Þjóðviljinn - 11.05.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.05.1968, Blaðsíða 7
Laugar'dagur 11. iruaí 1968 — ÞJÓB’VTUTNN — SÍÐA ’J Alþjóðasamtök stúdenta - Listaverka- þjófnaður í Noregi - Ný tegund ferm- inga - Þrælahald - Siðprútt afturhald Stúdentaóeirðir í mörgum lömdum hafa vakið mikla athygli að voroum: menn gera sér smátt og smátt greim. fyrir þeirri staðreynd að stúdentar hafa, ekki sízt í Vestur-Evrópu, gerzt æ virkari í afstöðu sinni til st.iómmália og um leið rót- tækari. Fyrst í stað var talað um tiltölulogá smá-ain hóp „öfgafuUra“ vinstri stúdenta: vinstrisósíalista, " kammúnista, syndikalista, maósinna, guevara- vina o.s.frv., sem hefðu lag á að teyma mikinn fjölda stúd- enta með sér til hverskonar mótmælaaðgerða. En það verð- ur augljósara með hverjum degi áð hér er um allbreiða hreyfingu að ræða, þótt hún sé hvergi nærri samstæð. Og svo það, að stúdentar vilja alls ekki takmarka aðgerðir sín- ar við endurbætur á háskól- um sínum og menntunairskil- yrðum, heldur telja þörf _á því að grafa undam sjálfum undir- stöðum nýfcapítalískfe þfjóðtfé- lags. Þessi þróun hefur það með- al annars í för með sér, að hið vestræma alþjóðlega stúdenta- samband, ISC, er í upplausn. Það fór strax að halla undari fæti fyrir því þegar uppvíst var að ISC var eitt þeinra sam- taka sem bandaríska leyniþjón- ustam veitti fé til — að sjálf- sögðu í því skyni að beita geiri þess gegn kommúnismanum. ISC heíur bækistöðvar í Hol- landi og þar eru að verða mikl- ar og gagngerar breytingar í vinstri átt á forystu stúdenta- samtakanna: það var því fyr- ir nokkru ekkert líklegra en að Hollendingar myndu segja sig úr ISC og reka skrifstofur l>ess úr landinu. Þetta væri upphafið að enda- lokunum, því að Belgia og Frakkland hafa þegar sagt sig í Stokkhólmi hafa menn vígt sérstakan vegg, þar sem hver borg- ari hefur mögulcika til að letra á einkaskoðanir sinar og gagn- rýni — munu þetta ekki vera áhrif frá Maó? I»egar á fyrsta degi var vcggurinn svo krotaður, að mála varð yfir hann til að gefa nýjum skoðunum rúm. Myndin sýnir að mcnn hafa helzt viijað leggja áheraflu á samúð sdna með Olof Palme kennslumála- ráðherra, sem hefur staðið sig svo vel í Vietnammálum, að banda- riski sendiherrann var kallaður á brott frá Stokkhólmi. , ,, , v, , MM Edvard Munch. úr þessum stúdentasamtökum og Fininland' og Sviss eru nú aðeins aukameðlimir. ftalía og Vestur-Þýzkaland hafia og ekki raumhæf samskipti við ISC þótt þau hafi ekki sent form- lega úrsögn. Sú stund gæti komið að Norðurlönd, England og Bandaríkin væru ein eftir — og um leið er vitað um sterkar raddir gegn aðild í Svíþjóð og Englandi. Ekki er þar með sagt að um leið fjölgi verulega í IUS, því alþjóðasambandi stúdenta sem sósíalísku ríkin eru í, svo og mörg stúdentasamtök þriðj a heimsins. Frá þeim hefur lítið heyrzt um hríð — en togstreita Kínverja og Sovétmanna hef- ur orðið þekn mikill fjötur um fót. Það er hinsvegar ekki ó- líklegt að nú sé að skapast nýr umræðugrundvöllur fyrir stúdenta úr austri, vestri — og suðri, og þótt sjónarmið séu ólík. þá verði baráttan gegn lögreglustörfum Bandaríkj- anna í heiminum sú staðreynd sem tenigir þá saman. Umfanigsmdkið listþjófnaðar- mál hefur vakið miklia at- hygli í Noregi. Hér er um að ræða allmargaT litografíur og teikningar eftir fremsta lista- mann Norðmanma, Edivand Muneh, sem stolið var úr safni þvi sem við hann er kennt í Osló. Þýfið er metið á meira en fjörutíu miljónir íslenzkra króna. Mál þetta kom fyrst upp^ fyrir um það bil tveim mán- uðum. Þá féll grunur á yfir- safmvörðinn, Reidar Revold, og fyrst var talið að hann bæri ábyngð á hvarfi þriggja lito- grafía. Síðar hefur komið á daginn að afbrot Revolds er miklu meira og er talið að um 57 myndir. alls hafi honfið. Norsku lögreglunni hefur tekizt að rekja feril um 30 mynda til Sviss, en þar seldu lista- verkasalar myndimiar ti’l ým- issa