Þjóðviljinn - 05.12.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 5. desember 1967.
Dtgefandá: Sameíningarfloiekur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Gerbreytt viðhorf
^lþýðublaðið ávarpaði í fyrradag Sigurð A. Magn-
ússon í forustugrein sinni og taldi sig þess um
komið að fræða hann um ýmsa þá atburði sem
gerðust á tímabili kalda stríðsins og notaðir voru
sem rökstuðningur fyrir hernámi íslands. Rit-
stjóri Alþýðublaðsins hefði getað sparað sér þetta
kennarahlutverk, því Sigurður A. Magnússon er
enginn nýliði í opinberum umræðum á íslandi.
Sigurður hefur skrifað mikið um alþjóðamál, þar
á meðal ófáar greinar þar sem lýst er stuðningi
við Atlanzhafsbandalagið og stefnu þess í al-
þjóðamálum. Ræða hans á fullveldisdaginn var
ekki sízt áhrifarík sökum þess að hún var flutt af
manni sem á sínum tíma taldi hernámið illa nauð-
syn. En það sem talið er ill nauðsyn við sérstakar
aðstæður á ekki að þurfa að vera ill nauðsyn um
alla framtíð, og Sigurður hefur haft djörfung til
að endurskoða víðhorf sín með tilliti til breyttra
tíma. Slíkt endurmat ætti að vera sjálfsögð regla
állrá þeirra sem viija vera lifandi í andanum,
ekki sízt stjórnmálaimanna, en hér á íslandi virð-
ist það vera talið til verðleika að hálda sem fast-
ast og lengst við hverja ákvörðun — einnig eftir
að allar forsendur ákvörðunarinnar eru horfnar.
það er fyrir löngu orðið tímabært að menn hætti
að ræðast við um hernámið líkt og þeir væru
ennþá staddir í skotgröfum þeim sem grafnar voru
á tímabili kalda stríðsins fyrir hálfum öðrum ára-
tug. Aðstæður eru gerbreyttar, jafnt í alþjóðamál-
um sem hermálum. Atlanzhafsbandalagið hefur
sundrazt, ekki aðeins vegna þess að Frakkar hafa
dregið allan herafla sinn undan ydirstjóm þess
og fjarlægt allar bandarískar herstöðvar af
franskri grund, heldur og sökum þess að sam-
skipti ríkja í Vesturevrópu og Austurevrópu eru
orðin öll önnur en þau voru áður. Tækniþróun í
kjarnavopnum og eldflaugum hefur gert fom-
ar hemaðarhugmyndir úreltar með öllu. Hlutur
Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi hefur orðið all-
ur annar en vinir þeirra hérlendir gerðu sér vonir
um. Þær pólitísku og herfræðilegu röksemdir sem
notaðar voru til þess að réttlæta hernámið 1951
hafa ekkert gildi á því herrans ári 1967. Sú hugs-
un hlýtur að ásækja alla þá sem sættu sig við her-
námið sem illa nauðsyn 1951, hvort þráseta hersins
nú sé ekki aðeins framkvæmd á þeirri kröfu sem
Bandaríkin bám fram 1945 urn herstöðvar á ís-
landi í heila öld, að hersetan sé ekki „vemd“ held-
ur landvinningar.
það er fyrir löngu orðið fráleitt viðhorf að and-
staða gegn hersetunni eigi að vera eitthver't
einkamál vinstrisinnaðra manna. Hægrimenn og
stuðningsmenn Atlanzhafsbandalagsins geta snú-
izt gegn henni með fullum rökum og hljóta að
gera það ef þeir taka tillit til hinna gerbreyttu
viðhorfa. — m.
Fiskiðnaður
Það er mikill og háskalegur
misskilningur, ef menn haiida i
fullri alvöru að gengisfellingin
ein geti rétt við okkar útgerð
og fiskiðnað. Að vísu mun
gengisfellingin færa útgerð og
fiskvinnslu fyrst í stað nokk-
um hagnað í krónutölu gegn-
um verðminni gjaldmiðil. En
brátt munu útgjöld útgerðarog
fiskiðnaðar vaxa í réttu hlut-
falli við verðminni krónu. Sú ,
varð reynslan af fyrri gengis-
laakkunum okkar og ég hef
hvergi komið auga á ráðstafan-
ir sem geti komið í veg fyrir
þetta, nema síður sé.
