Þjóðviljinn - 24.12.1968, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Qupperneq 4
4 SÍ0A — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjuriiaismr 04: öesemiber 1968. Dtgefandi: Sameininganflokikpjir alþýðu — Sósialistaflokkiurinn. Ritstjórax: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurdur Guðanundsson. Fréttaritstjóri: Sigurðux V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Ölafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 10,00. Stjórnarskrárbrot r J 74ðu grein stjómarskrárinnar segir svo: „Rétt eiga menn á að safnast saraan vopnlausir“. Hér er vikið að grundvallarréttindum sam hvorki má skerða með lögum né fyrirmælum, og það er eitt af hlutverkum lögreglunnar að tryggja þennan rétt. Þegar lögreglain í Reykjavík ræðst á mótmæla- göngu ungs fólks gegn árásarstyrjöld Bandaríkj- anna í Víetnam með ruddalegum ofbeldisverkum og tilefnislausum handtökum, er hún að brjóta þá stjórnarskrá sem henni ,er falið að vernda. Slíka atburði ber að líta mjög alvarlegum augum, ef hér á ekki að þróast lögregluríki. Því ber að krefjast þess að æðstu yfirmenn réttarfarsmála láti þetta mál þegar til sín taka, kanni hverjir valdamenn lög- reglunnar í Reykjavik hafa gert sig seka um vald- níðslu og ofbeldi, og geri ráðstafanir sem duga til þess að tryggja það að löggæzlumenn líti á það sem frumskyldu sína að vemda majnnréttindaákvæði st j ómarskrárinnar. „Jéhgjafír" það er orðin hefð í íslenzkum stjómmálum að gerðar eru sérstakar árásir á réttindi og afkomu alþýðu manna á jólaföstunni — slíkar efnahagsráð- stafanir ganga undir nafninu „jólagjafir stjómar- innar“. Aldrei hefur það öfugmæli verið greipi- legra en á því herrans ári 1968. Gjafir stjómar- flokkanna eru þær að lsekka gengið 1 annað skipti á einu ári, magna verðbólgu um 20% og lýsa þeirri stefnu sinni að fyrir þá dýrtíð megi engar bætur koima. Gjafir stjórnarflokkanna eru þær að ganga sérstaklega á saimningsbundin réttindi fiskimanna, eftir að þeir hafa um tveggja ára skeið búið við al- mennari tekjuskerðingu en nokkur önnur stétt þjóðfélagsins. Gjafir stjórnarflokkanna eru þær að láta þróast æ víðtækara atvinnuleysi sem mótar nú afkomu þúsunda manna um land allt og hefur sumstaðar leitt til svo alvarlegs ástands að fólk býr við matarskort. Gjafir stjórnarflokkanna eru þær að ganga svo nálægt vinnandi fólki að hundmð fjök skyldna óttast að missa íbúðir sínar ,á næstunni. Þessi stefna stjórnarvaldanna mun móta jólahátíð- in á þúsundum heimila, þar sem hið svokallaða ís- lenzka velferðarþjóðfélag hefur breytzt í and- stæðu síina. JJagana fyrir jól felldu stjómarflokkarnir á þingi allar tillögur um ráðstafanir til þess að auka at- vinnu og rétta hlut lágtekjufólks, Þeir flokkar munu halda áfram að neita meðan þeir telja vald sitt hrökkva; þeir munu ekki heygja af fyrr en þeir mæta sterkara valdi. Því skyldu menn heit- strengja á þessari sólhvarfahátíð að efla samtök sín til jafns við vaxandi gengi sólar og birtu og búa sig undir að sækja þann rétt sem þeir eiga. Með þeirri baráttukveðju óskar Þjóðviljinn landsmönn- um gleðilegrar hátíðar. — m. Þrjár Loftleiðavélar fíjúga nú til Biafra Fyrir tæpum tveim mánuð- um tókust samningar milli Nordchurchaid, sem er hjálpar- stofnun skandinavískra kirkju- félaga, og Loftleiða um leigu á tveim Cloudmaster-flugvélum til flutninga á lyfjum og mat- vælum frá Sao Tome til Biafra. Síðar voru leigusamningarnir framlengdir til þriggja