Þjóðviljinn - 24.10.1969, Side 2

Þjóðviljinn - 24.10.1969, Side 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 24. október 1969- Vestur - íslenzk söngkona TÓNLIST Komin er tii lanösins á veg- um Tónlistarfélagsins bandia- ríska sópransöngkonan Leona Gordon, sem mun syngja á tónleikum félagsins á laug- ardaginn kemur kl. 3. Eins og meðlimum Tónlist- arfélagsins mun kunnugt, hafði verið ráðgert að Leona Gordon héldi héx tónledka fyrir 3 árum, ásamt eigin- manni sínum Marcus Gordon, píanóleikara, en þeim tónleik- um varð að aflýsa vegna skyndilegra veikinda hans, rétt fyrir brottforina til ís- lands. Veikindin reyndust alvarlegs eðlis og er Marcus Gordon nú látinn fyrir rúm- um 2 árum. Leona Gordon hefur lengi haft áhuga á að koma til ís- Lands, enda af íslenzku bergi brotin í báðar ættir, þar sem foreldrar hennar voru bæði alíslenzk. Faðir hennar var Dr. Andrés Oddstad, þekktur og mjög vinsaell maður í San Francisco, sonur Jóns Svedn- bjömssonar frá Oddsstöðum í Lundarreykjadal í Borgar- firði, og konu hans Guðnýjar Fjeldsted, en 'hún var systir Andrésax Fjeldsted á Hvítár- völlum. Móðir Leonu Gordon var Stefanía Þorsteinsdóttir Þorsteinssonar og Ingibjarg- ar Ein.arsdóttur frá Stafholti í Stafholtstungum. Bræður Stefaníu voru hinir þekktu athafnamenn í San Francisco. Henry og Ellis Stoneson. Leona byjaði snemma á tónlistamámi í Kaliform'u, og hefur hún aðallega sungið á vesturströnd Bandaríkjanna og hlotið mjög góða dóma. Hún hefur sungið mörg hlut- verk, bæði við San Francisco óperuna og Los Angelés óper- una. Meðal hlutverka hennar hafa verið giredfiafrúin í Fig- aro, Mimi í La Boheme, Gilda í Rigoletto og Nedda í Pagli- acci. Auk bess hefur hún sungið með mörgum hljóm- sveitum og haldið sjálfstæða tónleika. Fyrir tæpum 2 árum flutti Leona til New York og hef- ur þegar sungið á mörgum hljómleikum á austurströnd- inni. m.a. í War Requiem eft- ir Benjamin Britten. Um jól- in mun hún syngja Ave ............. & • • •• • • •........................v' Leona Gordon Maria á jólatónleikum lita- sjónvarps NBC í' New York. Á tónleikunum n.k. laugar- dág, syngur Leona Gordon lög eftir Handel, Mozart, Schu- bert, Rich. Strauss, Gounod, Canteloube, Floyd og Ger- schwin. Undirl. annast Ámi Kristj- ánsson og Gunnar Egilson klarinettuleikari spilar með í tveimur verkum. Varanleg gatnagerð er hafín á Blenduési Blönðuósi, 19/10. — Hafinn er undirbúningur varanlegrar gatna- gerðar á Blönduósi- Flutningur á jarðvegi stendur yfir og á að fjlla upp með möl. Síðan verður steypt að vori. Þetta er um 150 metra langur kafli og er hann fyrsti áfangi verksins. I suanar voru sett niður tvö ker framan við bryggjuna og var þvf verki lókið fyrir hausitið. Geta þvi öll fXutningaskip lagzt hér að nema í slæmum sjó. Ker- in vom steypt í fyrrasumar á Skagaströnd- Þá var einnig sett hér upp sundlaug úr trefjapöjasti og steypt sitétt í kring og var lofc- ið við að byggja yfir hana nú um daginn. Sundlaugin stendur í krika bakatil við bamasikólann á- föst leikfimdsal og em notaðir sörnu