Stærsta vandamál íslenzkra
fiskiðnaðarstöðva í dag er hrá-
efnisvöntunin. Og á meðan ekki
hafa verið gerðar neinar ráð-
stafanir til að bæta úr þeirri
vöntun, þá er tómt mál að tala
um björgun á einu eða neinu i
okkar efnahagsbúskap. Stærsti
vandinn liggur í því, að allur
fjöldinn af okkar hraðfrysti-
húsum er rekinn alltof stuttan
tíma á hverju ári. Þetta skap-
ar óhagstæðan rekstur sem
ekki getur staðið undir þvíhrá-
efnisverði sem útgerðinni er
nauðsynlegt að fá. Þá veldur
• svona stopull rekstur því að
margar fiskiðnaðarstöðvar
vinna langtímum saman með
óþjálfuðu starfsliði og segirþað
sig sjálft hver afleiðing þess
er.
Það er eins og ábyrgir menn
hér á Islandi hafi ekki gert
sér það fyllilega Ijóst ennþá,
að veiðifloti sá sem núverandi
fiskiðjuver voru grundvölluð á,
hann hefur gengið stórlega
saiman. Togaraflotinn sem var
stærsti aflgjafi hraðfrystiihús-
anna á mörgum stöðum fyrst
eftir að húsin voru byggð. hann
hefur nú gengið saman um tvo
þriðju hluta. Sömu sögu er að
segja um landróðrabátana svo-
köliuðu, þeir týna tölunni,
sumum er lagt upp fyrir elli
sakir,' aðrir hafa brunnið, sokk-
ið eða strandað, nokkurstykki
árlega, en engir bátar eru
smíðaðir af þessum stærðum í
stað þeirra sem hafa horfið af
sjónarsviðinu.
Þetta er vægast sagt mjög
ömurlegt ásíand og ekki hægt
að forsvara það á nokkurn hátt.
Það réttlætir á engan hátt þetta
ástand, þó að hægt sé aðbenda
á með réttu að mörg glæsileg
síldveiðiskip hafi bætzt í fiski-
flota okkar á síðasta áratug.
Það er hraðfrystiiðnaðurinn
sem hefur verið vanræktur ng
býr nú við þjakandi hráefnis-
vöntun. Það er fyrst og fremst
úr þessu sem er aðkallandi að
bætt verði fljótt. Því er smíði
nýrra togara og báta afheppi-
ilegum stærðum mál dagsins í
dag.
Meiri vöruvöndun, betra
hráefni
Það segir sig sjálft að ekki
er hægt að greiða hæsta verð
fyrir gállaðan fisk. Vilji sjó-
menn vinna að því, að þeir
beri úr býtum nýfiskverð sem
er í samræmi við verð á nýj-
um fiski til vinnslu í þeim
löndum sem selja á sömu eða
svipaða markaði og við, þá ber
þeim að ástunda góða meðferð
á fiskinum, svo að þeir geti
skilað á land góðu og galla-
litlu hráefni. Þetta gera sjó-
menn hér í næstu löndum og
hljóta í staðinn hærra verð til
vinnslu heldur en hér hefur
verið greitt. En það skulu sjó-
menn jafnframt gera sér ljóst,
að ah'kt verð kostar alhliða
sókn af þeirra hálfu, bæði á
sviði vöruvöndunar, svo og al-
mennra kjaramála sjómanna-
stéttarinnar. Slíka sókn eiga
nú fiskimenn Norðurlanda að
baki, þeir hafa fyrir löngu
tryggt sér á sviði löggjafarinn-
ar yfirráð á stórum hluta út-
gerðarinnar og í samvinnu við
aðra útgerðarmenn tekið a-
kvörðun fiskverðsins í sínar
hendur ef ekki nást samningar
á því sviði. En fiskvinnslu-
stöðvar reka þeir svo til þess
að hægt sé að ákveða fiskverð-
ið með fulluih rökum, semekki
verður hnekkt af öðrum fisk-
kaupendum. Þetta hefur verið
hörð svipa á norskar fisk-
vinnslustöðvar um að hafa
reksturinn í góðu lagi.
