Þjóðviljinn - 21.05.1969, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.05.1969, Blaðsíða 10
J 0 SfBA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 21. maf 1969. ROLAND GYLLANDER: HÆTTA Á FEROUM 36 Andlit hennar, sem hann gat ekki lengur litið af, varð alvar- iegt. — Hvað er á seyði. Tom? — Hvað áttu við? — Það er eitthvað um að vera. Sponge höfuðsmaður hrkiígdd fyr- ir stuttu og sipurði um forstjór- ann. Hann virtist æstur. Og Mart- in hefur líka hringt. Tom þvingaði sjálfan sig til að hugsá um annað en hana. — Eru þeir að leita að . . . ? En hvar er hanm þá? — Harnn sagði fyrir nokkrum klukkustundum að hann þyrfti að fara og lát-a klippa sig og síðan ætlaði hann að snæða hádegis- verð með viðskiptafvini. Hann ætlaði ekki að koma til baka fyrr en seinna í dag. Tom leit á úrið sitt en nú var hann orðinn of ringlaður til að geta lesið á það. — Hann . . Minnitist bamn ekkert á hvar hamn ætlaði að borða . . . Hvemig var hann? Nú var ringlunin alger. Mona leit á bann og augu hennar urðu alvarleg. — Tom, hvað er á seyði? — Ég veit það ekki. Ég er að leita að honum, ég þarf að spyrja hann nokkurs. Hann. . . þeir. . . ég á við, bvar n.æ ég í Martin eða Sponge höfuðsmann? — Þeir eru hjá Martin í Skeppargötu núna. Mon.a reyndi að vera róleg. Og Lannwood læknir er þar líka, ég þóttist heyra rödd hans þegar Martin hringdi. Loks'hristi Tom af sér ónotin. — Hjá Martin, allt í lagi. Ég fer hangað. Mér finnst eins og nú En hamn þagmaði snögglega og beit samam tönn.unum. — Hvað finnst þér? Hún einblíndi á hann en fékk ekkert svar. Þess í stað sagði hann það fyrsta sem honum datt í hug: — Hvernig líður frú Maríu? Það var reyndar enigin spum- ing; að minnsta kosti heyrði hann ekki orð af svarinu: HARGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31 Sími 42240. Hárgreiðsla. Snyrtingar. Snyrtivömr. Fegrunajsérfræðingur t staðnum. Hárgreiðslu- og smyrtistofa Steinu og Dódó L.augav. 18. IXX. hæð (lyíta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMl 33-968 — Henmi líður ögn betur, hvort sem það er nú batamerki eða ekki. En Tom, hvað ætlaðirðu að fara að segja? Geturðu ekki talað um það við mig? En það gat hann ekki. Hann vissi ekki hvers vegna — nema hvað það var eins og hann hefði femgið innri aðvömn: Gættu hennar — haltu henni utan við þetta! En hann vissi — að minmsta kosti hélt hamm sig vita — að hann hefði nú fengið allar þær upplýsingar sem með þurfti. Þær vom þama í eins konar upp- lýsingaskýi, raddhreimur og hálf- ar ályktanir í meðvitund hans, uppfullar aí mót- sögnum og blimdgötum — en þar var þó allt, sem með þurfti. Það vantaði ekkert í bútasafmið. Og í ringnlreiðinni sá í rauðan þráð, og ef hann gæti aðiedns í'iund- ið lausan enda, þá gaeti bann komið þessu í rétta röð, aft/urá- bak eða áfram og . . . Það var orðið hljótt og mann- autt í ganiginum fyrir framan herbergið. Hún reis upp eld- snöggt, sivo að bann leit upp frá vangiaveltum sítíium, og þá var hún komin fast að honum og kyssti hann svo fa-st og ákaft að tenmur þeirra skullu saman. Hún andiaði að sér með eins konar snökti og hún hélt svo þétt um háls honum, að hann fann til. — Elskam mín, elsku þú, — farðu varlega. Ef eitthyað kemur fyrir nú. þá verður það alvara . . Hún fór að gráta þótt hún reynditíef|ir megni að verjasit þyí, — Eyrst munaði minnstu að þú værir myrtur. Svo varstu tek- inn fastur fyrir morð. Nú gilddr það kannski í þriðja sinn og ég vil ekki missa þig . . . 18 — Mjög furðuleg saiga! Sponge höfuðsmiaður spýtti samstöfunum út úr sér eins og smásteinum. — Mjög furðuleg saga, endurtók hann, næstum án þess að hreyfa þunnar varimar. Stairandi aug- um minntu Tom á styttuma af iliilega Rómverjanum í móttöku- salnium á hvtíldarheimilinu. — Og ég skil satt að segja ekki í hvaða tilgangi rithöfundurinn er að segja hama. Tom stillti sig um að koma með venjulega svarið um ,,morðárás“ og „morðákæru" og lét sér nægja að horfa illilega á móti. En Mart- in Lannwood stakk glasi með ó- blönduðu whiský í hönd hians og i einum stólnum í stóru stofunnd sat Emanuel Lanmwod læknir — og hafði enga hressingu fyrir framan sig; allt fas hans gaf til kynna að hann teldi sig nauðung- argest — og h^nn kom óvæmt Tom til hjálpar: — Er það í rauninmi svo ó- skiljanlegt hvað herra Gramath gengur til? s Höfuðsmaðurinn smeri sér að honum, þungur