Þjóðviljinn - 31.10.1967, Side 6

Þjóðviljinn - 31.10.1967, Side 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þridjudagwr 31. október 1367. Sovézka Venusarfarið: Spurningum / — en uðrur svuruð vuknu Sumtök sem ógna friði og regluíN. Y. „NEW YORK 26/10 — Félagar í bandarísku samtökunum „Min- utemen" munu ekki veigra sér við að fremja morð á þekktu fólki, ef forysta þeirra telur að viðkomandi sé hliðhollur komm- Fyrir einu og hálfu ári var opnuð sérverzlun með kirkju- muni í Kirkjustræti og s.l. sumar fékk eigandi verzlunar- innar, Sigrún Jónsdóttir, meira rými í húsinu fyrir verzlunina og listiðnaðarskóla sem hún starfrækir þar. Bauð Sigrún blaðamönnum nýlega að skoða verzlunina sem nú er á öðrum stað í hús- inu en áður var. Innréttingu á verzluninni hafa þeir Jón Ól- afsson og Pétur Lúthersson, arkitektar, annazt. Á efri hæð starfrækir Sigrún skóla sinn, sem nú er mikil aðsókn að, og einnig er þar vefstofa og teikni- Stofa. í Kirkjumunum, eins og verzlunín nefnist, eru á boð- stólum allir hugsanlegir mun- ir fyrir kirkjur; höklar, altar- istöflur, kertastjakar og kerti og ýmiskonar skreytingar, svo dæmi séu nefnd. í byrjun voru einungis mun- ir i verzluninni sem Sigrún hefur unnið sjálf. eða eftir aðra innlenda listamenn, en upp á síðkastið hefur einnig verið pantað allmikið af er- lendum kirkjdmunum, einkum þýzkum og frá danska fyrir- tækinu Den Permanente. Kvað Sigrún mikið af er- lendu kirkjumununum vera vélunna, og vaeri verðið því hagstætt. en alltaf væru gerð- ar miklar kröfur til listræns gildis hlutanna sem keyptir væru fyrir verzlunina. Verzlun- in nýtur þeirra hlunninda að ekki þarf að greiða tolla af þeim munum sem fluttir eru inn fyrir kirkjur sem þegar hafá afgert pantanir. En í verzluninni eru ekki einungis kirkjumunir, heldur einnig fatnaður, mjög fallegir batik-kjólar, pils og barnaföt eftir Sigrúnu. I>á eru lampar með batik-skérmum mjög vin- sælir, sagði Sigrún. Sigrun Jonsdottir með batikhökul. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). t Hvað er orðið af öllu köfn- unarefninu? spyr John Davy, vísindafréttaritari „Observers‘ í grein um sovézka Venusar- farið, og , segir að þetta sé helzta spumingin sem vaknað hafi eftir að Venus 4. lenti á yfirborði plánetunnar, en ein niðurstaðan af mælingum Ven- usarfareins var sú að ekkert köfnunarefni væri í lofthvolí- inu þar. Bandaríski stjörnufræðingur- inn Carl Sagan, sem nýlega setti fram kenningu um að hugs- anlegt væri að frumstæðar lif- verar hefðust við í iiofthvolfi Venusar, sagði í viðtali víð „Observer“; „Ég botna ekkert í þessu. Það kemur mér alveg á óvart. Af því leiðir að við höf- um ekki gilda skýringu á upp- runa köfnunarefnisins i okltar gufuhvolfi". Lífverur þær sem Sagan hefur talið að gætu ver- ið í lofthvolfi Venusar gætu ékki dafnað þar án köfnunar- efnis. Ferð Venusar 4. og upplýs- ingar þær sem frá henni bár- Rússar á undan „New York Times“ dro þessa ályktun af ferð Venusar 4.: „Rússarnir eru á undan“. Blaðið segir að lending geim- fars á plánetunni sé einn mesti sigur visindanna i geimnum, og með þeim eldflaugum sem Sovétrik- in ráði yfir séu önnur slik afrek á næstu grös- um. Bandarískir vísinda- menn tclja, segir blaðið, að „Rússar muni hljóta flesta sigurvinningana i geimnum ef Bandaríkja- menn beíti sér ekki miklu meira að rannsókn reiki- stjarnanna, en þeir hafa gert fram að þessu.