Þjóðviljinn - 25.01.1968, Blaðsíða 9
.'immtudagur 25. janúar 1968 — í>JÖÐVtLJINN — SlÐA 0
Dómur / máH Kristjáns
Framlhald af 1. síðu.
arinnar á ný, er hann var orðinn
heill heilsu.
Stefnandi, sem reisir málssókn
sina á ákvæði í 4. gr. laga nr.
16/1958, telur, að stefnanda beri
að greiða sér laun fyrir þær
vinnustundir, sem unnar voru
á meðan hann var veikur, þar á
meðal fyrir eftirvinnu- og nætur-
vinnustundir, sem unnar voru á
þeim tíma. Er því haldið fram
af hálfu stefnanda, að það sé sá
vinnutími, sem hann hefði sjálf-
ur unnið, ef hann eigi hefði ver-
ið veikur, og verði hann því af
vinnulaununum fyrir þær vinnu-
stundir, ef stefndi verði eigi
dæmdur til að greiða þau.
Stefnandi hefur sundurliðað
endanlegar kröfur sínar þannig:
1. Dagvinna, 88 klst. á kr.
23,58, kr. 2075,04.
2. Eftirvinna, 25 klst. á k'r.
37,73, kr. 943,25.
3. Næturvinna, 31,5 klst. á kr.
47,16, kr. 1.485,54.
4. 6% orlof, kr. 270,22.
Samtals kr. 4.774,05.“
Stefndi, þ.e. Eimskipafélagið,
Viðtal
Framhald af 1. síðu.
sem þeir hefðu haft, ef ekki hefði
verið um veikinda- éða slysafor-
föll að ræða hjá þeim.
Þetta hefur verið mikið deilu-
mál á undanförnum árum og
mikil gremja ríkt hjá t.d. hafnar-
verkamönnum, sem að staðaldri
hafa unnið langan vinnudag, vf-
ir því að fá aðeins gr§idda dag-
vinnu í veikindatilfellum. En
eins og tekjum manna hefurver-
ið háttað að undarifömu hafa
veikindi aðeins verið bætt að
takmörkuðu leyti með þessari
túlkun Vinnuveitendasambands-
ins á lögunum. Þess vegna hefur
dómurinn í máli Kristjáns Jó-
hannssonar svo mikla þýðingu og
er svo mikil réttarbót fyrirstór-
an hóp tíma- og vikukaups-
manna.
— Að lokum sögðu þeir félag-
ar að rétt væri að vekja athygli
á því að í samningum Dagsbrún-
ar 1965 hefði verið samið um það
við atvinnurekendur, að þeirsem
starfað hefðu hjá sama vinnu-
veitanda eitt ár eða lengur skyldu
eiga rétt á greiðslu í veikinda-
og slysatilfenum í tvisvar 14
daga, eða 28 daga samfleytt, þ.e.
14 daga samkvæmt lögunum og
14 daga til viðbótar samkvæmt
samningum við atvinnurekendur
sem byggður er á lögunum. Sögð-
ust þeir að iokum vilja hvetja
verkamenn til þess að gæta þess
vel að þessi réttur sem þeim
hefði verið dæmdur með þessum
dómi væri ekki af þeim hafður.
En með þessum dómi ætti deilum
um þessi mól að vera lokið í
eitt skipti fyrir öll.
Sérstök ástæða er til að þakka
Kristjáni Jóhannssyni fyrir ár-
vekni hans og dugnað í þessu
máli, segir Guðmundur að lok-
um.
Iðnríkki krefjjast
Framhald 7. síðu.
koma í stað innflutnings á hin-
um dýru framleiðsluvörum iðn-
ríkjanna. Af innflutningi fá-
tæku ríkjanna kemur nú aðejns
um 5% frá öðrum fátækum
löndum. Hér ættu að vera
möguleikar á því að hafa gagn-
kvæm örvandi áhrif á iðnað-
inn.