Þetta fýrirkomulag var tek-
ið upp í Noregi á dögum
verkamannastjómarinnar og
stendur svo föstum fótum þar
FiSKIMÁL
eftir tlóhann
J. E. Kúlci
í landi, að það hefur ekki svo
mikið sem hvarflað að núver-
andi stjóm Noregs að gera á
þessu breyti-ngar. Það hefur
heldur ekki verið á dagskrá í
Noregi að nauðsyn beri til «ð
koma í veg fyrir að sjómenn
fái sama verð fyrir aflanneins
og útgerðin. Nú er það sagt
komið á dagskrá hér, að nauð-
syn beri til að hnekkja á ein-
hvern hátt núverandi vertíð-
arkjörum sjómanna, svo að
þeir fái ekki í sinn hlut þá
verðhækkun á fiski í krónutölu
sem fylgir í kjölfar nýafstað-
innar gengislækkunar. Þetta er
sagt að komið hafi fram í orð-
um Sverris Júlíussonar þegar
hann kom fram í sjónvarpinu
nýlega fyrir hönd Landssam-
bands íslenzkra útvegsmanna.
Og í Morgunblaðinu er þessi
sama afstaða höfð eftir þess-
um þingmanni. I tilefni af
þessu hefur Jón Sigurðsson for-
maður Sjómannafélags Reykja-
vikur og aðal forvígismaður
Sjómannasambandsins látið þau
orð falla aö sjómenn hafi á-
reiðanlega sagt upp giíldandi
kjarasamningum til annars en
þvilíkra hluta.
Þrátt fyrir nýgerða gengis-
lækkun er því útgerð íslenzkra
vertíðarbáta í algjörri óvissu
nú um næstu áramót, þegar
vertíð á að hefjast hér á Suð-
urlandi. 1 þessu sambandi vil
ég í fullri vinsemd benda ís-
lenzkum útvegsmönnum á
nokkrar staðreyndir, sem gætu
orðið örlagaríkar, ef gerð verð-
ur úr því alvara að reyna að
rýra núgildandi vértíðarkjör
sjómanna.
í fyrsta lagi gæti það orðið
erfitt að manna íslenzka ver-
tíðarbáta eftir að kjör sjó-
manna hefðu veríð rýrð. Og það
getur orðið erfitt að manna þá
þó engin breyting verði til
rýrnunar á kjörum. Að manna
bátaflotann með sjómönnum
frá Færeyjum verður að teljast
útilokað eins og komið er nú
málum.
í öðru lagi, vita ekki ís-
lenzkir útvegsmenn, að nú er
víða vöntun á fiskimönnum á
flota annarra þjóða, t.d. í Nor-
egi, Kanada og víðar? Á má-
ske að gera tilraun til þess að
flæma íslenzka sjóménn úr
landi? Þeir yrðu áreiðanlega
ekki skiprúmslausir, svo mikil
er vöntunin á vönum sjómönn-
um. Er ekki búið að valda nögu
miklum þjóðhagslegum skaða
með burtfilutningi margskonar
sérfræðinga héðan hin síðustu
ár, þó blóminn úr íslenzkri
sjómannastétt, æskumennimir,
verði ekki líka flæmdir í burtu
úr landinu? Á þetta vil ég I
fullri vinsemd meiga bendaís-
lenzkum útvegsmönnum, áður
en það er um seinan. Væru kjör
sjómanna rýrð nú með laga-
setningu, öðruvísi væri það
í svelti
ekki hægt, þá yrði afleiðingin
aðeins sú og sú ein, að sjó-
mennimir mundu ráða sig á
erlend skip, í einhverjum mæli,
en íslenzk skip liggja eftir i
höfnum.
Frá frumstæðri fiskmeðferð
til kassafisks.
