Þjóðviljinn - 01.03.1968, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.03.1968, Blaðsíða 2
I '2 SílÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudag’ur 1. marz 1968. Gaddavír, Bítlar og jógar I Hinn indverski jógi, Mahar- ishi Mahesh, er nú orðinn svo vinsaell, að á þeim dögum er fela verður hann og Bítl- ana brezku bak við gaddavír meðan þeir eru í heimsókn hjá honum i Rishikesh á Ind- landi, hefur hann undirritað samning um þriggja vikna leiðangur um Bandaríkin við bandarísku bítlasöngvarana The Beach Boys, en þeir eru einnig í hópi hinna nýju læri- sveina hans Frá Rishikesh í frumskógum víð rætur Himalajafjalla ber- ast þær fregnir. að gerðar hafi verið víðtækár öryggis- ráðstafanir til að halda aðdá- endaskara í hæfilegri fjarlægð frá Bítlunum, sem nú leggja stund á íhuganir undir leið- sögn Mharishi jóga. — Auk þeirra er leikkonan Mia Far- row þar mætt sömu erinda. Reistar hafa verið þrjár gaddavírsgirðingar hver utan yfir aðra umhverfis þetta musteri þankans. sem líkist af þeim sökum umsetnum herbúðum. Fyrir utan safnast saman mikill fjöldi pilta og stúlkna, sum í fylgd með for- eldrum sínum. sem reyna að koma auga á Bítlana en flest verða að snúa heim vonsvik- in. En þótt George Harrison hafi brosað til fólksins sem gægist í gegn um ga'ddavír- inn hefur John Lennon æpt á það og öskrað og sýnt með þeim hætti að það er langt frá því. að íhuganimar hafi tryggt honum sálarfrið. Lenn- on hefur einkum Játið í ljós reiði sína við blaðamenn. Mahesh jógi hefur neitað blaðamönnum og aðdáendum um aðgang að lærisveinum sínum og sagt: „Enn er eigi tími til þess kominn“. Hins vegar hefur Mahesh jógi skýrt fréttastofunni A.P svo frá að Bítlamir séu í mik- illi framför og hafi mikið gagn af heimsókn sinni. Fram- kvæmdastjóri jógans. Surech. hefur sagt. að Bítlarnir bafi enn ekki náð hinu æðsta stigi með sálarstarfi sínu — en það er að vera þess verður að baða sig t því heilaga fljóti. Ganges sem streymir gegn- um landareignina. „Baðvatnið í búðunum er nú . samt úr Ganges“ segir' hann. „en það er munur á því bami sem fær brjóst og því sem verður að láta sér nægja pela“ En nú berast leiðinlegar fréttir frá Los Angeles í Kalifomíu. í>ar situr armar vinsældajógi sem heitir Swami Vishnu-Devanada. Hann segir Maharishi Mahesh jógi. sem Bítlamir og Mia Farrow telja helgan mahn (guru), sé eiginlega hálfgerður svindlari. Hann gefi lærisveinum sínum aðeins útvatnaðan jóga. „Það eína sem hann segir við þetta unga fólk er að menn geti vissulega fundið frið, að menn geti étið og drukkið eins og þá lystir — það sé nóg að leggj a stund á íhugun aðeins 15 mínútur á dag. Þetta er ekki sannur jógi“ . Þessj maður sem er slétt- rakaður bætir við: „Skeggið hefur Maharishis aðeins í auglýsingaskyni.“ Vishnu-Devanada á sér um 100 þúsund áhangendur í Kalifomíu og er um þessar mundir i Los Angeles til að fylgjast með starfi eins af þrjátíu skólum sínum í Bandaríkjui^um. „Sannur jógi er," segir hann, „— ekkert áfengi, ekkert tó- bak, engir næturklúbbar, ekk- ert kjöt. óbreytt líf í bindindi og íhuganir eina klukkustund á dag.“ Ha-nn útskýrir með svofeíld- um hætti þá staðreynd, að margir Bandaríkjamenn sýna um þessar mundir áhuga á austurlenzkum fræðum. „Þær góðu sálir sem dóu i fomöld eru nú að byrja að endurholdgast í Bandaríkjun- um. Þær vita. að eitthvað vantar, þrátt fyrir efnaleg gæði. og leita að þeim friði sem þær -þekktu í fyrra lífi . . .