Þjóðviljinn - 05.12.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.12.1967, Blaðsíða 8
3 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 5. desember 1967. I yíirlýsingu miðstjómar- manna er lýst fyllsta trausti beirra á Hannibal Valdimars- syni. Það er fallega gert að standa með félögum sínum, og þykir mér sýnt, að miðstjórmn telji sig vera að framkvæma drengskaparbragð með því að bera hönd fyrir höfuð forseta síns. En þetta mál hefur fleiri hiiðar. Eins og ég tók fram í raoðu minni, var fyrr á þessu hausti stofnað til fórmlegs samstarfs milli tveggja stærstu heildar- samtaka launþega i sambandi við fram komnar tillögur og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Þetta samstarf var hreint ekki lauslegt sam- band milli einstakra forustu- manna, heldur lágu fyrir um það samþykktir stjórnar Al- þýðusamibands Islands og stjórn- ar Bandalags starfsmanna rík- is og bæja. Síðan var þotta samstarf staðfest og því fagnað af fjölmennri ráðstefnu Al- þýðusambandsins og aukaþingi BSRB. Sameinginleg stefnavar mörkuð og nefnd kjörin til við- ræðna við ríkisstjómina. Eitt atriði var sett sem ófrávíkjan- legt að vísitölutrygging launa skyldi haldast óskert og óslit- ið. Um þetta var full samstaða meðal launamanna. Augljóst var, að forsætisráð- herra undi illa samstöðu ASl og BSRB. Honum hafði hins vegar ekki tekizt að sundra samtökum launþega i fyrri við- ræðunum. Nú bauð hann Al- þýðusambandinu einu tiil fram- haldsviðræðna, og þá skeður það, að Hannibal Valdimarsson sér ekki við forsætisráðherran- um. Það er þetta, sem ég hefi kallað, að forusta forseta ASl hafi brugðizt. Strax og ég heyrði, að for- Nauðungaruppboð Eftir kröfu Bjöms Sveinbjörnssonar hrl., o.fl. fer fram nauðungaruppboð í vörugeymslu véladeildar S.Í.S., að Ármúla 3, mánudag 11. desember n.k. kl. 10 árdegis og verða þar seld neðangreind tæki: International dráttarvél (með loftpressu) Rd. 158, bifreið R. Í8802 (10 tonna Volvo N 88, 1966), R. 12049 (6 tonna Scania Vabis 1965), skurðgrafa JCB-3C, talin árgerð 1966, R. 21998 Trader vörubifr. árgerð 1960, dráttarvél, R. 18803 Scania Vabis árgerð 1966, burðarmagn 10 tonn, R. 20512, Scania Vabis, árg. 1966, burðarmagn 8,6 tonn og ýtuskófla Intemational DT 9, allt talið eign Malbikunar h.f. Ennfremur verða seldar eftir kröfu Guðjóns Styrkárssonar hrl., bifreiðarnar R-20511 (Rambler Ambassador ’65) og R-7620 (Opel). Greiðsla fari fram við hamarshögg. Rorgarfógetaembættið í Reykjavík. <§iiíinental SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar íull- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið C0NTINENTAL' hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. • Yfirlýsingu svarað • I gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi svargrein frá Kristj- áni Thorlacius, forseta Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, við yfirlýsingu miðstjómar Ai- þýðusambands Islands, sem birt var í dagblöðunum í síðustu viku, þar sem mótmælt var ummælum Kristjáns um for- seta ASl, er hann viðhafði f rasðu á fundi 27. f.m. Mun svargrein þessi hafa verið send öllum dagblöðunum í gær til birtingar. Miðstjórn Alþýðusambands Islands hefur sent frá sér yfir- lýsingu í tilefni af ummælum minum í ræðu, sem ég flutti 27. fm., þar sem ég gagnrýndi forseta Alþýðusambands Is- lands fyrir að hafa látið und- an kröfu frsætisráðherra um, að Alþýðusambandið tæki þátt í