Þjóðviljinn - 16.12.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.12.1967, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. desember 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 3 Konstantín konungur semur víi herforingjana í Aþenu AÞENIJ, RÓM 15/12 — Yfirvöld í Grikklandi létu í dag handtaka fjölmarga herforingja og stjórnmálamenn, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í samsæri konungs gegn herklíkustjórninni. Þá hefur Konstantín konungur staðið í samningamakki í dag við herklfkustjórnina í Grikklandi og Bandaríkjamenn. 1 dag var það greinilegt, að herklíkustjiórnin hafði breytt af- stöðu sinni til grísku konungs- fjölskyddunnar og margt bendir til þess aðBandaríkjamennstandi þar á bak við. Bandarísiki sendiiherrann í Aþ- enu, Phillips Talbot hefur mörg- um sinnum í dag haft óformlegt samband við gríska ráðherra. Myndir- af konungshjónunum sem voru teknar niður í, gær í opinberum bygglngum og áskrif- stofum komu aftur í ljós í dag og sömuleiðis var bann við því að sýna kvikmyndir af konungs- fjölskyldunni afnumið, en það var sett í gær. í dag var orðrómur uppi um það í Aþenu að Papadopoulos forsætisráðherra hefði mörgum sinnum rætt vlð Konstantín sím- leiðis í dag og reynt að fá hann til að snúa aftur. Talsmenn ríkisstjórnarinnar XH**XM*X**X* Muniði efí*f þessari bdl, Frltfot N/Issorr, Plraten BOMBÍ BITT Helgi HJörver þýddi úr sænsku vildu hvorki játa né neitasann- leiksgilldi þessara frétta. Konstantín konungur átti í miklu samningamakki í dag og viðurkenndi starfsmaður gríska sendiráðsins í Róm að hann hefði átt viðtöl við bandaríska ráð- herra. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að mikilvægusm samningaumræður í dag hafi verið í Washington. Talið er að Konstantín haíi ekki' heldur viljað halda blaða- mannafund í dag, til þess ’að komast hjá því að þurfa að spilla samningsaðstöðu sinni meðhæpn- um yfirlýsingum um núverandi ráðamenn í Aþenu. f>að er enn óljóst hvort her- klíkan í Aþenu beygir sig fyrir skipunum Bandaríkjamanna, eða hvort einhvers konar málamiðl- un verður fundin t.d. að systir konungs Irena prinsessa verði kölluð heim til Grikklands. Sagan af Bombí Bitf var á hvers manns vörum þegar hún kom út fyrir allmörgum órum. Bombí Bitt þótti framúrskar- andi hressileg og skemmtileg strókasaga, og ekki dró úr vinsældum hennar að stílsnill- ingurinn Helgi Hjörvar annað- ist þýðingu. Hann las bókina einnig í útvarp öllum landslýð til óblandinnar ónægju. Bombí Bitt er nú kominn aftur í nýrri útgófu, og er nú sem fyrr rétta gjöfin handa tóp- miklum strókum. BOMBÍ BITT handa tópmikl- um strókum. Bombí Bitt H*)0| Míörv/ur pydc). Flateyjarutgáfan, sími 16460 Auknar loftvarnir umhverfis Hanoi SAIGON 15/12 — Loftvarnir kringum Hanoi hafa verið efldar mjög með fleiri skotpöllum fyrir' loftvarnaeldflaugar og stærri loftvarnabyssum, v-ar sagt í Saigon í dag. Þetta kom í ljós í gær. er bandarískar sprengjuþotur gerðu aftur árásir á höfuðborgina eftir nærri fjögurra vikna hlé vegna veðurs. Bandaríkjamenn segja aðmeg- in rnark loftárásanna í dag hati verið járnbrautarbrú í Hanoi, sem hafi mikla þýðingu í sam- göngum við Kína, en fréttaritari AFP segir að miklu hafi verið varpað niður af sprengjum sem springa ekki fyrr en töluverðu eftir að þær falla 'til jarðar og eru því fyrst og fremst ætlaðar viðgerðarmönnum og einnig hafi að venju verið varpað mörgum flísasprengjum, sem vinna ekki á öðru, sem kunnúgt er, en manneskjum. Það kom tiil bardaga í lofti milli Bandarfkjamanna og norð- ur-vietnamskra flugmanna og var eiin MIG-flugvél skotin nið- ur, en Bandaríkjamenn segjast hafa misst sex flugvélar í gær Vélarbilun hjá vb. iéni Garðari Bátarnir eru nú sem óðast að koma heim af síldinni fyrirausc- an og hyggjast sjómennirmr dveljast heima hjá fjölskyldum sínum um jólin enda hafa verið tíðar brælur að undanförnu á austurmiðunum. Þannig var Jón Garðar frá Sandgerði á heimleið og henti hann þá vélarbilun — skammt frá Eyjum. Sigurpáll fór þegar á vettvang og tók hann í tog og komu þeir til Sandgerðis um kl. 1 í nótt. Síld kom upp hjá Jökli fyrir tveimur dögum og má vera að reynt verði við hana þar frarn að jólum. og þrjár í dag í loftárásum. á Hanoi og Haiphong. Skýrt hefur verið frá því að Bandaríkjamenn vilji hafa vopna- hléið um jól og nýjár sem ver- ið hefur á hverju ári munstyttra í ár en endranær. Segjast þeir vilja hætta bardögum í fjóra daga og telja að vopnahléið megi ekki lengra vera svo skæruliðar fái ekki styrkt stöðu sína veru- lega. 1 fyrra var vopnahléið ótta dagar. 