Þjóðviljinn - 25.11.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.11.1967, Blaðsíða 2
2 SlÐA — í>JÓÐVILJINN — Laugardagur 25. nóvember 19fi7-V\ Rögnvaldur Hannesson: Ægílegar lýsingar HRÓARSKELDU 21. nóvember. — Hún' sá mann sinn bókstaf- lega tætast í sundur og inni í eldinum brunnu börn hennar. Hún bað mig að koma með sér inn í eldhafið. Ég sagðist skýldu gera það, ef hún kæmi með mér aftur. Með hverjum á ég að lifa lífinu í framtíð- inni? hrópaði hún hvað eftir annað. Með okkur, svaraði ég. — Ég sá konuna mína liggja blóðuga undir braki á gólfinu. Ég hjálpaði henni á fætur og bað hana að fara út meðyngsta bamið okkar. Ég fór að leita að hinum börnunum inni í rústunum. Ég fann brunnin bein og skinntætlur. Mér tókst að safna saman leifum f jögurra. Það fimmta fann ég hvergi. Daginn eftir fann ég lík þess í ggrði nágrannans, sjö metra i burtu. Þessar frésagnir hefur Gérard Chaliand frá Frakklandi eftir tveim basndum í þorpinu DAI LAI í N-Vietnam, en hann er nýkominn úr ferðalagi um hér- uðin umhverfis ósa Rauðár. I grein minsni í gær vitnaði ég í frásögn Sven öste, frétta- manns Dagens Nyheter, frá ná- kvæmlega þessari árás. Sam- kvæmt tölum yfirvalda í hér- aðinu létusl 51, þar af 39 böm. öste segir: „Eftir rústunum að dæma er tala þeirra sem lét- ust furðu lág. En margir hinna fullotðrtu voru við vinnu sfna á ökrunum þegar flugvélarnar komu af hafi, létu sprengjurnar falla og sneru við á haf út. Börnin votru nýíkomin úr skól- anum ,og voru yfirleitt heima.“ Chaliand segir: ,,í þorpinu var ekkert hernaðarlegt skot- mark, ekki einu sinni loftvam- arbyssur. Þorpið liggúr einn kílómetra frá þjóðveginum og fimm km frá næstu brú“. öste kemst að svipaðri niðurstöðu: „Hversvegna dundi eyðilegging yfir þétta þorp og dauði yfir 51 af 280 íbúum þess, og hvers vegna voru 34 af 58 húsum í DAI LAI lögð í rústir? . . . Mér tókst ekki að finna neitt sem vitandi vits eða óviljandimætti kalla hernaðarlegt skotmark í þessú þorpi. íbúamir bentu mér á stolt þorpsins, dælustöð- ina í útjaðri DAI LAI, sera ein sprengjan hitti. Þetta fítil- mótlega mannvirki, sem dælir vatni úr skurði á rísakrana; það.er erfitt að ímynda sér að það finnist á einhverri skrá yfir hernaðarleg 'skotmörk ... ... Auðvitað eru það nokkr- ir flugmenn sem geta svarað, flugmenn, sem „voru að sinna sérstöku verkefni" eins og her- ráðsyfirvöldin komast að orði — Klukkan 13,05 þann 2. nóv. yfir DAI LAI i héraðinu PHU XUAN“. Einn af kunningjum mínum úr Sjálfstæðisflokknum reyndi einu sinni að telja mér trú um, að íslendingar væru betur upp- lýstir um umheiminn en ann- arra þjóða fólk. Gætið nú að, góðir lesendur, hvaða fréttir birtust í Morgunblaðinu og öðnim íslenzkum blöðum eftir 2. þessa mánaðar. Er nokkuð sagt frá DAI LAI? Eða kann- ske hljóðvarpið eða sjónvarpið hafi miðlað yður ýtarlegri upp- lýsingum en almenningur með- al annárra þjóða hefur aðgang að? Ný vopn, sem Bandaríkin gera tilraunir með í Vietnam og beitt er sérstaklega 'gegri ó- breyttum borgurum, hafa verið á dagskrá. Prófessor Vigier frá Frakklartdi lýsti CBU-sprengj- unum ýtarlega í Stokkhólmi í -■"& - ....