Þjóðviljinn - 06.11.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.11.1968, Blaðsíða 3
Mið'vifcudagur 6. nóvemiber 1968 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA J Formaður samninganefndar I*FF í París: Samsteypustjórn og frjálsar kosningar Fundum frestað í París meðan reynt verður að fá Saigonstjórnina til að senda menn þangað PARÍS 5/11 — Frú Nguyen Thi Binh, formaður samnihga- nefndar Þjóðfrelsisfylkingar Suður-Vietnams, hélt fund með blaðamönnum í París í dag sköimmu áður en frá því var skýrt áð frestað hefði verið um óákveðinn tíma samninga- fundinum sem halda átti á morgun, miðvikudag. Frú Birah las upp yfirlýsingu á fundinum sem var f.iölsóttur af fréttamönnum. Lagt var til ad mynduð yrði hióðles og lýðræðis- leg samsteypust.iórn á breiðum grundvelli í Suðiur-Vietnam og friálsar kosningar látnar fara fram í landinu. Frú, Binih sagði sameiningu viet- nömsku landshlutannia eiga að fara fram í áföngum á friðsam- legam hátt og á grundvelli við- ræðna og gagnkvæmra samn- in,ga milli íbúa beggja lands- hluta án erlendrar ihlutunar. Þeir sem stæðu að Saigon- st.ióminni nú gætu engan hlut átt að beirri bróun. Þeir væru ótínd- ir landráðamenn og leppar hins bandaríska árásairihers, Hún kvað bað siónarmið Þ.ióð- frelsisfylkingarinnar að utanríkis- stefna Suður-Vietnams ætfi að bvggiast á hlutleysi og friði við aðrar b.ióðir. Landið ætti enffan þátt að eiga í hemaðarsamtök- um, heldur talka unp vinsamlleg samskipti við öll ríki. Ósigur Bandarfkianna er aug- Iiós, en þau hafa þó ekki fallið frá árásaráformum sínum í Viet- nam. Baráttunni gegn ofbeldis- árás Bandarík.iamanna verður haldið áfram og hún til lykta leidd, sagði f’ú Binh. Skömmu síðar skýrði talsmað- ur bandarísku sendinetfndarinn- ar (frá því að frestað hefði verið fundi þeim sem halda átti í Par- ís á mbrgun en þar var ætlunira að fulltrúar ÞFF mætibu í fyrsta Kaupin á Sjálfstæðishúsinu Frú Nguycn Thi Binh / sinn. Talsmaðurinn sagði að enn hefði ekki verið fyllilega gengið frá dagskráratriðum og fundar- sköpum milli fulltrúa Bandaríkj- anna og Norður-Vietnams nú þecar fleiri eiga að taka þátt í fundunum, en víst þykir að meg- inástæðan til frestunarinnar sé sú að Bandaríkjastjóm freisti þess enn að fá Saigonstiómina til að ' senda fulltrúa • á fundinn í París. Fréttir sem í dag bárust frá Saigon bentu ekki til bess að Saigonstjórnin hefði skipt um skoðun, en vera má að hún^bíði sam- fleiri, úi'slitanna- í forsieta- kosningunum í Bandaríkjunum. Atvinnuleysistryggingarnar Framhald af 1. síðú. Víðtækar breytingar Nú væri lagt til í fmmvarpi Braga að m.a. verðd breytt því meginatriði að hvert verkaHýðs- félag skuli eiga sina afmörkuðu hlutdeild í atvinnuleysistrygg- ingasjóðnum, laigt væri til að sjóðstjóminmii verði geribreytt, að breytt verði regilumum um út- hlutunarnefndir og gireiðslu bóta- fjár, lagt væri til að fraimilaig sveitatrféilaiganna lækki. Hvað sem liði efnislegri afstöðu til þessara liða, kvað Eðvarð það sína af- stöðu að rétt væri að standa við gert samkomulag. Hamm kvaðst ekki telja ástæðu tifl að breyta um fyrirkomulaig á úthlutuninni og bæri ekki á því að breytínig- in sem frumvarp Braga leggur til, að fela almannatryggingunuim úthlutun í samráði við verkallýðs- félög og vinnuveitemdur, væri til bóta. Hins vegar lýsti Eðvarð yfir eindregnu fylgi sdnu við bá hug- mynd að hækika verulega bætur atvinnuleysistrygginganna, og um það hefðu Alþýðuibandalagsmenn fflutt tillögur á þinginu i fyrra, SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS M/S HERJÓLFUR fer til Vestmanmaeyja, Horna- fjarðar og Djúpavogs 7. þ.m. — Vömmóttaka í dag. M/S HERÐUBREIÐ fer austur um land í hringferð 13. þ.m. Vörumóttaka miðviku- diag, fimmtuda-g og föstudaig til til Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarð- arar, Fáskrúðsf jarðar, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar. Vopnafjarðar, Baikkafjarðar, Þórshafnar, Rauf- arhafniar og