“ Jóginn vinsælj kann bersýnilega að staðfæra fag sitt i guðs eigin landi. En Maharishi Mahesh virð- ist samt sem áður njóta hinna mestu vinsælda í Bandaríkj- unum og blaðið Melody Mak- er segir að hann fari ásamt The Beach Boys 3. maí í 20 daga leiðangur um bandaríska skóla og háskóla. Foringi sveitarinnar Brian Wilson, er sagður vinna að því að búa til nýja „íhugunarsöngva" til að nota í ferðinni. Áformað er að .Beach Boys sjái um fyrra helming dagskrárinnar en jóginn flytji fyrirlestur hinn síðari .. Samþykkt Iðju á Akureyri um skipulágsmál A.S.I. Eins og getið hefur verið í fréttum Þjóðviljans, var aðal- ftindur Iðju, félags verksmiðju- fólks á Akureyri, haldinn 11. febrúar sl. Meðal samþykkta, sem gerðar voru á fiundimim var eftirfarandi ályktun um skipulagsimiál Alþýðusambands íslands: „Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, haldinn 11. febrúar 1968, télur að í skipulags- og lagamálum Alþýðusambands Islands, verði að fara þá leið, er skápi siterk- arí baráttuaðstöðu verkafólks- ins í landinu í hagsmunabarátt- unni, en nú er. Iðja telur að stofinun margra landssamtaka og sérgreinasam- bánda, sé ekkd leiðin að þvi marki og leggur því til, að þau verði lögð niður. En önnur form á skipulags- málum A.S.I. eru fyrir hendi. I því sambandi vill fundurinn benda á, að í 1. lagi: Fjórð- ungssamböndum verði gefin starfshæf aðstaða til þjónustu fyrir verkalýðsfélögin með sér- stakri skrifstoÆu og starfs- mannahaldi. Að félagsmanna- fjöldi bak við hvem fulltrúa á þingi A.S.Í. verði 250—300 og hvert það félag, sem ekki nær þeirri légmarkstölu skuli eiga einn fulltrúa á þingi A.S.I. og í öUurn meiriiháttar * málum verði viðhöfð aHshorjaratkvæða- greiðsla. 1 annan sitað vill fiundurinn benda á, að verði ei um annað að ræða' en stofinun sérgreina og landssambanda í aðalatrið- um, þá er það skoðun félags- ins að þau verði fá en stór og eigi fleiri en 6, það er: verka- mannasamband, sjómannasam- Frá Raznoexport, ll.S.S.R. AoaBaæðaffokka; MapsTradingCoinpanylif MOy D gæOarlOKKar Laugaveg 103 Sími 1 73 73 band, verzlunarmannasamband, byggingariðnaðarm.samb., vöru- biíreiðastj.samb., Iðju^ ogþjón- ustusamband. Þá verðí fulltrúa- ráð og fjórðungssambönd lögð niður. Reglur um kosningartil Íiings A.S.I. verði gerðar edn- aldar og aðgengiilegar, cg rétt- ur fulltrúa á þingi ASl verði jafin til stjórnarkjörs, sérrétt- indi lamdssambandanma engin. iFundurinn beirnir þvi til milliþinganefndar í skipulags- og lagamálum, að gæta þess, að tillögur honnar leiði ekki til ofstjómar á verkalýðshreyf- ingunni, sem gerir starfið þurrt, ölffrænt og um of kerfisbundið. Starfsemi verkalýðsfélaganna út á landsbyggðinni, verður að auka og glasða á hvem þann máta, sem hægt er.vegna þýð- iingu þeirra staða, sem þau starfa fyrir. Ef aðal stjómunar- váldið og máttur samtafcanina sogast til Reykjavíkur, rýrir það 'S<5 verulogiu lcyti starfs- möguleika verkalýðsfélaganna, ekki sízt ef samningsrétturinn lendir i höndum landssam- bandanna, sem mifcil hætta er á. Þá ber ennfiremur að hafa 1 huga, að skipulagming verka- lýðshreyfinigarinnar verði á þann veg, að hún verði bæði hagkvæm og. ódýr í rekstri, þannig, að það verðmæti, sem greitt er til samtafcanna hverju sinni nýtist sem bezt. Allt útlit er fyrir, að nú og í næstu framtíð verði lítdl hreyfimg í kaupgjalds-og kjara- tnálum verkalýðss.téttarinmar, nema til komi allsherjar sam- takamáttur hreyfingari nnar, og skiptir þá mestu xnáli, að til séu öflug og sterk verkalýðs- félög, sem fær séu um að leysa hið vandasama hlutverk sitt af hendi“. Núverandi stjórn Félags veggfóðrarameistara í Reykjavík. Frá vinstri: Garðar Jcnsson gjaidkeri, Kristján St. Kristjánsson meðstjórnandi, Stefán Jónsson formaður, Tómas Waage ritari og Valur Einarsson varaformaður. Félag veggféðrara- meistara er 40 ára Um þessar mundir er Félag veggfóðrarameistara í Reykja- vík fjörutíu ára. Það var 4. rnarz 1928 sem veggfóðrara- meistarar í Reykjavík komu saman í Bdðstofu iðmaðarmanna til að ræða hagsmunamál sín og stofnuðu þeir Veggfýlrara- - félag Reykjavíkur. Var mikill framfarahugur í þessum braut- ryðjendum stéttarinnar og má m.a. nefna, að þegar 24. sama mánaðar gáfu þeir út sinn fyrsta uppmælingataxta og munu veggfóðrarar vera fyrstu iðnaðarmenn landsins sem tóku upp það launagreiðslukerfi og hafa þeir unnið eftir því síð- am. Stofnendur félagsins voru 11 talsins og fyrstu stjóm þess skipuðu: Viktor Kr. Helgason formaður, Sigurður Ingimund- arson ritari, og Bjöm Bjöms- son féhirðir. í júni 1932 var nafni félags- ins breytt. í „Meistarafélag veggfóðrara“ og ári siðar var „Sveinafélag veggfóðrara" stofnað. 