- — —-------- ■ ■ ■ \ RAUÐA KVERIÐ Úr ritum MAÓS. Metsölubók um allan heiim — einnig á íslandi. Verð kr. 100. HEIMS- KRINGLA. vor og skýrði frá því, að fram- j leiðsla þessara vopna væri nú k' hafin í stónum stíl í Banda- ríkjunum. Nú er fram komm þriðja „kynslóö" þessara vopna með stálnálum\í stað stálkúlna. I dag var rættXum áhrif stál- ■ kúlusprengjanna og sýndir skaddaðir líkamshlutar úr fjór- um Vietnömum, sem látizt 'í: höfðu af þessum völdum. í 1. Heili úr 17 ára gamal’i stúlku. Stálkúla, 5,5 mm í þver- jj mál skildi eftir meira en 2ja cm breiðan „skurð“ í gegnum heilann þveran. 2. Heili úr þrítugum Viet- nama. Kúlan skildi eftir ó- reglulegan farveg í heilanum, hafði breytt um stefnu og farið í gegnum hann tvisvar. 3. Lifur úr 19 ára gömlum stúdent. Kúlan fór inn í bakið hægra megin, gegnum lifrina og vinstra lungað. 4. Höfuðkúpa. Tvær kúlur fóru gegnum höfuðkúpuna og sprengdu hana. Rauð strik sýndu hvar hún var lírnd sarrí- an. Ein kúla skaðaði hrygginn. Sárin eftir stálkúlurnar eru óveruleg, en þær valda oft miklum skaða á innyflum og eru vandfundnar, því braut þeirra inni í líkamanum er ó- regluleg. Þær valda engum teljandi skaða á steinhúsum, en smjúga auðveldlega innum leirveggi og stráþök. Viðurstyggilegastar eru þó napalm- og fosfórsprengjurnar. Dr. Dreyfus, prófessor við læknadeild Sorbonne, lýsti þeim. Napalm er hlaup úr benzíni og alúmínsöltum. Það var fyrst not- að í Kóreu og síðar í franska Indókína og Alsír. Það brenn- ur við 800 gr. hita (Celsius). Nýlega er komið til sögunnar^ súper-napalm, sem brennur við 1500 gr. — 2000 gr. hita. Orð •hrökkva skammt ..til að lýsa þeim ægilegu sárum og af- myndunum, sem þessi bruni veldur, bein afmyndast og „bráðna" og límast saman. Myndir sýndu afmyndaðar hendur með fingurkræklum standandi sitt útf hverja átt- ina, á öðrum hafði fótur orð- ið að óreglulegum köggli, af þriðja höfðu brunnið néf og eyru. Við brunann myndast ban- vænt eiturgás, sem má sleppa frá utan dyra. Fosfórinn brennur við 1200 gr. hita, en sé honum blandað saman við magnesíum og fleiri málma myndast allt að 3500 gr. hiti við bruna. Hísar úr slíkum Hallgrímssöfnuður ^krifstofa stuðningsmanna séra Lárusar Halldórssonar er að Hjarðarholti v/Reykja- nesbraut (húsi Landleiða). Sími 20720, — 4 línur. sþrengjum brenna inni í líþ- amanum. . Franski lögfræðingurinn Yves Jouffa vill túlka alþjóðalög um vopn og hernað þröngt og tel- ur, að fordæming dómstólsins á framferði Bandaríkjaher3 verði þá þyngri og standi á traustari grunni lagalega séð. Vakti hann athygli á því, að Bandaríkjaþing hefur ekki lög- gilt ýmsa alþjóðlega samninga um takmörkun hemaðar t,l dæmis bann við notkun eitur- gass. Aðrir, þar á meðal Vladi- mir Dedijir frá Júgóslavíu, sem stjórnar fundum, telja að beiía