Þjóðviljinn - 18.04.1968, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 18.04.1968, Qupperneq 7
Fimmitiudagur 18. apiril 1988 — ÞJÓÐVTLJTNN SlÐA 7 Myndir frá Búlgaríu Q Eins og lesendur Þjóðviljans minnast kom utanríkisráðherra Búlgaríu, Ivan Bashev, í nokkurra daga opinbera heimsókn hingað til lands fyrir páskana. Ræddi ráðherrann m.a. við íslenzka ráða- menn um nánari samskipti þjóðanna og undirritaði ásamt Emil Jóns- syni utanríkisráðherra samkomulag milli ríkisstjórna íslands og Búlg- aríu um afnám gagnkvæmrar skyldu til áritunar á vegabréf ferða- manna. — Ætlunin var að birta hér í blaðinu myndasíðu frá Búlg- aríu í tilefni heimsóknar Bashevs ráðherra, en mikil þrengsli í blað- inu dagana fyrir hátíð ollu því að búlgarska efnið varð útundan. — Myndasíðan birtist nú þó síðbúin sé. Myndin er frá miðhluta Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, Þar er ýmsar fallegar og sérstæðar bygg- ingar að sjá, m.a. moskur eða bænahús múhameðstrúarmanna. Á síðustn árum hafa Búlgarar lagt æ meh-1 áherxlu á að auka straum eriendra ferðamanna til lands sins, enda hafa þeir sitthvað að bjóða í laúm efnum, m.a. hiita frægu „Sólarströnd“, bað- ströndina við Svartahaf, en þaðan er þessi mynd. I Búlgaríu er náttúrufegurð víða mikil, ekki hvað sízt í ýmsum fjallahéruðum, þar sem gróður- inn eg skógurinn teygir sig upp eftir liliðunum. Myndin er aí hinu fræga Rilaklaustri sunnan höfuðborgarinnar Sofíu, Búlgarar eru frægir um heim allan fyrir rósarækt sína í hinum skjólgóðu og frjósömu dölum. Á myndinni sést ang blómarós að störfum. 1 I i f t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.