framhaldsviðræðum við ríkis- stjómina um efnahagsmál, án þess að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja ættu hlutaðbeim. Ég bætti því við, að ég teldi, að forusta Hannibaíls Valdi- marsson hefði brugðizt í bar- áttu launþegasamtakanna fyrir þvi mikla hagsmunamáli laun- þéga, að óskert verðlagsuppbót yrði greidd á kaup. sætisráðherra hafði boðið Al- þýðusamibandinu einu til við- ræðna lagði ég áherzlu á þá skoðun. mína í samtali við Hannibal, að A.S.1. og B.S.R.B. ættu að standi saman áfram að viðræðum við ríkisstjórnina. Það væri styrkur í sókn aðhinu sameiginlega marki launþega- samtakanna. Þá þegar virtist Hannibal hafa gengið of langt en afsakaði sig með því, að for- sætisráðherra yrðl að ráða því við hverja hann ræddi þessi mál. Sama dag fórum við þrír full- trúar B.S.R.B., Haraldur Stein- þórsson, Guðjón B. Baldvins- son og undirritaður á fund for- ustumanna A.S.Í. og lögðum á- herzlu á, að viðræður héldu á- fram sameiginlega af hálfu heiidarsamtaka launþega. Markmið launþegasamtak- anna er að tryggja áfram fulla verðlagsuppb<>t á laun. Stefna ríkisstjómarinnar að afnema hana. Hefur verðtrygging launa nú þegar verið afnumin með lögum. Þannig hefur stcfna for- sætisráðherrans sigrað. Af hverju stafar það, að for- seti A.S.I. fær svo mikið lof hjá Morgunblaðinu fyrir, hvern- ig á þcssum málum hefur ver- ið haldið af hans hálfu? Ég læt öðrum eftir að dæma um af hverju hrifningin og þakkilætið muni stafa, en ég vænti þess, að forústumenn launiþega muni draga þann lær- dóm af hóli Morgunblaðsins, að þeir sjái betur við aðferð- um forsætisráðherrans í fram- tíðinni en hingað til. Ég legg enn á ný alveg sér- staka áherzlu á, hvílík nauðsyn það er fyrir alla launþega í landinu, að B.S.R.B. og A.S.I. hafi traust og öruggt samstarf. Kristján Thorlacius. • I viðreisnnar- kulda Stundum er kaltíkompu minni og kvíði um eigin hag. Það veltur á ýmsu í velsældinni um viðreisnarháttalag. N. N. • Bjarnagæla Góðu börnin gera það sem gagnar viðreisninni, lifa í sátt og læra að Iúta forsjá minnl. Þeim mun hossað heims um ból, hvað sem feilur pundið, gefið heit um gylltan stól, og gengi skilorðsbundið. Vondu börnin eru æ önuglynd og snúin, til að gera húilumhæ hiklaust reiðubúin. Utangarðs við ís og snjá, austan gúlp og fýlu, mun beim búið bæli hjá Bola og henni Grýlu. i&. • Happdrætti Hjálparsjóðs æskufólks • Dregið hefur verið í happ- drætti Hjálparsjóðs æskufólks. Eftirfarandi númer hlutu viTm- inga. 14 17 197 491 645 686 706 714 755 949 989 991 1093 1250 1276 1293 1561 1677 1856 1863 1891 1893 1896 1935 1936 1997 2000 2159 2262 2321 2325 2357 2410 2412 2416 2554 2708 3052 3423 3443 3687 3689 3713 3829 3945 3958 4058 4060 4063 4389 4483 4538 4637 4799 4921 4946 5114 5116 5165 5335. sjónvarpið Þriðjudagur 5.12. 1967. 20.00 Erlend málefni. Umsjón: Markús örn Antansson. 20.20 Tölur og mengi. Ellefti þáttur Guðmundar Amlaugs- sonar um nýju stærðfrseðina. 20.40 Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuður. Stutt en fróð- leg heimildarmynd. sem kvikmyndastofnun Kanada hefur látið gera um þennan fræga vestur-íslending. Henry Larscn. Myndin lýsir leiðangri Henry Larsen, sem fyrstur manna sigldi milli Kyrrahafs og Atlantshafs, norðan Kanada, eða norð- vcsturlciðina svonefndu. Þýð- andi og þulur: Óskar Ingi- marsson. 21.10 Byggingalist. (A is for Architecture). Sýndar eru fornar og nýjar byggingar, borgir, hallir og musteri. Þýðandi og þulur: Sigurður Ingólfsson. 