Þjóðviljinn - 28.01.1969, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 28.01.1969, Qupperneq 10
f TO SÍÐA — ÞJÖÐVXLJnsnsr — Þriðjudagur 28. janúor 1989. 13 tottaði piparmyntuna. í hægri hendi hélt hún á súkkulaðimol- anum. — Svona, svona! Hugg- andi raddir umkringdu hana á alla vegu. Bráðlega kom á hana ánægjusvipur. Þegar faðir hans sagði: — Á pabbi að haida á gulldrottningunni sinni? teygði hún handleggina samstundis á móti honum. Þegar hún var komin í fang föður síns, leit hún niður til hans. Kinnarnar á henni voru bústnar, næstum bólgnar að sjá, eins og ævinlaga þegar einhver var að gæla við hana. — Alan líka, sagði hún. Faðir Alans hló feimnislega. Eftir að hann kom heim úr hernum, vissi hann ekki al- mennilega hvort hann gæti leyft sér slíkt við son sinn. En Meg otaði fingrinum þrjózkuiega. Hann laut niður og tók Alan upp og feðurnir tveir gengu upp á loftið. Þegar þau komu inn í svöfn'herbergið losaði Meg sig samstundis og fleygði sér í rúm- ið. Alan leið ekki sérlega vel í fangi föður síns, honum var það hálfframandi, en samt viidi hann ógjarnan sleppa takinu. Hann skreið upp í rúmið og dró ábreiðuna upp að höku. Meg var sofnuð áður en dyrnar höfðu lokazt á eftir karlmönnunum. Alan lá vakandi og hlustaði á reiðilegan raddakliðinn úr mið- staflunni. Hljóðið vakti með hon- um ótta. Það var eins og lúður- hljómur. sem hann vildi ekki burfa að fara eftir. FJÓRÐI KAFLI A1 an var sá fyrsti sem sá myndina. Hún dátt út úr um- slaginu, sem amma hans hafði opnað. Hann tók hana upp af gölfinu. Það var mynd af tveim HARGREIÐSLAN ► Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla. Snyrtinigar. Snyrtivörur. Fegrunarsérfrapðinguir á staðnum. Hárgreiðsiu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 manneskjum sem hölluðu sér fram á öldustokkinn á skipi, kona í hjúkrunarkvennabúningi með ermamar brettar upp að olnboga, og karlmaður með liðs- foringjahúfu klæddur sport- skyrtu. Hann var líka með upp- brettar ermar, svo að sást í vöðvastælta handleggi. Myndin var brúnleit og heldur léleg. Breitt nefið á manninum kom vel fram á myndinni, en að öðm leyti var andlitið eins og holur og dældir. Einhverra hiuta vegna fékk Alan ákafan hjartslátt: hann mundi ekki 'eftir bví að hafa séð betta andlit áður. 'én samt var eitthvað kunnuglegt við það, eins og hann kannaðist við það úr draumi. Kannski hafði hann einfald- lega orðið fyrir áhrifum af eft- irvæntingumni sem lá í ldftinu. Fjölskyldumar tvær vom að borða saman morgunverð í eld- húsinu, en allir hættu að borða meðan arnrna Alans rýndi í bré'f- ið og las öðru hverju nokkrar setningar upphátt. „Þú sérð að ég hef haldið loforð mitt — þetta er annað bréfið á einni viku“ ... — Já, satt er það. „Ég hlakka til að hitta þig bráð- um aftrjir, kæra mamma.“ Hm! „Mamma“, hugsið ykkur. „Kæra“, sei, sei. En hún roðnaði af gleði. „Við tvö .þurfum að fara i píla- grrmsférð í Wifttlhrop Avénue og rifja upp gamlar minningar" ... — Sama gamla runan........Viltu sjá til þess að hirt verði um gröf Conu. Halfðu engar áhyggjur aif kostnaðinum — þú skalt fá hann endurgreiddan þegar ég kem“ ... — Hann er þá ekki búinn að gleyma . . . “ Og viltu gera svo vel að panta stærsta krans- inn sem þú getur íundið. Þann fallegasta sem fæst fyrir pen- inga.