Þjóðviljinn - 25.01.1968, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 25.01.1968, Qupperneq 4
4 SfÐA — ÞJÖÐVEL/JINN — Fimmtudagur 2S. janúar 1968. Útgeíandi: Samemingarflokkur alþýðu - Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: ívar H. Jónsson. (áb.), Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Símí 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Alvarleg áminning Jafnvel hinir alvarlegustu atburðir missa áhrifa- mátt sinn í hugsun manna ef þeir gerast í sífellu, dag eftir dag og ár eftir ár. Þannig er því til að mynda háttað um kjamorkuógnanir Bandaríkjanna, sem láta flugvéláflota í sí- fellu sveima í háloftunum, hlaðna vetnis- sprengjum. Flugflotar þessir eru sendir eftir ýmsum leiðum í átt til landamæra Sovétríkj- anna, og hver hópur hefur meðferðis fyrirmæli um það hvar kasta eigi vetnissprengjum innan Sovét- ríkjanna ef slík boð berist á leiðinni. Þessi óhugn- anlegi stríðsleikur vakti að vonum skelfingu og reiði þegar kunnugt varð um hann, stjórrumála- menn, vísindamenn og skáld hafa tek.ið þessa kald- rifjuðu stríðsögranastefnu til meðferðar — í Reykjavík hefur að undanförnu verið sýnd áhrifa- mikil kvikmynd sem gerð var að þessu tilefni. Engu að síður fymist yfir þennan ömurlega vem- leika í hugum manna, enda þótt hann endurtaki sig dag hvern; það þarf öhöpp eða slys til þess að minna fólk á það hversu stutt er í tortímingu kjarnorkustyrjaldar. En slík slys eru alltaf að gerast. Bandaríska hermálaráðuneytið hefur við- urkennt 13 slys hjá flugvélum þeim sem bera hel- sprengjurnar yfir lönd og álfur, en ráðuneytið við- urkennir þau slys ein sem fregnir berast af með öðru móti. Fyrir tveimur árum fórst flugvél af þessu tagi yfir Spáni og fjórar ve'tnissprengjut féllu til jarðar, en mikinn viðbúnað þurfti til þess að komast hjá hinum alvarlegustu afleiðingum. Og á sunnudaginn var gerðist hliðstæður atburður í nágrannalandi okkan Grænlandi með afleiðingum sem enn em ófyrirsjáanlegar. rr~\ ^stæða er fyrir íslendinga til þess að gefa atburð- unum í Grænlandi sérstakan gaum. Danir töldu sig hafa um það afdráttarlausan samning við Bandaríkjastjórn að kjarnorkuvopn yrðu ekki höfð á dönsku landi og að flugvélar með slíkan farm flygju ekki yfir danskt yfirráðasvæði, en stað- reyndir hafa nú sannað að við þennan samning er ekki staðið af hálfu bandarískra stjómarvalda. íslenzk stjórnarvöld telja sig einnig hafa hliðstæða samninga við Bandaríkjastjórn, en atburðirnir í Grænlandi gera óhjákvæmilegt að það mál verði tafarlaust tekið til nýrrar athugunar. Ríkisstjórn íslands ber umsvifalaust að lýsa yfir því að kjam- orkuvopn séu ekki leyfð á íslandi, að flugvéluim með slík vopn séu bannaðar ferðir yfir íslenzkt yf- irráðasvæði, og að lending slíkra flugvéla sé óheim- il með öllu — einnig nauðlendingar sem hafa a ' sjálfsögðu mesta hættu í för með sér. Jafnframt ber að ganga eftir því að ríkisstjóm Bandaríkj- anna heiti að virða þessa stefnu í einu og öllu. jafnframt því sem komið verði á af íslands hálfu fullnægjandi eftirliti með efnd slíks loforðs. þegar rætt var um þessi mál á þingi í fyrradag virtist Emil Jónsson ekki hafa gert sér neina grein fyrir þeim