Þjóðviljinn - 31.10.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.10.1967, Blaðsíða 1
I Flokksst jörnarf u ndinum lauk á sunnudagskvöldið * Míklar umrœður um dagskrármál fundarins i t i t t t \ t HvaS gera Birgir og GuSmundur á þingi? Er ekki þingmeirihluti fyrir kjaraskerðingarfrum varpinu? ■ Margir velta nú fyrir sér þeirri spurningu, hvort ríkisstjórnin hafi meirihlutafylgi á Alþingi fyrir kjaraskerðingarfrum- Birgir Kjaran varpi sínu, og hafa þá í huga þingsetu tveggja í- haldsmanna og hugsan- lega afstöðu þeirna til ein- stakra þátta frumvarps- ins, þ.e. Birgis Kjaran formanns stjómar Flugfé- lags íslands hf. og Guð- mundar H. Garðarssonar formanns Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og miðstjómarmanns í Al- þýðusambandi fslands. Ákvæði kjaraskerðingarfrum- varpsins um farseðlagjaidið hefur að vonum vakið mikinn ugg í röðum þess stóra hóps manna sem starfar hér við ferðaþjónustu ýmiskonar og samgöngumál. Þessi uggur býr ekki hvað sízt í brjósti starfs- fólks Flugfélags Islands eins og fundarsamþykkt sú sem Þjóðviljinn birti á dögunum ber með sér, enda má telja víst að verulegur samdrátt- ur verði í rekstri félagsins bætist fyrirsjáanleg rýrnun farþegafjölda vegna farmiða- gjaldsins ofan á minnkandi kaupgetu alls almennings og þau miklu fjárútlát og óhag- ræði sem félagið hefur orðið fyrir vegna takmarkana á rekstri Boeingþotunnar nýju- Birgir Kjaran alþingismaður ér sem fyrr var sagt stjórn- arformaður Flugfélags Islands og trúa víst fáiir að hann fari að samþykkja einhverjar þær ráðstafanir sem teflt geti rekstri félagsins í tvísýnu, allra sízt nú þegar stórfelldar skuldbindingar hvíla á félag- inu vcgna endumýjunar flug- vélakostsins. Á sama hátt verður því ekki trúað að Guðmundur H. Gairðarsson Ijái samþykki sitt ráðstöfunum og kjaraskerðing- aráformum, sem hann hefur átt þátt í að mótmæla í þeim stjórnum launþegasamtakanna sem1 hann á sæti í. Sem kunnugt er má ríkis- Guðm. H. Garðarsson stjórnin ekki. við því að missa einn þingmann úr sinum röð- um, hvað þá tvo — og þess- vegna hlýtur sú spurning að vakna, hvort meirihluti sé á þingi fyrir kjaraskerðingar- frumvarpinu, ef Birgir Kjar- an greiðir atkvæði gegn far- miðagjaldinu, eins og telja má víst, og Guðmundur H. Garð- arsson gegn öðrum álögum á Iaunþega í samræmi við fyrri samþykktir sínar og und- irskriftir. Háskóli íslands býr nú við geysilega húsnæðiskreppu — sagði Ármann Snævarr á Háskólahátíðinni ■ Eins og fram hefur komið í fréttum fór Háskóla- hátíðin fram á laugardaginn. Háskólarektor, Ár- mann Snævarr, setti skólann með ræðu og af- henti nýstúdentum háskólahorgarabréf. I upphafi ræðu sinnar minntist. Áfmann Snævarr tveggja kenn- ara Háskólans, sem létust á ár- inu, þeirra Benedikts Jakobsson- ar, íþróttakennara og prófessors Kristins Stefánss.onar, kennara í lyfjafræði. Þvínæst gat háskólarektor þess að á síðasta háskólaári hefðu brautskráðs 103 kandídatar frá Háskólanum og væri þetta í fyrsta skipti í sögu Háskólans sem fleiri en 100 kandídatar væru brautskráðir á háskólaári. , Fleiri nýstúdentar væru skráð- ir til náms nú í haust en nokkru sinni fyrr, eða samtals 364, þar af 33 erlendir stúdentar. Með þeim stúdentum sem væntan- lega bættust .við nú í desember yrðu nýskráðir stúdentar þetta háskólaár allt að 400. Þess má getá að stúdentar Háskólans eru nú allS',1330. Þá gerði háskólarektor grein fyrir þeim breytingum á kenn- áraliði sem hafa orðið óvenjú- miklar frá síðustu háskólahátíð; hafa aldrei bætzt við jafn mörg ný embætti á einu ári sem að þessu sinni. Háskólanum bárust margar gjafir á síðasta ári. Má þar nefna að fyrir - stuttu var afhent mikil dánargjöf úr búi Vestur-Islendingsins Páls Guð- mundssonar frá Rjúpnafelli í Vopnafirði, er verja skal til að treysta tengsl Háskóla Manitoba- ríkis og Háskóla íslands. Sá hluti dánargjafarinnar, sem af- hentur hefur verið Hl nemur tæpri einni og hálfri miljón ís- lenzkra króna og er ein mesta dánargjöf sem Hl hefur borizt. I starfsemi Háskólans umliðið ár er það einna markverðast, að hafin var á árinu bygging hins nýja húss, Árnagarðs, sem Há- skóli og Handritastofnun standa sameiginlega að, sagði háskóla- rektor ennfremur. — I hlut Há- skólans kemur húsrými sem verð- ur u.