Þjóðviljinn - 24.04.1969, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.04.1969, Blaðsíða 15
Fimtmtudagur 24. apríl 1969 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA Jg Nummermann SMÁSAGA EFTIR JOHAN BORGEN Nuimcmermann forstjóri og kona hans fengu sér góðan sér- rétt eftir leiksýningiuna og það var notalegasti tími kvöldsins. Þau voru trygigir gestir í must- eri Þaik'u oig létu sjaldan frum- sýningu fara fraim hjó sér. Álf- hildur Nummenmann lagód heiður sinn þar við, hverjir áttu líka að viðhalda hinni andileigu mennimgu á þessum efnis- hyggjutímum ef eikki þeir, sem áttu meira en nóg af peningum og gáfum? En þeám hjómum leið þió' œv- inlega bezt yfir máltíðinni að lokinni sýningu, einkum herra Nummermann. Frúin var aftur á móti þann- ig gerð að hún ótti auðvelt með að tala um hvaðeina. hún var fljót að hugsa, og í hléinu átti hún til að koma meö hnd'tmið- aðar athuigasemdir um lcikritið og leikarana, gjama í sömu andrá og tjaldið var dregið frá. Hún haifði orðið sér úti um skoðanir á þessum málum og hún hafði tileinkað sér viss sjónarmið, það var kannski ekki edns erfitt og mangir héldu — þessir, sem aMrei sögðu neitt, honfðu bara gaigrýnis- Qaiust, sótu eins og sdytti á biekkjunum og voru ánægðir ef þeir gátu velzt um af hlátri. Frú Nummermann var öðru- vísi, hún hvorki grét né hló í musteri listarinnar, hún horfði á, og laigðd dóm á það, sem fram fór. Hún vildi helzt sjá harmileiki, maður var einhvernvoginn viss um gæði þeirra, það var auð- veldara að dæma um það sorg- lega. Og það var svo miikill Ifttir þegar sýningin var á enda. , Það var margra ára reynsla hfennar að harmledkir gófu bezta matarlyst, og þá einkum ef maður gætti þess að borða aðeins létta rnáltíð áður en sýn- ing hófst. Numimermann andvarpaði værðarlega og skolaði fugla- kjötinu niður með léttu vini, sem kom á borðdð án þess að raunveruilega hefði verið beðið um það. Hann var vanafastur miaður, sem bað alltaf um góðar teg- undir. maður sem vissi hvernig fullkominn veitingamaður átti að vera.. En skáldskapartilfinn- ingu átti hann eklki til. Frú Nummerm-ann hafði átt í erfiðleikum með hann hvað þetta snerti öll þessi ár. 1 miðju samitali gat hann átt til að fara að vitna í bék efltár Jack London, sem hann hafði ein- hvemtíma lesið og beirsýnileiga þótt mjöig góð. Ha-nn átti ekki gott með að muna bókaiheiti, en innihald bókanna sat þeim mun fastara í honum, og hann var vís til að vitng í þessa gömilu bók þegar verið var að ræða ium nýjustu bókmenntir. Og bókin var méira að segja um hund, ednhvern alveig stórund- arliegan hund. Það hafði Ifka verið erfitt að fá hann með sór í ledikhús öll þessi ár — þamgað til honum varð Ijóst að hann komst alls ekiki hjá því og í öðru lagi — en það var hans eigið leyndar- mól — hafði hann komizt að raun um það, að hægt var að horia á þriggja þátta sýningu og hlakka allan tíman-n til mál- tíðarinnar á eftir. I hivert skipti. sem tjaldið var dregið fyrir milli þáitta, vissi hann að tílm- inn þar til hann færi að borða var óðum að sityttast. Einnig ef hann glleymdd þesisu stund og stund og beindi at- hyglinni að leikuirunum og af- köstum þeirra gat tíminn liðið fuirðu llljótt. Stundum rann hdn langþráða stund upp fyrr en varði. — Gott aeikrit, ruimdi þá í Numimermann forstjóra. — Ágætis leikur, saigði hann framimd í fatagcymslunni. Hann gaf stúlkunni í fatageymslunni aukaskilding fyrir ómakið að ná í fötin. Hann varð gripinn sterkum náunganskærleika þegar tjaldið var dregið fyrir að leiks- lokum. En það tókst ekki svona vel til um allar leilksýningar. Ekki þar, sem leikararnir voiluðu mik- ið og börmuðu sér þó þeirværu að tala um einfölldustu hluti. Þeir hoppuðu upp í loftið og létu ölluim illum látum, sneru jafnframt bakinu