21.40 Fyrri heimsstyrjöldin (14. þáttur). Fjallar um írsku upp- reisnina og um sjóorustuna við Jótlandssíðu. Þýðandi og þulur: Þorsteinn Thoraren- sen. BAZAR - BAZAR BAZAR - KAFFI Saumaklúbbur I.O.G.T. opnar bazar og kaffisölu í Góðtemplarahúsinu í dag kl. 2 e.h. Verður þarna fatnaður alls konar og margt hand- unninna muna. Jóla- og gjafavörur verða þarna á mjög hagkvaemu verði, jafnframt verður kaffisala á sama stað og tíma. Allir þið, sem styrkja viljið starf I.O.G.T. komið, verzlið og drekkið miðdegis- eða kvöldkaffið. Um leið og þið gerið góð kaup styrkið þið einnig gott málefni. Bazarinn verður opinn til kl. 11.30 e.h. Velunnarar komið og s'jáið. Bazarnefnd. • Þriðjudagur 5. desember 14.40 Við, sem heima sitjum. Guðrún Egilson ræðir við Jó- hönnu Kristjónsdóttur rithöf- und. 15,00 Miðdegisútvarp. — Fréttir. — Tiilkynningar. — Létt lög: John Raitt, B. Cook, William Warfield, Anita Darian o.fl. syngja lög úr „Sýningarbátn- um“ eftir Jerome Kem. — Hljómsveit Berts Kaempferts leikur fjögur lög. Peter Alex- ander syngur syrpu af Par- ísarlögum. Roland Shaw og hljómsveit leika. 16,00 Veðurfregnir. Síðdegis- tónleikar. Karlakórinn Fóst- bræður syngur lög eftir Jón Laxdal; Ragnar Bjömsson stjórnar. Natihan Milstein leik- ur með Sinfóniuhljómsveit- inni í Pittsburgh Fiðlukonsert í a-moll op. 53 eftir Dvorák. 16.40 Framburðarkenmsla í dönsku og ensku. 17,00 Fréttir. 17,05 Við græna borðið. Sig- urður Helgason lögfræðingur flytur bridgeþátt. 17.40 Utvarpssaga bamanna: „Alltaf gerist eitthvað nýtt“ — Höfundur, séra Jón Kr. Isfeld, les sögulok (11). 18,00 Tónleikar — Tilkynningar 18,45 Veðurfregnir — Dagskrá kvöldsins. 19,00 Fréttir. 19,20 Tilkynningar. 19,30 Daglegt mál. Svavar Sig- mundsson cand. mag flytur þáttinn. 19,35 Víðsjá. 19,50 Tónverk eftir tónskáld mánaðarins, Pál ísólfsson. a) Háskólamars. Sinfóníusveit lslands leikur; Jindrich Roh- an stjómar. b) Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar. — Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur; Hans Antolitsch stj. 20.15 Pósthólf 120. Guðmund- ur Jónsson lcs bréf frá hlust- endum og svarar þeim. 20.40 Lög unga fólksins. Her- mann Gunnarsson kynnir. 21,25 Utvarpssagan; „Maður og kona“ eftir Jón Thoroddsen. Brynjólfur Jóhannesson leik- ari byrjar lestur nýrrar út- varpssögu. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Staðastaður. Oscar Clau- sen rithöfundur flytur síðara erindi sitt. 22.40 Öpcrutónlist eftir Verdi. Antonictta Stella, Maria Call- as, Giuseppi di Stefano, kór og hljómsveit Scala-óperunn- ar flytja atriði úr Rigolettó, La Traviata og II Trovatore; Tullio Serafin og Herbertvon Karajan stjóma. 22.55 A hiljóöbergi. Björn Th. Björnsson listfræðingur velur efnið og kynnir. Leikritið „Jacobovsky und der Oberst" eftir Franz Werfel. Aðalhlut- verk leika: Ernst Waldbrunn, Erik Frey, Susi Nicoletti, Hanns Obonya og Albin Skoda. Leikstjóri: Friedrich Langer. 23.55 Fréttir í stuttu máli. NÝK0MIÐ Peysur, drengjaskyrtur, úlpur og terylene- buxur. Ath. okkar lága verð. Póstsendum. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. Ný sending Danskur ungbarnafatnaður. Óbreytt vöruverð. R. Ó. búðin Skaftahlíð 28 — Sími 34925. Létt rennur A-. í>o FÆST í KAUPFÉLÖGUM OG VERZLUNUM UM LAND ALLT L L i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.