Þjóðviljinn - 27.10.1968, Side 10
10 SftiA — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 27. októlber 1568.
Bréf til íslendinga
Framhald aí 2. síðu.
ar svo barnalegir að taka mikið
mark á greind og umræðum og
þeir ákváðu að skýra sannleikann
fyrir Rússunum. Fyrstu tvo dag-
ana umkringdu þeir skriðdrekana
og áttu við Rússa vonlausar sam-
ræður á rússneskunni sem þeir
höfðu lært í barnaskólum og á
alþýðunámskeiðum: Hvers vegna
komuð þið? Farið heim, þetta er
okkar land. Við gcetum þess sjálf.
— Við komum til að verja tékkó-
slóvösku þjóðina fyrir gagnbylt-
ingunni. — Hvaðan vitið þið, að
hér sé gagnbylting? Þið sjáið þó
með eigin augum að við höfum
engin vopn og að fólkið æskir
ykkar ekki. — Það stendur í
Prövdu og þar er sannleikurinn.
Svarið við hverskonar rökum
og hverskonar tilraunum til um-
ræðna var einlægt: Það stendur
í Prövdu! Ég held að orðaskiptin
við vanaða rússneska heila hafi
vakið sterkari sorgar- og vanmátt-
arkennd en skriðdrekarnir, skot-
sárin á Þjóðminjasafninu og kol-
brennd húsin hjá útvarpinu. Villi-
mennskan sem var sýnd dauðum
hlutum hafði ekki eins djúpstæð
áhrif á menn og sú villimennska
sem var auðsýnd mannlegum
heilum. Enn ein þverstæðan var
nefnilega fólgin í því, að viðnám
af okkar hálfu var aðeins veitt
með heilunum, sem hugsuðu í
samræmi við menntaðan evrópsk-
an hugsunarhátt, en hann er tíma-
skekkja í heimi nútímans. Þannig
varð öll andspyrna okkar þessa
dagana brennd sama marki og til-
raun okkar til mannúðlegs sósíal-
isma, — barnaleg og vonlaus
tímaskekkja. Afsakið að ég skuli
koma með hugleiðingar í stað
staðreynda.
Og hvernig var andspyrnan?
Hún birtist hvarvetna: hjá alþýðu
manna á gömnum, í útvarpinu,
stundum í sjónvarpi, og í blöðun-
um, þar sem m.a. menntamenn
lém frá sér heyra, og að sumu
Ieyti í löglegum stjórnarathöfn-
um, en allt blandaðist þetta sam-
an og var hvert öðru háð. Alþýða
manna á strætunum barði rúss-
neska hermenn orðum og einhver
áhrif höfðu orðin, ef dæma má
af því, að nokkmm dögum síðar
urðu Rússar að skipta um her-
menn og koma með nýja, vopn-
aða fleiri eintökum af Prövdu og
pólitískum áróðursmönnum.
Þá bjuggu menn til af óbotn-
andi hugviti áletranir, veggspjöld,
ávörp og vígorð og límdu þetta
og máluðu á hús og sýningar-
glugga, svo að göturnar urðu sem
eitt veggblað. Áletranirnar voru
fyrir Tékka og Rússa sameigin-
lega. Fyrstu áskoranirnar voru á-
kafar, „Rússar, farið loeim. Þetta er
föðurland okkar," eða kjarnyrtar
tilvitnanir til mannkynssögunnar
„1939 nazistar — 1968 Rússar",
en svo voru þær samræmdar hugs-
anagangi Rússanna eins og til
dæmis „Ivan, farðu heim. Geitin
er svöng," eða grátt gaman „Lenín
vaknaðu, Bréznéf er orðinn brjál-
aður”, — „Svo lengi höfum við
dýpkað vináttu okkar, að við er-
um á botninum", „Við hræddumst
vestrið, en þeir réðust á okkur úr
austri", og í lokaþættinum (áður
en úrslitin í Moskvu urðu kunn)
stóð margreynd fyndni í anda
Svejks í blóma: „Skrifið vegg-
blöðin á sandpappír, Rússar eru
að verða búnn með salernispapp-
írinn." Á stórskemmdu Þjóð-
minjasafninu: „Sýnishorn af þjóð-
legri sköpunargáfu Rússa." Eftir
úrslitin í Moskvu hurfu menn að
sorgarljóðum. Annars voru önn-
ur kjörorð innblásin af hugsjón-
um: „Fyrir Svoboda og Dubcek",
„Dubcek cr Lenín okkar", „Sósíal-
ismi já, hernám nei," og þúsund-
ir annarra í bundnu máli og ó-
bundnu. Ég vona að einhverntíma,
eftir nokkur ár, verði gefin út
bókin: „Kjörorð frá árinu 1968".