1 febrúar 1945 voru svo þessi tvö félög sameinuð í „Félag veggfóðrara í Reykja- vik“ og hélzt það samstarf fram til ársins 1957, er „Félag vegg- fóðrarameistara í Reykjavík“ var stofinað. Frá upphafi hafa veggfóðrar- ar tékið virkan þátt í félaga- samtökum iðnaðanmanna svo sem Landssambandi iðnaðar- manna og Meistarasambandi byggingamanna. Árið 1964 réðst félagið í að I byggja hús jrHr starfsemi sma ásamt fjórum öðrum meistara- •félögum í byggingariðnaði, að Skipholti 70 og hefur félagið opna skrifstofu þar fyrir með- limi sína og aðra þá er til fé- lagsins þurfa að leita. Mikil þróun er í iðnirini og stendur félagsstarfisemi með miklum blóma. Núverandi stjóm félagsins skipa: Stefán Jónsson fcrmað- ur, Valur Einarsson varaformað- ur, Tómas Waage ritari, Garð- ar Jensson gjaldkeri og Kristj- án Steinar Kristjánsson með- stjómandi. — (Fréttatilk.). Fyrsta badmintonmót á veg- Knattspyrnufé/agsins Vals Sl. laugardag var efnt í fyrsta skipti til badmintonmóts á vegum Knáttspymufélagsins Vals. Mót þetta var haldið á veg- um banmimitondeildar félagsins, sem stofnuð var á s.l. hausti. Fór það f ram í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda og var Einar Jónsson mótsstjóri. Formaður badmintcmdeildar Vals er Páll Jörundsson. Keppt var í tveim flokkum. 1 fyrsta aldursflokki (fullorð- inna) voru keppendur 26 tals- ins, en í drengjaflakki 10. 1 keppni fullorðimna sigrnðu þeir Ormar Skeggjason og örn Ingólfsson eftir geysiharða bar- áttu við þá' Sigurð Tryggvason og Hilmar Pietsch (15:10, 16:17 og 18:16. 1 drengjaflokki sigruðu þeir Jón Gislason og Ragnar Ragn- arsson. Unnu þeir Jón og Ragn- ar í úrslitaleik þá Jafet Ólafs-' san og Pétur Ámason (11:1, 11:4). Styðja tillögur Ú Þants NEW YORK 22/8 — Finnland fylgdi í dag fordæmi Svíþj óðar og tilkynnti um stuðning sinn við tillögur Ú Þants' um frið í Vietnam —• en hann hefur sagt að hætti Bamdaríkjamemn loít- árásum á Norður-Vietnam, verði kornið á friðarsaimnmgana inman fárra vikna. Sigurjón Jóhannsson frá Seyðisfirði Síöast er nú að syrgja þig, Sigurjón, austanmaður. Þú komst svo oft á mál við mig, maður vitur og glaður. Minningin er af mörgu gjörð, mönnunum góð í flestu. Sæki ég lfka á Seyðisfjörð sumar þær allrabeztu. Vel ég mér svið þar sólin s'kín sæl yfir liðnum dögum. Hef ég svo vina hjartalín hreint, í minningasögum. Lagðir þú út á lífsins hraun, lítill og snauður drengur. Þjóðinni er s'jálfri sigurlaun sagan er af þér gengur. Fremst voru þér hin fögru mál, fögnuð sem öllum veita, áttir jafnan í ungri sál allt sem má fagurt heita. Það var stundum að fórstu á flug fram, með skáldunum góðu. Svo léztu vera sól í hug söguna vitru, fróðu. Hönd þín var báeði heil og sterk, hafði sín dyggðatýgi. Enginn hitti þinn heiðurs serk hruflaðan eftir lýgi. Víða um þjóðar verkasvið voru þér hendur tamar. Hvarvetna er þú lagðir lið langt var það mörgum framar. Svívirðing heims, og svik og prjál sást þú að mörgu brjála. Samt vjldi enginn síður stál sækja til þeirra mála. Veit ég ei til þú vildir grand viljandi neinu gera. Sólar- muntu ,nú líka um -land lifenda merki bera. Víst er mér skylt að þakka þér, þegar nú vegir skilja. Fáir létu svo fylgja mér fagran og góðan vilja. Benedikt Gíslason frá Hofteicji.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.