Þjóðviljinn - 01.12.1968, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 01.12.1968, Qupperneq 4
SÍÐA — WÖÐVIL-JINN — Suininudagiur 1. desetmiber 1968. Ctgetandi: Sameimngarflokkjur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson. Siguröui Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Frið'þjófsson. Auglýsingastj.: Ölafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 iinur). — Askriftarverð kr. 130,00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 8,00. Til hvers? JJirfsku þurfti til þess að stofna frjálst og full- valda ríki á íslandi 1. desember 1918. Þjóðin var fámenn svo að fáir hefðu trúað því að henni fjölgaði í 200 þúsund á fimmtíu árum. Samt eru íslendingar enn með fámennustu þjóðum heims sem reyna að halda uppi frjálsu og fullvalda ríki. Þó er miklum mun auðveldara að rökstyðja það nú að íslendingar geti og eigi að vera frjáls þjóð og fullvalda. Þeim mun hönmulegra er að þeim rödd- um virðist fjölga sem draga í efa að íslendingar geti verið sjálfstæðir í ríki sínu. Hver spekingur- inn af öðrum rís upp og mælir því bót að ísland, landið sem 1918 dró fána hlutleysis og vopnleys- is að hún, sé þátttakandi í stríðsfélagsskap ríkja, Atlanzhafsbandalaginu, og heldur því fram að Is- land ’eigi að gerast aðili að ríkjasamtökum eins og Fríverzlunarbandalaginu og Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Rökin sem færð eru fyrir þessu eru sviplík þeim sem andstæðingar íslenzks sjálfstæð- is hafa fyrr og síðar hampað: íslendingar séu svo fáir að þeim sé í rauninni um megn að eiga frjálst og fullvalda ríki, það sé augljós óg úthéiknanleg- ur hagnaður þjóðinni og gróðavon að ísland væri aðili að stærri ríkjaheildum. Stjórnarvöld lands- ins hafa löngum illu heilli haft forgöngu um þessa hættulegu stefnu þó sjaldan hafi íslenzkir valda- menn og kreddufræðingar boðað hana jafnopin- skátt og blygðunarlaust og næstliðinn áratug. Rík- isstjórn Sjálfstæðisflokksins (áður: íhaldsflokkur- inn) og Alþýðuflokksins rekur nú óþjóðhollan á- róður fyrir innlimun íslands í Fríverzlunarbanda- lag Evrópu og hún hefur kallað erlendan auðhring inn í landið boðandi framhald á þeirri braut að of- urselja auðlindir íslands erlendu auðmagni. Er- lendum peningastofnunum er gefið úrslitavald um ákvarðanir í íslenzkum innanlandsmálum, stækk- un landhelginnar lögð undir úrskurð útlends dóm- stóls. r Qfarasaga íslenzks sjálfstæðis í baráttunni við á- sælni Bandaríkjanna er rakin í Þjóðviljanum í dag í greinum Einars Olgeirssonar og Gunnars Benediktssonar, manna sem báðir hafa jafnan stað- ið þar sem barizt var harðast í hinni nýju sjálf- stæðisbráttu íslendinga undanfarna áratugi. Af þeim óförum, sam skýrast sjást í langvarandi her- námi og því hemámi hugans sem komið hefur átakanlega fram í sjónvarpsbetlinu, Bandaríkja- dekrinu og vantrúnni á ísland og íslenzka atvinnu- vegi, er frelsi og fullveldi íslands mikill háski bú- inn. Hætt er við að valdamenn íslands yrðu taldir litlir karlar og ættlerar ef þeir farga því sjálfstæði og fullveldi sem varð árangur af aldalangri sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. Þeim — og öllum — væri hollt að geyma í minni þetta stef eftir Guðm. Böðv- arsson: Til hvers var þá talað og skrifað, til hvers hefur vor kynslóð lifað ef vér horfnir eftir skiljum ófrjáls böm á seldri storð? Enga heitstrengingu ættu í'slendingair betri á fimmtíu ára afmæli ís- lenzks fullveldis en þá, að svo megi aldrei fara. — s. Skömmin, nýjasta mynd Borgmans. Liv Ullmann í hlutverki sínu. SKÖMMIN Nýjasta mynd Bergmans „Skömmin" er nú fullgerð en höfur eíkki verið frumsýnd enn- þá. Eftirfarandi lýsing á mynd- inni er tekin úr saenska kvik- myndatímaritinu Chaplin. — Titlamir að Skömminni hafa hljóð að bakgrunni. Um leið og upplýsingamar birtast á tjaldinu heyrist styrjaldargnýr; sikot, sprengirvgar og slagorð. Byrjunin er ákaflega venjuleg: Vekjaraklukka hrinigir og tvær B0"gmans-persónur byrja nýjan dag. Sú veröld som þau vakna f er smáborgaralegt sveitaum- hverfi. Fyrstu hreyflngar þelrra og orð gofa margt til kynna. Hann (Max von Sydov) fer að sorja drauma sína. Hún (Liv Ulmann , tekur til morgunmat- inn með vcnjubundnum tilburð- um. Af eintaii mannsins skilst, að þau hafa bseði yorið hljóð^ færaleikarar í hljómsvcit, sem hefur verið lögð niður. Þá kemur það og fram, að stríðs- ástand hefur verið rikjandi í landinu í mörg ár. Þau virðast hafa fundið sér menningarlegan felustað fyrir hina kölluðu sem eiga að sjá um hljómlistina á friðardaginn. Ekki skal efnis- þráðurinn rakinn nánar, en Skömmin er mjög skýr, einföld og rökrctt kvikmynd og einkar aðgengileg. Hún lýsir þjóðlfélagi í stríði þar som undiirrefni er orðin mönnum eðlileg, þar sem kröfunni um andspymu er frostað þar til andspyman er ekki lengur mögulegÁ Við íá- um sálifræðilega og takmarkaða lýsingu á stríðinu í gognum að- alhlutvenkin tvö. Við fáum ekki að vita neitt um orsakir stríðs- ins eða hvers kónar stríð er háð. En sem pðlitískur veru- leiki hcfur þetta strfð álfka litla þýðingu fyrir efnisþráðinn eins og pólitfk krossferðarihii- ar hafði í Sjöunda innsiglinu. Þau vandamál sem myndin fjallar um eru siðfræðileg en ekki pólitísk. En það þýðir ekki að hún sé gjörsneydd pólitisku efni. SpurnimgBmar um álbyrgð, samúð, sjálfsþekkingu, sem bomar eru fram í myndinni, eiga erindi til allra manna. Sem siðfræðilegar grundvallar- spumingar hafa haer auðvitað póiitísika og þjóðfélagslega þýðinigu. Myndin lýsir einnig sameiginlegri áhættu okkar allra; þeim breytingum sem verða á manninum við hinn stöðuiga ótta, hvemig humanist- inn breytist í ræningja og böð- ul. ☆ — Skömmin er ein myndrík- asta en um lejð orðfæsta af myndum Bergmans. HRÆÐIZT EKKI NAFNIÐ! Ilafnarbíó sýnir nú bi-ezka úrvalsmynd, „Ilér var hamlngja mín“. Myndin er gerð af Desmond Dav- is, en hann hefur oft verið nefndur kvikmyndafagurkeri í ætt við Frakkann Alan Resjnais, og hafa kvikmyndir hans vakið milda hrifningu. „Hér var hamingja mín“ hlaut verðtaun sem bezta kvik- myndin á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian 1966. — Myndin er af Sarah Mills og Sean Caiflfrey. — Nánar á kvikmyndasíðu n. k. sunnudag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.