þ-b. 2000 fermetrar og þ.á.m. verða allmargar kennslustofur og semínarstofur, lestrarsalur og 15 vinnuherbergi fyrir kennara auk húsrýmis fyrir Orðabók Háskól- ans. Þessi nýja bygging sem á Ármann Snævarr háskólarektor flytur ræðu sína. að verða tilbúin haustið 1969 verður mikil úrbót í húsnæðis- málum Háskólans, sagði Ármann Snævarr. — Er raunar ekki van- þörf að bæta þar úr, því að skólinn býr við geysilega hús- næðiskreppu. Á s.l. hausti varð að grípa tl þess ráðs að taka á leigu nýtt húsnæði fyrir kennslu, en slík úrlausn er þó aðeins til bráðabirgða. Flokksstjómarfundi Sósíalistaflokksins lauk á sunnu- dagskvöld., Eins og sagt var frá í síðasta blaði flutti Einar Olgeirs- son framsögu á laugardagsfundinum um stefnuskrá og framtíðarskipulag sósíalistískrar hreyfingar á íslandi. Stóðu umræður um þann dagskrárlið allt til krvölds og héldu áfram á sunnudag með mjög almennri þátttöku. Þá hófst síðari umræða um stjómmálaviðhorfið og efna-' hagsmálin, sem Lúðvík Jósepsson hafði haft framsögu um, og flutti Haukur Helgason í þvi sambandi erindi um ísland og viðskiptabandalögin í Evrópu. Urðu mikl- ar umræður um stjórnmálaástandið, en á sunnudags- kvöld flutti Kjartan Ólafsson framsögu um þriðja dag- skrárliðinn, fjárhag Þjóðviljans. Einar Olgeirsson sleit svo fundinum á sunnudagskvöld, þakkaði mönnum miklar og góðar umræður og flokksstjómarmönnum ut- an af landi sérstaklega fyrir komuna. 9 Ályktun sem gerð var um efnahagsmál verður birt hér í blaðinu fljótlega. Dómur í máli Þorvalds Ara: Dæmdur í sextán ára fangelsisvist ) 1 gær var í sakadómi Reykja- víkur kveðinn upp dómur í mál- inu: Ákæruvaldið gegn Þorvaldi Ara Arasyni. Niðurstaða dómsins var sú, að Þorvaldifr Ari hefði brotið gegn 211. gr- almennra hegn- ingarlaga með því að ráða fyrrverandi* eiginkonu sinni, Hjördísi tíllu Zcbilz, bana með hnífstungum í íbúð henn- ar að Kvisthaga 25 I Reykja- vík, að morgni Iaugardagsins 7. janúar s.I. Var hann dæmd- ur í 16 ára fangelsi, en til frá- dráttar kemur gæzluvarð- haldsvist hans síðan 7. janúar. Þá var hann sviptur Ieyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, og löggildingu til sóknar opinbenra mála f héTaði, og ennfremur heild- sölu- og smásöluleyfum. Loks var hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Sakadómur var f máli þessu skipaður þremur dómurum, Þórði Boðnir á afmæli byltingarinnar í tilefni af 50 ára afmæli Októberbyltingarinnar í Rúss- landi hefur nokkrum Islending- um verið boðið að taka þátt í hátíðahöldunum þar. Af hálfu Sósíalistaflokksins fara Einar Olgeirsson, formað- ur flokksins og Haukur Hafstað, bóndi frá Vík í Skagafirði. Þá mæta frá ASl Einar ögmunds- son og Óðinn Rögnvaldsson, báðir miðstjórnarmenn, og frá Æskulýðsfylkirtgunni Ragnar Stefánsson, forseti fylkingaxinnar. Björnssyni yfirsakadómara og sakadómurunum Gunnl. Briem og Halldóri Þorbjörnssyni. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Hallvarður Einvarðsson, aðalfull- trúi saksóknara, en verjandi á- kærðs var Gunnar A. Pálsson, hæstaréttarlögmaður. Hækkun á vöru- verði og álagn- ingu éheimil Verðlagsstjóri hefur tilkynnt að verðlagsnefnd hafi í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að frá 31. okt. þegar verstöðvunarlögin falla úr gildi skuli fyrst um sinn óhcimilt að hækka verð eða á- lagningu á hverskonar vörum og þjónustu, nema leyfi verölags- nefndar komi til. ■■■•■■■■«■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Miðstjérn- arfundur í desember Miðstjórnarfundur Al- þýðubandalagsins verður haldinn í Reykjavik 2. des- ember næstkomandi. Síðar verður tilkynnt um dagskrá og fundarstað, en að öðru leyti skal vísað til auglýsingar á 2. síðu blaðs- ins í dag. <S>- Nokkrir prófessoranna hlýða á ræðu rektors. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Nýir háskólaborgarar með hvíta kolla skipuðu sér í salinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.