Þjóðviljinn - 01.12.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.12.1968, Blaðsíða 7
Surmudagur 1. desember 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA ’J 7. desember 1918 ný saga... Hér verður aðeins drepið á nokikra helztu aitburði í aðdrag- anda yíirlýsingarinnar 'um full- veldi þann 1. desamtoer 1918. Ekki er unint hér að rekja þau mál i smærri atriðum og nægja verður að byrja þann 1. júlí 1918, en þá var fyrsti fumdur samninganefndanna settur í kennarastofu Hásikióians í al- þingishúsinu. I samninganefmd- umim voru: Jóhannes Jóhann- esson, forseti sameinaðs þings, Bjarni Jónsson frá Vogi, Einar Arnórsson, prófessor og Þor- steinn M. Jónssom fyrir Islands hönd, en fyrir Dani 3hristop- her F. Hage ráðherra, Fredeirik H,J. Borgbjerg, ritstjóri Social- demokraten, Jens Christensen ráðherra og Erik Arup. Fyrsti fundurinn stóð eina og háitfia kWkikustund. „Kom Is- anrfkismálin fyrir fslands hönd, nema í undantekn- ingatilvikum. 4. Danir skyldu gæta íslenzku landheiginnar unz íslending- ar yfirtækju stjórn hennar að einhverju eða öllu leyti. 5. Tveim miljónum króna skyldi varið til vísindarannsókna og til styrks íslenzkum náms- mönnum og vildu íslenzku nefndarmennimir gera sjóð- inn þannig úr garði, að ís- lendingar hefðu stjórn hans að fullu í sínum höndum. 6. Hvort landið um sig skyldi ráða sjálft fyrirsvari sínu hjá hinu. 7. Gerðardómur skyldi fjalla um hugsanlegan ágreining vegna framkvæmdar eða 5. Þeir töildu ákvæðin um gerð- ardóm nauðsynleg. Á næsta fullskipuðum fundi nefndarinnar þann 12. júlí voru ágreiningsmálin raaþd og Dan- imir ákváðu enn að semja nýtt frumvarp — úrslitafrunwarp þeirra. Á þessum fundi féllust Danir á að taka upp orðið suv- enær og er sagt að Bjami frá Vogi hafi hrærður þakfcað þessa viðurkenningu. í nýsömdu frumivarpi Dan- anna héldu þeir fast við þrjú atriði, sem ágreiningur hafði verið um Jafnréttisákvæðin. meðiferð utanríkismála og sjóðsákvæðin. Hins vegar féll- ust þeir á uppsagnarákvæðin, gerðárdóminn. „suveræn Stat“. Ellefti og síðasti nefndar- fundurinn var. svo haldinn 18. júlí. Allir. nefndarmenn und- , * ’.í-5 Benedikts Sveinssonar. Meiri hluti sameinaðra, fullveldis- nefnda beggja þingdedlda, 12 þinigmenn, lagði nú til að sam- bandslaigafrumvarpið yrði sam- þylnkt óbreytt, en í minnihilut- anum var einn maður, Magn- ús Torfason. Frumvarpið . var aígreitt úr neðri deild með 24 atkvæðuim gegn einu og mælti Benedikt Sveinsson síðustu orð í deildinni er fi-umvarpið var sent yfir í efri deild svofelld: „Samskonar fagurgala og hátt- virtur þingmaður Dalamanna. lét konungsfuilltrúinn sér um munn fara á þjóðfundinum 1851“. En þingmaður Dala- mannia . var Bjami frá Vogi. ,,Fagurgaili“ hans var meðmæl- in með samtoandslaigafrumvarn- inu. Málinu lauk svo í efri deild í andstöðu við Magnús Torfason einan. Og sama dag og bingi var slitið var ákveðin þjóðaratkvæðagreiðsla um sam- bandslögin þann 19. október. 