“ ... Jú, ætli ég þekki hann ekki — alltaf reiðubúinn til að sóa peningum á báðar hendur — sérstaklega þegar hann á bá ekki sjálfur ... „Ég þarf ekki að taka það fram, að þegar ég kem skaltu fá endurgreitt allt sem þú hefur lagt út — og meira en það“ ... Þetta helflur maður svo seim heyrt áður . .. „Strax og ég get ætíla ég að sjálfsögðu að koma að' gröf minnar elsikuðu Coru“ ... Og þessu á ég að trúa! En hann minnist ekkert á hve- nær hann kemiur, hafið þið tek- ið eftir því ... Hvað er nú þetta? Hvað er þetta? Hún las þegjandi það sem eft- ir var af þréfinu. Þegar hún var búin setti hún bréfið í kjöltu sér og sat grafkyrr. Tár seytl- aði fram úr vinstra augnakróki og rann niður vanga hennar. Alan elti/ það með augunum al- veg heillaður; það var með ná- kvæmlega sarna lit og sillfur- gmtt hörundið; það var eins Dg dropinn hefði verið kreistrjr út úr andlitinu. Alan setti hann ekki í samband við sorg fyrr en fúllorðna fólkið flykktist að henni og kom með samúðarupp- hrópanir. Glad frænka tók upp bréfið. — Lestu það. Lestu það, Glad, sagði móðir hennar. — Ég treysti mér ekki til að halda áfram. Dökk aiugu Glads frænku flögruðu hratt yfir örkina; roð- inn í vöngum hennar kom og fór, hún hnykfcti til hölfðinu með- an hún las, htó látgt aðra stund- ina, kipraði varirnar hæðnislega saman þá næstu — það var næstum hægt að ráða efni bréfs- ins af svipbrigðum hennar. Þeg- ar hún kom að þeim stað, þar sem móðir hennar hafði hætt að lesia upphátt, fór hún að koma með athugasemdir. — Hann kemur áreiðanlega ... kannski einhvern næstu daga — en hann getur ekfci nefnt ákveð- inn dag ... hann hefur „skyld- um að gegna“.... segist tefjast um nokfcra daga af „almennri kurteisi" . . . Nújá, hrópaði hún og leit snöggt á móður sína. — Ég sé að þú ert komin að því, sagði gamla konan. Glad frænka reyndi að setja upp alvörusvip, en augu hennar glóðu þegar hún hélt álfram að iesa. — Hann verður að fylgja systur Crossett heim til foreidra hennar ... það er ekki annað en „almenn kurt- eisi“ segir hann ... hún hjúkraði honum um bnrð í herflutninga- skipinu, begar hann lá í mala- ríu .... Hann segist þurfa. ■ að fara með henni heim tii foreldra hertnar „í hinum enda Lundúna“ . . . honum finnst tilhlýðilegt að heilsa þeim, segir hann ... það er „almenn kurteisi". — Almenn kurteisi. sagði móð- ir hennar. — Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri það kallað því nafni. Svo kom hún auga.á l.iósmyndina sem Aian hélt á. — Hvað ertu með þarna, dreng- ur. sagði hún hranalega og þreif hana af honum. Hún virti mynd- ina gaumgsafilega fyrir sér. — Systir Crossett, tautaði hún. — Aimenn kurteisi. Nú fóru tárin að streyma fyrir alvöru. Nú veittu þau hin henni ekki eins mikla . athygli. Myndin gekk frá einum til annars. — Hún sýnist vera fín dama, sa^ði móðir Al- ans og strauk hendinni yfir myndina eins og hún æfflaði að þurrka burt dökku skuggana. — Hvernig gat hann fengið þetta af sér? sagði tengdamóðir hennar. — Ég veit það ekki, tengda- mamma, sagði Ernest. — Þú mátt ekki draga neinar ályktan- ir í fljótræði. Ef þessi systir .Crossett hefur hjúkrað honum svona vel,’ er ekki nema eðlilegt að hann vilji sýna henni þafck- læti sitt, eða hvað? Þú veizt ‘hvað Hektor er riddaralegur. — Það er meira en hægt er að segja um þig, hreytti eiginkona hans útúr sér. Hann leit á hana særður og undrandi. En hún var niðursofckin í dagdrauma. Hún sat yzt á stórbríkinni, studdi Dln- bogunum á hnén og hökunni á hendurnar. Hún var rjóð í and- liti, varirnar voru aðskildar; hrokkinn hárlokkur ha'fði