Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 2
I 2 SÍÐA — I>JÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. desember 1967. Kvikmynda- og leiksýningar yfir hátíSamar • Koppalogn Jónasar frumsýnt hjá LR Jólasýning Leikfélags Reykja- víkur verður að þessu sinni á nýju. íslenzku verki: Koppa- logni eftir Jónas Árnason. Eru það tvær gamansamar lýsingar úr íslenzku þjóðlífi og gerist önnur til sveita í dag eftir að mjólkurskatturinn var hækkað- ur, en hin í sjávarþorpi á fyrri stríðsárunum. Leikstjóri Koppalogns er Helgi Skúlason, en leikmyndir gerði Steinþór Sigurðsson. Leikarar eru þessir: Brynjólfur Jóhannesson, Steindór Hjör- leifsson, Jón Aðiis, Jón Sigur- björnsson, Guðmundur Pálsson, Sigríður Hagalin, Margrét Ólafsdóttir, Borgar Garðarsson, Pétur Einarsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Sigmundur Örn Arngrímsson og Guðmund- ur Erlendsson. Frumsýning er 29. desember og önnur_ sýning daginn eftir, þann 30. Á annan í jólum sýnir LR bamaleikritið Snjókarlinn okkar, eftir Odd Björnsson, en það hefur þegar verið sýnt 5 sinnum við mikla aðsókn og vinsældir. Snjókarlinn verður svo sýndur aftur síðdegis þann 28. desember. • Þrettándakvöld frumsýnt annan í jólum • Á annan í jólum frumsýnir Þjóðleikhúsið hinn þekktagam- anleik Williams Shakespeares, Þrettándakvöld. Þrettándakvöjd var fyrste leikrit Shakespeares sem sýnt var hér á landi og var það frumsýnt hér 23. apríl 1926. Leikstjóri við þá sýningu var Indriði Waage og Valur Gísla- son lék sitt fyrsta hlutverk I þessari sýningu. Þýðingu leiksins gerði Helgi HáJ.fdánarson og er þctta 4. son. Aðalhlutverkin eru leikin af Bessa Bjamasyni. Margreli Guðmundsd., Árna Tryggva- syni, Sverri Guðmundssyni og Jóni Júlíussyni. Herdís Þor- valdsdóttir leikur nú hlutverk nomarinnar vondu í stað Brí- etar Héðinsdóttur. Leikmyndir eru eftir Birgi Engilberts. • Mynd með Sophiu Loren í Laugarásbíói Sérkennileg kvikmyndatöku- tækni er meðal atriða sem gera jólamýnd Laugarássbíós, Dul- málið, eftirminnilega fyrir á- horfendur. Stjómandi myndar- innar, Stanley Dohen, notast mjög við spegilmyndir við töku myndarinnar, lætur myndir speglast í nær hverju sem er, allt frá „lampa“ sjónvarpstæk- is til augasteins í manni.. Þetta eykur mjög á spennuna í mynd- inni. Miklu hefur verið til kostað að gera þessa mynd og má þar nefna að saumastofa tízkukon- ungsins Christians Diors var fengin til að sjá um klæðnað Sophiu Loren í myndinni. Sá búnaður kostaði hvorki meira né minna en 150.000 dollara, enda er rétt að geta þess að hún hefur nokkrum sinnum fataskipti. Myndin fjallar um amerískan prófessor í fornfræði sem starfar í Englandi og er beðinn að veita aðstoð við að lesa dul- málsorðsendingu. Hann verður Jón Sigurbjörnsson og Steindór Hjörleifsson í hlutverkum sínum í Koppalogni eftir Jónas Árnason, sem LR frumsýnir um jólin. leikritið eftir Shakespeare ,sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt, í þýð- ingu Helga. Leikstjóri erBene- dikt Ámason og leikmyndir og búningar eru teiknaðir af.Unu Collins. Helztu hlutverkin eru leikin af Kristbjörgu Kjeld, Rúr'k Haraldssyni, Bessa Bjarnasyni. Erlingi Gíslasyni, Ævari Kvar- an, Flosa Ólafssyni og Jónínu Ólafsdóttur. en