Það verður þykkur doðrantur og
mun ekki í hann skorta harm-
þrungna kimm, sem upprunnm
er í sögnunum um Svejk.
Ég vona, að einhvern tíma
verði líka gefin út öll dagskrá út-
varpsins þessa daga og verða það
mörg þykk bindi áf dæmum um
ótrúlegt hugrekki útvarpsmanna
og einstaka einingu þjóðarinnar.
Eftir að aðalbygging útvarpsins
hafði verið hernumin var útvarp-
að úr skyndistöðvum sem voru
á stöðugu ferðalagi um öll héruð
lýðveldisins með hjálp sendi-
tækja og mér óskiljanlegra tækni-
bragða tékkóslóvaska hersins. Út-
varpið varð eini upplýsingaamiðl-
arinn þessa óttaþrungnu daga,
eina málgagn forsetans og stjórn-
arinnar, eini aðilinn sem efldi og
treysti einingu þjóðarinnar og
ennfremur eina upplýsingamið-
stöð Tékka og Slóvaka fyrir út-
Við bjóðum
eftirfarandi úrvalsvörur frá Tékkóslóvakíu:
STRÁSYKUR
MOLASYKUR
LEÐURHATSTZKA
ÝMSAR VEFNAÐARVÖRUR
I. Brynjólfsson & Kvaran
Hafnarstræti 9 — Sími 11590.
Iönd. Þao útvarpaði dag og nótt
skilaboðum stjórnarinnar og Þjóð-
þingsins, fréttum um ástandið í
landinu, framsókn herjanna og
viðbrögð erlendis, en fyrst og
fremst flutti það ótölulegan grúa
bréfa frá verksmiðjum og fyrir-
tækjum úr öllum landshlutum til
stuðnings Dubcek og hinum leið-
togunum sem höfðu verið teknir
höndum. Sjálfum tókst Rússum
ekki að koma upp nema einum
útvarpssendi og hann notuðu þeir
til að útvarpa á vondri tékknesku
og slóvösku ritstjórnargreinum úr
Prövdu, sem tóku út yfir allan
þjófabálk þessa hörmungardaga.
Á sama andlega stiginu var það
sem þeir dreifðu úr þyrlum yfir
höfuð manna. (Voru þeir dreifi-
miðar almennt brenndir á torgi
heilags Venesláusar).
Einhugur fjöldans barst á sama
hátt um útvarpið inn í Þjóðþing-
ið og til ríkisstjórnarinnar sem
sat á stöðugum fundum þótt
helztu forystumennirnir væru í
fangelsi hjá Rússum og húsið um-
kringt rússneskum skriðdrekum
og hermönnum. Þótt stjórnar-
stofnanirnar gæm í raun réttri
ekki ákveðið neitt, löggilm þær
andspyrnuhreyfingu allrar þjóð-
arinnar með því að lýsa yfir, að
engin stjórnarvöld hefðu beðið
Rússa um hjálp. Það er ævintýra-
leg staðreynd, að í þessu landi
fannst hvorki fimmta herdeild né
viljugur kvislingur til að skipu-
leggja Ieppstjórn og biðja opin-
berlega um hjálp eftir á. Aðgerð-
ir Rússa og fylgiríkja þeirra fóra
því stjórnmálalega út um þúfur.
Endahnútinn á þetta rak 14. þing
Kommúnistaflokks Tékkósló-
vakíu, sem upphaflega átti að
vera í september, en á einum sól-
arhring tókst, þrátt fyrir hernám-
ið, að kalla það saman til fundar
undir vernd verkamanna í stærstu
verksmiðjunni í Prag. Þar fylktu
fulltrúarnir sér um Dubcek og
kusu eftir ströngusm flokkslög-
um miðstjórn sem líkasta því og
hún hefði verið kjörin að öllu
eðlilegu í september.
