Þjóðviljinn - 28.01.1969, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 28.01.1969, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjuidlaglur 28. janúar 1969. — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.j, Magnús Kjartansson, SigurSur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýsingastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10,00. Dómur reynslunnar porustugrein Alþýðublaðsins í fyrradag var eftir- mæli um Alþýðubandalagið. Eftirmæli þessi hafa verið endurprentuð margsinnis í meira en ára- tug, og er það fyrirbæri næsta kátlegt dæmi um fonistugreinar dagblaða á íslandi, eins og þær ger- ast lakastar. Gildi þessara margítrekuðu eftirmæla felst hins vegar í því að þau eru ævinlega til marks um hugarástamd ritstjórans; hann birtir þau þegar hann óttast um fylgi Alþýðuflokksins. Sá ótti hef- ur aldrei verið eðlilegri en nú, þegar tíu ára þjón- usta Alþýðuflokksleiðtoganna við íhaldið hefur leitt yfir landsmenn víðtækara atvinnuleysi en dæmi eni um síðan á kreppuárunum fyrir stríð, þegar tugir þúsunda manna búa við stórskert launa- kjör og vaxamdi öryggisleysi, þegar þjóðfélagsá- standið er eins og andstæða þeirra hugsjóna sem Alþýðuflokkurinn átti í öndverðu að berjast fyrir Það er sannarlega ekki að undra þótt ritstjóri Al- þýðublaðsins óttist að óbreyttir flokksmenn muni ekki fylgja leiðtogunum öllu lengra á þessari braut. þau örlög verða hins vegar ekki umflúin með því að þylja særingar um Alþýðubandalag- ið. Haldi leiðtogar Alþýðuflokksins áfram óbreyttri stefnu verða þeir viðskila við verulegan hluta af fylgi sínu, og forustugrein Alþýðublaðsins sýnir að ritstjórinn telur sig vita hvert það fylgi imuni leitf Þegar til lengdar lætur er það reynslam sem sker úr um kenningar flokka og starfsaðferðir; veruleiki hins nímhelga dags er nú að sanna hveriir hafa farið með rétt mál á undanförnum ánim, Alþýðu- bandalagið eða Alþýðuflokkurinn. Hræsni A8 undanförnu hefur Alþýðublaðið oftsinnis í for- ustugreinum tekið undir með sjómöninum í kjaradeilu þeirra, bent á að kröfur þeirra væru mjög hófsamlegar og ódýrara væri að ganga full- komlega að þeim en stöðva framleiðsluna dag eftir dag. Það er létt verk að skrifa slík orð á ritvél, en Alþýðuflokkurinn á þess kost að gera meira. Al- þýðuflokkurinn ber ábyrgð á þessari deilu; upphaf hennar var lagafrumvarp Eggerts Þorsteinssonar uim harkalega breytingu á reglum um hlutaskipti. Einnig eftir að það frumvarp var orðið að lögum hefur Alþýðuflokkurinm átt þess kost að leysa deil- una; aðstaða útgerðarmanna er nú slík að þeir ganga í berhögg við stefnu ríkisstjómarinnar, auk þess sem stjómin getur búið í haginn fyrir þá með ákvörðun um fiskverð og auknimgu á óhjákvæmi- legu rekstrarfé. Alþýðuflokkurinn getur ekki um- flúið ábyrgðima af stöðvun bátaflotans, og meðan svo er ástatt eru fögur orð í 'forustugreinum ein- ber hræsni. — m. Fyrri landsleikurinn ÍSLAND — SPÁNN 24-21 Islenzka liðið sigraði, en var langt frá sínu bezta ■ Það er að vísu sætt að sigra, en samt er ekki hægt að vera ánægður með leik íslenzka landsliðsins, einkum vöm- ina. Hjalti Einarsson markvörður á stærsta heiðurinn af þessum sigri, hvað eftir annað bjargaði hann meistaralega, þegar vömin bilaði og það var æði oft Oftsinnis hefur mað- ur séð Hjalta verja vel og það svo að mann hefur skort orð til að lýsa því, þannig var það að bessu sinni. Ég þori næstum að fullyrða, að hefðu liðin skipt á markvörðum, þá hefðu úrsiitin farið á annan veg, og vom spánsku mark- verðimir þó engir aukvisar. □ Spánska liðið virðist helzt skorta langskyttur, þær eru vart til I liðinu. Aftur á móti er Iínuspil bess gott og hraðinn meiri en maður hefur séð í handknattleik í langan tima. □ Þessi leikur verður ekki tal- inn með þeim betri sem is- lenzkt landslið hefur leikið brátt fyrir sigurinn. Við vit- um að liðið getur leikið miklu betur. Það var Öm HaiDstei’n.sson sem að vanda skoraði fyrsta markið í leiknum og andartáki siðar bætti Geix bróðir hains öðru markinu við og fagnaðar- læti áhorfenda voru mikil. Enda var Geir Hallsteinssyni fagnað alveg sérstaklega og sýndu á- horfendur að beir voru sam- mála íþróttafréttamönnum sem deginum áður höfðu valið Geir íþróttamann ársins, og siðar í forskotið orðið stærra, miklu stærra. Loks tók þó að rofa