Þjóðviljinn - 11.01.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.01.1970, Blaðsíða 6
0 slÐA — ÞJÓÐVILJXNN — Sunnudagur 11. Janúar 1970. Rabbað við Ingibjörgu Haraldsdóttur kvikmyndaleikstjóra um námið í Moskvu og byltingarlandið í vestri, þar sem hún ætlar að búa Ingibjörgu Haraldsdóttur þarf áreiðanlega ekki að kynna fyrir lesendum Þjóðviljans, svo margar greinar sem hún hefur skrifað í blaðið, bæði frá Sovétríkjunum meðan hún var við nám, og frá Kúbu, þar sem hún hefur dvalizt með þarlendum eiginmanni sínum. En þessa dagana er Ingibjörg heima á íslandi, nýutskrifuð kvikmynda- leikstjóri frá kvikmyndaháskólanum í Moskvu, og gafst því ágætt tækifæri, um leið og við óskum henni til haimingju með þann áfanga, að láta hana nú einu sinni segja frá eigin málum, námi sínu í kvikmyn daháskólanum og myndunum sem hún hefur gert í sambandi' við það, því þótt Ingibjörg hafi verið ólot að fræða okkur um ýmislegt í umhverfi sínu, .hefur hún að hætti fréttaritara þagað sem vendilegast yfir eigin málefnum og persónu. Lœrði í Moskvu Miteið var um að vera hjá Ingibjörgu síðasta daginn sem hún var í Mosfcvu; þá daemdi prófnefnd kvikmynd hennar til lokaprófs og hún varði hana. Þrjár aðrar lokaprófsmyndir voru sýndar um leið og voru álhorfendur fjölmargir, þéttskip- aður salur kennara, nemenda og gesta. Að þessum síðasta þætti prófsins afloknum beið Ingi- björg efcki boðanna, en flaug heim strax daiginn eftir, enda orðið mál, komið hátt á þriðja ár saðan hún var á íslandi síð- ast. Sem betur fer hafði hún þó f öllum tflýtinum hugsun á að taka með sér eintafc af kvik- myndinni „Sálm.ur“, sem er 20 mínútna litmynd, og hélt fyrir skemimstu sýningu á henni fyr- ir kunninigj ahópinn á ísllandi. Er myndin gerð eftir smásögu rússnesfca rithöfundarins Mifca- els Búlgakofs og segir frá litla drengnum Slava, einstæðri móð- ur hans og ungum manni í sama húsi, — lýrísk og hugljúf mynd að dómi undirritaðrar, bara verst að talið skuli vera á rússnesku, þótt Ingibjörg bætti raunar úr því á sýning- unni með þýðingu jafnóðum. Fyrir nofckrum dögum hittum við Ingibjörgu svo að máli uppi í Breiðhölti á hlýlegu heimili foreldra hennar, Sigríðar Guð- mundsdóttur og Haraldar Bjömssonar afgreiðslustjóra Þjóðviljans, þar sem hún hefur notið jólanna og íslenzks jóla- matar, — bætt á sig fimm kíló- um að eigin sögn — isdðan heim kom. Ekfci verður heimasetan þó nema rétt rúmur mánuður að þessu sinni, því um 20. janúar fer Imgibjörg aftur austur til Moskvu og síðan til eiginmanns- ins á Kúbu. Svo krókóttar geta samgöngumar verið við bylting- aríandið unga í vestri. Búlgakof Margs er að spyrja eftir langa útivist, en snúum okkur fyrst að því nærtækasta, — prófdnu, vörninni, myndinni, — hvemig fór þetta fram? — Við vorum fjögur með vöm sama daginn og voru fyrst sýndar bessar fjórar myndir okfcar, síðan töluðum við hvert fýrir sig um sdna mynd, út- skýrðum hvemig hún var unn- in og hversvegna þetta efni varð fyrir valinu. Þá vorum við spurð, bæði af prófnefndinni og líka úr salnum, og að lokum töl- uðu gagnrýnendur hverrar myndar, sem voru búnir að sjá þær áður og tala við okfcur um þær. A Kúbu er nú aðaláherzlan lögð á landbúnaðinn — Þú hefur þá ekkert