í þá, sem þeir voru að tala við, og það var eins og þeir gerðu þetta allt til þess að leggja sem mesta á- herzlu á orð sín. Það kom fyr- ir, að Nummeirmaimn stundi þungan í sæti sínu, Hann hafði aldrei getað þolað að fólk gerði of mikið úr hflutunum. Uppó- haldsorðtæki hans var: Face the fact og punktum og basta. EÆ lífdð för út fyrir þessa lífs- reglu stundi Nummermann og frúin lenti í vandræðum með hann í hálfrökkri leikihússins. í alvöru talað kom það fyrir að hún neyddist til að kMpa hann í handlegginn. Það var miklu skárra ef hann blundaði öðru hverju. Hann hoíði þægi- lega aðferð til þess að bilunda — höfuðið seig öiflítið niður á bringuna og hvíldi svo stöðuigt á undirhökunum tveimur, sem voru bústnar og þéttar fyrir. andardrátturinn varð stuttur og lágvær, svo enginin nema frú Nummermann vissi hvað um var að vera. Verstur þótti Nummerraann Shakespeaire. Hann þoldi eklki að heyra fólk taila í Ijóðum, honum fannst þetta aills ekki eiga við. Það var allt í lagi með brúökaupsljóð og smá- kvæði við ýmis tækdfæri, en betta — að fólk talaði um hversdagsleg mólefni í tjóðum hváð við amnað, það fór í taug- amar á honum. Ef siíkt kæmi fyrir hann sjá'lfan, t.d. á skrif- stofunnd, skyldi hann sannar- lega vera maður til að viður- kenna það. Maður átti heldur ekki að láta bjlóöa sér hvað som var, og þegar maður ofan á alllt annað borgaði fyrir það. Reynslan hafði sannað honum að sýningamar voru miklu lenigri þegar talað var í Ijóðúim, það var eins og lledkaramir hefðu gaman af aö storka hon- um. Hann huigsaði oft um það með sjálfum sér hvort jafnvel listunnendur eins og frú Numim- ermann finndu ekkd stundum til þess að verið var að gábba þá. En einmitt þá og jafnvel þó einhverjir heyrðu til — átti hún til að lýsQ því yfir að hann hefði en-ga tilfinningu fyrir skáldskap. Þaminig væri Nummermiann. En hún sagði þotta með viðuirkemninigarradd- blæ — raddblæ sem þýddi: En Nummermann býr yfir svo mörgu öðru. Guð einn vissi hvort hún var ekki einm-itt hamingjusöm yfir ti'lfinninga- leysi hans gagnvart skáldskap, tók hann fram yfir hina ein- mitt vegna þess. Nuimmermann lyfti gHasinu og saigðd við konu sína: Yndis- leigt kvöld. Hann gat átt við leiksýninguma, siam lokið var, sem betur fór, hann gat átt við kvöldið í heild, eða hviað sem var. Álflhildur hans kinkaði kolli til hans, með þessum gedsiandi svip. sem siýndi áhuga á ölil- urn hlutum. Hún sagði: — Leik- ur Winkels í síðasta þætti, ég gleymi honurn aldrei. Hann kinkaði kolli á rnóti, fullur skiiinings, og lót drjúgan sopa renna niður hálsdnn. Hann var ekki smekldaus þegiar um raunveruleg gæði lífsdns var að næða, ekki heldur þauhverf- uilu. Auk þess hafði hann gert uppgötvun, sem ekki var till að gera lítið úr. Af nautninni, sem góður motur og gott vín gófiu honuirn komst hann í sérstakt hugarástand, alls annars eðllis en af drykkjuskap í vinaihópn- um eða í hinum íburðarmikilu kvöldverðarboðum, slean þau Numimermannshjónin vpiru róm- uð fyrir og ekild að ástæðu- lausu. Ned, einmitt „á slíkri stund” eins og konan hans sagði svo oft — þá seytliaði um hann einhver innri hamingja, ný og ókunn og meiri með ári hverju, einhverskonar inniri haimingju, lagróma og hó©vær. Allt öðru vísi en hamingja æskuóranna. hugsunin um að scfla hjá eða eitthvað álíka jarðneskt. Hann hafði alltaf gætt þess að halda þessu stranglega leyndu, þeitta var hans edgið leyndarmál, geymt hdð innra mieð honium sjálfum. Lítið, sak- laust leyndawniái. En stundum, þegar hann var einn og hugs- aði um þetta, hvarflaði það að honium að kannski væri þetta skáldskapartilfinningin, eða að minnsta kosti fjarskyldur ætt- inigi hennar. Einskonar guðs- þjénusta ledkmanns. Hann drakk með ánægjutil- finningu og lét huigsanimar seytla um heilann, og