til og síð- ari hluti hálfleiksins ásamt byrjuninni á þeim síðari var bezti kafli íslenzka liðsins í leiknum. Geir skoraði nú tvö mörk í röð og nær þar með aft- nr forustunni fyrir landiann og Öm bætir enn einu markinu við og staðan var orðin 6:6, en Spánverjaimir skora sitt 7. mark en í kjölfarið komu svo fjagur íslenzk mörk og í leik- hléi var-staðan 12:8 íslenddmg- um í vil. Byrjunin á síðari hálfleik var góð hjá íslenzka liðinu og eftir stuttam tíma var staðan orðin 15:8 eða 7 marka munur og sigurinn var í höfn. þó að munurinn yrði minmi umdir lokin. Þegar hér var komið var öllum yngri mSnmrni í ísl. lið- inu teflt fram, en þeir eldri hvíldir nema Hjalti. Fyrst í Stefán Jónsson skorar eitt af mörkum Islands í fyrri leiknum. einir géta gert. Geir Hallsteins- son var að viainda bezti sókmar- leikmaðuririm, ásamt Emi bróð- ur sýiium og hér sainniaðist enn einu. sinni að ísí. landsliðið væri ljtils megnugt án þeirra. Þá áttu þeir Jón Karlsson og Stetfám Jónssan báðir góðan leik. Nýliðinn Ólafur Ólafsson kom allvel frá leiknum, en þeir sem firam til þessa hafa verið okkar beztu varnarmenn, svo sem Auðunn Óskarsison, Sig- urður Eimarsson og Sigurberg- ur. Sigsteinsson, voru ekiki við sdtt bezta. Spánska liðið er skipað létt- um og fljótum leikmönnum, en lamigskyttur vantar Iiðið til- finnanlega. Ef marka má þenn- an leik i þá stendur þetta spánska !lið töluvert að baki okfcar liði á öllum sviðum, nema þeir hafa meiri hraða. Beztu menn liðsins fundust mér fyr- irliðinn Jesús Gaæcia (2), Juam Atisén (3), Juan Anito Medima <8) og Alfredo Alfonso (12). Dómarar voru danskir Jaak Roddl og Jam Chiristamsen og voru þeir algjör andstæða .við, þá kollega síma, sem hér voiru fyxir stuittu. Þeir dæmdu á allt, em þessdr eims lítið og mögu- legt viar og lótu hiveirsíkonair smábrot'Og skref eins og vimd um eyrun þjóta. Em þeir voru samkvæmir sjálfum sér allan leikinn og segja má að hvorugt liðið bafi hagn.azt á því hversu lítið þeir dæmdu, þvi að leik- urinn varð aldrei mjög harður. Því varður að segja að við höf- um verið heppnir með dönsku sendiniguna í þetta sdnm. Mörk fsliands: Geir 8, Öm 5, Stefán 2, Jón Karlsson 2, Auðunn 2, Ólafur Jóns. 2., Sdig- urbepgur, Ólafur Ólafssom og Bjaimi 1 mark hver. Mörk Spánar: Jesús Garcia 4, Ju.am Atisén 2, Juan Amto 6, Framsisco Lópes 5, Femamdo de Andres 3, Fernamd de Miguel 1. Um 2500 áharfendur sáu leik- inm og má segja að húsið sé þá orðið fullt, þó að stundum bafi verið seldir 3000 aðgöngumiðar. S.dór. Spánverjamir voru oft fastir fyrir í vöminni. leiknum samnaði Geir hvað efit- ir amnað að hann er heiðursins verður. Eins og áður segir var vöm Lamdams mjög slök allam leik- inm og innam tíðar höfðu Spán- verjamir náð að jafna 2:2. En bræðumir voru aifitur á ferð- imni með sdtt imarkið bvor og aftur er tveggja marka munur, 4—2. Stuttu síðar _ má sjá á marbatöflunni 5:3 fslendingum í vil, en aítur tekst Spánverj- um að jafna 5:5 og það sem meira er að komast yfir 6:5. Það var ekki uppörvandi að sjá vamarleikinn hjá ísl. lið- inu þennan tíma, það Var edris og Spánverjaimir gætu hrein- lega labbað sig í gegn hvenær og hvar sem var. Sem betur fer varði Hjalti hvað eftir anmað af snilld, annars hefði spánska stað gekk þeim nokkuð vel ög héldu sama forskoti eða 17:10, en þá fór að síga á ógæfuhlið- ina og munurinn varð 4 mörk 18:14. Þá komu Hallsteinsbræð- ur inná aftur og komst leikur- inn þá aftur í jafnvægi og loka- talan varð 24:21. Miðað við gang leiksins og þamn styrkleika sem liðin sýndu þá er þessd munur of lítill og þeir sem vdta hvað is- lenzka liðið getur bezt, geta varla verið ánægðir með út- komuna. Hefði liðið sýnt jafn- góðan leik og í síðari leiknum við Tókka á dögunum, þá hefði munurinn orðið allt að tveggja stafa tölu. Bezti maður ísl. liðsins var tvimælalauist Hjalti Einarsson, sem stóð allan tímann í rnark- imu og varði eims og snillimgar Sunnlendingar Annast bakhald fyrir fyrirtæki og einstaklínga. Ennfremur skattaframtöl. Bókhaldsskrifstofa Suðurlands, Hveragerði. Sími 4290. Tœkifœriskaup NÝTT OG NOTAÐ Kven- og herrafatnaður í úrvali. Hjá okkur gerið þið beztu kaupin. — Allt fyrir viðskiptavininn. Móttaka á fatnaði fimmtudaga kl. 6 til 7. VERZLUN GUÐNÝAR Grettisgötu 57.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.