Þjóðviljinn - 20.04.1968, Blaðsíða 4
. J
4 StÐA — ÞJÖÐViLJINN — LaugaKisgur 20. aptÆl X96S.
Otgeíandl: Samemingarfiokkui afþýðu - Sosialistaflokkurmn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. (áb.). Magnús Kjartansson.
Sigurðux Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann
Ritstjóm. aígreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustig 19.
Sími 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 120.00 á mánuðl. —
Lausasöluverð krónur 7,00.
Jl/leginatriði
■ "■— ■ .............. .....|
j útvarpsumræðunum lögðu málsvarar Alþýðu-
bandalagsins mjög þunga áherzlu á vanda hinna
þjóðlegu atvinnuvega, hvemig. þeir hefðu verið
afræktir á mesta velmegunartímabili í söðu þjóð-
arinnar. Framleiðslutækjum hefði verið fækkað til
muna á hinum mikilvægustu sviðum svo að nú er
ítil dæmis aðeins þriðjungur togaraflotans eftir, og
fjölmörg iðnfyrirtæki hafa lamazt eða gefizt upp,
en iðnaðurinn er sú atvinnugrein sem flestum hef-
ur tryggt atvinnu. Lögðu fulltrúar Alþýðubanda-
lagsins þunga áherzlu á nauðsyn þess að nú yrði
gert stórátak í þágu hinna þjóðlegu atvinnuvega.
Málsvarar stjómarflokkanna virtust hins vegar
gera sér þær hugimyndir einar um þróun atvinnu-
vega á íslandi, að erlend auðfélög tækju að sér æ
fleiri þætti atvinnumála.
£ þessu efni höfum við á undanfömum árum stað-
ið á krossgötum og stöndum þar enn; valið sker
úr um framtíðarþróun hins íslenzka þjóðfélags.
Ríkjum heims má um þessar mundir skipta í tvo
'meginflokka, annars vegar eru hráefnaframleið-
endur, hins vegar eru iðnaðarrlki sem vinna 'úr'
hráefnunum. Þróunin í efnahagsmálum er sú að
bilið imilli þessara tveggja ríkjahópa fer I sífellu
vaxandi, iðnaðarríkin verða stöðugt auðugri og
voldugri á kostnað hráefnaframleiðendanna.
yið erum í hópi hráefnaframleiðenda. Sjávarút-
vegur okkar framleiðir að yfirgnæfandi meiri-
hluta til hráefni handa öðrum, matvæli sem aðrir
fullvinna, iðnaðarhráefni sem aðrir breyta í verð-
mæti, skepnufóður. Lengi hefur verið rætt um
nauðsyn þess að íslendingar komist á hærri iðn-
aðarstig, að við höfum sem mest af framleiðslu
okkar fullunna vöru — en allt slíkt umtal hefur
strandað á áhugaleysi og smáum sjónarimiðum
stjómarvalda, sem skort hefur viljafestu og stór-
hug til þess að ráðast í slíka umsköpun og tryggja
þá miklu fjármögnun sem til þess þarf. Sú stefna
sem boðuð er með sívaxandi innrás erlendra fyrir-
tækja er alger uppgjöf á þessu sviði; með henni er
verið.að dæma íslendinga til þess að una hlutskipti
hráefnaframleiðandans til frambúðar. Með samn-
ingunum við alúmínhringinn vorum við aðeins að
selja raforkuna, einhverja dýrmætustu auðlind
okkar, sem hráorku, eftirláta öðruim að breyta
henni í markaðsverðmæti og flytja ágóðann úr
landi. Þegar rætt er um að laða fleiri erlend fyrir-
tæki til landsins er aðeins verið að bjóða þeim upp
á að hagnýta sér íslenzk hráefni, íslenzka hráorku
og íslenzkt vinnuafl.
yerði haldið áfram á þeirri braut að afhenda út-
lendingum forsjá atvinnumála er verið að dæma
lendingum forsjá atvinnumála er verið að dæma
íslendinga sjálfa til þess hlutskiptis að verða lengi
enn í hópi vanþróaðra hráefnaframleiðenda með
öllum þeim afleiðingum sem það mun hafa á at-
vinnuöryggi, lífskjör og menningarþróun. Þvi er
nauðsynlegt að allir geri sér ljóst að einmitt um
þessar mundir er í verki verið að taka hinar af-
drifaríkustu ákvarðanir. — m.