Fátæku löndin í Asíu kaupa
t.d. 60 prósent af vefnaðar-
vöru sinni frá Vestur-Evrópu,
en aðeins 10 prósent frá v-ríkj-
unum í Asíu.
Á ráðstefnunni í Nýju Delhi
verður það einnig tekið á dag-
skrá hvort hin betur stafeðu af
taldi sig hins vegar ekki skyld-
an til að greiða stefnanda laun
fyrir yfirvinnu og helgidaga-
vinnu, þá daga sem hann var
frá vinnu vegna veikinda. Á-
greiningur var hins vegar ekki
um vinnustundafjölda þann sem
lagður var til grundvallar út-
reikningi endanlegrar dómkröfu
stefnanda eða fjárhæð hennar.
Úrslit málsins fyrir undirrétti
urðu þau, að dómarinn tók kröfu
stefnanda til greina og segir svo
um það í forsendum dómsins:
„Það er ágreiningslaust i mál-
inu, að stefnandi njóti gagnvart
stefnda réttar samkvæmt ákvæði
4. gr. laga nr. 13/1958 en þar
segir, að starfsmenn þeir, sem
þar greinir, skuli „eigi missa
neins í launum sínum, í hverju
sem þau eru greidd, fyrstu
fjórtán dagana eftir að þeir for-
fallast frá vinnu sökum sjúk-
dóma eða slysa“.
Rétt þykir að skýra ákvæði
þetta þannig við úrlausn máls
þessa, að stefnda beri að
greiða stefnanda laun fyrir þær
vinnustundir, sem unnar voru í
veikindaforföllum hans, þar s
meðal eftirvinnu- og næturvinnu,
enda verður að ætla að stefnandi
hefði sjálfur unnið þær vinnu-
stundir, ef hann hefði eigi
veikzt“.
Dómsorð undirréttardómsins
hljóðuðu svo:
„Stefndi, Eimskipafélag íslands
h.f., greiði stefnanda, Kristjáni
Jóhannssjmi, kr. 4774,05 með 7%
ársvöxtum frá 7. ágúst 1961 til
1. janúar 1965, 6% ársvöxtum
frá þeim degi til 1. jan. 1966,
7% frá 1. jan. 1966 til 12. júní
1966 og með 8% ársvöxtum frá
þeim degi til greiðsludags og kr.
2.500,00 í málskostnað innan 15
daga frá lögtoirtingu dóms
þessa að viðlagðri aðför að lög-
um“.
Þessum dómi undirréttar áfrýj-
aði Eimskipafélag fslands til
Hæstaréttar og gekk dómur í
málinu þar sl. mánudag eins og
áður var sagt. Fara hér á eft-
ir forsendur Hæstaréttardómsins
og dómsorð:
„Árið 1968, mánudaginn 22.
janúar, var í Hæstarétti í mál-
inu nr. 238/1966: Hf. Eimskipafé-
lag lslands gegn Kristjáni Jó-
hannssyni uppkveðinn svohljóð-
andi D 0 M U R :
Áfrýjandi hefur skotið máli
þessu til Hæstaréttar með stefnu
14. nóvember 1966. Gferir hann
þær dómkröfur, að honum verði
einungis gert að greiða stefnda
kr. 2.399,68 án vaxta. Hann krefst
og málskostnaðar úr hendi stef nda
í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar
héraðsdóms og málskostnaðar
fyrir Hæstarétti.
Dómsmálaráðuneytið hefur hinn
12. nóvember 1966 veitt leyfi til
að bera málið undir Hæstarétt,
þótt málsfjárhæð nemi eigi kr.
5.000,00.
1 héraði var lögð fram sundur-
liðuð greinargerð um vinnustund-
ir stefnda hjá áfrýjanda árin
1960 og 1961 og til.24. júlí 1962.
Samkvæmt henni ’ voru tæp 25%
af vinnustundum stefnda unnar.í
yfirvinnu árið 1960, rúm 28% ár-
ir 1961 og rúm 29 prósent árið
1962.
