Þjóðviljinn - 21.11.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.11.1968, Blaðsíða 1
VANTRAUSTSUMRÆÐUR Í KVÖLD • Umræður í útvarpi frá Alþmgi verða í kvöld. • Verður þar rædd tillaga til þmgsályktanar um van- traust á ríkisstjórnina, en ftatningsmenin hennar eru Ólafur Jóhannesson formað- ur Framsóknarflokksins og Lúðvík Jósepsson formaður þingflokks Alþýðubandalags- ins. • Þrjár umferðix verða og hafa flokkamir jafnan ræðu- tíma. Röð flokkanna er Fram- sóknarflokkur, Sjálfstæðis- flokkur, Alþýðubandalag og Alþýðufiokkur. • Ræðumenn Alþýðu- bandalagsins í umræðunum verða Lúðvík Jósepsson, Eð- varð Sigurðsson og Karl Guð- jónsson. Gjaldeyris- sala bank- anna stöSvuS 1 gaermorgun stöðvaði gjaldeyrisdeild bankanna öll gjaldeyrisviðskipti í bönkunum. Var þar fyigt fordæmi gjaldeyrismarkaða um mestalla Vestur-Evrópu. Að því er fulltrúi gjald- eyrisdeildairinnar, Imgólfur öm'ótlfsson, sagði Þjóðviílj- anum í gær var gjaideyris-: salan stöðvuð kl. 10.30 í gasrmorgun samkvæmt beiðni Seðlabankans, sem þá hafði borizt firétt af þvi að gjaldeyrissaila væri stöðvuð í Kaiupmannahöfn og víðast um Vesitur-Evrópu. Jóhanines Nordal Seðia- bamikastjári sagði í viðtaili við Þjóðvilljann um stöðv- un gj aildey rissöíl iu n nar, að gjaldeyrisviðskipti heðu ver- ið feGld niður allsstaðar þar sem við hetfðum bankavið- skipti erlendis og því ekiki hægt að selja gjaideyri hér. Hann sagði ekki vitað hive lengi stöðvun gjaildeyrisvið- skipta erlendis mundi standa, en ólíklegt væri að opnað yrði hér fyrr en búið væri að opna viðskipti í a.m.k. einhverjum af ná- gramnallöndunumi, þótt ekki yrði beðið eftir þeim öliuim. Brotizt inn í Glóbus Brotizt var irm í heildverziun- ina Glóbus að Lágmúla 5 í fyrri- nótt. Komst þjófiurinn inn á skrif- stofu, braiut penimigaskáp og stal úr honium 7.500 krónum og spari- merkjum. Var peningas'kápurinn gjörónýtar. Þjófuirinn hafði ekki náðst í giærbvöld en málið er í höndum rannsóknarlögregluintnar. Einnig var brotizt inn í blóma- verzlun við Barónssitíg og þaðan sitolið 1000 krónum. ÞRIDJA GJALDEYRISKREPPA AUDVALDSHEIMSINS ARI Verzlun með gjaldeyri féll víðasthvar niður í Vestur-Evrópu í gœr, fjármálaróðherrar og seðlabankastjórar tíveldanna á ráðstefnu BONN og PARÍS 20/11 — Þriðja gjaldeyriskreppa auðvaldsheimsins á einu ári er skollin á. Eftir hömlulausa spákaupmennsku og brask á gjaldeyris- mörkuðum Vestur-Evrópu síðustu viku, sem stafaði bæði af vantrú manna á gengi franska frankans og grun um að gengi vesturþýzka marksins yrði hækkað, þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar vestúrþýzkra talsmanna um að það stæði alls ekki til, ákvað franska stjórnin aðfaranótt miðvikudagsins að loka bæði gjaldeyrismarkaðinum, kauphöllinni og gullmarkaðinum í Par- is og leiddi það til stöðvunar gjaldeyrisviðskipta víðasthvar í álfunni og einnig í New York og reyndar víðar. — Fjármálaráðherrar og seðlabanka- stjórar tíu öflugustu iðnaðarríkja auðvaldsheimsins komu saman á skyndi- fund í Bonn síðdegis í dag til þess að reyna að finna leið út úr þeim