Þjóðviljinn - 24.04.1968, Síða 4
4 StoA — E>JÓÐVm®NiN — Mádwfeffláagwr 3A. aprffl 1968.
CTtgeíandi: Sameiningarflokkux alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: ívar H. Jónsson. <áb.). Magnús Kjartansson.
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. |
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann
Ritstjóm, aígreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustig 19.
Sími 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 120.00 á mánuði. —
Lausasöluverð króntir 7,00.
Gert út á alúmín og kísilgúr
próðlegt væri að fletta Alþýðublaðinu og Morg-
unblaðinu nokkru fyrir kosningar í fyrra og
rifja upp áhuga stjómarflokkanna á endurnýjun
togaraflotans og öðrum ráðstöfunum til eflingar
þorskveiðum íslendinga. Þegar nokkrar vikur
voru eftir af síðasta þinginu fyrir kosningar var
eins og stjórnarflokkaþingmenn vöknuðu upp við
vondan' draum. Þeir tóku að ryðja inn á þingið
málum um sjávarútveginn, að sjálfsögðu ekki til
þess að þau yrðu samþykkt og eitthvað gert, held-
ur til þess eins að veifa þeim í kosningaslagnum. ’
Fyrir nokkrum vikum, þegar þessir sömu stjórn-
arflokkar voru að drepa nýjasta frumvarp Alþýðu-
bandalagsmanna um kaup á skuttogurum á þann
kurteisa hátt að vísa því til ríkisstjómarinnar,
minnti Gils Guðmundsson á þetta fjaðrafok fyr-
kosningamar. S j ávarútvegsmálaráðherrann
ír
Eggert G. Þorsteinsson lýsti yfir hátíðlega á AI-
þipgi þeirri stórmannlegu ætlun ríkisstjórnarinn-
ar að taka á leigu einn skuttogara til þess að ís-
lendíngar gætu öðlazt reynslu í meðferð slíkra
veiðiskipa. Seinna koni í ljós, sagði"ráðherrann, að
hvergi í heiminum tókst ríkisstjóm íslands að
fá leigt slíkt skip! Nokkru síðar birti svo sami ráð-
herra nýjar yfirlýsingar um ætlun ríkisstjórnar-
innar að afla Íslendingum skuttogara og fékk
samþykktar nauðsynlegar heimildir á Alþingi.
Þegar Gils Guðimundsson spurði um framkvæmd-
irnar á dögunum- kom í ljós í svari ráðherra að
nefnd „valinkunnra“ virðingarmanna stjómar-
flokkanna hefur mánúðum saman hugleitt vanda-
málið og komið framkvæmdum á þann rekspöl
að búið mun ,að láta teikna hálfan annan skut-
togara. í þinglokin kom svo fjármálaráðherra og
skýrði frá, að ríkisstjómin hefði áætlað allmik-
inn samdrátt í fjárfestingu í sjávarútvegi árið
1968, og, hafði um það orð sem vart verða skilin
öðm vísi en stjómin teldi ekki bíða brýn verk-
efni á því sviði, og lá þá nærri að álykta, að ekki
yrðu unnin afrek í eflingu togaraflotans á þessu
ári.
J vanrækslunni á endumýjun togaraflotans kem-
ur, skýrt fraim vantrú ráðherranna og stjómar-
flokkanna á íslenzkum atvinnuvegum. Þeim hef-
ur þótt skemmtilegra og hefðarlegra að dansa
kringum útlenda alúmínkálfa og kísilgúrkálfa en
huga að togurum handa íslenzkum sjómönnum og
fiskiðnaði. Og nú em þeir teknir að viðra sig upp
við olíuhringa og önnur slík höfuðvígi alþjóðlegs
auðvalds og arðráns, ef ske kynni að takast mætti
að selja þeim eitthvað af auðlindum íslands og
vinnuafli. Vanrækslan á eflingu togaraflotans
heilan áratug í valdatíma þessara stjómarflokka
er kannski engin tilviljun. Þeir virðast telja miklu
vænlegra,_ stjómarflokkamir og ráðherramir, að
gera út á alúmín og kísilgúr en þorsk og karfa.
— s.
Skipulagsuppdráttur a£ nágrenni kísilgúrverks miðjunnar við Mývatn, en miklar deilur og
blaðaskrif haía orðið um vegarlagninguna Þar.
)
Vérkefni skipuíagsstjórnar
og starfshættir hennar
Þjóðviljanum hefur borizt
svofelld skýrsla um störf
Skipulagsstjómiar ri'kisins, sem
starfiair skv. lögum frá 1964:
Skipulagsstjórn rikisins starf-
ar skv. skipulagslögum nr. 19/
1964, og tók hún við störfum af
Skipulagsnefn d ríkisins, -sém
sett Itafði verið á fót, skv á-
kvæðum hinrna fyrri skipulags-
laga nr. 55/1921.