hann var kominn á fremsta hlunn að segja frá þeim eins og svo oft áður. En hann gætti sín. Hann átti sér reynslu af þvi að segja frá leyndarmáli: Eftir að hafa sagt frá því var ekki gaman að því lenigur. Hin ljúfa leynd- ardómstilfinning hvarf meðöllu. Eftir að hafa sagt leyndarmálið stóð maður tiómur eftir, likast því að loka reikningi. Það er mjög þægilegt að hafa opinn reikning. Það hafðd hann reynt. Nuimmermann var ekkert barn hvað reynslu snerti. — Ógleymanlegt, sagði hann um leik Winkeis í síðastaþætti. Nú fann hann skáldHegar til- finnimgar ólga í sér — það var eins og hann feerðist á æðra þroskastig. 1 raun og veru átti hann auðvelt með að skilja fólk, sem varð ölvað af andlegum nauitnum. Guð mátti vita — ef maður hefði haft tíma og peninga. — En ævi Nummenmanns hafði verið ó- silitið strit og þrældómpr. Allt frá hjólbörunum til Buick-bíls- ins, auk stóra fjölskylduibolsdns og sportbíllsins, sem hann hafði keypt vegna barnanna. Þrjátíu ár nægðu elbki til alls, ekiki skáldskapar til hversdagsnota að minnsta kosti. — Og huigsia sér. þetta er sýnt með taipi, andvarpaði hann allt í einu. Frú Numimermann setti glas- ið frá sér, vel á verði fyrir öMu tali, sem eíkki átti skylt við listir. — Tapi? — Lestu ekki blöðin kona? bað er mieð naumindum að fólikið fær kaupið sitt greitt. Guð veit hvað maður eins og Winkel gæti tekið til braigðs? — En góði Númmi, þetta er auikaatriði.. Hugsaðu um þessa andans auðlegð. Þessa frábæru túlku-n. — — Nú, en maðurinn verður þó að lifa, hvæsti Numimer- mann, dálítið ruddalieiga. — Hvað seigirðu annars um einn smárétt í viðbót, og vín- glas? Hann var í þann veginn að gera þessa litlu höfuðhneig- ingu, sem allir þjónar hva-r sem er í heiminum þelkkja, þeigar um er að ræða menn af Nummermanngerðinni, og þeir hlýða undir edns, þó aðrir fái ekki afgreiðsilu þótt ]>eir hrópi og kalli, jafn-vel ungþjónarnir látast ekki heyra, En aithygfli hans beindist óvart í aðra átt. — Nei. þama er þá Winlkel. — Hann sfóð upp, líkt og af skyndilegu huigboði og gekk með útrétta hönd til móts við horaðan, velklæddan mann um fimmtugt, sem þegar hafði gengið nokkrum sinnum yfir gólfið í ledt að kunnugu and- liti, ednhverjum úr vinahópnum. Áður en fní Nummermann tókst að stöðva mann sinn, varð hún sér til mikillar undrunar vottur að því að mennimir tveir heilsuðust meö handa- bandi og komu báðir að borð- in.u og þjónnánn, næstum ó- sýnitegur líkt og skuggi flliýtti sér að ná í stól handa hinum fræga lcika-ra. Aður en hann settist gaf hann sér tírna til að hneigija sig djúpt og kyssa á liönd frú Nuimmermann og segja að þau hjónin væru á- kaiflega elslkuleg. Frú Nummermann hraipaði tvisvar sinnum hljóðlaust niður úr gólfinu, en komst loks upp í góðu ásigkomulagi. Þegar hún komst til meðvitundar var kampavínið komið á borðið og henni heppnaðist að segja fá- ein velvalin orð um leikinn í síðasta þætti. Leiikarinn lyftá glasi sfnu feimnislega og sagði: — Því miður tólkst S'ýningin ekki velí kvöld. María var með inflú- ensu, en henni tókst þó að brjótast í gegnum ástarsenuna af miklum duignaði. Frú Nummermann greip and- ann á lofti, en Nummenmann saigði máldum rótmi að þetta hefði hann einmitt verið að huigsa, að svona mdklu tára- flóði gæti engánn úthellt niema vera með inflúensu. Nístandi augnaráðið, sem honum var sent yfir borðið beit eikkert á hann á þessu augnaibliki. — Ég var einmitt að velta því fyrir mér, sagði hinn óút- reiknanlegi eiginmaður — hverju slífcur maður eins og þú af- kastar á ári. Erfið vinna og all- ar þessar æfinigar og svo utan- békarlærdómurinn, sem hlýtur að vera erfiðastur af öllu. 1 þetta sinn hrgpaði frú Nummermann alla leið n.iður í kjallara. en tðkst þó áður að heyra sér til mikillar undrunar, svar leilkarans: — Jé, þaö er eriitt, og það er gleðilegt að heyra skilriimgsrík orð frá manni í þinni stöðu. Fliestir halda . . . Frú Nummermann kornst aft- ur upp á yfirborðið. Hún skildi þetta vel sálfræðilega, — en hún álfcvað að koma sam- talin.u í rétt horf. En þá heyrði hún Nuimmermiann segja: — Og svo einar skitnar þrjátíu þús- und krénur, þú ætlar þó ekki að segja mér að það velti á þeirri upphæð hvort sfcútan helzt á ffloti? Winkel yppti öxlum. Hann vissi ekfci annað en það, sem stóð í daigblöðunum. Þrjátíu þúsundiir og svo þessar taipsýn- inga-r, sem nú stóðu yfir. Það var kcmin önnur flaslka á borðið áður en frú Álfihildur hafði áttað sig, og þegar þann- ig var komið heyrði hún orð eins og: Undir ákvæðisverði, innstæður, prósentur. 1 eyrum frá Numirnermann hljómaði þetta svipað samtölunum í hérravedzlunum, en þau vonu líkust því að tóm kínverska væri töluð. — En Númmd þó, hvíslaði hún í örvæntingu og reyndi að sparka í fótinn á edginmanni sínum undir borði. En það var henn-i alls ókunnur fótur, sem fyrir sparkinu varð. Winkel leát á hana með undrunarsvip. Hann hreyfði glasið sitt aðeins til, eins og í kurteisisskyni. Frú Nuimmermann eldroðnaði og tók að fálma í töskunnd sinni með hanritaklæddum höndum. Winíkel var fljótur að jafna sig. — Það er orðið firamorðið. frúin áreiðanlega orðin þreytt. Hjartans þakkir — þetta var mjög . . . En Nummermann var fljótari til: — Ekki til að tala um að fara strax, hvað finnst þér, Álfhdldur? Nei, . við erum bú- in að hafa það indælt héma, nú fiörum við heim til mín og fáum okkur drykk — ærlegan drykk. Og með svip, sem lýsti því að hann bjóst við fullum skilninigi af Winkefls hálfú bætti hann við: — Hún er öllu vön, get ég sagt þér, siá, sem getur drukkið hana undir borð er enn ekki fæddur. Nóttin var svöl og stjömur tindruðu hétt á himnum þegar Winkiei gekk heimledðis, hann haföi afiþakkað bil. — Einmana stjama gengur alein heimund- ir stjörnubjörtum himnd, það voru síðustu orð firú Nummer- mann þegar hann kvaddi. Já, það þurfti vist allar dýrateg- Johan Borgen undir til þess að fyila örkina hans Nóa! Wdnkel var í vimu af whiskyi og fiallegum orðum Kannski hafdi hann einhvemtíma fyrir löngu elsikað listina svonaheitt, með íjálgleik og stóryrðum. 1 gamla daga gátu skopleg næt- urævintýri orðið að ágiætum brönduirum á morgunæfinigum, þessi sígildu brandarar um smáborgarann og listina. Hann vildi ekiki hugsa um það núna. Hann var orðinn þreyttur á bröndurum. Auk þess, þessi Nummermann — það virtist sem hann væri ákveðinn í að bjarga leikhúsi, sem var á helj- arþröminni. Sem sagt, það þurfti allar dýrategundir. Og h-vað sem öðru ledð þá var það einmitt þetta fólk sem gat keypt sér aðgöngumiða. Og þetta fótaspark undir borðinu, það var áreiðanlega klaufa- skapur. Það er gott að trúa því, að fólk hugsi sdðsamfleiga. Úti á svölunum stóðu Numm- ermannshjónin í flauedslbláu næturhúminu og voru skáldleig. Þetta var stórfenglegt kvöldog ógleymanlegt. Það hafði verið talað um fiasteignir, taprekstur og kjör listafólks. Maður hafðd fengid að skyggnast að tjalda- baiki. Frú Álfhildur var gagmtekin af ósegjanlegum unaði þar sem hún stóð og hélt utan um svo sam einn fjórða a± gildleika eiginmanns síms. — Miljarðar miljarða, sagði hún af hriflningu. Og átti við stjömumar. Frú Álfhildur hafði tilhnedgingu tdl þess að tala annarlegum tungum á naetur- þeld. En maðurinn hennar var ednnig í skáldlegu huiganástandi. Hann horfðd upp tdl stjarnanna og saigði — aiuðheyrilega í hrifningu: — Þrjátíu þúsund! Unnur Eiríksdóttir þýddi. GLEÐILEGT 5UMAR! Þökkum viðskiptin á liðnum vetri! Heilsulindin, Hverfisgötu 50. GLEÐILEGT 5UMAR! Þökkum viðskiptin á liðnum vetri! Grandakaffi, Grandagarði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.