Þjóðviljinn - 24.01.1968, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 24. janúar 1968,
Ef ég vasri ékki rúmföst eða
því sem næst. þá myndi ég ekki
vera að angra þig með þessu.
Það er einfaldlega það að leggja
gildru fyrir fjárkúgara?
— Vegna hvers er fé kúgáð út
úr Dane? spurði gamli maður-
inn.
— Ég get ekki sagt þér það
núna.
— Það er auðvitað i sambandi
við Grey málið.
— Ég get ekki sagt þér það.
Þú fæpð að vita þetta allt
seinna. Treystirðu mér ekki
lengur?
— Ég treysti ekki sjálfum mér
þessa dagana, sagði fulltrúinn
þungbúinn. — Saksóknarinn og
ég erum næstum hættir að tal-
ast við. Ég hef aldrei lent í öðru
eins máli.
‘ — Viltu ekki ráða því til
lykta?
— Auðvitað vil ég það.
— Farðu þá að mínum ráð-
um, pabbi.
— Þú ert að kúga mig!
— Alveg rétt, sagði Ellery
glaðlega- — Það er þá afráðið?
Þú kemur mönnum þínum fyrir
hjá aðalpósthúsinu, lætur þá
hafa gætur á lúgunni sem poste
restante bréfin eru afgreidd
um. Póstþjónustan aðstoðar okk-
ur. Þeir gefa mönnum þínum
merki þegar náunginn sýnir
sig —
— Og ef þeim skjátlast? spurði
gamli maðurinn önuglega. — Ef
farið er í mál vegna ólöglegrar
handtöku og ég ber ábyrgðina?
Hvemig á ég að verja það að
HARÐVIÐAR
UTIHURÐIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtlstols
Steinu og Dódó
Laugav .18. III. hæð (lyftai
Sími 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtlstoía
Garðsenda 21 SIMl 33-96P
ELLERY QUEEN:
fjórða
hliðin
á
. Ellery var að lesa í rúminu.
— Pabbi? Hann rýndi fram i
myrkrið. — Náðirðu hönum?
— Heyrðu mig, pilbur minn,
sagði Queen fulltrúi og dró stól
að rúminu og þreif bókina af
Ellery. — Ég skal segja þér hvað
ég hef náð í. Ég er með brjóst-
sviða og magaverk, aðallega þín
vegna. Þú getur ekki sagt mér
hvaða ástæða er fyrir fjárkúgun-
inni, ha? Svei attan! Enda þarftu
þess ekki núna- Ég veit hvemig
í öllu liggur. Þú ættir að skamm-
ast þín; að leyna föður þinn
öðru eins —
— Og hvað á svo. allur þessi
gauragangur að þýða? spurði
Ellery með sársauka í rómnum.
— Ég skal svo sannarlega
segja þér hvað hann á að þýða!
— Lækkaðu róminn, pabbi.
Þetta er sjúkrahús.
þríhyrningnum
framkvæma handtöku án þess
að hafa neitt í höndunum um
það, að^framið hafi verið afbrot?
Hvað á ég að gera, biðja þá að
snúa sér til þín? Nei, það er
óhugsandi, Ellery.
En Ellery hafði svör við öllu
þennan morgun. Varðmaður frá
McKell fyrirtækinu, einn af ótal
mörgum, sem höfðu gætur á Mc-
Kell birgðaskemmunum, verk-
smiðjunum og öðmm bygging-
um, gat haft gætur á pósthúsinu
ásamt lögreglunni. Þegar gildran
lokaðist gat þessi einkastarfs-
maðui framkvæmt ■ handtökuna
án þess að lögreglan kæmi þar
nærri- Ef til stimpinga kæmi
gæti lögreglan skorizt í leikinn
éins og skylda hennar var undir
öllum kringumstæðum.
Queen fulltrúi hlustaði þögull.
Þetta var freising, • mikil freist-
ing. Greymálið hafði verið hon-
um þymir í auga síðan líkið
fannst; það var að verða að
heilum bjálka. Ef það var satt
sem Ellery hafði gefið í skyn,
að fjárkúgarinn kynni að vera
banámaður Sheilu Grey, þá yrði
fargi létt af Richard Queen.
Hann kynni jafnvel að fá viður-
kenningu fyrir allt saman.
Loks lét gamli maðurinn und-
an eins og Ellery hafði gmnað
að hann myndi gera.