búningskletfar. Hér hefur ekki verið sundlaug áður. Nokfcuð hefur verið um hús- byggingar hér á Blönduósi í sum- iar- Reist var eitt tveggja hæða íbiíðarhús með 2 íbúðum, tvö einnar hæðar íbúðarhús og gerður grunnur að tveim húsum öðrum. Loks var byggt edtt tveggja hæða verzlunar- og vörugeymsluihús. Þá var eánnig unnið við hedma- vistarskólann að Reyfcjum við Reykjabraut og mun hann tekinn til starfa. Ennfremur var unnið áfram við bústað héraöslæknisins. Verzlun var opnuð hér í sumar á vegum trésmdðjunnar Fróða h.f- og er þar selt aMt frá hús- gögnum og þvi er að trésmíði lýt- ur til nýlenduvara og ritfanga. Þá hefur verzlunin umtooð fyrir ýmis fyrirtæki er verzila með raf- magnsvörur og fleira. Sauðfjárslátrun1 stendur yfir og munu dilkar rýrari en oft áður. Mikið magn af kjöti hefur verið öutt héðan út. 3 skip hafa lest- að hér kjöt og innmat. Þá verð- ur hér síátrað stórgripum að lok- inni sauðfjárslátmn. Töluvert minna magn mjólkur hefur bor- izt til mjólkurbúsins en á sama tíma í fyrra, en verra er að sala á þurrmjólk fer versnandi, og eru töluiverðar birgðir til aif henni. Tíð er alltaf heldur rysjótt, þó ekki nein hret og heidur hlýtt i veöri en regnsamt. G. Th. Sið- leysi mafíunnar Hver er orðinn kostnaður af því að koma upp Búrfells- virkjun og öðrum miannvirkj- um sem henni eru ten.gd? Hver verður endanlegur kostnaður af framkvæmdinni? Hver er framleiðslukostnaður á raforku eins og nú standa sakir og hver verður endan- legur framleiðsluikostniaður þegar stöðin hefiur tekið til starfa á fiullum afköstum? Hvemig standast orkusölu- samningar í samanburði við framleiðslukostaaðinn? Allt eru þetta staðreyndir sem fiár- ánlegt er að deila um; á þær er hægt að færa sönnur á alveg óveferigjanlegan hátt. Og þessar staðreyndir verður að banna tii fiuMkominnar hlítar; á þeim byggist ekki aðeins mat á því sem gert hefur verið á undanfiömum árum, heLdur og hinor mifcil- vægustu áíkvarðanir um firam- tíðarþróun orkumála og efina- haigsmála hér á landi. Á þetta var Ingólfi Jónss.yni rafi- orkum álar áðhema bent á þingi þegar hann reyndi að afgreiða staðreyndir um samn- ingana við álbræðsluna í Straumsvik með þessu venju- legia pexi og staigli sem ein- kennir allt of mikið opinber- ar umræður hér á lomdi, Og það var skorað á hann að fallast á að alþingi rannsak- aði málið og kæmist þannig að niðuirstöðu sem ekki væri unnt að vefenigja. Ingólfur tók þessari hugmynd mjög fá- lega, og er það í sjálfu sér afiar athyglisverð staðreynd. Á þau vdðbrögð mun bins vegar reyna enn betur. því nú hafia Magnús Kjartansson og Þórarinn Þórarinsison laigt fram á þingi tillögu um skip- an formlegrar rannsóknar- nefndar. En í umræðum þeim sem þegar hafa orðið hefur komið fram edtt mjög athyglisvert sjónarmið. Á þingi spurði Ingólfur Jónsson með miklum þjósti hvar Magnús Kjartans- son hefði kornizt yfir stað- reyndir þær sem hann rakti við fyrstu umræðu fjárlaga, og í framhaldi af því spurði Alþýðublaðið á forsiðu: Hvað- an eru beimildiirnar? Þairna birtist það viðhorf að srtiað- reyndir um