Þegar virt eru þessi gögn og
svo yfirvinnustundafjöldi ogkaup
staðgengils stefnda í umræddum
sjúkdómsforföilum, sem ekki er
tölulega' véfengt, þykir eiga að
taka kröfur stefnda í málinu til
greina, og verður héraðsdómur-
inn þvj staðfestur.
Áfrýjandi greiði stefnda máls-
kostnað fyrir Hæstarétti, sem á-
kveðast kr. 7.000,00.
Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur
á að vera óraskaður.
Áfrýjandi, Hf. Eimskipafélag
Islands, greiði stefnda, Kristjáni
Jóhannssyni, kr. 7.000,00 í máls-
Guðbergur Bergsson
Framhald af 12. síðu.
þriðju. í dómnefnd áttu sæti
sömu menn og í fyrra: Ólafur
Jónsson frá Alþýðublaðinu, 'Er-
lendur Jónsson frá Morgunblað-
inu, Andrés Kristjánsson frá
Tímanum, Eiríkur Hreinn Finn-
bogason frá Vísi og Ámi Berg-
mann frá Þjóðviljanum.
Eins og ráða má aí tilhögun
atkvæðagreiðslunnar gerir
nefndin sem slík ekki grein fyr-
ir forsendum úthlutunarinnar.
Og reyndar er það fyrir tilvilj-
un að ég stend i þessum sporum
í dag en ekki einhver annar
nefndarmanna. En úr því svo
er, vildi ég ekki láta hjá líða
að láta í ljósi persónulega af-
stöðu til þessara úrslita. Allt
frá því að fyrsta bók Guðbergs
Bergssonar, Músin sem læðist,
kom út árið 1961, hefur verið
fylgzt með ferli þessa höfundar
af meiri áhuga en flestum öðr-
um höfundum af yngri kynslóð.
Hann gaf skömmu síðar út ljóða-
bókina Endurtekin orð og árið
1964 kom út sagnasafn hans,
Leikföng leiðans. En það var
með bókinni Tómas Jónsson Met-
sölubók að Guðbergur Bergsson
vakti athygli svo um munaði.
Hann hafði áður sýnt næmi
sitt á hræringar mannlífsins, sér-
kennilegt skopskyn í túlkun ris-
lítillar tilveru. En með Tómasi
Jónssyni hefur hann landnám og
tilraunastarfsemi í stórum stíl
og heldur áfram á þeim brautum
í þeirri bók sem nú er verðlaun-
uð. Ástir samlyndra hjóna.
Þessar bækur báðar bera að
mínu viti vitni um það að sá rit-
höfundur muni nú torfundinn
á íslandi sem hefur íslenzkan
veruleika samtímans betur á
valdi sínu en einmitt Guðberg-
ur Bergsson. Furðulegt næmi
hans og enn ótrúlegra minni
virðist gera honum mögulegt að
fara með jafnvel smæstu breyt-
ingar og hræringar í íslenzku
þjóðlífi síðasta aldarfjórðung rétt
eins og hann hefði þær í vösun-
um. Og um leið að þekkja og
koma til skila með i eftirminnileg-
um hættj nýju samhengi þess
aragrúa efnisatriða, sem hann
ræður yfir. Yfir þessum gos-
brunni minnis og næmis hvílir
sérkepnilegur hugblær, sem mót-
ast af mögnuðu og nöturlegu
skopskyni, skarpri sýn á lýti
samtímans, fjörlegri málsmeð-
ferð og fullkomnu virðingarleysi
fyrir flestum viðteknum hefðum
í sagnasmíði.
Það má vel halda því firam,
að Guðbergi Bergssyni sé ekk-
ert heilagt — hvorki í bók-
menntalegum skilningi né öðrum.