Og daginn eftir var anddyrið
í stóra pósthúsinu bakvið Penn-
sylvaniu stöðina alsett óeinkenn-
isklæddum lögregluþjónum úr
starfsliði Queens fulltrúa og
starfsmanni Ashtons McKells.
Póstyfirvöldin höfðu fallizt á
samvinnu. Pakkinn sem innihélt
2000 d'ollara í 20 dollara seðlum
(reyndar ekki ómerktum, þrátt
fyrir beiðni „herra I! M. Ecks“)
hafði verið útbúinn, settur í póst
og beið þess nú að hann væri
sóttur.
Gildran var spennt og tilbáin.
Hún lokaðist aldrei.
Enginn gaf sig fram til að
sækja pakkann.
Hvort sem fjárkúgarinn hafði
uppgötvað viðbúnað lögreglunn-
ar eða hafði hræðzt sína eigin
ímynelun, var ómögulegt að
segja; það var hinsvegar stað-
reynd áð agnið lá ósnert fyrir
innan lúguna í pósthúsinu.
Þannig leið hinn 28. desember.
Á morgni hins 29. desember...
Aðalgauragangurinn hafði átt
sér stað síðla kvöldið áður f
sjúkrastofunni hjá Ellery Queen.
Lögreglufulltrúinn hafði ‘komið
askvaðindi löngu eftir heim-
sóknartíma,. með reiðiroða í
vöngum en sigurhrós í svipnum.
— Mér er fjandans sama tim
allar reglur hjá ykkur, hafði
hann sagt við dolfallna nætur-
hjúkrunarkonuna og veifað skil-
ríkjum sínum framan í hana. —
Og reynið þið líknardúfurnar
ekki að trufla okkur, jafnvel
þótt þið heyrið mig kyrkja sjúkl-
inginn, sem hann á reyndar fylli-
lega skilið. Og hann ýtti stól fyr-
ir dyrnar.
— Það er út af þessum bless-
uðum Dane McKell þínum.
Veiztu hvað gerðist í kvöld?
— Ég hef verið að reyna að fá
vitneskju um það, án árangurs.
— Það gerðist einfaldlega það,
að við fengum umslag í póstin-
um. Uppfullt af athyglfsverðu
efni, já, væni minn. Ofe það sem
merkilegast var af öllu saman,
var bréf sem skrifað var utaná
til lögreglunnar með rithendi
Sheilu Grey og hún hafði skrifað
kvöldið sem henni var kálað.
Hyemig lízt þér á það?
— Ojæja, sagði sonur hans.
— Ojæja, ojæja. Þú vissir
þetta allt saman, var ekki svo?
35
En það er svo sem ekki verið að
tilkynna mér neitt um það. Hon-
um föður þínum, nei, ónei. Sem
á þó að stjóma allri rannsókn
málsin.s. Ekki orð segirðu við
mig. Ég verð að láta nafnlaúsan
bréfritara leiða mig í allan sann-
leika-
—■ Pabbi, sagði sonur hans.
— Það þýðir ekkert að segja
pabbi. Jæja, ég veit svt> mikið
hvað þú ætlar að segja. Það
var fjárkúgarinn, sem sendi
þetta —
—' Og hvernig, spurði Ellery
róandi, — komst hann yfir
það?
— Hvemig ætti ég að vita
það? Mér er alveg sama. Aðal-
atriðið er að hann náði í það
og sendi okkur það og nú hef
ég það undir höndum og þetta
McKellfólk skal fá að bölva
þeim degi! Ekki sízt þessi rit-
ræpu-vinur þinn, Dane.
— Hæ, slakaðu örlítið á, sagði
sonurinn. — Þú ert ekki eins
ungur og þú varst. Geturðu ekki
reynt að segja mér frá þessu á
nokkurn veginn skiljanlegan
hátt, fulltrúi.
— Þó það nú -væri, hreytti
faðir hans út úr sér. — Þánnig
reiknum við dæmið. Þessi fjár-
kúgari, sem kallar sig I. M.
Ecks, sýnir sig ekki — uppgötv-
aði eennilega hvað við vorum
með á prjónunum. Hann veit að
hann getur ekki gert sér vonir
um meiri peninga. Og þess vegna
sendir hann okkur gögnin — af
hefndarþorsta, vonbrigðum, ill-
gimi, það er svt> sem sama af
hverju- Hann hefur ekkert gagn
af þessu lengur. En það er sann-
kallað læknislyf fyrir okkur.