þetta er fyrsta hlutverkið sem hún leikur hiá Þjóðleikhúsinu. Auk þess fara Margrét Guðmundsdóttir cg Bessi Bjarnason f hlutverki fuglahræðunnar í Galdrakarl- inn í Oz, scm Þjóðlcikhúsið- sýnir um jólin. Sverrir Guðmundsson með stór hlutverk í leiknum. Leifur I>órarinsson hefur sam- ið tónlistina, sem flutt er mað leiknum af fimmmanna hljóm- sveit. Sýningar hefjast aftur íÞjóð- Ieikhúsinu þann 29. desember á hinu vinsæla leikriti Galdra- karlinn í Oz. Leikurinn var sýndur 25 sinnum á síðasta leikári við ágæta aðsókn. Leikstjóri er Klemenz Jóns- Gregory, Peck otar hnífi að Sophiu Loren. TJr jólamynd Laugarásbíós. þess fljótt áskynja, að eitthvað er bogig við þessa beiðni og loks er honum gert ljóst að ætl- unin sé að drepa hann, þegar hann hafi lesið dulmálið. Hon- um tekst ,þó að komast undan með aðstoð fagurrar, arabískr- ar konu, sem jafnframt er njósnari, og eftir mikil ævin- týri og hætuleg tekst þeim að ráða gátuna kringum dulmálið, en hún er fyrirhugað morð á stjórnmálamanni. Aðalhlutverkin eru leikin af Gregory Peck og Sophiu Loren. Auk þess eru margir góðir aukaleikarar í myndinni, þar á meðal Alan Badel, Kireon Moore og John Merivale. • Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum Háskólabíó sýnir myndina Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum, Paramount mynd gerða eftir samnefndri skáld- sögu eftir John le Carré. John le Carré er orðinn þekktur höf- undur hér á landi eins og víða um heim. Bók hans, sem þessi mynd er gerð eftir, kom út fyrir fáum árum og nú er komin út önnur bók með sömu söguper- sónum: Njósnarinn í þokunni. „Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum" fjallar um enska njósnarann Alec Leamas, sem kallaður er heim frá Berlín eft- ir langa þjónustu þar. Þetta er liður í áætlun um að eyðileggja einn helzta gagnnjósnara Aust- ur-Þjóðverja í augum yfirvald- anna þar, og næsta skref er það að Leamas er vikið úr brezku leyniþjónustunni. Hann gerist drykkfelldur og þegar hann þykir kominn nógu langt niður, gefa Austur-Þjóðverjar honum kost á því að stárfa fyrir sig. Leamas kemur því svo fyrir að grunsemdir beinast 'að yfir- manni gagnnjósna Austur-Þjóð. verja, svo að hann er tekinn fastur og leiddur fyrir rétt. En í réttinum tekst þessum manni að snúa taflinu við og þá renn- ur það upp fyrir Leamas að hann hafi „alls ekki áttað sig á leiknum", segir í efnjsskránni og efni myndarinnar skal ekki rakið frekar. Auk Burtons eru margir á- gætir leikarar í myndinni m.a. Claire Bloom, sem leikur aðal- kvenhlutverkið, Oscar Werner og Peter van Eyck. • Viva Maria! í Tónabíói • Kvikmyndatakan á Viva Maria, sem er jólamynd Tóna- bíós, fór ekki fram alveg Há- vaðalaust. Kvikmyndastjörn- uraar tvær, Brigitte Bardot og Jeanne Moreau voru umsetnar blaða- og sjónvarpsmönnum á meðan á gerð myndarinnar stóð. Svo merkilegt þótti að þessar tvær kunnustu leikkonur Frakka skyldu leiðk saman hesta sína f kvikmynd í fyrsta skipti. Enda , verður gaman að sjá hvernlg H4im tekst samleikurinn svo ó- líkar sem þær eru; .