og stirður eins og brynvagn; en í rauminni var hann hikamdi; hann var ekki við- búinn óhlýðni af þessu tagi. Lækniirimn mætti ótrauður augna- ráði hans og hélt áfram: — Það er margt sem þér er ókunnugt um, Birgir. — Það virðist vera. Það virð- ist vera. En ótti okkar þessa stundima kemur en.gum viðkom- andi við, fjamdinm haifi það. — Og óttá ykkar þessa stund- ina, sagði Tom og horfði á hann, — stendur sem sé í sambandi við Lammwood forstjóra, persónu- lega. Höfuðsmaðurion opmaði sem snöggvast munninn til að svara — en lokaði honum samstundis aftur. Það brá fyrir hæðnd' í til- liti læknisins. Þetta var svo sann- arlega diagur reikningsskilanna. Jafnvel Mairtin leit reiðilega á Tom. — Jæja — þú veizt það þá? — Ég veit ekki neitt, sagði Tom. — Nema það eitt að ástæð- ur hans til þess að hann fékk mig til að leika hlutverk Bennys voru haugalygi frá upphafi til enda. Hann fékk bréf frá Benmy hinn fjórtándia maí, þar sem Benny sitakk upp á þvi að ein- hver ammar óskaði frú Maríu til hamingju i hans stað. Það var hinn raunverulegi fyrirsláttur til þess að fá mig til að koma fram í gervi Bemnys. Tom leit hæðn- islega á höfuðsmanninn. — Gegn fimm þúsund króna greiðslu. Það var eins og munnurinn á höfuðsmanninum hefði verið rist- ur með demantsbor. — Og þér þáðuð það! Það var eins óg hann væri að tala um innihald gamallar sorp- tunnu. Tom hélt áfram: — Áuk þess varð honum held- ur betur á í messiunni daginn eft- ir þégar hann hafði komizt að raun um að ég var að snuðra full- mikið úpp á eigin spýtur. Þá vildi hainn losna við mig eins fljótt og mögulegt var og fékk mér nafnlaust hótumarbréf sem hann saigði að komið hefði ófrí- merkt á Eplavikurveginn um morguninn. Þetta va-r hreinasta firra. Tom leit á Mairtin sem sait hljóður og hugsd en varð nú allt í eimi svipléttairi. — Vissir þú líka að ég var ekki hinn rétti Benny Tordgren? — Ég? sagði Mairtin. Nei, fjandiakomið. Þetta er hugarfóst- ur gaml a, mannsins, frá upphiafi til enida. — Sem sé: það kermuir dular- fullt bréf, stílað til Bennys Thordgrens . . . Hefði Lannwood foTstjóri, sem vissi manna bezt hver ég var í raun og veru. átt að afhenda mér slíkt bréf? Öðru nær — nema þvi aðeins að hann hefði skrifað það sjálfur í á- kve^num tilgangj. Tóm saup á glasi sínu og leit í krimgum sig með ódulinni kald- hæðni. — En ég hef hugboð um að eitthvað sérstakt hafi komið fyrir, fyrst herramir hafa skotið á herráðsfundi. Höfuðsmaðurinn opnaði munn- inn: — Það er ekkert, sem yður kemiur við. En þetta gagniaði afcki lengur. Þögnin var köld krimgum höfuðs- manninn. Apaandlitið á Martin var þrjózkulegt og það marraði í sæti læknisins þegar hann rétti úr sér með hægð og barði hnefanum í borðplötuna svo að small í. — En það kemur honum vdð. Nú heldur þú kjaftí, Birgir! — Heyðru mig nú, ég vil ekki hafa . . . — Nú heldur þú kjafti! Augu hans voru hvöss og óað- genigiileg eins og augun í Hessel fulltrúa þegar hann sneri sér að Tom. — Nu skai ég leysa frá skjóð- unni. Það veitir ekki af að viðra dál'ítið! Ég laug að yður í mongun. Ég hitti Benny Thordgiren á laugar- daginn. Ég var sá síðasti sem sá hann á lífi — á undan morðingj- anum. Hann hringdi ekiki tíl mín frá Arlanda. Ég veit ekki hvert bann hringdi. En hann tók leiigubíl á Arlanda og ók beint til mín í Djursholm. Hann hringdi dyrabjöllunni j svo sem fjórðung fyrir ellefu um kvöldið. Ég var einn heima og fór til dyra. Úti beið leigubíll — lög- reglan hlýtur að geta haft upp á leigubílstjóranuim. Hann glotti ti! mín, þrjóturinn sá ama, og svo sagði hann: — Gott kvö'ld. Er gjaldikeriíin illur? SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaði og báta. Varahlutaþjónusta. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa elda- vAla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJANSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 — Sími 33069. Tökum að okkur viðgerðir, breytingar, viðbyggingar, gler- ísetningu og mótauppslátt. Útvegum einn- ig menn til flísalagninga og veggfóðrpnar. \ Athugið: Tökum einnig að okkur verk upp til sveita. — Vönduð vinna með fullri ábyrgð. — Sími 23347. mirnm ANNAÐ EKKI íslenzk frímerki ný og notuð kaupir hæsta verði RICHARD RYEL Álfhólsvegi 109. — Sími 41424. — (Bezt á kvöldin). Klapparstíg 26 Sími 19800 BUÐIN Condor

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.