fallið niður á ennið. Alan hafði aldrei séð hana eins fallega. — Þegar maður er í þessorn sfcipum, sagði faðir Alans, sem vildi g.iarnan gera gott úr öl'lu, er ekfci auðvelt að komast hjó því að kynnasit hjúfcrunarkonun- um. Hann talaði dóilátið glettnis- lega. — Jæja, ekfci það? sagði kon- an hans. Hann drap tittlinga framan í hana í tilraunaslliyni. — Nei, þetta er rétt hjá þér, skaut Ernest frændi inn í, en hann vildi efcki standa að baki svila sínum hvað lifsreynslu snerti. — Svona stór og hressi- legur náungi eins og hann. — Ó, bað er ekkert illt til í Hektori, bætti móðir Aians við; rödd hennar var mild og mjúk og Alan uppgötvaði sér til undr- unar að hún var líka í einhverj- um draumaheimi. Glad frænka vaknaði af leiðslu sinni. — Mamma, sagði hún. — Ég' held að ástæðulaust sé að taka betta svo alvarlega. — Einmitt það! — Ég held þetta sé ^ins Dg hann segir — almenn kurteisi. — Svo að þú ert að reyna að bera í bætifláka fyrir hann? Og hvað um vasalings Coru? — En mamma bó! Cora hafur verið ... — Ekki nema ár. Þér finnsit það kannski langur tfmi, en það finnst mér ekki. Hún fór að þurrka sér um augun með vasa- kltítnum. — Svona nu, mamma. Við vit- um öll hvað ... — Jafnvel þótt þú berir ekki virðingu fyrir . . . hinum látnu, finnst mér að hann ætti að gera það. ( — En hvað hefiur Hektor gert af sér? Þú ætlast þó ekfci til að hann líti aldrei framar ó kven- mann? — Það hljóta að verá viss tak- mörk? — Jæja, ég lái honum það ekki að minnsta kosti. Ég hlakka til að hitta hann afitur. Það er tími til kominn að eitthvert líf verði hér í húsinu. Og hún leit með fyrirlitningu í átt til eiginmanns ins. — Segjum tvær, samsinnti mágkona hennar. — Ég hlakka líka til. Munið þið hvað það var s’kemmtilegt þe'gar Hefctor var hérna áður ... Ég á við, flýtti hún sér að segja, — ekki síðast heldur þar áður. ... — Ég er alveg gáttuð á þér, sagði tengdamóðir hennar og stóð upp. — Ég er gáttiuð á ykk- ur báðum tveim. Veslings Cora. — En lanigar þig ekfci til að hitta hann líka, mamma? spurði móðir Alans kvíðandi. — Han.n er eiginmaður Coru, þrátt fyrir allt, svaraði gamla konan hörku’lega. — Þið verðið að athuga að við þrjú vorum hvert öðru mi'kils virði ... í gamla daga . . . í Winthróp Avenue . . . Hún gekk til dyra. — Við voruim mjög nótengd hvert öðru, sagði hún um leið bg hún fór út úr eldhúsinu. — Mjög nátengd. BLAÐDREIFING Vantar fólk til blaðdreifingar í austur og vesturbæ, Kópavogi. ÞJÓÐVILJINN - Sími: 40753 Látið ekki skemmdar kartöfliir koma yðnr í vont skap. IVoiið COLMANS-kartöflnduft SKOTTA — Sagði ekfci pabbi, að ég væri ekfci heima, þegar þú hringdir áðan? RAZNOIMPORT, MOSKVA RUSSNESKI HJOLBAROINN ENDIST Hafa enzf 70.000 fcm akslur* aamfcvaamt vottorðl atvlnnubflsljföpa Fæsl hfá ffestum ft|ð—HtaBfcM 4k fandinu Hvergl laegra verO ^ 1 SfMI 1-7373 TRADINC CO. HF. a ÚTSALA - ÚTSALA Ulpur, peysur, skyrtupeysur, skyrtur, terylenebuxur, stretchbuxur, taubuxur. Úrval af ba-mafatnaði. Einnig vinn-ufatnaði herra og dömuregn'kápum. Verzlunin FÍFA. Laugiavegi 99. (Inngangur frá Snorrabraut)'. Skolphreinsun og viðgerðir Losum stíflur úr niðurfallsrörum, vöskum og böð- um með loft- og vatnsskotum. — Niðursetning á brunnum og fleira. SÓTTHREINSUM að verki loknu með lyktarlausu hreinsunarefni. VANIR MENN. — SÍMI: 83946. ÚTSALA Útsala stendur yfir V O.L. Laugavegi 71 ) Sími: 20141.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.