byggingarkostnað Búirfettlsvirkjunar séu eins- konar hernaðarleyndarmál sem engir megi fá vitneskju um nema litil valdaklíka ráð- herra og sérfiræðinga, að Magnús Kjiartansson hiafi gent sáig sekan um einskonar njósn- ir með þvi að komast yfir . þessar srtaðreyndir og gera þær opinberaæ, að ednhrverjir óskálgreindiæ menn hafi brot- ið af sér með því að aðstoða Magnús við að affla j>eiinrar vitneskju. Þetta viðhorf er afiar algengt hér á landi; ráð- herrar og embættismenn þeirra líta á sig eins og matfíu sem megi af eigin geðþótita ráðskast með ákvarðaiiir og almannafé án afiskiprta al- mennings, og mafían hefur oft sýnt að hún hefur mikla löngun til að refsa þeim sem ekfci sýna henni auðmjúfca hollustu. Fátt er brýnna í opinberu lífi á íslandi en að kveða niður þetta siðleysi miafiíunnar. Það er ekki að- eins réttur alþingismanna að afila sér vitneskju um stór- mál eins og Búrfellsvirkjun og gera hana opinbera, held- ur er það skylda þeirra. —• Austri. Yfirlýsing frá Samgöngu- máfaráðuneyti Blaðinu barst í gær eftírfar- andi firá Samgöngumálaráðu- neytínu: „í tilefni af ummælum Ma.gn- úsar Kjartanssonax, alþingis- manns, í útvarpsumræðum um frumvarp tíl fjárlaga fyrir ár- ið 1970, vaxðandi firamkvæmd- ir íslenzkra aðalverktaka s.f. í Vesturlandsvegi ofan við Ár- túnsbrekku, sem lokið var á þessu ári, vill ráðuneytið gera eftirfarandi leiðréttingu: I ræðu sinni gaf alþingis- maðurinn í skyn, að á um- ræddu verki, sem kosta mun um 30 milj. kr., hefði mátt spara 12-13 milj. kr. með út- boði, og byggir hann þetta á niðurstöðu útboðs á öðrum hluta Vesturlandsvegar, um Ár- túnsbrekku, en tilboð í það verk voru opnuð 15. þ.m. í vegaáætlun 1968 vax heim- ild til lántöku til firamkvæmda við Vesturiandsveg, en engin fjárveiting. Þörf til að hraða þessum framkvæmdum er ó- umdeild, og var leitað til ís- lenzkra aðalverktaka s.f., sem vitað var að gátu veitt greiðslu- frest til nokkurra ára, en aðr- i'r verktakar ekki. Haustið 1968 var síðan sam- ið við Islenzka aðalverktaka s.f. um að framkvæma verkið á ein- ingarverðsgrundvelli, með hlið- stæðum einingarverðum og hjá Iægstbjóðanda í maí sama ár, er lagning Hafnarfjarðarvegar um Kópavogskaupsrtað var boð- in út. Lægstbjóðandi var látinn vinna það verk og voru allir sammál^ um, að það væri hag- stætt. Vegagerðin samdi í umboði ráðuneytisins við íslenzka að- alverktaka s.f. um sömu ein- ingarverð á firamkvasmdum við Vesturlandsveg og lögð voru til grundvallar á Hafnarfj axðar- vegi. Það er því ekki rétt hermt, að umsamið verð fyrir umrætt verk við íslenzka aðalverk- taka s.f. hafi verið óeðli- lega hátt, miðað við þau verð, sem almennt fengust í útboði hliðstæðra verka um þetta leyti. Áætlun Vegagerðar ríkisinis um kostnað við lagningu kiafl- ans um Ártúnsbrekku var mdð- uð við sömu einingarverð og að íraman greinir, að viðbæbt- um þeim verðhækkunum, sem urðu í byrjun þessa árs á bif- reiða- og vélatöxtum á frjáls- um markaði, en hækkanir þess- ar námiu 40% á vinnuvélaleigiu og 23-25% á vörubifreiðatöxt- um. Þrátt fyrir þessar hækkanir