Hvað sögðu samtök bifreiðaeigenda?
□ Meóal þeirra félagasam-
taka, sem lýstu á döfrunum
áliti sínu á stjórnarfrumvarp-
inu um breytingu á vegalöfrum,
þ.e. frumvarpinu um nýja skatt-
lagningu bifreiðaeigenda, var
Félag íslenzkra bifreiðaeigerida.
Sendi stjórn félagsins Alþingi
ítarlega greinargerð um mál-
ið meðan á umræðum stóð.
Þykir Þjóðviljanum rétt að
birta þessa greinargerð í heild
og fer hún hér á eftir.
Þarnn 2. apríl s.l. var lagt
fram frumvarp til laga um
breytingu á vegalögum nr. 71,
30. des. 1963. Meginkjamni þess-
ara laga er sá, að lagður verð-
ur nýr skattur á bifreiðaeigend-
ur, er nemi árlega, miðað vdð
núverandi verðlag, um 135
milj. kr., og verði tekjur rík-
issjóðs af skatti þessum árið
1968 109 milj. kr.
í athugasemdum við lag>a-
frumvarpið er gerð grein fyrir
tildrögum þessa máls og hvem-
ig hugsað er að verja þessu fé
í framtíðinni. í framsöguræðu
samgöngumálaráðherra á Al-
þiingi 3. ápríl komu' ‘frarn ítar-
legri skýringar á þessari laga-
breytingu og nýju skattlagn-
ingu.
Frumvarpið sjálft, skýringar
þess og framsöguræða sam-
göngumálaráðherra gefa tilefni
tdl althugasemdia.
Breytingar á vegalögum
nauðsynlegar frá upphafi.
Frumvarp þetta er, eins og
áður segir,' breytinig á vegalög-
um nr. 71, 30. des 1963. Þegar
þau lög voru rædd á Alþingi
í desember 1963 benti stjóm
FÍB á ýmsa vankanta þeirra
laga og sendi greinargerð til
Alþingis um málið. Sýnt var
fram á. að lög þau, sem þá
voru í smíðum, mundu ekki
koma - að verulegu gagni til
þess'að leysa aðkallandi vanda
vegamála hér á landi. nema
gerðar væru á þeim nauðsyn-
legar breytingar.
Reynsla í vegamálum frá
1963 hefur sýnt bifreiðaeigend-
um og sannað þjóðinni, að
þessi ummæli voru rétt, ástand
fjölfarinna vega í landinu
hefur nær undantekningarlaust
farið árlega versnandi frá 1963.
Fjölfarnir vegir eru ætíð ill-
færir og stundum bregður svo
við, að þeir verða nær ófærir
um hásumar, þegar umferð er
mest. Reykjanesbraut getur
ekki talizt árangur af vega-
lögum 1963, þvi hún er gerð
fyrir lánsfé, sem ætlunin er
að greiðá að verulegu leyti
með veggjaldi, sem rauniar er
lagt á samkvæmt vegalögum.
Ef fyrirhugaður stórskattur
til hraðbrautagerðar - verður
lagður á bifreiðaeigendur, virð-
ist sanngjamt, að samtímis
verði aflétt veggjaldi á Reykja-
nesbraut, að minnsta kosti á
meðan þessi nýi skattur stend-
ur og ekki hefur verið tekin
ákvörðun um veggjald á vænt-
anlegum hraðbrautum.
Varðandi vegalögin frá 1963
lagði FÍB megináherzlu á efö
irfarandi atriði:
1. AUtof litlum hluta af tekj-
um umferðarinna: er varið
til vegamála og alveg sér-
staklega er of litlu fé varið
til vegagerðar á fjölfömustu
ledðum.