Það er iöng og erfið leiðsem
bíður okkar íslendinga sem
fiskveiði- og fiskvinnsluþjóðar
á næstu árum og áratugum, ef
við eigum að halda velli í sam-
keppni þjóðanna á matvæla-
mörkuðum heimsins. Þá er
fyrst til að taka, að á sviði
meðferðar á fiskhráefninu verð-
um við að hverfa frá og yfir-
gefa hina frumstæðu meðferð á
fiskinum. 1 stað þess að koma
með hann í einni kös að landi,
þar sem bara þyngslin ein verð-
rýra oft þann fisk sem neðst
liggur í byngnum oggerahann
að lélegu vinnsluhráefni, þá
liggur leiðin til þeirra vinnu-
bragða að leggja fiskinn strax
í kassa og kæla hann niður með
ís, og láta síðan kassana verja
hann gegn öllu hnjaski utanað
frá.
Þessi vinnubrögð hafa nú
keppinautar okkar á mörkuð-
unum tileinkað sér með mjög
góðum árangri. Það er orðið
æði langt síðan stórfyrirtækið
Findus í Hammerfest tók upp
þessi vinnubrögð á þeim tog-
urum sem afila fisks fyrir þetta
fyrirtæki til vinnslu. Nú mun
mjög lítið af fiski koma til
frystihúsa í Noregi sem ekki
er lagður í kassa strax á mið-
unum. Það er þá aðeins fisk-
ur úr smábátum sem koma að
landi daglega, og eru of litlir
til þess að hægt sé að koma
við kössum.
Hvað vinnst við svona með-
ferð á fiskinum? munu ef ul
vill einhverjir spyrja, og það
er sjálfsagt að þeim sé svarað
með fullum rökum. Þeir sem
unnið hafa á undanförnum ár-
um úr slíkum kassalögðum
fiski, fullyrða að nýting hans
sé allt önnur og betri heldur
en þess fisks sem meðhöndlað-
ur er á annan hátt, jafnvel þó
hann hafi verið hillulagður um
borð. Sumir hafa talað um 7-10
prósent betri nýtingu á kassa-
fiski. Þetta er vel skiljanlegt,
þegar allar aðstæður eru at-
hugaðar. Kassafiskur verður
aldrei fyrir neinum þrýstingi
og er ekki kastað til við upp-
skipun. Hann liggur kyrr f
kassanum frá því hann er lagð-
ur þar um borð í skipinu og
þar til hann kemur á vinnslu-
borðið.
Normenn hafa langa reynslu
f því að flytja nýjan fisk fs-
varinn í kössum á markað. Þeir
byrjuðu þá flutninga1 með til-
komu vélskipaútgerðar í býrj-
un þessarar aldar. En það er
ekki nema svo sem áratugur
síðan þeir fóru að nota kássa
um borð í veiðiskipunum und-
ir fisk, sem unninn er í márk-
aðsvöru í þeirra fLskiðjuverum.
Norðmenn no-ta yfirleitt kassa,
sem taka 60 lítra. Þeirra rann-
sóknir hafa sannfært þá um,
að það sé heppileg stærð og
veiti mesta tryggingu ..ísrtif
bezta hráefni. Þeir Ieggja
fiskinn slægðan, hausaðari og
þveginn í kassana og kætla
hann niður með fs.
Fiskvöðvi lifandi fisks er
talinn vera frfr við gerla, en
hinsvegar eru gerlar í roð-
inu og í tálknum fisksins, s.vo
Framhalld á bls. 9.
Vatteraðir nylonjakkar
hettuúlpux, peysur og terylenebuxur. —‘
Athugið okkar lága verð. — Póstsendum. -s0
Ó. L. Laugavegi 71
Sími 20141.
VERÐLÆKK ON
hjólbarðar slöngur
kr. 625,- kr. 115.—
kr. 1.900,— kr. 241,—
kr. l.O'iO,— kr. 148,—
kr. 3.047.- kr. 266,—
kr. 1.500.— kr. 150.—
500x16
650x20
670x15
750x20
«20x15
EINKAUMBOÐ
IMARS TRADIIMG COl