aðila í þeirri góðu trú að þær væru heiðarlega fengn- ar. Samkvæmt svissneskum löigum getur lögreglan ekki lagt hald á þetta þýfi og Norðmenn verða að kaupa myndimiar aft- ur af núverandi handhöfum ef þeir vilja fá þær til baka. Ifermingartíð spyrja ýmsir ís- lenzkir foreldrar eftir ein- hverri anmanri hátíð fyrir ung- liniga en þeirri sem kirkjan hefur mótað — finnst þeim þá fáránlegt að láta ferma börn sín þegar fjölskyldan er í mjög lausum tengBlum, væigaist sagt, við boðskap lút- erskrar ríkiskirkju. Því vekur athygli frétt í norsku blaði um svonefnda Æskuiýðs- hátíð í Osló, en svo nefinist borgaraleg „fermimg11 sem fé- lagsskapurinn „Human Etisk forbund“ efnir til. Nú fara slikar hátiðir fram tvisvar á ári í Osló og upplýst er að í ár munu þær í fyrsta sinn haldnar í Bergen og Þránd- heimi. Á vorhátáðinni nú í ár voru „fermdiir" með l>essum hætti 169 umglingar í ráðhúsi höfuðborgarinniar, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Hálshöggvin maður í fomgröf — ef til vill þræll (úr bók Herdals). Ræða var haldin yfir þessu ungia fólki í hátíðasal ráðhúss- ins svo og aðstamdendum þeirra. Var þar rætt um stöðu æskufólks í bireytilegum heimi og getið um mótmælahreyfimg- ar nútímans í því sambandi, behit á j ákvæðar hliðar þeirra: þær feli í sér kröfu aeskuanaa: Framhald á 9. síðu. Eftir GÖRAN SÖNNEVI Eftir sjö mögur ár Stríðsglæpamaðurinn McNamara hefur nú látið af störfum sem varnarmálaráðherra Bandarikjanna og í staðinn verið ráðinn yfirmaður Alþjóðabankans. í haust var valin ný stjórn í matvælastofnun S.þ. — FAO. Eftir Iangar deilur með pólitiskri þvíngrun gegn frambjóðanda fátækra landa var Evrópumaður valirtn frá Hollandi með blessun Bandaríkjanna. Afríski frambjóðandinn var ekki frambærilegur þvi um Alþjóðabankann stjórna Bandaríkin áætlun FAO um þróun Iandbúnaðar í Afriku. Og ótákmörkuð framleiðsla matvæla í Afríku hungursins getur heldur ekki gengið því hún breytir heimsmarkaðnmn á neikvæðan hátt að dómi Bandarikjamanna. Því hefur McNamara verk að vinna. Eftir sjö mögur ár fjöldamorlða án verulegs árangurs getur hann rólega horft til sjö feitra ára og án þeirra samvizkukvala sem birta hinnar opinskáu baráttu þvingar fram V Einhæfni íslenzkra bákmennta Fyrir skömmn kom út rit- gerðasafn eftír Sigiuirð A. Magnússon, sem nefndst Sáð í vindinn, útgefandi er Helga- féQ. Þessi bók geymir rit- smíðar frá síðuetu átta ár- um. Það er að ýmsu leyti ágætt að gari'ga á einum staðj að því sem SAM hefur haft til mála að leggja í íslenzkri bókmenntaumræðu á síðari árum, og því er tiltölulega auðvelt að fyrirgefa það, að ýmsum smærri ritsmíðum, sem litið erindi eitga á bók, er þar haldið til haga. Eins og höfumdur sjálfur segir í formála. eru sömu stef stundum endurtekin j þessari bók, reyndar mættí draiga fram í fremur stuttu máli helztu viðihorf hans. Hann leggur jrfirleitt meiri áherzlu á ávirðingar íslenzkra bókmennta en sigra þeinra og er ekki nema gott um það að segjia. Kröfur hans eru fyrst og fremst tan framúrstefnu í víðtækari merkinigu, um landnám í efnisvali og efmis- meðferð, um nýjungar, um náin kynní íslenzkra rithöf- undia af því sem er efst á baiuigi í erlendum samfíðar- bóikmennitum. Þegar SAM gerir svo úttekt á afurðum íslenzkra höfunda siðari ára finnst honum, í stuttu máli sagt, að ljóðlistim hafi staðið sig allvel í þedrri viðleiini að túl'ka veruleika okkar tíma með nýjum hætti; skáld- sagam bafi hins vegar hökt á eftir — bæði haldið um of í epíska hefð, frásagnarhefð og stundað um of á efni sem tengt er liðnum tima, ís- lenzku bændaþjóðfélagi, van- rækt ný vandamál borga og þéttbýlis. ★ Mairgt er vafalaust góðra gjalda vert í röksemda- færslu Sigurðar. Kostír hans eru fólgnir í því einkum, að setja fram lýsingu á útlínum bókmenntalegnar v' þróunar, sem allitof sjaldan er reynt, aftur á móti genigur honum miklu síður að fylgja heild- airmynd sinni eftir