— Jæja, við skiptum um gír í
Greymálinu og nú höfum .■ við
raunveruleg sönnunargögn og
erum loks á réttri leið. Okkur
skjátlaðist um foreldrana, en nú
er ekki um neitt að villast. Þessi
Dane er sökudólgurinn. Þriðji
McKellinn reynist sá rétti. Og í
þeim réttarhöldum verður ekki
um neinn sýknudóm að ræða.
— Ég er nú litlu nær enn,
sagði Ellery gremjulega. —
Hvað hefurðu í höndunum ann-
að en bréfið frá Sheilu Grey?
Þú skilur væntanlega að bréfið
sannar það eitt að Sheila Grey
var enn á lífi þegar Dane skildi
við hana —
— Ó, það sannar ýmislegf
fleira, sonur sæll. En við skulum
ekki vera með orðhengilshátt.
Við skulum taka þetta vísinda-
lega. Eru það vísindi sem þú
vilt?
— Ég vil vísindi.
— Þau skaltu fá. Hvað seg-
irðii um þetta? Við höfum vitni,
traust vitni, sem sá hann Dane
þinn fara aftur upp f topphúsið.
Ellery þagði.
— Engin viðbrögð? sagði
gamli maðurinn- — Þú hefur þá
vitað það líka. Hamingjunni sé
lof að ég ól big upp sem léleg-
an lygara. Ellery, ég skil þetta
ekki. Að þú slculir leyna því-
líkum upplýsingum. Hvernig
komstu að þessu?
— Ég hef ekki sagt að ég hafi
komizt að neinu.
— Svona nú, sonur.
— Jæja þá, sagái Ellery allt í
einu. — Dane sagði mér það.
sjálfur. Hefði hann sert það, ef
hann hefði haft eitthvað að ótt-
ast?
— Auðvitað, sa"?ði fulltrúinn.
— Ef hann er dálítið útsmbginn.
Ef hann hefur dregið þá ályktun
að það myndi komast upp fyrr
eða síðar hvort það var. Jæja,
bú veizt þá væntanlega að hann
fór með lyftunni alla leið upp.
Viltu vita hvað klukkan var?
Eða veiztu það kannski? Já,
klukkán var 10.19, sonur ’sæll,
þegar hann steig inn i lyftuna
— 10.19 eh. og á uppleið —
fjórum mínútum áður en kúian
lenti í henni var Dane McKell á
leið upo í topphúsið. Vitnið mitt
horfði á skífuna snuast alla leið
og stöðvast hvergi.
— Það hefur sennilega verið
dyravörðurinn.
— Það er rétt ályktað. Við
áttum ekki auðvelt með að
kreista betta uppúr John Les-
lie f kvöld, en það tókst. Af ein-
hverjum óskiljanlegum ástæðum
er hann uppfullur af tryggð til
McKellfólksins. Jæja, við unnum
bug á þeirri hollustu. Ég er bú-
inn að fá nóg af hollustujarmi í
þessu máli.
— Sagði hann þér eitthvað
fleira?
— Já, hann sagði ofckur sitt-
hvað fleira. Hann sagði okkur að
Dane McKell hefði heimsótt
topphúsið reglulega. Það munaði
minnstu að bkkur sæist yfir það.
Fyrst pabbinn átti vingott við
Sheilu, þá flögyaði það ekki að
•ofckur að sonurinn væri vinur
hennar líka. Við kynntum okkur
ÚTSALA - ÚTSALA
Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar-
innar. — Notið þetta einstaka tækifæri og gerið
fóð kaup.
. AÐ SELJAST!
VERZLUN GUÐNÝJAR
Grettisgötu 45
BEAND^ A-S sósa: Með k|öti9 v
með íiski. með hverjn sem er
SKOTTA
Við skulum setja þessa plötu á fóninn og vta hvort hún
hefur sömu áhrif og fyrir viku.
BÍLLENN
við bíta ykkar sjálf
Við sköpum áðstöðuna. — Bílaleiga.
BÍLAÞJÓNDSTAN
Auðbrekku 53 Kópavogi — Sími 40145.
Látið stilla bílinn
*
Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingu.
Skiptum um kerti. platinur, ljósasamlokur.
— Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32. sími 13100
Hemiaviðgerðir
• Reíinun; breansuskálar.
• Slípum bremsudælur.
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 - Sími 30135.
Bifreiðaeigendur
Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sjálfir Við
sköpum aðstöðuna Þvoum og bónum ef óskað er
Meðalbraut 18, Kópavogi.
Sími 4-19-24