eigi rýmri lögskýringu ogdæma ekki aðeins beint eftir laga- fyrirmælum, heldur og útfrá viðtekinni alþjóðlegri venju og anda alþjóðalaga. Hefur ham á bak við sig fordæmi alþjóð- legra dómstóla, og hafa strfðs- glæparéttarhöldin í Tokyo og Númíberg þar mikla þýðingu. Dómstóllinn mun ræða í kvöld á lokuðum fundi hvort beita skuli þröngri eða rúmri lög- skýringu. Skv. upplýsingum Jouffa munu Bandarfkin hafa neitað að falilast á bann við eiturgasi í hernaði vegna þess, að þau vildu hafa frjálsar hendur til að nota hættuminna gas t. d. táragas, en vitað er, að ekki er auðvelt að draga ýmsar eitur- tegundir í dilka. Bandaríkjaher hefur haldið því fram, aðþær gastegundir, sem notaðar væru í Vietnam væra hættulitlar, og forsvarsmenp Bandaríkjanna láta skína í, að gaskostnaður þeirra sé af einskonar mann- úðarástæðum. Um þetta segir Reuter 12. jan. 1966: „Ástralskar hersveitir notuðu eiturgas gegn felustöðum bænda. Tveim klukkustundum seinna fór Robert Bowtell, liðþjálfi frá Sidney með gasgrímu inn f einn af þessum' felustöðum — og dó samstundis. Tveir her- menn sem reyndu að bjarga honum dóu sömuleiðis seinna vegna áhrifa gassins“. Hróarskeldu þ. 21. nóv. Rögnvaldur Hannesson. A THUGIÐ Tek gluggatjöld í saum, dúllur, hom, milli- verk í sængurfatnað og blúndur á dúka. þétt sig-sag. Geymið auglýsinguna. Sími 33800. @iiíineníal SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er ^llra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið C0NTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frákl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjðn- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. ■7—^ Vutteruðir nylonjakkur hettuúlpur, peysur og terylenebuxur. — Athugið okkar lága verð. — Póstsendum. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. UPPB0D Uppboð verður haldið í Félagsheimilinu' Stapa í Ytri-Njarðvík, laugardaginn 25. nóv. og hefst kl. 13.30. — Selt verður m.a. ýmis konar fatnaður, leikföng, gjafavörur, úr, myndavélar, kvikmynda- tökuvélar, sýningarvélar, hljómplötur, rafmagns- rakvélar; snyrtivörur og margt fleira. Greiðsla.í reiðu fé við hamarshögg. Lögreglustjórínn á Keflavíkurflugvelli 23. nóvember 1967 BJÖRN INGVARSSON. SUNNUBUÐIN sf. AUGLÝSIR Höfum tekið vlð rekstri verzlunarinnar að Skaftahlíð 24 (áður Lídókjör), og rekum hana undir nafninu SUNNUBÚÐIN. Héreftir, sem hingað til, munum við leggja megináherzlu á að hafa jafnan sem fjölbreyttast vöruúrval í verzlunum okkar. Vekjum sérstaka athygli á hagkvæmu verði, þegar keypt er í heilum pakkningum, eða mikið magn í einu af hverri tegund. FRÁ EIGIN KJÖTVINNSLU: Kjötfars, bjúgu, kjötbúðingur og alls konar álegg. SUNNUBÚÐIN SUNNUBÚÐIN SUNNUBUÐIN SUNNUBÚÐIN Sörlaskjóli 42 Nýlendnvörnr. Mávahlíð 26 Kjötvörur, Nýienduvörur, Sölntum. Skaftahlið 24 Kjötvörur, Nýlenduvörur, Söluturn. Lansrholtsvesá 17 Kjötvörur, Nýlenduvörur. Kjötvinnsla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.