56 ára gömul kona svipti sig lifi með því að kveikja í sér í Saigon í dag. Valt út af göt- unni og á hliðina Á níunda tímanum í gærkvöld fór fólkshifreið út af Nýbýlavegi í Kópavogi við Þverbrekku og valt á hliðina. Ekki urðu slys á mönnum. Hálka á veginum mun hafa valdið öhappinu. RAFLAGNIR ■ Nýlagnir. ■ Viðgerðir. ■ Sími 41871. ÞORVALDUR HAFBERG rafvirkjameistari. Framhald af 12. síðu. farskipanna myndu - skattfriöind- in jafngilda um 14% kauphækk- un. Magnús taldi það rangt hjá fjármálaráðherra að í þessu fæi- ist ekkert fordæmi fyrir önnur stéttarfélög. Þetta væri augljóst fordæmi, t.d. væri ekki óeðlilegt að þeir sem vinna í fiskvinnslu- stöðvunum og eru kallaðir ril vinnu á ýmsum tímum sólar- hrings, fengju slík friðindi. Aliþingismenn ættu að gerasér Ijóst að hér væri verið að sam- þykkja kauphækkun, þó í þessu formi væri, og væri það augljóst fordæmi öðrum vinnustéttum. ★ Þakkir fluttar Pétur Sigurðsson kom' í ræðu- stól og flutti ríkisstjóm og al- þingismönnum hjartnæmar þaikk- ir, sem hann sagði komnar frá Farmanna- og fiskimannasam.- bandi Islands, fyrir lögfestingu skattfríðindanna. Þórarinn Þór- arinsson fór í stólinn og bað Pét- ur að fl}dja þakkir alþingis- manna til félaga Farmanna- og fiskimannasambandsins sem með tvennum verkföll-um hefðu kom- ið þessu réttlætismáli í höfn. AR OG DAGAR eftir GUNNAR M. MAGNÚSS Um alþýðusamtök á íslandi. Saga þeirra í máli og myndum. Saga af baráttu og sigrum. Saga mikilla framfara. Saga okkar tíma. — Bók sem á erindi við alla. Verð ib. kr. 450.00 + söluskattur. HEIMSKRINGL I Umferðin Framhald af 1. síðu. anfarin áf, að pökkum hafi verið stolið úr bifreiðum og vill því lögreglan minna ökumenn á að læsa bifreiðum sínum eða geyma ekiki í þeim verðmæta hluti. Ef bifreiðum verður lagt ólög- lega, þannig að þær ’trufli um- ferð, getur lögreglan þurft að grípa til þess ráðs að fiarlæcia þær, auk þess, sem bifreiðastjór- ar mega eiga von á þvf-að vera sektaðir um 300 kr., samkvæmt reglum um sektargerðir lög- reglumanna. (Prá lögreglunni og umferðar- nefnd Reykjavíkur). RUSSLAND UNDIR HAMRIOG SIGÐ eftir HERMANN PÖRZGEN. KRISTJÁN KARLSSON og MAGNÚS SIGURÐS- SON þýddu texta bókarinnar ó íslenzku. Þetta cr stór og falieg myndabók, sem segir sögu Sóvctríkjanna og rússnesku þjóðarinnar í máli og myndum, algjörlega hlutdrægnislaust. Bókin gefur lesandanum tækifæri til að líta til baka í rólegri yfirsýn til Itinna ógurlcgu — effa fagnaðaníku — at- hurða 1917, íhuga afleiðingar þcirra og öðlast um Ieið — í bókstaflcgri mcrkingu — furðu glögga mynd a£ Sóvctríkjunum um 50 ára skcijS; sögu þeirra, stjórnmálum, hugmyndafræði, atvinnuvegum, lands- lagi, landsháttum, vísindum, menningu. Þorri mynd- anna í bókinni cr Iítt kunnur eða alls ókunnur áður. Inngang að bókinni ritar dr. Hermann Pörzgen, þýzkur rithöfundur og blaðamaður, sem er gjör- kunnugur Rússlandi. Hann sér að vísu land og þjóð með augum Vesturlandabúans, en hann skrifar'af menningarlegri hlutlægni og áróðurslaust. Árlega kcmur út á Vesturlöndum mikill fjöldi ágætra hóka um Sóvétríkin, þó að við íslendingar höfum farið einkennilega varhluta a£ nýtilegum bók- um um þetta efni og látið okkur að mestu nægja fornfáleg vígorð nm fyrirbærið Sóvétríkin. Þess vcgna má okkur alveg sérstaklega vera fengur í þess- ari fróðlegu, aðgengilegu og ásjálegu bók. Hvað sem pólitískum skoðunum manna líður, fer ekki hjá því, að þcim þyki forvitnilegt að skyggnast inn í heirn Sóvétrikjanna eins og hann birtist í þessari bók. Bókin er gefin út samtimis í mörgum löndum í til- efni þess að í nóv. þ. á. eru liðin 50 ár síðan hin af- drifaríka Októberbylting gerðist í Rússlandi. 240 bls. í stóru broti (21x25 cm), prýdd 240 óvenjulegum og merkilegum myndum Saga Sóvétþjóðanna í 50 ár sögð í máli og myndum . Algjörlega hlutdrægnislaus lýsing á landi og þjóð . Glæsileg og eiguleg bók Biðjið bóksalanrt yðar að sýna yður BÓKAFORLAGSBÆKURNAR BOKAFORLAG OTDS BJÖRNSSONAR . AKUREYRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.