ályktunum sem íslendingar hljóta að draga af atburðunum í Grænlandi. Hins vegaT hét hann því að taka málið upp við Bandaríkja stjórn, og ber alþingi að fylgiast með því að vi það fyrirheit venði síaðið. — m. Þeodorakis — hinn gríski tónn EFTIR ROBERT NAUR •r ;5 SSSftl ■ □ Þann 5. september síðastliðinn leiddi formaður grísku öryggislögreglunnar, Papa- spyropoulos, einn af föngum sínum tónskáld- ið Mikis Þeodorakis fram til vitnisburðar um það, að meðferðin á honum hefði verið sýnu verri í fréttum en í reyndinni; hann hefði ekki fengið svo mikið sem glóðarauga. Um líkt leyti var lagi eft.ir hann, sem hann kallar „Aldr- ei“, komið á laun út úr aðal- stöðvum lögreglunriar, sem heita Boubouiinas, lag betta er dul- ræður frelsissöngur, frá hendi þess manns, sem gat komið fólki hvar á hnettinum sem var til að syngja Bag sitt „Zorba“, og aðra þjóðlega söngva gríska. Nú er beðið eftir því að Maria Faranturi bæti þessu lagi við þau fimmtári, sem fyrir eru, á grammófónplötu, og þessi hugrakki frelsisvinur ogóvenju- legi tónsnillingur hefur ort. Þeodorakis sjálfur og með honum iítil tíu manna hljóm- sveit, hefur spilað lögin inn á plötumar, en hljómsveit þessi ieikur á ævafom hljóðfæri grísk, einkúm það sem kallast bouzo- ukia, (búzúkfa) og skylt er mandolíni eða banjó, og gefur frá sér titrandi tóna. Lögin eru öll saman á LP-pIötu, sem gef- in er út hjá Columbia og nefn- ist Hinn gríski tónn, eða Lag Grikkiands. Þeodorakis er sem kunnugt er hámenntaður tónlistarmaður. og hefur hann samið ballett. sem hefur verið sýndur í Cov- ent Garden árum saman, og auk þess ýms tónverk við gömiu grisku harmlejkina, suma hverja. Hann er sannfærður sósíalLsti, hefur verið þingmaður og upp- hafsmaður æskulýössamtaka — sem nú eru auðvitað bönnuð — og orðin voru svo fjölmenn, að f þeim voru hundruð þúsunda af ungmennum. Hann er 42 ára og var þegar á árunum er hin síðari heimsstyrjöld geisaði. settur í fangelsi vegna róttækrn skoðena. Þegar herstjómarklíkan hrifs- aði völdin í apríl, faldi I>eodor- akis sig, og fannst ekki fvrr en tveim mánuðum síðar, og var það leynilögreglan, sem hafði upp á honum, en hann var tek- inn fastur á þeirri forsendu, að hann hefði móðgað Hans hátign Konstantín konung. Hann var orðinn heimsfrægt tónskáld löngu áður en hin af- dráttarlausa stefna hans í stjórnmálum olli þvf að hann varð að þoia pfslarvætti henn- ar vegna. Tónlist hans varð honum miki'U stuðningur til að ná tök- um á fjöldanum, einnig i frelsisbaráttunni, og hljómsveit sína lét hann leika undir beru lofti, og dreif þá að sá fjöldi fólks, að ískyggilegt þótti, og var lögreglan látin koma að og dreifa mannfjöldanum. Tónlist hans er nú bönnuð í Grikk- landi. í landi, sem Dengi hefur ver- ið í viðjum frelsisskerðingar og áþjánar, ætti ekki að þurfa að minna á það* hvflfkt táknrænt gildi tónlist getur haft. Með því að fangelsa Þeodorakis ogbanna vgrk hans, hefur herstjómar- klíkan sýnt svo berlega sem verða má, þvflík grimmileg ógnarstjóm það er, sem hún hefur kornið á, og jafnframt hefur hún fengið andspymu- hreyfingunni það andlegt vopn í hendur, sem um munar. Aldr- ei hafa lög hans fengið betrí hljómgrunn en núna, eftir að