Eins og allt var í pottinn búið
var það skiljanlega ekki persónu-
legur sigur Svoboda forseta að
tekið var á móti honum í Moskvu
ásamt þremur fuíltrúum ríkis-
stjórnarinnar. Þar hefði senni-
lega ekki verið tekið neitt
tillit til „hetju Sovétríkjanna",
ef hún hefði ekki haft að baki
sér einhuga stefnu þjóðarinn-
ar, Þjóðþingsins og ríkisstjórn-
arinnar, auk þess sem þungt var
á metunum, að ókleift reyndist
að mynda leppstjórn. Það var
hinsvegar ótvíræður persónuleg-
ur sigur þessarar sjömgu stríðs-
hetju, að hann skyldi hætta sér til
Moskvu og að honum skyldi þar
takast að fá því framgengt, að
Dubcek og hinir fangarnir vora
fluttir til Moskvu. Rússar bætm
svo við tékkóslóvaska hópinn
nokkrum fleiri sem þeir töldu að
væru sínir menn, þótt svo væri
reyndar ekki um suma. Svokallað-
ir samningafundir í Moskvu voru
auðvitað engir samningafundir,
heldur fyrirskipanir til fanga, sem
þrengt var að bæði á sálrænan
hátt og Iíkamlegan. Þeir voru ein-
angraðir hver fyrir sig og fengu
ekki fréttir frá hernumdu landi
sínu og vora að gefast upp bæði
andlega og líkamlega. Það tók
tvær klukkusmndir að flytja þeim
boðskapinn, allur hinn tíminn, þ.
e. það sem eftir var af sólarhring-
unum fjórum, fór í deilur um
menn. Látið ekki blekkja ykkur
með að heimurinn kallar þetta
málamiðlun, sem orðið geti
grundvöllur undir frekari sam-
komulagsumleitanir, og þvær s'íð-
an hendur sínar af frekari ábyrgð.
Siðferðileg aðstoð er okkur lítils
virði, því hér skiptir siðferðið
engu. Rússar skipuðu fyrir, eins
og auðvitað var, þegar þeir voru
hvort sem var búnir að glata áliti
sínu í heiminum vegna árásar-
innar; — og okkar menn urðu að
láta allt af hendi: ekki aðeins það
sem þeir unnu á hernámsdögun-
um, eins og 14. flokksþingið og
stuðning Sameinuðu þjóðanna,
heldur einnig stjórnmálastefnuna
og framkvæmdavaldið, m.a. hvað
snerti mannaskipti.
í dag var innanríkisráðherrann
neyddur til að segja af sér og sú
byrjun segir margt. Ritskoðun
hefur verið komið á, en aðalatrið-
ið er eftir. Hundrað sovézkra
leyniþjónustumanna streyma til
landsins, Flugvellir, útvarpið og
fjöldi bygginga og ritstjórna era
hernumin (miðað við 31. ágúst
— ritstj.) og TASS kallar útvarp-
ið ólöglegt og gagnbyltingarsinn-
að, þó að það útvarpi aðeins tón-
list og þurrum opinberam frétt-
um og fréttum um efnahagsmál,
afturkalli ráðstefnur og þing
sem boðuð höfðu verið og neyðist
hægt og hægt til að taka upp ein-
hverja samvinnu við hernámslið-
ið. Fjöldi blaða hefur hætt út-
komu og hin birta aðeins þurrar
opinberar fréttir. Hernámið held-
ur áfram og hvergi sjást merki
þess að því linni í bráð. Sa|jt'ét
að því Ijúki, þegar ástandið í
landinu verði eðlilegt, en ástandið
getur ekki orðið eðlilegt, meðan
hernámið gerir það óeðlilegt. Að
baki orðalagsins, sem notað er:
„að Iáta raunhæfar ráðstafanir
ganga í gildi" getur falizt hvað
sem er.
Hin svokallaða sovézka mála-
miðlun er í því fólgin, að Dubcek
og félagar hans era látnir vera
kyrrir og hin minnsta óhlýðni
þeirra gefur tilefni til frekari
„raunhæfra ráðstafana", jafnvel
blóðbaðs.