999 nei Frá Stjómarráðs'húsinu. lendingum ásamt við Danina uim fátt . . . “ Danir óstouðu eftir því að Islendingar gerðu skriflega grein fyrir a) hvaða rnál ættu að vera sameiginleg og ,hver sérmál og b) hvaða mun ísienztou niefndarmennim- ir teldu yera á þvl að ákveða ffamtíðarsikipan sambandsins með sátfcméla eða lögum. Lakara en upp- kasfið < • Fóru síðan funidir í kjölfár þess fyrsta og gieikik stirðlega um samkomulag. Var deilt um ýmis atriði. Einar Amórsson gerði í Stoírnisgrein samanburð á uppkastinu 1908 og þvífrum- varpi, sem Danirnir lögðu fram 1918 í samnániganefndinni. Nið- urstöður bans eru að frumvarp- ið sé í ýmsu lakara en uppkast- ið og meiri hluti kjóscnda myndi ekki taka við því óbreyttu. — Lögðu íslendinigar nú fram nýtt frumvarp á 7. fundi nefnd- arinnar og voru þessi aitriði þýðdngarmikil í nýja frumvarp- inu: 1. Konungur skyldi vera sam- eiginlegur. 2. Ákvæði um sameiginlegan og óuppsegjanlegan þegnrétt var fellt niðnr. 3. Danmörk skyldi annast ut- túlkunar sambandsákvæð- anna. 8. Hvort landið um sig skyldi eftir tiltekið árabil geta krafizt endurskoðunar á sambandsgjörningnum. Undirnefnd í málið — Þegar danski nefndarhlut- inn hafðd litiið nýja frumvarpið leizt þeim miður á og bar þá íslenzka neflnddn firam tillö'gu um undirnefnd í málið. I nefnd- ina fónu Bjaimi frá Vogi og Einar Amórsson fyrir íslands hönd. Undirnefnd sifcarfaði nú frá þriðjúdleigi til fdmmtudags- kvölds 11. júlí, og sömdu Dan- imir í undimefndinni nú enn nýfct frumvairp og gireindi menn ruú á um eftirtallin atriði: 1. Að fsiland stoyldi kallastsuv- eræn Stat, en á það vildu Danir ekki fallast. 2. Undimefjndarmennimdr ís- lenzku gerðu fyrirvara um jafnréttisákvæði þegnanna og utanrikisimálin. 3. Islendingar vildu ektoi fall- ast á. að 2ja miljóna sjóður- inn væri eimgöngu í höndurn Dama. 4. Islíeindingar vom etoki ■ sáttir við uppsaignarákvæði sam- bandslaganna. irrituðu bæði danstoa og ís- lenzka textann með afchuga- semdum og að kvöldi sama dags sigldu Danimir utan. Dag- inn eftir skýrðu blöðin frá niðurstöðunum. Morgumlblaðið notaði stærsta letur i fyrirsögn- ina: Nýji sáttmáli um þvera síðu. // Brot á stefnu Atkvæðisrétt um sambands- lögin höfðu 17.468 karlar og 13.675 konur, briðjungur lands- manna. Tæp 60 prósent karia kusu, 24 prósent kvenna, eða 43,8% kosningaþátttaka. — Já sögðu 12.411 eða 90,9 prósent, nei 999 eða 7,3%. I öllum k.iör- dæmum nema Vestur-Skafta- fellssýslu kornu fram mótat- kvæði. Mest var andstaðan í Ámessýslu 20%. En þegar þjóðaratkvæða- greiðslan var af staðin upp- hófst eitt þessara mörgu öm- urlegu tímabna i okkar sögu. I þann mund sem íslending- ar gengu til þjóðaratkvæðis um sambandslögin tók Katla að krauma og Botnía flytur drep- sótt til landsins. Næstu vikur voru ömuriegar, direpsóttin geisaði í Reykjavík og nágrenni — hún lagði bamasikólann undir sjútorarúm, dagtolöðin undir dánartilkynningar og gerði skipasmíðastöðina, silipp- inn að líkkisifcusmiðju. Friðar- daigurinn í lók heimsstyrjaild- arinnar síðari var reyndar í huigum manna á Islandi en friðarfáninn í hálfa stöng. Fyrsta diesemlber 1918 bar upp á sunnudag og rikisstjóm Jóns Maiginússonar átovað að efna til stuttrar hátíðar við stjómiarráðshúsið þann dag. Veður var frostllaust, bjart og kyrrt þann dag. Danska her- skipið Islands Falk lá með dansikan fána á forsiglu og ís- lenzkan á aftursiglunni. Ráð- herrar og þingforsetar gengu Sigurður Eggerz kl. 11 að ledði Jóns Sigurðsson- ar og lögðu á btómsveig. Mann- fjöldinn þyrptist síðan um- hveriis stjórnarráðshúsið og um hálftólf lék lúðraflokkur Eld- gamla ísafold. Þá gekk Sigurð- ur Eggerz fram á tröppurnar og flutti ræðu í fjarveru for- sætisráðherra. Sagði Sigurður meðal annars: í dag eru tímamót „Þessi dagur er mikill dagur í sögu þjóðar vorrar. Þessi dag- ur er runninn af þeirri