Kópaskers. sem ekki hefðu náð fram að ganiga. Sagði Eðvarð að það væri orðið öðrum til vansa að bætum- ar skyldu ekki hafa verið hækk- aðar. 1 samningum verkalýðsfé- laganna á þessu ári hefði verið gefið fýrirheit um bað að bæt- ur atvinnuleysistrygginganna skyldu hækka og réttur bóta- bega yrði aukinn. Framkvæimd þess lofoi'ðs hefði dregizt úr hömllu, en. hainm hefði ástæðu til að aetla að hún drægist ekki lengi úr þesisu. Þegar lögin um otvinnuleysis- tryggingarniar voru sett fyrir tólf áruim var ákveðið að þau skyldu enduirskoðuð þegar reynsía hefði fengizt á framfcvæmd þedrra. Reynsla af aitvinnuleysistrygging- umurn hefðd lítil orðið fyrr en nú á þessu ári, en þsgar hefði feng- izt af þeiim reynsla sem réttlætti og gerði nauðsynlega endurslkoð- un þeirra. Sú endu,rskoðun ætti að fara fram í saimráði við þá aðila sem upphaflega gerðu sam- komulagið í lolc verkfallsins 1955. Hins vegair væri nauðsyn að ganga þegár að því að stórhækka bætunniar og eins að gera bað al- veg ljóst að bætur frá almanna- trygginigunum skerði ekki bætur úr atvinnul^ysistryggingunum. Taldi Eðvarð að réttast væri að skdpa nú þe@a,r nefnd til að einduirskoða lögin í samráði við aðilana sem saimkomulagið gierðu, verkatlýðsféflö'gin og atvinnuirek- endurr. Jafnframt þyrfti að emd- ursfcoða löigin um vinnumdðHun, sú emidurskoðun yrði að flara fram siamtfmis Menm getur greint á um það hvort rétt sé að samningsaðilam- ir á vimmumarkaðnum eigii að semja um löggjöf, sagði Eðvarð að lokum. En við breytingar á slíkri löggjöf má ekki gdeyma hvemig hún er tiil komin, annars gæti hllotizt af slys. Fleiri tófcu ekfci til máls og frumvarpi Bra|a var vísað til 2. u'miræðu og niefndar méð sam- hljóða atfcvæðum. Framhald af 10. síðu. gagn ríkisstjómarinnar að í verði því sem greitt var fyrir Sjálf- stæðishúsið komi fram óeðlileg- ur gróði sem þjóðfélaginu beri að endurheimta. í þessari for- ustu,grein Alþýðublaðsins er raunar vikið að vandamáli sem er mjög stóríellt. Lóðaokrið í miðbæmum hefur ýtt mjög undir brask og spákaupmennsku og það á verulegan þátt í þeirri samfelldu verðbólguþróun sem einkennir efnahagsástandið hér. Óhagkvæm og dýr verzlun stafar m.a. af þeim óhemjulega tilkostn- aði sem bundinn er lóðum og fast- eignum við verzlunargötumar í Reykjavík. En í stað þess að stjómairvölddn stöðvi þessa an,n- arlegu starfsemi með félaffslegum ráðstöfunum í þágu r-1....min.gs hafa þau ýtt mjög utu: braskið með kaupum sínum á ióðuim og fasteignum. M.a. hækkaði Seðla- bankinn fyrir nokkrum árum allt lóðaverð í miðborginni með for- dæmi sínu, og hliðstæð áhrif munu hljótast af verði þvi sem greitt hefur verið fyrir lóð Sjálf- stæðishússins. Ingólfur seldi Ingólfi Enn eitt atriði, sem mjög hef- ur ýtt undir gagnrýni. er það að seljandi Sjálfstæðishússins er stærsti og valdamesti flokkur landsihs, sá flokkur sem eirinig ræður mestu í landstjórninni, ]>ar sem ákvörðun var tekin um að kaupa fasteignina. Sami aðilinn fjallar þannig að verulegu Ieyti hæði um kaup og sölu; Ingólfur Jónsson leiðtogi Sjálfstæðis- flokksins gerði þennan viðskipta- samning við hæstvirtan póst- og símamálaráðherra Ingólf Jóns- son. Þegar þannig stendur á að valdaflokkur í ríkisstjórn kemst í þá aðstöðu að verða að taka afstöðu til máls þar sem hann hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta, ber lionum að kapnkosta sérstaklega að um ákvörðunina sé fjallað á óvilhallan hátt. Ein- mitt vegna þess að svona stend- ur á hefði mér fundizt hað sér- stök skylda hæstvirts símamála- ráðlierra að hafa frumkvæði að hví að bera þessi viðskipti und- ir Alhingi og láta aðra taka á- kvörðunina. Að undiainfömu hefur mjög borið á gagnrýni meðal almenin- inigs l>ess efnis að flokkum og valdamönnum hættj stundum við að misnota aðstöðu sína, og því verði að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir slíka at- burði með því að taka sem mest ákvarðandr fyrir opnum tjöldum, með ]>ví að tryaigja landsmönnum lýðræðislegt