Þjóðviljinn - 12.11.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.11.1968, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 12. nóvember 1968 — 33. árgangur — 245. tölublað. ÁRÁS Á LAUNAFÓLK Gengisfall krón- unnar frá 1949 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• 15-20% kjaraskerðing er ríkis- stjórnin ætlar EKKI að bæta - verSur aflei&íng 4. gengisfellingar i valdatiS nvi&reisnarstjórnarinnar'’ □ Seðlabankastjórinn tilkynnti í gær 54,4% hækkun á erlendum gjaldeyri, 35,2% gengisfeilingu og stundarfjórðungi síðar var al- þingi íslendinga tilkynnt um ráðstöfun Seðlabankastjórnarinnar. Fyrsta skilyrðið til þesá að ,,árangur“ verði af þessum ráðstöfunum er að kaup hækki ekki, sagði Seðlabankastjórinn á blaðamannafund- inum í gær og varpaði þannig stríðshanzkanum að verkalýðssam- tökunum, en Alþýðusamband íslands samþykkti í síðustu viku að hvetja sambandsfélögin til þess að segja upp samningum. Mótmæli fyrír framan alþmgishúsið ígær Hópur fólks safnaðist saraan fyrir framan alþingishúsið síðdegis í gær til að mótmæla gengislækk- un íslenzku krónunnar, sem þá var verið að fjalla um á alþingi. Báru sumir mótmælaspjöld, eins og sjá má á myndinni, sem ljósmyndari blaðsins, A.K. tók við upphaf mótmælastöðunnar. Sjá 12. s. □ Ríkisstjórnin hyggst ekki bæta launafólki þær verðhækkanir sem verða vegna gengisfelling- arinnar, enda þótt framkomnar verðhækkanir 1. nóv. eigi að koma inn í kaupgjaldsgreiðslur 1. des. næstkomandi. Kjaraskerðing af völduim þessara ráðstafana mun því nema 15—20 af hundraði — ef efnahagsráðstafanir og áform ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga. □ Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um fjórðu geng- islækkunina á óstjómarferli hennar ber vitni um algjört ráðleysi og aðfarir hennar gegn verkalýðshreyfingunni hljóta að kalla á mark- vissar aðgerðir til þess að hrinda svívirðilegum kjaraskerðingaráformum stjórnarvaldanna. □ Gengisfellingin og fyrirhuguð kaupbinding voru keyrðar i gegn í forystuliði stjórnarflokk- anna. Mjög harðvítug andstaða .var gegn efna- hagsráðstöfununum, í miðstjóm Alþýðuflokks- ins og við lokaafgreiðslu snerist þriðjungur miðstjómarinnar gegn efnahagsráðstöfunun- um, þar á meðal einn alþingismaður a.m.k. Jón Þorsteinsson og helzti forvígismaður Alþýðu- flokksins í verkalýðshreyfingunni Jón Sigurðs- son. Ef miðað er við að gengi ís- lenzku krónunnar hafi verið 100 fyrir tæpum 20 árum í ársbyrjun 1949 er það nú komið niður í 7,4% af gildi þess gagnvart doil- ar þá og er þróunin þessi: 1949 dollar kr. 6,50 100 % 1949(ársl.) 1951 1960 1961 1967 1968 — 9,36 — 16,32 — 38,10 — 43,06 — 57,07 — 88,10 69.4 % 39,8 % 17.1 % 15.1 % 11.4 % 7,4 % FramhaM á 9. sáðu. 1960 = 17.1% tesmámmii 1961 = 15.1% 1967 llll|l|||| = 11-4% 1968 7.4% R/kisst/Órnin „leysir málin" með stórfelldri kjara- skerðingu launafólks og sérstakri árás á sjómenn Þessar ráðstafanir eru ekki framkvæmanlegar, sagði Lúðvík Jósepsson á Alþingi í gær □ Með gengislækkuninni og íyrirhuguðum ráðstöíunum ríkisstjórnarinnar um kaupbindingu í heilt ár og sérstakri árás á sjómannastéttina sem ætlaður er skertur hlutur er valin leið sem ekki er íær, haínar ráðstafanir sem ekki eru framkvæmanlegar, sagði Lúðvík Jósepsson, for- maður þingflokks Alþýðubandalagsins í ræðu á Alþingi í gær. Stórfelld kjaraskerðing alþýðu- fólks eins og nú er komið hlýtur* að stranda á því að fólkið rís til varnar og berst gegn kjara- skerðingunni. □ Nákvaémlega „útreiknuð" gengislækkun Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins fyrir réttu ári reyndist engan vanda leysa fyrir út- veginn, en skapaði mörg og torleyst vandamál. Svo mun enn verða, sagði Lúðvík og lýsti yfir andstöðu Alþýðubandalagsins við ráðstafaniz ríkisstjórnarinnar. Jafnframt kynnti hann í áð- aldráttum til hverra úrræða Alþýðubandalagið hefði viljað að nú væri gripið til í stað gengis- lækkunarinnar og stórárásar á lífskjör alþýðu manna á landi og sjó. □ Eysteinn Jónsson lýsti einnig algerri and' stöðu Framsóknarflokksins. □ Gylfi Þ. Gíslason lýsti hins vegar yfir ákvörðun Alþýðuflokksins að styðja gengis- lækkunina og kjaraskerðingarráðstafanirnar af öllum mætti, það væri réttlátasta leiðin, ann- ars kæmi atvinnuleysi. □ Frá umræðunum á þingi er sagt á bls. 2 og 3.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.