Verkefni skipu-
lagsnefndar
Skipulagsstjóm starfar und-
ir yfirstjóm félagsmálaráðu-
neytisins. í»að er hlutverk
hennar að ganga frá skipulags-
uppdráttum, er berast til stað-
festingar, eiga frumkvæði að
skipulagninigu og endurskipu-
lagningu, þar sem hún telur
þess þörf, vera opinberum að-
ilum til ráð'Uneytis um 'allt, sem
skipulagsmál varðar og fara
áð.öðru leyti með stjóm skipu-
lagsmála undir yfirstjóm ráðu-
neytisdns eins og áður seigir.
Starfssvið skipulagssitjámar
nær til allra skipulagsskyldra
staða, þ.e. allra kaupstaða,
kauptúna og þorpa, þar sem
búa 100 íbúar eða fleiri, en
auk þess má úrskupða þéttbýl-
issvæði skipulagsskyld, þótt
þar búi færri en 100 íbúar,’ t.d.
skólastaði og slíka staði. Alls
eru nú 90 skipulagsskylcjir stað-
ir á landinu.
SkipulagsSkylda felur það í
sér, að á hlutaðeigandi stað
skulu allar byggingar reistar
samkvæmt fyrirfram gerðu
skipulagi og í samræmi við á-
kvæði byggingarsamþykktar.
Byggingamefndir eiga að sjá
um, að þessa sé gaHt eða
hreppsnefndir, ef ekki starfar í
sveitarfélaginu sórstök bygig- •
ingamefnd.
Tm
INNHEIMTA
L Ö0FB&Í)/*S TðHF
Mevahlið 48. — S. 23970 og 24579.
í skipulagslögunum er að
finna megin.reglur, sém hafa
skal við gerð skipulags, en nán-
ari reglur eru aftur^á móti í
reglUigerð um skipulagsáætlan-
ir £rá 1966, sem samin var á
vegum skipulagsstjóm'ar, en
staðfest af félagsmálaráðherra.
Nánar um verkefni
skipulagsstjórnar
Eins og þegar er fram kom-
ið eru störf skipulagsstjómar
í aðalatriðum þríþætt:
í fyrsta lagi að eiga farum-
kvæði að skipulagningu og end-
uirskipulaigningu, þar sem hún
telur þess þörf. í samræmi við
þessi ákvæði hefur skipulags-
stjórn beitt sér fyrir mælingu
og kortagerð, sem , er óhjá-
kvæmileg unddrstaða við gerð
skipula,gs. Á starfstíma skipu-
lagsstjóínar hefur verið unnið
að gerð og endurskoðun skipu-
lags víða um land, en töluvert
takmarkað er, hvað hægt er að
gera bæði vegna skorts á sór-
menntuðum mönnum til mæl-
inga og beinnar skipulags-
vinnu.
í öðm lagi er það verkefni
skipulagsstjómar að ganga frá
skipulagstillögum er berast til®'
staðfestinigar eftir að þær hafa
hlotið þá meðferð, sem áskilin
er í lögum.
Merkasti áfanginn, sem náð-
ist á siðastliðnu ári er vaía-
laust staðfesting á aðalskipu-
lagi Reykjavíkur. Er það án efa
mesta átak, sem gert befur ver-
ið í skipulagsmálum landsins.
Borgaryfirvöld höfðu forustu í
þessu máli, en að þvi vann
íjöldi sérfræðinga erlendra og
inrilendira. Fór sú vinna fram
í náinni samvinnu við skipu-
lagsstjómina. Mun óhætt að
fullyrða, að auk hins beina
árangurs af því að fá slíkt
skipulag af höfuðborginni hafi
óbeinn árangur verið mjög
mikill, þar sem fjöldi mir-ima
kynntist af eigin rann nýtízku
vinnubrögðum við gerð skipu-
lags.
Af öðru skipulagi, sem geng-
ið var frá til staðfestingar á
sl. ári má, nefna skipulag að
miðbæ Hafnarfjarðar, skipulag
Þykkvabæjar og skipulag við
Reykjahlíð í Skútustaðahreppi.
Unnið hefur verið að gerð og
endurskoðun skipulags víða um
land. Má t.d. nefna, að aðal-
skipulag Seltjamameshrepps er
tilbúið til staðfestingar af hálfu
skipulagsstjómar, en málið hef-
ur tafizt vegna þess að sam-
komulag hefur ekki náðst við
hreppsnefnd um eitt atriði
skipulagsins.
