita þá þarf að geyma sildartunnumar við ákveðið lofthitastig til þess að síldin verkist vel og í mjög köldu veðri gengur þessi verkun miklu hægar, eða getur jafnvel staðið í stað komist loftihitinn niður fyrir ákveðdð mark. Verði um vetrarsöltun að ræða hjá okkur í ár á feitri síld, þá er , rétt að hafa þetta í huga og nota í því sambandi alla mögu- leika sem fyrir hendi eru til geymslu á síldartunnum í húsi. Þá tel ég á því mikla nauð- syn að efnafræðingur verði lát- inn fylgjast vel með verkun síld- arinnar, og þá gerður saman- burður á verkun síldar sem strax er látin út eftir söltun og svo annarrar sem geymd væri í húsi við æskileg skilyrði. Þetta er þvi nauösynlegra nú en áður, þar sem á s.l. ári komu fram í dálitlu magni af sfld, áður óþekktir gallar. Mér vitanlega hafa rannsóknarstof- ur hvorki hér eða erlendis get- að ákveðið með neinni vissu, hvar þessir gallar áttu upptök sín, enda að sjálfsögðu mjög erfitt að finna slíkt út eftir á. Ég er síldaræta og reyni að verða mér úti um sfld á hverju ári. 1 fyrravetur varð ég var við galla í mjög stórri og feitri saltsíld, sem ég kannaðist ekki við að hafa orðið var við áð- ur. Sem leikmaður á þessu sviði fór ég að velta þvi fjTir mér, hver gæti verið orsök gallans; það var engu líkara en að verkun síldarinnar hefði stöðvazt á ákveönum puinkti og ekki farið af stað aftur og þó var pækillinn sterkur sem síld- in var tekin úr. Þar sem það er svo nýtt í okkar sfldarverk- unarsögu að salta feita og stóra sfld langt frameftir hausti, eða fram að jöhim, þá datt mér í hug að orsakir gallans gætu máske legið í því að hitastigið í tunnunni hefði verið of lágt um of langan tíma og af þeirri ástæðu hefði verkun sfldarinn- ar stöðvazt Við eigum ágæta efnafræðinga og ég héld að nú í haust væri skynsamlegt að láta fram fara á þvi rannsókn hvaða iágmarks skilyrði þurfa að , vera fyrir hendi til að tryggja örugga og góða verkun á sfldinni. [liJ.rlllHiíli Einangrunargler Húseigenduz — Byggingameistarav. t Útvegum tvöfalt elnangrunarqler með mjöfl stutt- um fyrirvara. * Sjáum um. isetningu og allskonar breytingar ð gluggum Útvegum tvöfalt gler f lausafös os sjá- um um máltöku. Gerum við sprungur t steyptum veggjum með baúlreyndu gúmmíefni Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 5 11 39.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.