2. Viðbaldskostnaður á malar-
vegum á fjölfömum leiðum
er orðinn óviðráðanlegur,
hann er hrein sóun á fé, og
slíkir vegir eyðileggja verð-
mæti hjá landsmönnum,
sennilega fyrir hundruð
miljóna króna árlega.
3. Ekki var í lögunum frá 1963
tekið nægilegt tillit til leng-
ingar þjóðvegakerfisins, sem
varð, þegar sýsluvegir voru
teknlr inn í það.
4. í vegalögum frá 1963 vamt-
aði mjög veigamikinn þátt,
en það er ákvæði um lagn-
ingu hraðbrauta, sem í til-
lögum FÍB eru nefndar
hraðbrautir c, en það eru
vegir með 200-1000 bifreiðir
á dag. Alltof lítið fé var
ætlað til rannsóknia og und-
iirbúnings varanlegra vega.
í vegalögunuim frá 1963 var
framlag ríkiséjóðs til vega 47
milj. kr., og var því heitið, að
það skyldi haldast áfram sam-
kvæmt samkomulagi stjóm-
máliaflokka.
Gífurlegir skattar en lítið
vegafé.
FÍB hefur lagt áher/Ju á
eftirfarandi á/triði: Framlag
ríkissjóðs, 47 milj. kr., var
lagt niður á árinu 1966 og nýir
skattar lagðir á bifreiðaeigend-
ur, sem samsvaraði þessiari fjár-
hæð,' en vegix héldu áfram að
versna, þrátt fyrix aukna skatta.
Frá ársbyrjuh 1960 til ársloka
1967 hafa bifreiðaeigendur
greitt til ríkissjóðs liðlega 4.500
milj. kr. af bifreiðum og rekstr-
arvörum til þeirra. Á þessu^
tímabili hefur verið varið til
vega tæplega 1.700 miljónum
króna., Reykj anesbraut innifal-
in. Þannig hafa á undanföm-
um 7 árum mnnið í ríkissjóð '
2.800 milj. kr. frá bifreiðaeig-
endum, umfram það fé, sem
notað hefur verið til vegafram-
kvæmda.
Virðist því sanngjaimt að líta
þannig á, að nú sé kominn
tími til þess að auka fjárfram-
lög til vega án nýrrar skattaá-
lagningar á rekstrarvörur bif-
reiða. Þetta verður -þeim mun
ljósara, þar sem augsýnilegt
er, að vegagerð á fjölfömum
leiðum landsins hefur dregizt
meira aftur úr en framkvæmd-
ir á nokkru öðru sviði á und-
anfömum áratugum. í sam-
göngumálum á landi erum við,
þrátt fyrir allan okkar bília-
fjölda, meðal- y fmmstæðustu
þjóða heims, okkar lélegu veg-
ir á fjölfömum leiðum valda
gifurlegri verðmætasóun ' og
standa atvinnuvegunum óbæt-
anlega fyrir þrifum, svo ekki
sé minnzt á óþægindi og sóða-
skap, sem stafar af þessum
herfilegu vegum. Við þurfum
ekki lengri og lélegri vegi, held-
ur umfram allt hreinlega vegi,
með sléttu yíirborði á fjölföm-
um leiðum; vegi, sem henta um-
ferð okkar og framtíðarþörf-
um, og eru kostnaðarlega í
samræmi við fjárhagslega getu
okkar.
Lækkun á aðflutningsgjöld-
um samfara nýjum sköttum
Skattlagning á bifreiðir og
rekstrairvörur til þeirra hefur
verið svo stórkostleg undanfar-
in ár, að aukningu á því sviði
til nokkurra annarra þarfa en
endurbóta vegakerfisins á fjöl-
fömustu leiðum, hljóta bif-
reiðaeigendur að mótmæla sem
óhæfu. Endurbygging vega á
fjölfömum leiðum er tvimæla-
laust meðal rnest aðkallandi
framkvæmda í þjóðfélaginu og
lífsnauðsyn fyrir atvinnu- og
efnahagsþróun landsins. Til
slíkra ■framkvæmda einna er
ókleift að mótmæla viðbótar-
sköttum á umferðina. Eins og
FÍB hefur oftlega bent á áður,
þá er bæði fjárhagslega heppi-
legt fyrir þjóðfélagið og sann-
gjamt giagnvairt bifreiðaeigend-
um, að ef til nýrra skatta komi
á rekstrarvörur bifreiða, þá
komi jafnframt lækkun á að-
flutningsgjöJd nýrra bifrenða.
