Þjóðviljinn - 01.03.1968, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.03.1968, Blaðsíða 5
w Bréf til gamals kennara vegna viðtals í sunnudagsblaði Tímans 11. febrúar sl. Edinborg, 19. febrúar 1968. Kæri herra Halldór Kiljan Laxness: Leyfist ungri konu, sem á taarnsárum sínum varð snortin töfrasprota kúnstar yðar, að senda yður fáeinar linur af fá- tæklegum auði sánnar tun-gu ? Af öriæti yðar kasmópólitaníska hjarta veit ég að þér forlátið mér fátækt hinna töluðu orða og agaleysi stílsins, sem ef til vill er því að kenna, að ég hef ekki haft tíma til að stúdera miðaldasagnfræði og gamla texta í sex ár, ekki einu sinni sex mánuði, vegna annarra lítil- mótlegri starfa. Áður en ég kemst að efni þessa skrifs, langar mig að lýsa yfir aðdáun minni vegna óend- anlegrar auðmýktar og lítillætis yðar stóra hjarta, sem hér á ár- um áður átti rúm fyrir alla lítilmega vorrar þjóðar, Þér haldið fram, að þér hafið aldrei raunverulega slegið í gegn hér heima, vinsældir yðar hafi verið fluttar inn frá hinum stóra heimi. Þetta getur átt við um Kristmann kollega yðar, en það er vegna þess, að hann er svo miklu verra skáld en þér hafið nokkurn tíma verið. Þegar ég, bláfátækur unglingur í skóg- lausum Hafnarfirðinum, komst til nokkurs vits, fékk ég óljósa vitneskju um, að af einhverjum ástæðum væri fegurð míns lífs- himins snauðari af litum en fólks, sem ég las um á bókum. Ég hugsaði óttalega mikið um þetta, þangað til þér urðuð til þess að skýra þetta vandamál fyrir mér. Þér skrifuðuð ritgerð um fátækt, og í henni stóð með- al annars, að svángur maður hefði aungvan kúltúr, hann hugsaði ekki um annað en að éta. Þetta skildi ég strax, þá barnung, og hef aldrei gleymt því síðan. Síðan las ég allt, sem ég komst yfir af bókum yðar, og þannig lærði ég að sjá og skilja þá hrjúfu fegurð, sem þrátt fyrir allt ©r á himni. hins fátæka og kúltúrsnauða manns. Á menntaskólaárum mínum var öllum skólasystkinum mínum eins farið, þau höfðu eignað sér bækur yðar eins og ég, við kunnum langa pistla utanað og töluðum yðar tungu, vorum enda óskrifandi þess vegna, því að skopleg eftiröpunin varð af- káralegt skrípi. Þér hafið eyði- lagt fleiri unga rithöfunda en nokkur maður annar, og það telst enn til! tíðinda, ef ungur maður á íslandi hefur verið þess umkominn að losa sig frá á- leitnum stíl yðar, þó að ekki verði við yður sakazt. Ungur rithöfundur — Guðbergur Bergsson — hlýtur um þessar mundir loí og prís, af því m.a. að hann skrifar stíl alis ólíkan yðar. Svo sannarlega finnst mér þér hafa slegið í gegn. Hitt verðið þér að fyrirgefa einstaka lúsugum fátæklingi þó að hann fyrtist við skrif yðar í upphafi. Þeir áttu sitt stolt, eins og Bjartur. En þér gerðuð mig að öðru og meira en einlægum að- dáanda sniiligáfu yðar, þér gerðuð mig að sósíalista, þegar sósíalistar í fæðingarbæ mínum voru taldir á fingrum annarrar hándar. (Ég tek mér ekki í munn orðið kommúnisti, því að Morgunblaðinú, yðar forna fjanda, hefur tekizt að finna því orði merkingu, sem ég kæri mig sízt um að vera. bendluð við, með alkupnum bardagaaðferð- um sínum). Þessu vígi hlýt ég að lýsa á hendur yður, þó að hér sé einskis að hefna, síður en svo. Blaðakona Timans minnir yðu,r á, að íyrir veru yðar hafi lífsblóm sósíalista þrifizt um skéið. Þér takið því með.kald- hæðni hins veraldarvana heimsborgara, tja, það skrif- uðu margir rithöfundar þjóðfé- lagslegar skáldsögur um þetta leyti, ' segið þér. Ekki fæst ég til að trúa þvi, að þér hafið einungis troðið gengnar slóðir, kæra nóbelsskáld, ég veit, að yður . var mikil alvara. Þér skrifuðuð oft dálítið aristó- kratiskt um alþýðuna, en engu að síður efast ég ekki um, að tilgangur yðar var einlægur og heiðarlegur. Aldrei skal ég meðtaka það. að sá eini tónn hafi veri.