ógöng- um sem gjaldeyrismál auðvaldsheimsins eru komin í. Þessi gj aldeyriskreppa dynur yfir þegar rétt ár er liðið frá gengisfefllingiu sterlingspundsins og ýmissa gjaldmiðla sem því fylgdu, ein sú gen.gislækkun kom í kjölfar gjaldeyriskreppu af svipuðu tagi og þeinri sem nú er hiafin. í marz s.l. riðaði allt hið alþj óðlega gj aldeyriskerf i auðvaldsiheimsin« til falls þegar gullverðið fór upp úr öllu valdi og var því þá aðeins bjargað með sérstökum ráðstöfunum, sem fiafa þó reynzt diuga skammt. Gífurlegur fjárflótti Bein orsök kreppunnar núna er gífurlegur fjármagnsflótti frá Frakklandi, einkum til Vestar- Þýzkalands, en vesturþýzka markið hefur nú alllenigi verið talið of lágt skráð. ítrekaðar yfirlýsingar frönsku stjómarinníar um að gengi frank- ans muni ekki verða fellt og Hverju svarar fyrirspurn um • Borgarfulltrúar Alþýðubanda- Iagsins bera fram fyrirspurn í 12 liðum um íþróttahúsið í Laugardal á fundi borgar- stjórnarinnar í dag og munu margir íþróttaunnendur sem aðrir hafa áhuga á að fylgjast með svörum borgarstjóra við fyrirspurnunum. • Meðal þess sem spurt er um er: Heildarkostnaður við hús- ið, framlag þeirra aðila, sem eiga í húsinu, lán til hússins, borgarstjóri íþróttahús? hverju ólokið er af húsinu, hvaða ágallar hafi komið fram á húsinu, hverjir annist daglegan rekstur hússins og ákveði leiffugjöld. rekstrar- kostnaður og tekjur hússins og sundurliðun tekna og fleira. Lesendur blaðsins eru hvatt- ir til að fylgjast með svörum borgarstjóra og umræðum um málið í borgarstjórn en frá því verður greint i blaðinu á morgun. þeirrar vestúrþýzku um að géngi marksihs verði ekki hækikað dugðu ekkj til að stöðva flóttainn, sem þvert á móti magnaðist um allan helmin.g í síðustu vi-ku þeg- ar franska stjómin tilkynnti að þrenigt yrði að penin.gamarkað- in.um í Frakklandi og forvextir Frakklandsbanka hækkaðir úr 5 í 6 prósent. Það dugði ekki einu sinni til að endurvekja traust manna á frankanum að de Gaulle forseti lýsti yfir að gengislækkun myndi vera „fáránlegasta ráðstöfun“ sem Frakkar gæta gert. Aðgerðir v-þýzku stjórnarinnar Helztu ráðherrar Bonnstjóm- arinnar komu saman á fund i gær ásiamt formönnum þing- flokka stjórnarflokkanna tveggja og var þar ákveðið að gera sér- stakar ráðstafianir til að minnka hinn gífurlega greiðsluafgang sem sýnilega verður á greiðslu- jöfnuði Vestar-Þýzkalands við útlönd á þessu ári (hann er tal- inn munu nema sem svarar 360 miljörðum ísl. kr.) og fyrirsjá- anlegur er á því næsta að öilu óbreytta. í dag er almemnur fridiagur í Vestur-Þýzkalandi og því lokaðir bankar og aðrar fjármálastofn- anir og munu sumir hafa gert sér vonir um að á morgun myndi aftar hægjast um á gjaldeyris- mörkuðunum vegna hinna boð- uðu ráðstafana vestarþýzku stjómarinnar, svo að aðrar að- gerðir reyndust óþarfar. Fundur tíveldauna Franska stjómin mat málin á annan veg og var ákveðið í Par- ís í nótt sem leið að stöðva öll gjaldeyrtis- og gullviðskipiti og Framihiald á 7. síðu. Fulltrúar ellefu þúsund launamanna á fundi: Laun verði verðtryggð áfram