Það skal tekið fram, að lækk-
un á tollum varahluta er ekki
þjóðhagsiega heppileg ráðstöf-
un til jafns við lækkun á að-
flutningsgjöldum nýrra bif-
reiða. Einnig er eðlilegt og
þjóðhagslega hagkvæmt að af-
nema- afnotagjöld af útvarps-
tækjum 'í bifreiðum, því slíkt
er mi'kilvægt öryggisatriði, eins
og Framkvæmdanefnd hægri
umferðar hefur bent á.
Framfaraspor
Varðandi einsj,aka liði hins
nýja frumvarps, þá er þar að
finna mikilvægar endurbætur
á vegalögunum frá 1963. End-
urbætur, sem eru í samræmi
við þær tillögur, sem FÍB setti
fram 1963, þegar vegalaga-
frumvarp var til umræðu á
Alþinigi; Er þar um að ræða
ráðstafanir til að skattleggja
bifreiðir með réttlátari hætti
en áður; tekið er með í reikn-
inginn, að þungir bílar eru þau
farartæki, sem fyrst og fremst
siíta vegunum og eiga að greiða
mest fyrir notkun þeirra.
Niels Brestrup-Nielsen, verk-
fræðin gur hjá Vegarannsókna-
stofu danska ríkisins, hefur
skýrt frá eftirfarandi niður-
stöðum af rannsóknum á sam-
anburði á sliti, sem bifreiðir
valda á vegum, miðað við
þunga þeinra:
1. 1 bifreið með 12 smálesta
öxulþunga (stór vöirubif-
reið) slítur veginum jiafn-
mikið og 35 þúsund bifreið-
ir með 0,5 smálesta öxul-
þunga (fólksbifreiðir), mið-
að við sama akstur.
2. 1 bifreið með 8 smálesta
öxulþunga (meðalstór vöru-
bifredð) slítur veginum jafnf
og 7000 bifreiðir með 0,5
smálesta öxulþunga (fólks-
bifreiðir) miðað við sama
akstur.
3. 1 bifreið með 6 smálesta
öxulþunga (minmi vörubif-
reið) siítur veginum álíka
mikið og 5400 bifreiðir með
0,5 smál. öxulþunga (fólks-
bifreiðir) miðað váð sama
akstur.
Hedmildin. um ökumæla er
mjög gagnlegt nýmæli, sem
stuðlað getur að róttlátri skatb
lagningu þunigra ökutækja. Við
teljum þó, að í stað hækkun-
ar á gúmmígjaldi, hefði verið
heppilegra að taka upp stig-
hækkandi þungaskatt, bæði
Framhald á 7. síðu.
Plaslmo
ÞAKRENNUR 0G NIÐURFALLSPÍPUR
RYÐGAR EKKI
Þ0LIR SELTU 0G SÓT,
ÞARF ALDREI AÐ MÁLA
MarsTrading Company hf u
tAUGAVEG 103 — SfMI 17373
ÚTB0Ð
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í að byggja
dæluhús, undirstöður véla, leiðslustokk o.fl. fyrir
gasaflstöð í nágrenni Straumsvíkur, og ef tilboðs-
frestur til 6. maí n.k. Útboðsgögn eru afhent í skrif-
stofu Landsvirkjunar, Suðuríandsbraut 14, Reykja-
vik, gegn skilatryggingu að fjárhæð k. 2.000,00.
Reykjavík, 18. apríl 1968.
LANDSVIRKJUN.
i