ð fatskur. Hitt skil ég. að þér urðuð fyrir vonbrigð- um. það urðum við öll. Alþýðan er breysk eins og aðrir, jafn- vel ]>ó að hún eignist málungi matár, og að lokinni máltið verður oft bið á tærum kúlt- úmum. Félagi'Stalin gerði okk- ur lífið erfitt, á meðan við gerð- um okkur ekki ljóst, að ekkert skipulag er svo fullkomið, að einstaklingar geti ekki gert því skaða. Við getum sjálfsagt bæði viðurkennt þau stórvirki, sem gerzt hafa í Rússlandi á s.l. 50 árum, þó að við sjáum á núverandi þjóðskipulagi ljóta skavanka, eins og til að mynda höft á málfreisi einstaklinga. sem j>ér hafið drengilega bar- izt á móti. Þér ættuð einmitt að berjast gegn hinu sama í v-Evrópu og í Ameríku, því að na'fn yðar fær menn til að Föstudagur 1. marz 1968 hlusta. Þjóðlagasöngkonan Jo- an Baez situr í fangelsi fyrir skoðanir sínar, blökkumahna- leiðtoginn Stokeley Carmichael hefur verið sviptur vegabréfi og þannig mætti lengi télja. Síðan segizt þér hafa hætt að berjast gegn fátækt. Allir höfðu þau ógrynni fjár, að sá maður, sem á undanfömum velgengnisárum hefði talað um fátækt, mundi hafa verið álit- inn brjálaður. Og einhver (hver?) hefur sagt yður, að íslendingar séu tekjuhæstu menn í heimi!! Vist hefur það aldrei verið yðar sterkasta hlið að vera konsekvent, hvað segir maður á íslenzku, sjálfum yð- ur samkvæmur, en haldið þér nú ekki að þetta sé hæpinn sögumaður, sem flytur fregn- ina þá? Grun hef ég um, að fáir viti um almenn laun ís- lendinga á alþjóðlegan mæli- kvarða, auk )>ess sem það seg- ir svosum ekkert nema í sam- bandi við aðra vitneskju um vöruverð og þess háttar, sem ég legg ekki á yður að tala um, það er eins og að blóta í guðshúsi að tala við fagurkera um vöruverð. Ég er a.m.k. helmingi yngri en þér, en samt hef ég barizt við fátækt mest- alla ævi á þessum síðustu vel- gengnistímum, sem þér talið um. Það er ekki langt síðan ég var i menntaskóla, en einn veturinn átti ég enga kápu. hvorki fallega, eins og fötin ,yðar eru. né ljóta kápu, heldur bara alls enga. Þó unnu for- eldrar mínir hörðum höndum og lögðu nótt við dag. Og ég var áreiðanlega ekki fátækasti íslendingur þessa tíma. Ég segi yður þessi einkamál einungis til að sanna yður, að fátækt er — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA § Eftir Guðrúnu Helgadóttur alltaf fyrir hendi í auðvalds- þjóðfélagi, svo að yður hefði verið óhætt að berjast áfram, ég hefði ekki álitið yður brjál- aðan. Og velgengnistímar breyta engu um óréttláta skipt- ingu auðs í þjóðfélagi. góðæri gerir einungis kúrvumar lengri án þess að hlutföll breytist. Eft- ir eru alltaf einhverjir lítilmeg- ar, sem af éinhverjum astæ 'jm verða ekki auðugri, stundum hefur fólk ekki gert annað fyr- ir sér en eignast of mörg böm, margir eru sjúkir og vanmegn- ugir. Kæra nóbelsskáld, það eru alltaf einhverjir, sem eiga bágt og þurfa á hjálp að halda. Ég get svo hjartanlega unnt yður að eiga skyrtur og íbúðir til skiptis, eins og segir í um- ræddu viðtali. Hvort þér eigið það skilið! Og víst er mannlegt að taka sér hvíld í góðum sóf- unum eftir velunnið dagsverk og sjá ekki ástæðu til að berj- ast