Ykkur mun kannski virðast
sem Rússar hafi slakað til, en
svo er ekki. Seta Dubceks og
hinna er tvíeggjað vopn. Fyrir
Rússa löggildir hún hersetuna út
á við. Fyrir okkur hefur hún þann
kost, að hernáminu verður fram-
fylgt af mönnum, sem öðlazt hafaS-
ótakmarkaða tiltrú þjóðarinnar,
sem styrkist meira að segja enn,
þegar menn heyrðu sérstaklega
mannlegar ræður þeirra Dubceks
og Svoboda I liinu „ólöglega,
gagnbyltingarsinnaða útvarpi"
okkar, eftir að þeir komu heim
frá Moskvu. Þessir menn munu
sýna meiri nærgætni og haga sér
betur í samræmi við tékkneskt
sálarástand en leppstjórn mundi
gera. Ókosturinn fyrir okkur er
hinsvegar sá, að með tilneyddum
„raunhæfum aðgerðum" sínum er
hætt við að þeir missi vinsældir
og tiltrú, því ekki geta þeir sagt
til eilífðarnóns: „Treystið okkur,
— þetta er ekki það sem við höf-
um í hyggju." Á tímum nazista-
hernámsins stóðu andstæðurn-
ar í skýru ljósi, auk þess sem
menn höfðu þá vonir um að Þjóð-
Krítað á húsvegg í Prag.
Ljóð á veggblöðum í Prag. Vegfarendur Iesa og skrifa upp.
verjar yrðu sigraðir fyrr eða síð-
ar. Nú munu andstæðurnar
i* 'f, $ m M 0 pi <$ || 0 || mí* ¥
bræddar saman. Rússar láta víst
ekki leika lausa neina lýðræðis-
þróun, serh vérðui raunveruleg,
þegar þeir fara, — ef þeir fara þá
nokkurn tíma. Það þarf varla að
taka fram, að eins og ástandið er
núna með samningamakki á báða
bóga og milljarðatjóni á efnahags-
sviðinu vegna hernámsins í ofaná-
lag er orðið gjörsamlega óraun-
hæft að tala um að halda áfram
tilraun okkar til lýðræðislegs sósí-
alisma og björgunar gjaldþrota
efnahagskerfis, — tilraun sem var
enn erfiðari af því að hún var án
fyrirmyndar og stuðnings utan
frá.
Okkur er sagt að trúa á orð sí-
gildra skálda, að afl skynsemi og
hugsunar muni sigra. Ég skal snú-
ast til þeirrar trúar á sömu stundu
og sýnt hefur verið fram á á ó-
mótmælanlegan hátt, að í þessum
óhrjálega, klofna og ósættanlega
heimi leiki vit og hugmyndir ann-
að hlutverk en aldurhniginnar
harmleikkonu, sem aðeins getur
komið barnalegum áhorfendum’
til að gráta.
En nú læt ég víst tilfinningarn-
ar ná valdi á mér. Andrúmsloftið
hér á þessu augnabliki er hræði-
legt. Fólk bíður eftir að gildran
lokist. Óttinn grípur um sig. Ég
vildi aðeins leiða ykkur íslendinga
úr þeirri hugsanlegu villu, að því
versta sé lokið, reyna að fullvissa
ykkur um að eins og málin standa
nú er sigur villimennskunnar yfir
ótímabæru siðgæði og fágaðri
greind, sem fólk hér hefur sýnt
undanfarna daga, fuLlkominn.
Næstu dagar og ár geta aðeins
orðið efni í hugleiðingar í skugga
þeirrar villimennsku, sem, eins og
nú er augljóst, svífst einskis og
er reiðubúin að fara yfir mörk
hins óhugsanlega.
Við höfum ávallt á boðstólum
fyrsta flokks kaldhreinsað
ÞORSKA- og
UFSALÝSi
valið og hreinsað samkvæmt ströngustu
fyrirmælum amerísku lyfjaskrárinnar.
Fæst í matvöruverzlunum, lyfjabúðuim.
LÝSI H.F.
GRANDAVEGI 42. Sími 21414.
t
*
v