Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 3
Sunnudagur 24. desember 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J c. Húq heitir Daniele Evenou og leikur I Dýrlingnum. • Hayley Mills í jólamyndinni í Gamla bíói Hayley Mills leikur aðalhlut- verkið í bandarísku Walt Disn- ey gamanmyndinni Bölvaður kötturinn, sem sýnd verður í Gamia bíói. Með önnur stór hlutverk fara Dean Jones, Dorothy- Provine og Roddy'Mc- Dowall. Myndin er samin af Bill Walsh, Mildred Gordon og Gor- I don Gordon eftir skáldsögu þeirrar síðarnefndu: „Under- cover Cat“. Tónlistin í mynd- inni er eftir Bob Brunner, nema lagið Bölvaður kötturinn sem Bobby Darin syngur, það er eftir Richard og Robert Sher- man. Efnisþráður myndarinnar verður ekki rakinn hér en myndin hefst á því að framið er bankarán í borg einni í Bandajíkjunum og ræningjarn- ir hafa kvengjaldkera á brott með sér sem gísl. Á einkenni- legan hátt verður það „bölvað- ur kötturinn" sem kemur upp um ræningjana og vísar lög- reglunni á staðinn þar sem gjaldkerinn var falinn. • Amerísk ævintýramynd í Stjörnubíói Stjörnubíó sýnir ameríska ævintýramynd um jólin: Gullna skipið, Jason og gullreyfið. Myndin er í litum og fylgir henni ísl. texti. Með helz'.u hlutverk fara Todd Armstrong, Nancy Kovack og Gary Ray- mond. Grís'ka ævintýrið um Jason og gullreyfið er ævagamalt og er þeklct í mörgum löndum Cr myndinni: Að krækja sér I miljón. Þangað sótti t.d. Bertil Thor- valdsen hugmynd að eiiju lista- verka sinna. Myndarþráðurinn fylgir sög- unni um konungsson sem leitar árum saman að gullreyfinu sem guðimir höfðu átt og færði eig- anda sínum heill og hamingju. Mynd þessi er sögð afar spennandi og viðburðarík- • Dönsk njósna- mynd í Hafnarfjarðarbíói Hafnarfjarðarbíó sýnir danska gamanmynd um jólin: Njósnari í misgripum. Með aðalhlutverk- in fara þekktir danskir grín- leikarar: Morten Grundwall. Ove Sprogöe og Poul Bund- gaard. Myndin er í litum. í byrjun myndarinnar víxla tveir menn skjalatöskum og upp frá því er mikill hraði of spenna í myndinni, í annarri töskunni voru sumsé hin mikil- vægustu njósnaplögg. Við sögu koma fjórir njósnarar, harð- snúnir „leðurjakkar" og þokka- dis, auk ótal annarra. Um skeið stendur fyrir dyrum að koma þokkadísinni fyrir kattarnef en auðvitað verður sá sem ódæðið á að fremja ástfanginn í stúlk- unni og allt fer vel að lokum. • Amerísk grínmynd í Austurbóejarbíói • Kappaksturinn mikli heitir jólamyndin í Austurbæjarbíói. Þetta er ein af þessum heims- frægu amerísku gamanmyndum í litum og Cinei/ia-Scop'e. Aðaisögu'hetjumar eru erkió- vinirnir prófessor Fate (Jack Lemmon) og Leslie hinn mikli (Tony Curtis). Myndin er látin gerast rétt eftir aldamótin. Leslie fær þá hugmynd að sýna öllum heimi ágæti amer- ískra bfla með þvi að efna til kappaksturs unihverfis jörðina að kalla, 'eða fré New York vestur um til Parísar. Óvæntur keppandi í kapp- akstrinum er Maggie Dubois (Natalie Wood) „einbeitt, ung kvenréttindakona sem reykir vindla“. Upphefst nú mikil spenna í myndinni: Hver sigr- ar í kappakstrinum — og hvor nær í kvenréttindakonuna? Myndin er frá WarnerBros og fylgir henni íslenzkur tex'i Hersteins Pálssonar. • Nýja bíó: Að krækja sér í miljón Jólamyndin í Nýja bíói nefn- ist hinu fróma nafni: Að krækja sér í miljón. Þetta er amerísk litkvikmynd gerð í Panavision undir stjórn William Wyler. Peter O’Toole leikur sérfræð- ing í listaverkafölsunum og Audrey Hepbum leikur dóttur hans sem sífellt reynir að koma föður sínum á rétta braut, með litlum árangri þó. Fjallar myndin um ýmis ævintýri sem gerast í sambandi við lista- Brigítte Bardot og Jeanne Moreau í Viva Maria. Ireytingar gerðar á lyfjaverðskrám Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið hefur hinn 21. þ m. gefið út viðauka og breytingar við Lyfja- verðskrár I og II er taka gildi hinn 28. þ.m., þess efnis að: 1) — Eftirvinnugjald að upp- hæð kr. 15.00. auk söluskatts fyrir lyfseðil („ordination") og lyf í lausasölu, sem afgreitt er utan almenns afgreiðslutíma fellur niður. 