“ Venusarferðin sanni að Sovétrikin haldi enn iangvarandi yfirburðum sínum í eldflaugasmíði og allar líkur séu á að svo muni verða enn um sinn. Skipulagsbreytingar á tryggingarkerfínu Stjórnarfrumvarp um breyt- ingar á almannatryggingalögun- um var til I. umræðu á fundi efri deildar Alþingis fyrir helg- ina og hafði félagsmálaráðherra Eggert G. Þorsteinsson framsögu- Frumvarpið er samið af milli- þinganefnd og er lagt til að gerðar verði ýmsar skipulags- breytingar á tryggingakerfinu. og sú helzta að verkefni rikis- framfærslu sjúkra manna og örkumla verður fengin í hendur héraðssamlögum, sjúkrasamlög- um og sjúkratryggingadeild Tryggingastnfnunar ríkisins. Frumvarpinu var vísað til 2. wmræðu og heilbrigðis- og fé- lagsmálanefndar- I neðri deild voru til um- ræðu tvö frumvörp sem Pétur Sigurðsson, Sigurður Lngimund- arsson og Matth. Á. Matthíesen eru flutningsmenn að og miða að leiðréttingu þeirra ákvæða í lögum um atvinnuleysistrygg- ingar og almannatryggingar að ekki megi gréiða bætur með fleiri en þremur börnum bóta- þega. Taldi 1. flutningsmaður, Pétur Sigurðssbn, að þessi á- kvæði stæðu enn í lögunum eða væru þar til komin af vangá, og er lagt til að þessi óeðlilega takmörkun verði af- numin. Málunum var vísað til 2. umræðu og heilbrigðis- og félagsmálanefndar. ust til jarðar hafa svarað ýms- um spurningum, staðfest vifcn- eskju um plánetun'a sem áður hafði verið aflað með athugun- um írá jörðu, en jafnframt vakið ýmsar nýjar spumingar. Davy segir að líklega muni þó skortur köfnunarefnisins i lofthvolfi plánetunnar þykjr. forvitnilegastur. Búizt hefði verið við því að köfnunarefni hefði myndazt í lofthvolfinu við eldgos á frumskeiðum í mynd- unarsögu plánetunnar. Sagan sagði að köfnunarefn- ið í gufuhvolfi jarðar hefði verið talið myndast á þann hátt og þar sem enginn skort- ur væri á því í alheiminum hefði verið ályktað að það fyr- irfyndist einnig í lofthvolfum annarra reikistjarna, sérstak- lega Mars og Venusar. Þess vegna yrði nú annað hvort að finna einhverja nýja skýringu á myndun lofthvolfsins á Ven- usi eðá þá endurskoða hug- myndir um myndunarsögu jarðar. * j. Annað, sem hefur vakið at- hygli við þessar athuganir á Venusi er það ósamræmi sem virðist vera milli upplýsinga frá Venusi 4. og bandariska geimfarinu Mariner 5. Sovézka geimfarið varð ekki vart við að Venus hefði segulsvið, en mælingar þess bandaríska gáfu tiil kynna að plánetan hefði það, að vísu veikt. Ef Venus hefdi segulsvið erns og segul- svi^ jarðar ætti hún að snúast um ‘möndul sinn og auk þess hafa fljótandi — bráöinn — kjama. Athuganir frá jörðu hafa gefið til kynna að mönd- ulsnúningur Venusar sé nær enginn að heita má. Gizkað er á að hún snúist einn hring um sjálfa sig (réttsælis eða öfugt við hinar pláneturnar) eir.u sinni á 244 jarðarsólarhringum. Hins vegar benda aðrar athug- anir til þess að lofthvolfið fari einn hring um plánetuna á 5 sólarhringum. Þessar athugan- ir virðist stangast á. Séu þær báðar réttar ætti vindhraðinn á yfirborði Venusar stöðugtað vera upp undir 200 km á klst., en það þykir mönnum ósenm- legt.1 Myndin er af neðri hluta sovézka geimfarsins Venusar 4. Dökka kúian neðst á myndinni er mælitækjahylkið sem losað var frá geimflauginni og látið svífa til Venusar í fallhlíf. Hún er þakin hitavamarefni sem eyddist smám saman á leiðlnni niður loft- hvolf piánetunnar. Venus' 4- vó rúma lest og var um 6 metra á hæð. Þvermál mælitækjahylkisins er um 125 cm. únistum. „Minutemen“ eru samtök sem eru yzt til hægri í bandarísku stjómmálalífi. Louis Lefkowitz fylkissaksóknari í New Yorte leggur það til í skýrslu um sam- tökin, að þau verði bönnuð. Og refsa beri fyrir aðild að samtök- ' unum með allt að 15 ára fangelsi. Lefkowitz hefur skýrt fylkis- stjóranum Nelson Rockefeller frá því, að í rannsókn á samtökun- um sem hafin var fyrir níu mán- uðum er miklar vopnabirgðir fundust i eigu tveggja félaga, hafi ógnvænlegar aðstæður kom- ið í ljós m.a. athæfi sem sé allt að því skæruliðastarfsemi- Samtökin „Minutemen" eru/ ógnun við frið og reglu í New York fylki og öðrum bandarísk- um fylkjum og félagar í samtök- unum búa sig nú undir einka- stríð. sagði saksóknarinn. Unnið að undirbiíningi að þrettánda landsmóti UMFÍ ■ Þrettánda landsmót UJ\Æ. F.