voru nær öll tílboð, sem bár- ust nú í undirbyggdngu Vestux- landsvegar í Ártúnsbrekku, byggð á lægri einingarverðum en hjá lægstbjóðandia í Hafnar- fjiarðarveg í Kópavogskjaupstað í maí 1968 og lægsta tílboð nú um 25% lægra í krónutölu, miðað við óbreytt edningairvarð. Var þó í tveimur tilvikum um sörau bjóðendur að ræða í bæði skiptin“. ATHUGASEMD BLAÐSINS Óburðugt er svar samgöngu- málaráðuneytisins. í svarinu er viðurkénnt að tilboði íslenzkra aðalverktaka var tekið vegna þess að þeir bjóða gjaldfrest, en ástæðan til þess að þeir geta boðið siik kjör, er sú, að fs- lenzkir aðalverktakar greiða enga tolla af vinnuvélum sín- um. Tilraun ráðuneytisins til þess að leiða rök að samningn- um við íslenzka aðalverktaka með því að hliðstætt einingar- verð hafi tíðkazt fyrr um vor- ið er einnig ófullnægjandi: Vegagerðin átti auðvitað að vinna verkið sjálf með eigin vélum — sem sumar stóðu ó- Framihjald á 9. síðu. Listaverk Tileinkað rithöfundaþingi 1 969 Enoþá lijnr Egilssaga, íslendings við hjartarætur, túlkar ættareðlið dýpsta, eggjar menn til stórra verka. Þar er að finnia afl í armi, andans þrótt í dróttkvæðunum. Þegar minnkar máttur sverðsins magnar sfcáldið hugans galdur. Egill kraup ei konungsvaldi, kappinn vildi laun sín hafa og ættar sinnar auð án refja, oft þá sverð úr deilum skar. Þegar lögin lágt í haldi, lutu fyrir ranigri sök, hetja á vellvhólmgöngunnar, hiklaust notaði aflsins tök. Káppinn sat í kóngahöllum hverjum öðrum manni fremri, ýmist klæddur andans kufli eða girtur vígabrynju. Beitti þá jafnan bröndum tveimur brást honum aldrei sigur heldur, að þótt sæktu aðrir snjallir, Egill kunni ráð er dugðu. Eftir víg og ofsadeilur Eirík blóðöx við og fleiri, stýrði hann frá strönd, í vestur, stefnu tók á heimalandið. En áður níðstöng upp hann reisti og á hana skar rúnir fomar, þar sem ótal ólmum vættum att á Noregskonung var. Egill átti hauk í homi . “.v''' hersirinn úr Noregs fjörðum, Arinbjörn var afbragð flestra, annarra tnanna á þeirri tíð. Var hann alltaf vinur Egils, viðbúinn til hjálparstarfa, trúði á andans orku hugar. Egils stoálds í bragaraun. Egill sigldi út árum síðar, Englakonung vildi finna, en hann hitti Eirík blóðöx erfðafjanda og hatursmann. Vildi hersir vandann leysa, vakti Egill nótt og orti Höfuðlausn með háttum dýrum, höfuð fékk í kvæðislaun. Egill seinna annað kvæði orti heima í Borgarsölum, Sonatorrek, sorgarljóðið. 'sigurverk hins reynda manns. Eins lenigi og íslenzk tunga yljar þér um hjartarætur, þá mun lifa þetta kvæði og þykja dýrast snilldarverk. Blessuð sértu Borg á Mýrum. Braga fóstra. landnámsjörðin, þegar ég lít þig og fjörðinn, þá ber Sonatorrek hæst. Guðamál í glæstum myndum glitrar þar á söguspiöldum. Eilíft gildi allra tíma, Egils mesta listaverk. Ennþá saga, ennþá kvæði íslendingsins huga fanga, fága mál og meitla stuðla mienningunni dyggðug þjóna. Á þúsund ára þrautagöngu þjóðin sótti líf og yndi í Egils kveðskap eða sögu ættstofna í þessu landi. Jóhann J. E. Kúld. I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.