2) — Tekið er upp sérstakt af- hendingargjald fyrir sérlyf, bæði gegn lyfseðli og í lausasölu. kr. 6,50 auk söluskatts. 3) — Vinnugjaldskrá Lyfjaverð- skrár I tekur nokkrum breyt- ingum til hækkunar; en 10% álag á lyf samkvæmt verð- skránni sem gilt hefur frá 1. júní 1964 og 5% álag sem gilt hefur frá 6. apríl 1966 fellur niður. 4) — Heildsöluálagning á lyf og lyfjaefni lækkar úr 20% í 17%. _ De Gaulle náðar andstæðlng sinn PARÍS 22/12 — De Gaulle for- seti hefur náðað Edmond Jou- handeau hershöfðingja sem dæmdur var i apríl árið 1961 fyrir uppreisn -gegn de Gatille. Helzti forsprakki uppreisnar- manna, Salan hershöfðingi, er nú einn eftir í fangeþsi. Kappaksturinn mikli. . verkafalsanir og xansókn lista- verkasala á málverkunum. Má geta þess til gamans að til þess að kvikmynd þessi yrði sem eðlilégús't þurfti 70 ‘ iriál- verlc og 12 myndastyttur með handbragði margra frægustu listamanna heims. En ekki var hlaupið að því, vegna þess að verkin urðu öll að vera fölsuð. Til þess að hægt væri að koma þessu í kring voru fengnir 7 frægir listamenn, sem í tæpt ár sátu við að vinna verkin bak við luktar dyr í studios de Boulogne í útjarðri Parísar- bórgar. Listiverkasérfræðingar sem skoðuðu „falssafnið" töldu verkin svo vel gerð að stór- hætta gæti stafað af því ef þau kæmust í umferð og eru því „listaverkin" rækilega geymd á bak við lás og slá. Konslantín ekki heim á næstunni AÞENU 22/12 — Pápadopoulos, forsætisráðherra herforingja- klíkunnar f Grikklandi, skýrði frá því í dag að Konstantín kon- ungur myndi ekfci eiga aftur- kvæmt heim í bráð. Samkomulag hefði ekki tekizt milli konungs og herforingjanna um þau skil- yrði sem konungur hefur sett fyrir heimför sinni. Papadopoul- os sagði herforingjana vinna að undirbúningi þess að komið yrði á lýðræðislegum stjórnarháttum i Grikklandi, en það myndi ekki verða fyrr en fullkomlega hefði verið bægt frá hættunni sem Grikkjum stafaði af kommúnist- um. Uppkast að nýrri stjórnar- skrá yrði birt á morgun. „Bölvaður kötturinn" íiefur srcinilega .sett spor sín á veslings manninn Margir á biðlista hjá Þjóðleikhúsinu Sjaldan eða aldrei hefur ver- ið jafnmikil eftirspurn eftir mið- um á frumsýningu hjá Þjóðleik- húsinu eins og á írumsýninguna á Þrettándakvöld eftir Shake- speare á annan í jólum. Fyrir löngu er uppselt á sýninguna en auk þess hafa um 300 manns lát- ið skrá sig á biðlista. ef ein- hverjum miðum skyldi verða skilað aftur. önnur sýrþng leiksins verður laugardagiran 30. des. Fangelsisdómar í Leníngrad MOSKVU 22/12 — í óstaðfestum fregnutm sem Reutersfréttastofan birtir eför heimildum sem hún telur áreiðanlegar segir að fjór- ir menn hafi verið dæmdir í Leníngrad í 8-15 ára fangelsi fyrir samsæri gegn öryggi ríkis- ins. Frá Útvegsbanka íslands Með gagngerðum endurbótum, sem gerðar hafa verið á afgreiðslusölum bankans, hafa - skap- azt skilyrðistil mun betri þjónustu. — Fljótari afgreiðsla — Þægilegri afgreiðsla — Örugg afgreiðsla. — Ríkisábyrgð á öllu sparifé bankans. KOMIÐ - SJÁIÐ - REYNIÐ Gengið inn frá Lækjartorgi og Austurstræti. Otibú á Laugavegi 105. FaS er öryggl oð e/go innistœSu i Utvegsbankanum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.