önnur — Jeanne Moreau — af mörgum talin bezta kvikmyndaleikkona Frakka og hin — BrigitteBar- dot einkum kunn fyrir kyn- bokka, en hefur ekki getiðsér orð fyrir leikhæfileika. Það er sá frægi kvikmynda- stióri Louis Malle sem hefur leitt þessar tvær stjömursam- an. Hann segir að ekki beri að skoða Viva Moria sem skoo- lega og reyfarakennda frásögn af upprcisn í Mið-Ameríku fyrst og ' frcmst, heldur upp- reisn gegn öllum hátfftleika, hræsni og listsnobbi. Hann segir að það sé ekki síðurskap- andi list að geta vakið hlátur með vel gerðum, skoplegum at- riðum. Þetta kann einhverjum að þykja undarlegt, því að Lo- uLs Malle hefur hingað til ver- ið tálinn einn af meiri spá- mönnum „nýju bylgjunnar" tn sannleikurinn er sá að hann tekur list sfna allt of alvarilega til þess að vera háður nokkrum tízkustefnum eða skólum. Aðalhlutverkin f myndinni eru Maria II leikin af Brigitte Bardot, Maria I, leikin af Je- anne Moreau og Flores sem Georges Hamilton leikur. Richard Burton Icikur njósnara í jólamynd Háskólabíós. • Dirch Passer leikur barnfóstru • Aðdáendur Dirchs Passer hér Myndin er aí Jónínu Glafsdóttur og Borgari Garðarssyni í hlut- verkum sínum í Þrettándakvöldi eftir Shakespeare. — Leikritið verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. á landi hljóta að vera ákafflega margir a.m.k. ef miðað er' við hversu oft sýndar eru myndir með honum. Og i jólamynd Kópavogsbíós, Stúlkan og greif- inn á hann að vera í sínu fín- asta Æormi. Að vísu getur sú er þetta ritar ekki skiliðþessa ást manna á dönskum gaman- Að þessu sinni er Dýrlingurimi franskur; leikinn af f Jéafi 'Mar- ais, sem frægur er fyrir leik sinn í myndunum Leyndar- - idómar Parísarborgarv Fantom- as og Fantomas snýr aftur. — Aðrir leikarar í myndinni era m.a. Jess Hahn og Danielle Evenou. Úr dönsku gamanmyndinni Njósnarl í misgripum, sem Hafnar- fjarðarbíó sýnir myndum, þar sem menn ýmist detta á rassinn eða fá framan f sig rjómakökur, en það kem- ur ekki þessu máli við. - Það eru sem sagt Dirch Pass- er, Karin Nellemose, Malene Schwgrtz, Ove Sprogöe ogKarl Stegger, sem fara með aðal- hlutverkin í þessari mynd. Og það skal tekið fram að Dirch Passer leikur barnfóstru. Myrídin gerist m.a. í litlu revyuleikhúsi. Ein af dans- meyjunum á smábarn senn Dirch Passer gætir að meðan á sýningum stendur. Náttúrlega kemur annar maður f spilið, en hver verða endalok þessa bríhyrnings verður ekki gefið upp hér. • Franskur Dýr- lingur sýndur í Bæjarbíói • Dýrlingurinn, Simon Templ- ar er jólamyndin í Bæjarbíói. 1 myndinni er allt, sem til- heyrir æsispennandi njósna- mynd: glæsilegir ævintýra- menn, leyniskjöl og slagsmál. sem fallegar konur taka af og til ’ þátt i. Allt njósnalið stórveldanna reynir að hafa uppr á Dýrlingn- um og alþjóðlegur smyglhring- ur reynir sömuleiðis að koma honum fyrir kattarnef. Dýrlingurinn hefur lent í ó- teljandi hættum um dagana, +il þess að hjálpa þeim sem minni máttar eru (sérstaklega veika kyninu). Að sjálfsögðu hefur hann fjárhagslegan hagnað af öllu saman. f þetta skipti er hann að hjálpa gömlum vini sínum úr klípu. Lenda þeir ) miklum vandræðum, þvælast á milli Sikileyjar. þar sem Maí- ían er flækt í málið, bað- stranda Italfu, Skotlands cg Parísar. » Þegar Dýrlingurinn ber sigur úr býtum er það einvörðungu hans mikla hugviti að þakka . . . svo sem við var að búast. i t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.