í þriðja lagi hefur skipulags-
stjóm fjallað um ýmisleg skipu-
lags- og byggimgarmál, sem
þurft hefur að ráða fram úr,
annað hvort vegma þess, að
byggingamefndir hafa óskað á-
lits um þau sérstaklega eða
þurft hefur sérstaks famþykk-
is, þar sem fullmægjandi skipu-
lag hefur ekki vetrið fyrir
hendi. Þá lætiur skipulagsstjóm
opinberum aðilum iðulega í
té umsagnir um sitthvað, sem
skipulag varðar. Af öðrp má
nefna það, að frumvarp til
byggimgarlaga, sem nú liggur
fyrir Alþingi, var samið á veg-
um hennar.
Kunnasta málið
Ekki er vafi á því, að það
mál, sem einna mesta afhygU
hefiír vakið þeirra mála, sem
skipulagsstjómin hefur fjallað
um, er það ágreimingsmál, sém
reis á s.l. ári um lagningu
vegiar nálæ'gt Reykjahlíð í
Skútustaðahreppi. Er ástæðu-
lausit að rekja það mál, þar
sem það mun flestum í fersku
minni. Skipulagsstjómin telur
mjög miður farið, að slíkur
óigreindmgur varð og hefur ósk-
að þess sérstaklega, að þessir
aðilar komi á þamnig sam-
starfi að til slíks þurfi ekki
að koma aftur.
Starfsliættir
y
Skipuilaigsistjóimin kemur
saman a.m.k. tvisvax í itiián-
uði' og hefur frá stofiiun háld-
ið 125 fundi og tekið þar fyr-
ir 609 málefni.
Hér er' fyxst og fremst um
að ræða málefni frá sveit-
arstjórwum, þ.e. bæjarstjóm-
um og hreppsstjómum, um
hvaðeina varðandi skipulags-
mál. Skipulagsstjóimin toefur
átt fjöldia viðræðufunda með
fulltrúium sveitarstjóma og
fairið í skoðunarferðir viða
um land, t.d. um hluta .Noirð-
urlands á síðastliðnu ári.
Samkvæmt sérstö'ku sam-
komuiagi hafa Reykjavik ag
Kópavogur fengið meðferð
skipulags síns í eigin hendur
umdir yfirstjóm skipulags-
stjómar. Aðrir skipulagsskyld-
ir aðilar, sem slíks óska, eiga
þess einnig kost, enda hafi
þeir á að skipa nægileguni
sérmenmtuðum starfskröftum.
Vandamál sem við
er að eiga
Vandamál, sem við er að
eiga í skipulagsmálum em
mi'kil og margvísleg fyrir ut-
an þann vandia, sem mestur
er að gera gott og bagkvæmt
skipulag, er fullnægi kröfum
tímans. Til slíks þarf fynst og
fremst bæði nægan kost sér-
menntaðra mannta og mikið fé.
Skorfur á sérmenntuðum
mönmnm hiefur mjög háð öllu
skipuliagsstarfi, bæði til mæl-
in:ga og eiginlegrar skipulags-
vínnu. Fjárveitingar hafa ver-
ið takmarkaðar -og skilningur
á mikilvægi skipulagsstarfs-
ins hefur verið mjög lítill hjá
öllum þorra manna.
Víða hefur það orðið tíl
mikilla trafala.' að sveitarfé-
lög ei'ga ekki land til útfærslu
bygigðar.
Úrræði til bóta
Skipulagsstjóm telur nauð-
synlegt, að auknu fjármagni
sé veitt tíl skipulagsmála. Að
visu blæs ekki byrlega nú að
því leyti, en bent hefur verið
á, einkum af Sambandi ís-
lenzkra sveitarfélaga, að
skipulagsgjald það, sem upp
var tekið á sínum tíma, var
rökstutt með því að það ætti
að gamga til skipulagsmiáila-
Árið 1956—1965 voru inn-
heimt skipulagsgjöld tæplega
21 miljón króna, en til skipu-
lagsmála gengu tæplega 14,5
milj. Af þessum tekjustofni
skipulagsins hafa því um 6,5
milj. runnið til anmairra þarfa
rí'kissjóðs á þessum tíma. Tel-
B'ramihald á 7. síðu.
NYK0MID
Ijósar gallabuxur nr. 4—18 á
sérstaklega góðu verði.
Ó. L. Laugavegi
Sími 20141.
Terry/enebuxar
og gallabuxur í úrvali.
Ó. L. Laugavegi 71
Sími 20141.