bar- áttu, sem háð hefur verið í þessu landi allt að því í heila öld... I dag eru tímamót. f dag byrjar ný saga, saga hins viðurkennda íslenzka ríkis .. Og er Sigurður Eggerz hafði lokið ræðu sirand sveif klofinn íslenzkur fáni að hún fyrsta sinni. í sama mund voru fán- ar dregnir sé hún víðar um bæinn og danstoa hea-skipið heiisaði með 21 fallbyssuskoti. Lúðraflokkurinn lék nú lag Sigfúsar Einarssonar við ljóð Einars_ Benediktssonar, Rís þú, unga íslands merki. Þá flutti skipstjórinn á Is- lands Falk ræðu, lúðrasveitin lék Kong Christián og mann- fjöldiinn hrópaði kcnungi lof með níföldu húmahrópi. For- seti „saijneinaðs, þings flutti nú ræð'u og klukkan tvö hófst guðsþjónusta í Dóipkirkjunni. Bistoupinn yfir Islandi, Jón Helgason, steig í stólinn. Allan daginn var hátíðasvip- ur yfir Reykjavfk og umkvöld-- ið fullveldisskemmtun í Iðnó, en ágóðamum af þeirri skemmt- un var varið til hjáilparstarf- semi vegna spönsiku veikinnar. Þar með var 1. desember 1918 að kvöldi runninn, Þann dag byrjaði ný saga, eins og Sigurður Eggerz komst að orði. Su saga er enn ný. Hún á ræt- ur í þúsund ára sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar, breytileik framvindunnar og tekur stöð- ugum stakkaskiptum. Það va.r óhjákvæmilegt annað en hrær- ingar þjóðli'fsins í Evrópu hefðu áhrif á Islandi þó að bað lægi fjarri meginlandinu. Heimsstríðið fyrra skildi eftir spor hér á landi, hlutdeildar- krafa nýrra stétta og nýrra efnahagsaðstæðna átti sér berg- mál á íslandi. Það bergmál heyrist enn í dag — og er enn nýtt. (Heimildir ýmsar). <?>■ u tímans Aiþingi kom saman tál fund- ar til þess að fjailla um sam- bamdslagafrumvarpið 2. septem- ber. Var þefcta aukaþing og maalti forsætisráðherra Jón Magmússon fyrir frumvarpimu og gerði grein fyrir því. Þá tallaði Benedikt Sveinssom og gagnrýndi frumvarpið. „Það væri því beint brot á stefnu tílmiams, er Mendingar flemigju ekki fuDlt vald yfir símu lamdi nú, farakostalaust. Þeir fá það, ef þeir hafa sjélfir dug og diremgsikap til að krefjast þess,“ Þessi voru lokaorð Bemedikts. Þá töluðu allmargir þinigmenn og var málimu vísað til fullveld- isnefndar fyrra þings með 19 atlkvæðuim geign einu. Fékk sameinuð samnbamdslaga- niefnd þrig^ja daga frest til af- greiðslu málsins. Kom nefnd- arálit fram 6. septemtoer, sömuleiðis breytingartillö'gur Stúdentablað helgað íullveldisafmælinu ■ Stúdentablaðið er komið út og að vanda helgað 1. des- ernber og þá sérstaklega 50 ára fullveldi bíóðarinnar. Formaður Stúdemtafélags Há- skólans ritar í upphafi blaðs á- varpsorð þar sem hamm ræðir um Háskölann í þjóðfélaginu og segir m.a.: „Hásköli Islamds hef- ur aldrei verið vísindastofnun, eins og vonir stóðu ttt, og nú er svo komið, að hamn veldur ekki hlutverki sínu sem kenmslustcfn- un nema að mjög takmörfcuðu leyti. Lemigiur verður etoki beðið eftir frélsun“. Meðal annars efnis í Stúdenifca- blaðinu má nefma ávarp ritstjóra, Magnúsar Gummarssonar, Við- haldsdyggðir þjóðanna efitir Bjarna Jónsson firá Vogi, viðtal við Þorsfceiin M. Jónssom um samningama 1918, viðtal viðJör- umd Brynjólfssom um aliþingis- hátíðina 1930, viðtafl við Pétur Benediktsson: Ég er svo slæmur að ganga í takt; í því viðtall kemur fram að menn eru íhalds- samir enn á Islandi jafnvel alf hugsjón. Mamgt flieira efni er í þessfc hefti Stúdemtablaðsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.