með ítar- legri skoðun. Nefnum dæmi. SAM nefndr fjögur „ynigri“ Ijóðskáld, sem hafi gert merki- legastar „atrennur til alls- herj aruppgjörs við sjálfia sig, öldirna og sögunia" — þá Hannes PétUirsson, Hanmes Sigfússon, Matthíias Johann- essen og Siigfús Daðason. Síð- an ekki söguna meir — og satt að segja er það mjög hæpinn ávinmingur að spyrða svo ólíka memn saman undir almemna fullyrðingu, án þess að gera nániari grein fyrir raunverulegri merkingu þessa allsherjaruppgjörs í verkum þessara skálda, menn eru jafinnær. Annað dæmi: i árás sinni á hina epísku hefð. læt- ur Sigurður að því liggja að Halldór Laxness hafii brugð- izt vonu-m, sem jafn nýstár- legt verk og Vefiarinn mikli frá Kasmír gaf, hafi hann síðan lítt hætt sér út í til- raunastairfsemi, en haldið sdg á troðnum slóðum í sagna- gerð. Hér verður Sigurði hált á einstaklega þröngri fram- úrstefmu og fullkomlega and- sögulegri að auki — menn geta hugsað hvað þeir vilj'a tíl Halldórs Laxness, esn lygi- legast afreka hans er einmitt bókmenntalegur endumýjun- arkraftur. Það er skrýtíð að sak-a þennan mann um að baía ekki orðið ísienzkur Beckett eða Robbe-Grillet. Gaignrýni Sigurðar á „ep- íska hefð“ er annars tiltaik- anlegia vélræn: hann veitisí að sveitalífssö'gum í áróðri Sigurður A. Magnússon. fyrir borgarlífssögum án vdð- uniandi grein-argerðar fyrir öðru en þvi sem lýtur að sjálfum söguvettvaniginum. Og það er engu líkara en lægð ' í fraimlei ðslu epískra skáidsagna verði homum tíl að fordæma fyrirbærið sem slíkt. ★ Hitt er svo athyglisverðaýa sem SAM segir um ein- hæfind íslenzkra bókmennta í óbundnu máJi, um þairm þráð sem hann tekur upp frá Kristjáni Karlssyni að „okk- ur skortir tvímælalaust heim- spefcilega og andlega undir- stöðu í bókmenntum okkar“, að sú hætta sé fyrir hendi að þær „leysdst upp í lýríska mærð og endalausar' frásagn- ir af fátæklegum atburðum úr þjóðlífinu, þar sem snedtt er auðveldlega hjá öllum á- tökum við tílverunnar rök“. Að visu heíur sá fjörkippur komizt í íslenzkan prósa síð- an þettia var ritað, að þessi hætta er ekki eins aðkallandi — engu að síður er hún tii. SAM ræðir um orsakir þessa: hann talar um náttúru lands- ins og miki.a umbrotatíma með brýnum og margvísleg- um dægurmálum, allt séu þetta staðreyndir sem komi í veg fyrir að menn íhugi hin hinztu rök í rólegheitum. En því þá það? Því ættu um- brotatímar ekki að vera frjórri en kyrrstæðir tímar, meiiri hvatning? SAM. talar einnig um hugleysi: við áræð- um ekki að takast á við „stóru vandamálin, sem varða rök tílverunn'ar". En af hverju steTar þá hugleysið? - Að íslenzkar bækur séu alltof margar einungis einn- ar víddar, allar á lengdina, er skorti bæði dýpt og breidd, það er vafalaust létt. Og kannski. eigum við, þegar allt kemur tíl alls, fyrst og fremst að varpa sökinni á okkar heimsfrægu einangr- un — sem að vísu er að mestu sjálfskaparvíti. Menn skilji ekki þessa uppástunigu sem svo, að islenzkrr höfundar [POgTOlLtL þekki ekki til erlendrá siaim- tíðarbókmennta, að minmsta kosti vantar ekki að við verð- um vör við þessi kynni af bókum þeirra. Fn við búum hinsvegar við ákaflega rýran kost á sviði heimspeki, félags- fræða, félagsfræðilegrar sál- fræði, pólitískrar hugsunar. Við eigum ekki þróttmikla starfsemi á þessum sviðum. Hugvísindi eru rétt að byrja 'glímu sína við íslenzkt sam- félag. Og þeir eru næsta fá- ir sem hafia lagit sig eftir stórtíðindum sem gerast í kringum okkur á sviði félags- fræðilegrar gaignrýni, sem hlaðin eru pólitís'kum at- hafnaivilja. En mér segir svo hugur, að til bókmennta á þessu sviði getí ísl. fagurbók- menntir sótt nýja þekkingu og áhrif. sem mættu vel duga þeim til að vinna bug á ein- hæfnd sinni, samsama frá- sagnargáfiu og ljóðræna til- finningu dýpt og skirleika í hugsun og gagnrýni. f miklu rikari mæli en enn hefur gerzt. Ámi Bergmann. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.