Þjóðviljinn - 14.12.1969, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 14.12.1969, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJóEATEU'XííiN — Suramiöaigiur 1<4. dtesömlbar 1969. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: SkólavörðusL 19. Simi 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Rök og atkvæði ir' J Eftamálinu á Alþingi ber að sama brunni og 1 öðrum mestu átakamálum íslendinga undan- farna áratugi: Rökin eru öðru megin, atkvæðin hinu megin. í löngum ræðum sem ráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason og Bjami Benediktsson hafa flutt um málið, hefur ekki komið fraim neinn við- hlítandi rökstuðningur þess að íslandi sé hag- kvæmt eða nauðsyn að gerast aðili að Fríverzlun- arsamtökunum. Þeir hafa flutt áróðursræður, heldur efnislitlar, en röksemdir þeirra hafa horf- ið upp í reyk þegar andstæðingar Efta-aðildar hafa krufið þær 'til mergjar. y^llir Eftapostulamir á Alþingi hafa lagt kapp á að útmála einangrun þá, sem biði Islands á sviði viðskipta og efnahagsmála (einn býst líka við menningarlegri og stjómmálalegri einangmn), ef ísland yrði hér eftir sem hingað til utan efna- hagsbandalaganna tveggja í Evrópu. í umræðun- um á þingi spurði Lú^vík Jósepsson Eftapostul- ana: Hefur ísland verið einangrað í viðskiptum, menningu og stjómmálum undanfarið? Og hánn minnti á sfaðreyndir íslenzkra utanríkisviðskipta. íslendingar hafa undanfama áratugi haft blómleg viðskipti við lönd austan hafs og vestan, unnið stóra markaði í Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um; haft imikil og margvísleg viðskipti við lönd Efnahagsbandalagsins, eitt þeirra Vestur-Þýzka- land er orðið hæst í innflutningi til íslands; og við lönd Efta, Fríverzlunarsamtakanna, svo sem Norðurlöndin og Bretland. Efta hefur starfað í tíu ár, og allan þann tíma hefur ísland verið utan þess og Efnahagsbandalagsins, og sótt jafnframt inn á markaði utan þess; en verið langt frá því að einangrast viðskiptalega. Engin skýring hefur komið á því hvers vegna ísland geti ekki haldið framvegis þessari afburðastöðu, að geta beitt sér að mörkuðum og viðskiptum hvar í héimi sem er. Innganga í Fríverzlunarsamtökin gæti hins vegar haft þau áhrif að þrengja markaðsmögu- leika íslendinga utan þess; með Eftasamningn- um og sérstökum Efta-tolli eru löndum Fríverzlun- arbandalagsins gefin mikil forréttindi til verzl- unar á íslandi. Og hugmyndir ráðherranna um út- flutning íslendinga á Efta-markað því miður enn á stigi áróðursfullyrðinga, sem lítið raunhæft er á bak við. pjölmennustu verkalýðsfélög landsins, Verka- mannafélagið Dagsbrún í Reykjavík og Iðjufé- lögin í Reykjavík og á Akureyri hafa mótmælt inngöngu íslands í Efta. Landssamtök málmiðnað- armanna og byggingamanna -hafa birt sínar við- varanir. Stéttarsamband bænda hefur lýst sig andvígt aðildinni. En á Alþingi virðist enn ætla að fara svo, að rökin verði öðru megin, atkvæðin hinu megin. Það ástand er löngu orðið óviðun- andi. — s. Sparísjóður alþýðu óskar að kaupa eða taka á leigu hús- næði á góðum stað í borginni fyrir bankastarfsemi. Æskileg stærð 150 til 200 m2. Tilboð- um sé skilað á skrifsofu sparisjóðsins að Skólavörðustíg 16 fyrir 20. des- ember n.k. Einar Bragi getur út Ijóðaþýðingar Einar Bragi t Eins og lesendur bókmeniita- rita vita, hafiur Einair Braigii uim lamgt skeið verið diuglegur Ijóðaþýðari og í þedrri íþrtótt sánmi gjama leitað til famigia á óvæntum stöðum. ÚrvaR þessara þýðinga er nú komið út á bók sem nefewst ,,Hrafnar í skýj- um“ og eru þar tæplega fjöru- tíu Ijód eftir meira en tuttu.gu höifiunda, Fyrsti hiluti bólkarinnar er heiligaiður saenskium sikálduin, fer þar mesit fiyrir Gunmar Björling og Edith Södergran. Ellefu ljóð eiru eftir pólsik skáld og eru í þeirra hópi Tadeusz Któsie- wicz, Zbigniew Herbart og Krystyna Brollll og þrjú ljóð Framhald á 9- síðu. ÁST OG ÓTTI er ný bók eftír BODIL FORS- BERG. - Hrífandi og spennandi saga um óstir og þrór sœnskrar stúlku, sem er lœknanemi í París. AÐLAÐANDI HVARSEMA HANN ER LITIÐ Sagt er að fötin skapi mánninn, og það er alveg rétt. Föt sem fara yður vel, veita yður sjálfs- öryggi og aðlaðandi viðmót; þér verðið hiklaus og eðlilegur í framkomu. ÚLTÍMA býður yður glæsilegt úrval af karlmannafötum, föt á unga sem gamla, föt sniðin eftir óskum viðskiptavina. K.IORGARÐI SIMI 22206 KAFBÁTADEILDIN er ógleymanleg hetju- saga, sem enginn leggur frá sér fyrr en að loknum lestri síðustu blaðsíðu. Heimifístækjuviðgerðir Gerum við allar tegundir heimilistækja: KITCHEN AID — HOBART — WESTINGHOUSE — NEFF Mótorvindingair og raflagnir. — Sækjum sendum. Fljót og góð þjónusta. Rafvélaverkstæði Eyjólfs og Halldórs Hringbraut 99. — Sími 25070. Iðnuðarmenn „Saga Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavílí“ eftir Gísla Jónsson er tilvalin jólagjöf. Bókin er bæði skemmtileg og fróðleg í vönduðu bandi. — Fæst í bókavérzlunum. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.