í. fer fram á Austurlandi næsta sumar. Verður það háð á Eiðum aðra vikuna í 'júlí og stendur yfir þrjá daga að líkindum. Eru þessi landsmót haldin á þriggja ára fresti. ■ Síðasta landsmót U.M. F.í. var háð að Laugarvatni og sóttu það um 20 þúsund manns í fádæma góðu veðri. Á dögunum boðaði Björn Magnússon blaðamenn á sinn fund tiil þess að skýra frá und- irbúningi fyrir þetta landsmát, en Björn er formaður lands- mótsnefndar, sem UlA, Ung- menna og íþróttasamband Aust- urlands, kaus á þingi sínu haustið 1966. Aðrir í þeirri nefnd eru Jón Ólafsson, Eski- Venl Kirkjumunir í stærra búsnæði firði, Sveinn Guðmundsson, Hrafnabjörgum, Magnús Stef- ánsson, Fáskrúðsfirði, Sigurðnr Blöndal, Hallormsstað, ogElma Guðmundsdóttir, Neskaupstað. Allt. eru þetta félagar í UlA. Þá var einnig kosinn í þessa undirb'úningsnefnd Hafsteiriit Þorvaldsson frá Selfossi, sem fulltrúi frá UMFl, en Hafsteinn var framkvæmdastjóri 12. lands- mótsins að Laugarvatni og þótti það frábærlega vél skipu- lagt á sínum tíma. Mikið undirbúningsstarf Landsmót UMFl er ekki að- eins vettvangur íþróttakeppnj. Þar hafa farið fram hópsýn- ingar karla og kvenna i fim- leikum, þjóðdansasýningar og sögulegar leiksýningar. Bjöm kvað þegar hafmn undirbúning á öllum þessum atr. og bera hitann og þung- ann meðlimir í tuttugu og þrem félögum innan UÍA. Undirbúning að landsmótinu að Eiðum hófst é siðastliðnu sumri 1966 með því að fþrótta- völlurinn að Eiðum var unn- inn upp og sléttaður. Var völl- urinn missiginn og kalinn.Síð- an var beðið tiíl vors 1967, en þá var sáð í völlinn, Vegna kuttda og klakaíjörðu fór sáning ekki fram fyrr en 16. júhí. Þá var gerður hand- knattleiksvöllur austan aðai- vallarins. Þá hefur í þriðja lagi verið gerður knattspyrnuvöilur skammt norðan við áðumefnda velli. Allir eru þessir velilir,, gras- vellir. Aðalvöllurinn ræktaður upp með fræsáningu, en hinir tveir þökulagðir. Þá er ætlað að smíða sýningar- og danspall. Verður Eiðalæknum beint í kringum þennan danspall og látinn renna þar spegilsléttur, — byggðar verða bogabrýr yf- ir Jækinn. Áhorfendasvæði þar fyrir ut- an hefur verið sléttað og þöku- lagt. Þá er búið að girða af íþróttasvæðið í heild. Allar .þessar framkvæmdir voru unn- ar á sl. sumri nema jöfrtun aðalvallarins. Nú þarf bara að vora vel á næsta ári. Ending vallanna fer eftir því. Húsnæði fær landsmótsnefnd bæði í Alþýðuskólanum og barnaskólanum. Þórarinn Þór- arinsson yngri, hefur teiknað merki landsmótsins. Forkeppni hefur þegar farið fram í knattspyrnu og hand- knattleik. I vetur fer fraxn for- keppni í körfuknattlleik. Mæta þrjú lið í knattspymu og þrjú Framháld á 9. síð*i. Elektronisk arm- bandsúr, Accutron Fyrir nokkru var hafin fram- leiðsla á Accutron armbands- úrum, sem eru elektrónísk og mjög frábrugðin þeim úrum sem við eigum að venjast, að uppbyggingu. Svissnéskur rafmagnsverk- fræðingur, Max Hetzel, ^fann upp Accutron úrið og er hann nú forstjóri hjá Bulova Watch Company í New York, en það er eina verksmiðjan sem fram- leiðir Accutron úr. Sem fyrr segir eru Accu- tron úrin byggð á allt öðrum forsendum en venjuleg úr. í stað óróahjólsins, ganghjólsins og fleiri þekktra hluta úrsins kemur nú elektrónískur tón- gaffall og er sveiflutími hans 360 sveiflur á sekúndu. Gengur Accutron úrið fyrir kvikasilf- urrafhlöðu og þarf vitaskuld allt önnur verkfæri við smíði þess en hingað til hefur þekkzt við úrsmíði. Þess má geta að bandarísku geimfararnir munu allir nota úr af gerðinni Aecutron. Enn- þá eru úr þessi mjög dýr, kosta um 125 dollara. Þau eru ein- göngu byggð sem herraarm- bandsúr og munu aðeins duga fyrir árið. k i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.