þau voru bönnuð. Þeodorakis missir aldrei marks, heldur hittir hann svo beint að furða má finnast. Þessi sextán lög eru öll dans- lög, og raunar samrunnin þjóð- legri tónlist grískri sem eng- inn veit hverjir. eru höfundar að. Þau hafa engan söngtexta, en í þeim er mikil auðlegð stemmninga, allt frá þýðum, Jýr- iskum smálögum til eldlegs guðmóðs og ofsa. Eæssi yfirlæt- islausi boðskapur smýgur eyru manns, það þýðir ekki að ætla sér að daufheyrast við honum, því þetta „Grikklands lag“ er runnið úr sál þjóðarinnar sjálfri.' Þarna má heyra tóna Mikis Þeodorakis með Margaritu dóttur sína áður en herforingja- stjórain komst til valda og lét handtaka hann. frá Byzans sem og aftan úr nið- dimmri fomeskju, tóntegund- irnar eru sérstæðar, og hljóð- fallið rís og hnígur án fastrar reglu. Chopin barðist fyrir frelsi lands sfns í sölum aðalsfólks, en Þeodorakis gerir það mitt á meðal landa sinna, þessa fólks sem ekki mun lengi þola vald- ræningjunum kúgun og píslir — hún mun rísa upp í krafti þéirra heilbrigðu afla, sem f henni sjálfri búa — og setja þá af. Afengisneyila hefur aukizt um 0,45 lítra s/. fimm ár n Á árinu 1967 jókst áfengissalan hjá Áfengisverzlun ríkisins um 41 miljón króna eða 9% frá árinu áður en áfengisneyzlan jókst úr 2,32 lítrum á mann miðað við 10Q% áfengi í 2.38 lítra eða um 2,6%. Árið 1967 nam heildarsala á- fengis frá öllum útsölustöðum Áfengisverzlunarinnar kr. 543,1 milj. og er það 4i miljón kr. meira en árið áður en talsverð verðhækkun varð á áfengi síð- ari; hluta árs 1967. Salan skipt- ist svo eftir einstökum útsölu- stöðum á landinu: Reykjavík 413.8 milj. kr. Alpureyri 51.2 milj. kr. fsafjörður 14.6 milj. kr. Siglufjörður 8.8 milj. kr. Seyðisfjörður 15.8 milj. kr. Keflavík 20.6 milj. kr. Vestm.eyjar 18.2 milj. kr. Áfengisútsalan í Keflavík var opnuð 24. febrúar 1967 og á- fengisútsalan í Vestmannaeyj- um var opnuð 10. marz. i Áfengisneyzlan á mann, mið- að við 1(10% áfengi, hefur auk- izt sl. 5 ár sem hér segir: 1963: 1.92 lítrar 1964: 1.97 lítrar 1965: 2.07 lítrar 1966: 2.32 lítrar 1967: 2.38 lítrar. Moskva 4.700 km., Suðurpóllinn 20.009 km., Ve:tingahúsið Rostungur 25 km. m., Botn (beint niður) 3.800 m. — Þetta eru ále ranirnar á vegvísinum. sem fljóiandi rannsóknarsioð Sovétrikjanna Norðurpóllinn-15. Norðurpóllinn 700 stendur á hinni í 700 metra fjarlægð frá Norðurpólnum Rannsóknarstöðin Norðurpóll- inn-15, sem er á fljótandi ís- jaka, hefur nú farið hjá norð- urpólnum eins og til stóð. Þeg- ar hún komst næst honum var hún aðeins í um mílu fjarlægð. „Áhöfnin“ á ísjakanum skýrði frá því að ofsaveður hafi geng- ið yfir um það leyti. sem farið var hjá pólnum, en hiti hafi verið „þægilegur“ aðeins mín- us 24 gráður á celcius. Jakann rekur nú í átt til Grænlands. Ferðin hófst fyrir 18 mánuðum og hefur verið hraðað upp á síðkastið vegna sterkfar sunnan- og suðvestan- áttar. Norðurpóllinn 1., sem vaíf fyrsta sovézka rannsóknarstöð af þessu tagi var „hrundið af stokkunum" árið 1937. Frá þeim tíma hafa þessai: rannsóknarstöðvar á ísjökum safnað mjög miklum upplýsing- um sem koma sérstaklega að góðum notum við veðurspár. I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.