Myndin er tekin á blaðamannafundinum í gærdag. — Talið frá vinstri Bjarni G. Magnússon, Adolf Björnsson, fréttamaður útvarpsins, Haraldur Steinþórsson, blaðamaður Vísis, Guðjón Baldvinsson, Stefán Gunnarsson, Sigfinnur Sigurðsson, Guðmundur Jensson, Örn Steinsson, Guðmundur Odds- son, Kristján Thorlacíus, Hannes Pálsson, fréttamenn Tímans og Alþýðublaðsins. — (Mynd: AK). Ný gengislækkun ef sterlingspundið lækkar? Rætt á alþingi um kreppuna í peningamálum V-Evrópu □ Viðskiptamálaráðherra íslands, Gylfi Þ- Gíslason, taldi á Alþingi í gær að kreppan í peningamálum sem skoll- in er á um alla Vestur-Evrópu myndi ekki koma við ís- lendinga, nema afleiðing hennar yrði breytingar á gengi sterlingspunds og dollars. Yrði það hins vegar hefði það mikil áhrif á hag íslendinga. Ólafur Jóhannesson spurðist. fyrir um lokuh gjaldeyrisvið- skipta íslenzku banfcanna utan dagskrár á fundi sameinaðs þings í gær, og taldi nú skjóta skökku við, ef loka mætti gjaldeyrisvið- skiptum um ótiltekinn tíma, en fyrir nokkrum dögum hefði rík- isstjómin talið með öllu frá- gangssök að bamkamir hætta þeim viðskiptam nema einn sól- arhring, og þess vegna yrði að drífa í gegn á einum sóiai'hring frumvarpið um ráðstaf'anir vegna gengisbreytingar. Viðskiptamálaráðherra Gylfi Þ. Gislason sagði að ríkisstjóm- inní og Seðlabankanum hefði borizt vitneskja um það fyrir há- degi að opinber skráhing á er- lendu gengi hefði verið fellt nið- ur í öllum grannlöndum ofcfcar í Evrópu og öllum gjaldeyrisvið- skiptum hætt. Þegar svo væri komið hefði ekki verið fært að halda áfram gjaldeyrisviðskipt- um hér. Framhald á 7. síðu. □ Ráðstefna á vegum Bandalags starfsmanna ríkis og bæ'ja, Farmanna- og fiski- mannasambands íslands og Sambands bankamanna sam- þykkti einróma um helgina á-lyktun um atvinnu- og efna- hagsmál þar sem verðtrygg- ingar launa er krafizt áfram. Ályktunin er birt á innsíðu blaðsins í dag — var álykt- unin afhent forsætisráðherra í gærmorgun. Forystamieinn nefndra samtaka siem telja samitals um 11 þúsund mieðlimi köHuðu bíl'aðaimenn á sinn fund í gær og skýrðu frá niðurstöðum ráðstefnunnar. Ráð- sítefnuna séta 25 stjómarmenn samtakainna og er í ályktan bent á leiðdr, sem ráðstafinan taldi lík- leigar til að staðla að flramgangi þeirrar meginstefnu samtakanna, sem að ráðstefnunni stóðu, að takast megi að halda uppi fulUri atvinnu hvarvetna í landinu, draga úr kjaras'kerðingu launiþega og verð'bóflguáþrifum vegna genigisilækkunarinnar. Samtökin telja einnig að til þess að hafa hemil á vorðbólgu vegna verð- hækkana á neyzluvörum verðd laun að vera verðtryggð. Þessi állyktan ráðsteflniunnar var afhemt forsætisráðflierTa í gæpmorgun og kvaðst ráð'herrann rnunidu leiggja ályktanina fyrir ríkisstjómarfund. Guðmundur Oddsson, fonmað- ur Parmanna- og fiskimanna- sambandsins kvaðst vilja leið- rétta þann misskilning, sem kom- ið hefði fram í ræðu Hanndbals Valdimairssonar samkvæmt frétt í Morigunibflaðinu í gær: FFSl hefði aldreá hugsað til þátttöku í Fmmhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.