Slíkir höfundar eru óhjákvæmi-
lega umdeildir, ef svo væri ekki,
væru það dauðir menn sem
læsu bækur á íslandi. Því er til
að mynda oft haldið. fram, og
ekki að ástæðtilausu, að Guð-
bergur Bergsson sé mjög nei-
kvæður höfundur — stundi ein-
ungis á útmálun lágkúru í mann-
legu atferli, smárra viðhorfa,
mannlegs og þjóðlegs vesældóms.
Sumir láta þetta sólarlausa nei-
kvæði ráða neikvæðri afstöðu
sinni til bóka Guðbergs. Auðvit-
að getum við, sem höfum mæt-
ur á gáfu Guðbergs Bergssonar,
vel viðurkennt að verk hans ein-
kennast af magnaðri einsýni ■—
þótt hann komi víða við eru stór
svið mannlífs utan hans regist-
urs. En um leið má vel benda á
að neikvæðið er Guðbergi all-
mikill styrkur, það leyfir honum
að fara með samtíðina af full-
komnu miskunnarleysi, með
þessu móti verða þau áhrif, sem
stefnt er að, sterkust, truflast
ekki af huggunarstrokum l.jós-
ari lita. Og þegar allt kemur
til alls: er það svo afleitt misk-
unnarleysi, ér það svo ámælis-
verð röskun á „réttum“ hlutföll-
um, að minna með jafn eftir-
minnilegum hætti og Guðbergur
Bergsson á óhrjáleik þeirrar ver-
aldar sem við byggjum — einn-
ig þess smáheims sem næstur
okkur er?
Síðasta bókmenntaár var auð-
ugra en mörg ár önnur. Og það
er vert' að veita því athygli, að
við þá atkvæðagreiðslu sem nú
fór fram, hafa þrír sagnasmiðir
af þrem kynslóðum hlotið mest-
an stuðning, fyrir þrjár skáld-
sögur gerólíkar, en hvería um
sig forvitnilega á sínu sviði. Það
væri sannarlega ánægjulegt, ef
hinn sundurleiti hópur áhuga-
manna um íslenzka sagnagerð,
mætti á hverju ári hér eftír bú-
ast við jafngóðri fullnæging for-
vitni sinnar og áhuga.
f fjarveru verðlaunahafa, sem
nú dvelst erlendis, bið ég útgef-
anda hans, Ragnar Jónsson, að
veita viðtöku bókmenntaverð-
launum dagblaðanna 1967.
fátæku löndunum geti ekki að-
stoðað þau allra fátækustu ! kostnað fyrir Hæstarétti, að við-
meira. I lagðri aðför að lögum“.
Iðnríkin benda á að aðgerð-
ir í verzlunar- og stjórnmál-
um komi að mestu gagni fyrir
þá sem eru hlutfallslega bezt
settir meðal hinna fátæku. I
Rétt endurrit staðfestir 22.
ianúar 1968.
Gjald kr. 30,00. — S.L.
Hæstiréttur íslands (stimpilll.
Sigurður Líndal (sign).
Brtini á Akureyri
Framhald af 1. síðu. •
búðarinnar á miðhæðinni. Voru
þau þegar flutt á sjúkrahús, en
voru látin er þangað kom. Töldu
læknar að þau hefðu kafnað af
reyk. Manni sem bjó í hinni í-
búðinni á miðhæð var bjargað
út um glugga og einnig konu og
þremur börnum af efstu hæð
hússins.
Eldurinn hafði ékki náð að
breiðast mikið út, en reykurvar
mikill í húsinu. Tókst fljótlega
að ráða niðurlögum eldsins og
skemmdir urðu ekki verulegaraf
honum, hins vegar talsverðar af
reyk og vatni.
Ekki er vitað um orsök elds-
upptaka, en öruggt talið að þau
hafi orðið í svefnherberginu á
miðhæðinni þar sem konan og
börnin sváfu. Voru það herbergi
og stofa við hlið þess talsvert
sviðin innan og húsgögn, fatnað-
ur og sængurföt brunnin. Allir
gluggar íbúðarinnar voru lokað-
ir og h'tur út fyrir að eldurinn
hafi ekki breiðzt frekar útvegna
loftleysis.