í góðærinu. En nú hafið þér von um atvinnuleysi og því e.t.v. bardaga á ný. Mikið haf- ið þér rétt fyrir yður um kúlt- úrleysi alþýðunnar. Ekki er ég komin lengra en þetta þrátt fyrir sæmileg efni hin síðari ár, að ég kysi heldur að verða af einu snilldarverki frá yður en upplifa atvinnuleysistíma- Framhald á 9. síðu. Blli: ' " ' ■■■"■' '................................................... éésii * INRIBPROM-68 Kíva, gímul Iwrg í Usbekistaa. Venus 4. afsannar tilgátu Fréttabréf frá Sovétríkjunum Moskvu 1S. febrúar — í Moskvu var nýlega haldin ráð- stefna, sem fjaUaði um upp- runa olíu og gass. Á ráðstefn- unni var hafnað lilgátu ame- ríska vísindamannsins, prófess- ors Hoils. Tilgáta Hoils gerir ráð fyrir ólífrænni synthesis þessara efna. Mikill meirihluti sérfræðinga, jarðfræðingar, efnafræðingar, eðlisfræðingar og stjameðlisfræðingar, hallast að hugmyndinni um lífrænan uppruna olíu og gass. Lokadómur á kenningu Hoils var felldur eftir að borizt höfðu til jarðar óvefengj anlegar upp- lýsingar frá Venus-4 um sam- setningu lofttegunda í atmos- feru Venusar. Fylgismenn kenningarinnar um ólífræna syntlhesis hafa haldið því fram, að olíu kol- vetni myndist í iðrum hnatta, þar sem vetni og kolefni sam- einist undir miklum þrýstingi og við hátt hitast.ig. Á þessu grundvallaði Hoil tilgátu sína um það, að á yfirborði Venus- ar væri mikið magn brennan- legs gass og olíu, sem hefðu getað myndazt þar. Álitið var, að yfirborð Venusar væri sem olíuhaf, umlukið þykkum skýj- um butans, propans og ann- arra þungra gastegunda og kol- sýru. Fyrir aðeins nokkrum árum virtust geimrannsóknir og nýj- ustu niðurstöður á rannsókn- um loftsteina í rannsóknarstof- um styðja tilgátu Hoils. í loft- Steinum fundust flókin kolvetni lík lífrœnum saml>öndum. Aromatisk efni fundust, bitum- en og naphlenic sýrur. Efna- fræðingum tókst að framleiða á rannsóknarstofum flókin kol- vetnismólekul við sömu aðstæð- ur og ríkja úti í geimnum. Nýju tHgá-kmni virtdst vaxa ásmeyin. En fyrstu upplýsingamar sem hárust frá Venus um andrúms- loftið þar, kollvörpuðu tilgát- um Hoils. En hvernig stendur þá á nóknum kolvetnissamböndum í loftsteinum? A. P. Vinogradov, meðlimur sovézku vísindaaka- demíunnar, hefur sannað svo ekki verður um villzt, að flók- in kolvelnissambönd geta myndazt á yfii-borði géimhnatta þar sem vatn sé, fyrir tilverkn- að orku geimgeisla, „solnr wind“ (protonuslraumur frá sólu ut í y(ri gpim). eða út- fjólublárra geisla. A. P. Vinogradov álítur, að lífið á jörðunni hafi orðið til i umhverfi „ytra geims“ kol- vetna. Á j>eim tíma hafi jörð- in ekki haft núverandi and- rúmslóft, sem hafi getað vemd- að hana .fyrir „solar wind“, lit- fjólubláum geislum eða efnis- hlutum utan úr geimnum. Um leið og lífið hafi farið að blómgast á jörðunni, hafi and- rúmsloftið tekið á sig núver- andi mynd og verndað. Hann álítur, að lífrænar leifar um- myndaðar í iðrum jarðar séu undirstöðuefni olíu og gass. Hv'að viðvíkur „geim“-kol- vetnum. þá mun sennilega reynast mögulegt að rannsaka uppruna þeirra annað hvort á yfirborði tunglsins eða á Mars, þar sem slíkar efnabreytingar eru ekki sjaldgæfar. (Úr Prövdu). Guðrún Kristjánsdóttir. Moskvu 18. febrúar — Nassta sumar mun óvenjulegur skipa- floti varpa akkerum úti fyrir strönd Finnlamdsflóa og við Nevubakka. Þangað munu koma sýningarskip frá fjölmörgum löndum. og á Vasiljevski-eyj- unni verður haldin alþjóðleg sýning á veiðarfærum og