aðhald að t.rúnaðar- mönnum sínum. Gasnrýni af þessu tagi hefur verið uppi inn- an allra stjórnmálaflokka, hún hefur m.a. verið mjög hávæ-r innam raða umgra Sjálfstæðis- flokksmanna. Þessi krafa um aukið lýðræði og vaxandi eftir- lit almeninings með störfum og ákvörðunum valdaaðila er mjög ánægjulegur vottur um aukinn stjómmálaáhugp, og ég tel að það sé skylda’ stjórnmálaflokk- anna að koma til móts við þær kröfur. Kaupin á Sjálfstæðishús- inu eru eins og skóladæmi um ákvörðun sem ekki má tafca í lokuðum hagsmunahring. Alþingi fjalli um málið í þeirri tillögu sem ég flyt hér ásamt hæstvirtum 6. landskjöm- um þingmanni er ekki lýst neinni skoðun á þessum viðskiptum, að- eins lagt til að Alþin.gi geri ráð- stafanir tíl þess að fjalla um þessi 16 miljóna króna lóðakaup af sömu nákvæmni og þingið fjallar áirlega um sölu á eyði- jörðum og lélegum húsum sem stundum nema aðeins að verð- mœti tuigum eða hundniðum þúsunda. Við leggjum til að deild- in notfæri sér ákvæði 39du grein- arstjómarskrárinnar í þessu skyni. en þar er einmitt gert ráð fyrir að þingdeildir skipi nefndir til.að rannsaka máikilvæg mál er almenning varða. Ég lít svo á að þessi stjómarsfcrárá- kvæð; séu mjög þarfleg, ekki sízt nú þegar æ meiri brögð em að því að hin,ar mikilvæigustu á- kvarðanir eru teknar af stjóm- arstofnunum, embættismönnum og svokölluðum sérfræðingum án Sfskipta Alþingis. f mörgum öðr- um löndum em slík ákvæði í stjómarskrá eða lögum, og þar er mjög algengt að þjóðþing haldi uppi mjög umfangsmikilli starf- semi á þessu sviði; til að mynda eru rannsókniaimefndir á vegum Bandaríkjaþiings mjög athafna- samar. / Hér á landi hefur þessu stjóm- arskrárákvæði hins vegar sára- sjaldian verið beitt. Ég held að ástæðan sé sú að mönnum finnist að í skipan rannsóknamefndar felist einhver dómur fyrirfram um þau mállBaitvik sem la,gt er til að rannsökuð séu. En sú afstaða er auðvitað hreinn misskilningur. Ramnsóknin á aðeing að vera hlut- laus kcnnun á málsatvikum; í ákvörðun um slíka rannsókn em þingmenn aðeins að rækja þær skyldur sem á þeim eiiga að hvíla samkvæmt stjómarskránni. Því tel ég einsætt að menri geti sam- einazt um þessa tillögu. hvaða skoðanir sem þeir kunna að hafa á rétfmæti þeirrar ákvörðunar að kaupa Sjálfstæðishússlóðina á rúmar 16 miljónir handa Land- símanum. Ingólfur Jónsson síma- og raf- orkumálaráðheiTa tók þvínæst að flytja skýrslú um kaupin á Sjálfstæðishúsinu, en varð brátt truflaður af þrálátri rafmaigns- bilun, og laufc svo að forseti frest- aði umræðunni og sleit fundi. Reynslan sýnir að alullarefnin frá OLTÍMU duga bezt. ÚLTÍMA - Kjörgarði Geri við og laga föt Sauma drengjabuxur. Er til viðtals frá kl. 1-5 að Laugavegi 46a uppi (bakhús). — Sími 20257. Kvennadeiid Slysavarna- félagsins í Reykjavík heldur fund fimmtudaginn 7. nóvember í Tjarnar- búð (Oddfellow) kl. 8.30. TIL SKÉMMTUNAR: 1. Söngur. 2. Sigurður Ágústsson fulltrúi flytur erindi um skyndihjáip og sýnír myndir. Kvennadeildin þakkar hjartanlega allar gjafir og aðstoð veitta við hlutaveltuna. Stjómin. AUGL ÝS/NG Af gefnu tilefni er hér með vakin a’thygli á því, að saimkvæmt ákvæðum laga nr. 30/ 1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturaf- urðum, er óheimilt að selja til manneldis afurðir af sláturfénaði, sem ekki hefur ver- ið slátrað í viðurkenndu sláturhúsi, og ekki hafa verið stimplaðar með heilbrigðis- stimpli. Landbúnaðarráðuneytið, 5. nóvember 1968. Sjómannafélag Hafnarfjarðar Tillögur trúnaðarmannaráðs um aðalmenn og vara- menn í stjóm SJÓMANNAFÉLAGS HAFNARFJARÐAR fyrir árið 1969 liggja frammi í skrifsitofu félagsins. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu félagsins Vesturgötu 10 fyrir kl. 22.00, 20. nóvember 1968 ásamt tilskildum fjölda meðmælenda og er þá framboðsfrestur útrunninn. Trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Hafnarfjarðar. Auglýsingasími Þjóðviljans er 17 500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.