Framhald af 12. síðu.
sagði Björgvin Sigurðsson, for-
maður Verkalýðsfél. Bjarma á
Stokkseyri í viðtali við Þjpð-
viljann í gær.
Hefur svo verið síðan í
haust — ennfremur voru
nokkrar verkakonur skráðar
þegar í sumar atvinnulausar,
sagði Björgvin.
Eyrarbakki
Hér eru 10 verkakonur
skráðar atvinnulausar, sagði
Guðmundur Andrésson full-
trúi á skrifstofu Eyrarbakka-
hrepps í viðtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Það er um tugur karlmanna
sem nú vinnur upp við Búr-
fell, sagði Guðmundur. Eng-
inn fiskur hefur komið hing-
að f frystihúsið síðan 19. sept.
og nú er vinnslustöðvun hjá
frystihúsinu hér, sagði Guð-
mundur að lokum.
□ SMURT BRAUÐ
□ SNITTUR
□ BRAUÐTERTUR
BRAUÐHUSID
SNACK BÁR
Laugavegi 126
Sími 24631.
ÖNNliMST ALLA
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTU,
FLJÓTT OG VEL,
MEÐ NÝTÍZKU TÆKJUM
VW NÆG
BÍLASTÆÐl
OPID ALLA
DAGA FRÁ
kl. 7.30-24.00
HJOLBARDAVIOGERD KOPAVOGS
steindöM
OSKATÆKI
Fjölskyldunnar
Sambyggt
útvarp-sjónvarp
Vietnum
Framhald af 3. síðu.
Ágóði í iðnaðinum varð 22%
hærri á s.l. ári en árinu áður.
Þá var áberandi vaxtarhraði f
neyzluvöruframleiðslu árið 1967.
Raunverulag laun verkalýðs
uxu um sex prósent að meðal-
tali.
fbúafjöldi Sovétríkjanna 1.
janúar í ár var 237 miljónir.
ÞU LÆRIR
MÁLIÐ
í
MÍMI
GRAND FESTIVAL
23” eða 25”
KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR
• Með innbyggðri skúffu
fyrir plötuspilara
• Plötugeymsla
• Ákaflega vandaS verk, — byggt
meS langa notkun fyrir augum.
• Stórt útvarpstæki meS 5 bylgjum,
þar á meðai FM og bátabvlgju.
• Allir stillár fyrir útvarp og'
sjónvarp í læstri veltihurð
• ATHUGIÐ, með einu handtaki
má kippa verkinu innan úr
tækinu og senda á viðkomandi
verkstæði — ekkert hnjask með
kassann, lengri og betri ending.
ÁRS ÁBYRGÐ
Fást víða um land.
Aðalumboð:
EINAR FARESTVEIT & CO
Vesturgötu 2.
Kársnesbraut 1
Símj 40093
y/ EFNI
/ SMÁVÖRUR
TÍZKUHNAPPAR
^íIafþoq ömomsöK
iNNHglMTA
tÖCFRÆQf&Tðfír
Mávahlíð 48. — S. 23970 og 24579.
Signrjón Bjömsson
sálfræðingur
Viðtöi áamkvæmt umtali.
Símatími virka daga kl.
9—10 f-h.
Dragavegi 7
— Sími 81964 —
S Æ N G U R
Endumýjum gömlu sæng-
umar, eigum dún- og fið-
urheld ver og gæsadúns-
sængur og kodda af ýms-
um stærðum.
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstig 3. Simi 18740.
(örfá skref frá Laugavegi)
*elfur
Laugavegi 38
Skólavörðustíg 13
*
UTSALAN
ER
HAFIN
*
ALDREI
MEIRA
VÖRUVAL
*
ALDREI
MEIRI
AFSLÁTTUR