tækj- um í fiskiðnaði. Þar verða reistir 3 stórir sýningarskálar, frá þeim mun liggja vegur upp að Kirovhöllinni, og þar I grenndinni verða reistir 2 nýir sýningarskálar. Inribprom-68, alþjóðleg sýn- ing á nýtízku tækjum til fisk- veiða og vinnslu hefst 6. ágúst næstkomandi. M. A. Borisov, forstjóri .sovézka sýningarsvæð- isins. sagði fyrir skömmu í Komsomolskja Pravda, að Sov- étríkin hefðu yfir að ráða stærsta flota verksmiðjuskipa í heimi. Þessi verksmiðjuskip veiða fiskinn, fullvinna hann og koma honum þannig í höfn. Á sýningunni verður sýnt lík- an af risaatómskipinu Vostok, sem verið er að smíða í Len- íngrad. Vostok ber um borð 14 lítil. en sterk fiskiskip. í einni veiðiferð getur Vostok veitt og unnið úr tugum þúsunda tonna fiskjar. Um borð í því fer m.a. fram niðursuða. lýsisvinnsla, fiskimjölsvinnsla o.s.frv. Sýn- ingargestir geta skoðað eitt af fiskiskipunum 14 í skipasmíða- stöðinni á V asiljevski-eyjurmi meðan á sýningunni stendur. Eitt af því sem mikla athygli mun vekja á sovézku sýning- unni er niðursuðuverksmiðju- skipið Jeronim Uborevitsj, en það er búið nýtízkutækjum, og mun halda á veiðar til Kyrra- hafs strax að lokinni sýningu. ★ Á þessari alþjóðlegu sýningu í Leningrad verða 15 mismun- andi sýningardeildir. Sýnd verða fiskileitartæki, siglingar- tæki, vinnslutæki margskonar, það sem þarf til fiskmerkinga, fiskumbúðir. sjávarafurðir, ým- islegt unnið úr sjávardýrahúð- um og roði, vinnufatnaður sjó- manna, ýmislegt fyrir áhuga- fiskimenn og fleira. Á sovézka sýningarsvæðinu verða sýnd líkön af Atlant-1 og Sever-2, en það eru tæki til rannsókna á miklu dýpi. Sev- er-2 er sjálfvirk rannsóknar- stöð, notuð til rannsókna á allt að 2ja km dýpi. Á Inribprom-68 verður fjall- að um fjölmörg vandamál nú- tíma fiskiðnaðar og mun sýn- ingin verða öllum fiskveiði- þjóðum gagnleg. Guðrún Kristjánsdóttir. Steinristur í Karataúf jöllum Moskvu 11. febrúar. — í grennd við borgina Navoi í Karátaúfjöllum í Uzbekistán eru gilin Sármish og Karaaung- ursai. Þar er náttúrufegurð mikil og gróðursæld, og þetta er vinsæll hvíldarstaður íbú- anna í Navói.' Fyrir óralöngu vár Sármish áningastaður veiðimanná og hjarðmanna. Um það vitna myndirnar í klett- um giljanná -og myndir ristar á klétta; sem standa einir sér meðfrám f5allalækjunum. Þessar forsögulegu steinrist- ur fuudust árið 1958. Undan- farið hefur un.gur fomleifa- fræðingur, Kabirov, verið að rannsaka þessa-r fomminjar fomsögulegrar listar þjóðanna í Uzbekistan. Hann hefur fund- ið slíkar steinmyndir á mörg- um stöðum í Karataufjöllum. Myndirnar í Sarmishgilinu sýna dýraveiðar, villidýr, sem ráðast á hjörð, hjarðmenn á hestbaki, dansa o.fl. Bæði í Sarmish og Karaungursai eru myndir af stórum uxum, dá- dýrum og antilópum með löng og bein hom, en þessi dýrateg- und er löngu útdauð í Asíu. Þar eru myndir af mönnum með boga ©g arvar, viBígeitsum, hestum, villtum ösnum, mynd af 6 veiðimönnum, sem eru að skjóta á uxa með örvum. Steinristumar í Karataúfjöll- um eru frá mismunandi tíma- bilum, sumar frá neolith- og bronsöld, aðrar gerðar 3000 og 2000 árum fyrir okkar tímatal, en aðrar gerðar miklu seinna. Fundurinn í Karataúfjöllum hefur haft mikið gildi fyrir þá, sem vinna að rannsóknum á fomsögulegri list þjóðanna í Uzbekistan. Einnig gefa þær upplýsingar um dýralífið í fjallahéruðum Uzbekistans. Gnðrún Kristjánsdóttir. I fc I 1 I É i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.