vikna, eða fram til næstu áramóta. Um það vair samið, að hol- lenzka félagið Tramsajvia, sem einndg leigði Nordchurchaid eiina Cloudmaster-flugvél, amnaðist flugreksturinn. Fyrirliði hans er nú Þorsteinn Jónsson, en ajuk Þorsteins taka bátt í homum íslenzku flugmennimir GeLr Gíslasom og Kristján Gunn- iaugsson. Nú er búið að flara um 200 ferðir milli Sao Tome og Bi- afra með Þorsteini Eiríkssyni og Snorra Þorfinnssynd, Cloud- master-flugvélum Loftleiða og Transavia vélinnd, og flytja með þeim um 2 þúsund tontn af lyfjum og matvaalum. Að undanfömu hafla Loftleið- ir kannað möguleika á fram- lenigingu leigusamningsins við Nordchurchaid og eininig, hvort ekki væri unnt að leigja flug- vélar til þýzkra kirkjusam- banda kaþólikka, er anmast sams konar flutninga milli Sao Tome og Biafra og þá, sem Norðurlandakirkjumar halda nú uppi. Er líkur voru fyrir að þetta myndi taikast fóru þeir Finnbjöm Þorvaldsson og Jó- hamnes Einarsson, deildarstjór- ar hjá Loftleiðum, utan til samningagefða, og komu þeir úr þvi ferðalagi sl. miðviku- dag. Þeir undirri/tuðu samninga f.h. Loftleiða um þriggja mán- aða framhaldsleigu á flugvél- unum tveim til Nordchurchaid eða frá áramótum til 1. apríl n.k. Einnig undirrituðu þeir bráðabirgðasiamninga við þýzku kirkjufélögin Deutscher Caritas Verband og Das Diakonische Werk um leigu á þriðju loft- leiðavélinni, Þorfinnj karlsefni, frá áramótum til 1. apríl n.k. Gert er ráð fyrir að samning- ur þessi verði bráðlega staðfest- ur af stjóm Loftleiða og þýzku kirkjufélögunum. 60 ára 26. desember Jónas HaHgrímsson járnsmiður Þann 26. desember n.k. eða annam jóladag verður Jónias HaUgrímsson jámsmiður Skeið- arvogi 149 60 ára. Jónas er faeddur og uppalinm á Partreks- firði, en fluttist un,giur til | Reykjavíkur og hóf nám í vél- virkjun hjá Vélsmiðjunni Héðni í október 1933 Og hefur uunið , þar jámiðnaðarstörf síðan, eða í rúm þrjátíu og fimm ár. t yfir tuttugu ár hefur Jónas verið trúnaðarmaður Félags jámiðnaðarmanna í Vélsmiðj- unni Héðni, sem lengst af hefur verið einn fjölmennasti vinnu- staður 1 Rvík. Jónas hefur rækt trúnaðarmamnsstörf sín. fyrir jámiðnaðarmenn af sérstakri samvizkusemi og hefur trúnað- ur við rétt verkafólks verið leið- arljós hans í þvi efni. Af þess- um sökum hefur Jónas eignazt traust og virðingu vinnufélaga- sinna fyrr og síðar og vænta þeir þess nú að mega njóta reynslu hans enn um sdnn. 'élag jámiðnaðarmanna þakkar Jónasd öJI hans ágaetu störf fyrir félagið og félags- menn þess og ámar honum og fjölskyldu hans heilla- í tilefni sextugsafmælisins. Undirritaður þakkar Jónasi Hallgrímssyni leiðsögn hans og vináttu frá fyrstu kynnum, og óskar honum og fjölskyldu hans farsældar. Guðjón Jónsson járnsmiður. GLEÐILEG JDL! Skrifvélin, skrifstofuvélaverkstæði, Bergstaðastræti 3. GLEÐILEG JEIL! Slippfélagið í Reykjavík h.f. GLEÐILEG JDL! Sæla Café, Brautarholti 22. GLEÐILEG JDL! VERK h.f., Skólavörðustíg 16. __________’____________ r m Eftir r^fmagns-rakstur Raksápu-krús Andlits-talkúm, Hár,-krem, Svita-kc^m. SHULTON • NEWYORK • LONDON • PARI KarlmaSur óskar sér karlmanniegrar gjatar-- það hlýtur aS vera Jólavömr komnar Nýkomið mikið úrval ai sérkennilegum austurlenzkum Iist- munum. — Veljið smekklega gjöf sem ætíð er augnayndi. JÓLAGJÖFINA FÁH) ÞÉR í JASMIN Snorrabraut 22. MARGAR TEGUNDIR AF REYKELSUM. Indversk undraveröld Kaupfélag Rauðasands Hvalskeri óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.