fyrir að endurtaka, hversvegna þú valdir einmitt þessa smásögu til myndatötou og segja eitthvað frá höfundi hennar. — Höfundurinn Mikael Búl- gakof lézt 1940. Hann skrifaði mikið af leikritum, var reynd- ar læknir upphaiflega, en fcom svo til Moskvu og fór að skrifa 1 blöð allskonar ádeilu- og skopgreinar, * sem hann varð mjög vinsæll af, — það var á þessum skemmtilegu byltingar- ámm 1920-26.. Hann gat sér fyrst frægðar fyrir þessar grein- ar sdnar og fór um sama leyti einnig að semja smásögur; sag- an sem myndin er eftir er t.d. skrifuð 1926. Síöan sneri hann sér að leikritagerð og vom nofckur leikrita hams færð upp meðan hann var á lífi, en ann- ars var hann í ónáð, þótti bæði of lítill réttlínumaður og var þar að auiki af borgaralegri fjöl- skyldu kominn! Eitt leikrita Búlgakofs hefur verið leikið hér í útvarpið, „Túrbdn-fjöllskyld- an.“ Búlgakof skrifaði litoa nokkr- ar skáldsögur, en aðeins ein þeirra hefur verið gefin út. Hana skrifaði hann sdðustu tólf árin sem hann lifði en hún kom ekki út fyrr en 1966. Sagan heit- ir „Meistarinn og Margrét“ og er mjög góð, hápunkturinn á hans ritferli, og hefur enda ver- ið þýdd á fjölda annarra mála. Það var raánast tilviljun að ég skyldi rekast á þessa smásögu Búlgakofs sem myndin er gerð eftir. Mest hefði mig auðvitað langað til að taka fyrir eitthvert íslenzkt efni, en varð bæði að gera myndina í Mostovu og nota rússneska leikara, svo ég hætti við það, óttaðist að það yrði svo falskt, og ákvað því að taka eitthvað rússneskt. En þótt ég hafi dvalizt þar lengi treysti ég mér samt ekki til að fara að skrifa eitthvað sjálf um rúss- nesfct efni eða rússneslk eða sov- ézk vandamál, svo ég fór að leita mér að heppilegri smásögu eins og í fyrra, þá gerði ég mynd eftir einni smásögu Tsé- kofs. Ég var búin að leita þó nokkuð fyrir mér begar ég fann þessa smásögu Búlgakofs og leizt strax vel á hana, bæði hef- ur hún aldrei verið kvikmynduð áður og er ekki mjög þekkt, hefur aðeins komið út. tvisvar eða þrisvar, og svo var 'hún góð til myndatöku, krafðist fárra leikara, gerðist mestöll í einu hexbergi, — semsagt heppileg fyrir skólastúddóið — Hvað vannstu lengi að myndinni? — Þáð var byrjað á kvik- myndatökunni 1. sept., en ég var í mestallt sumar að undirbúa hana, fór stirax í júlibyrjun að skrifa handritið og léita að leik- urum. — Gaztu sjálf ráðið, hverjir léku? — Já, við gátum eiginlega ráðið hvern sem var. Aðalleik- arann, unga manninn, í rninni mynd hafði ég séð í nökkrum stykkjum og nokkrum kvik- myndum og náði í hann í leikihúsinu, þar sem ég hafði séð hann leika mjög vel í „Þrem systrum“. Leifckonuna mdna fann ég strax í fyrra, húo lék hjá mér þá líka, en er annars aðalleikkona unglingaleikhúss í Moskvu, þar sem hún leitour fyrst og fremst uriglingsstelpur. — En litla strákinn, hvar hafðirðu upp á hooum? — Það var taisvert basl að finna strák á þesisum aldri sem gat leikið, en þessi strékur, sem er sex ára, hafði leikið áður, og ég valdi hann af spjaldskrá sem Mosfilm stúdió var með yfir bamaleikara. Þetta reyndist al- veg sérstaklega skýr og skemmtilegur snáði. Aukaleik- arana fétok ég hér og þar, gaml- an hljóðfæraleikara t.d. af elli- heimili fyrir leikara, en aðra meðal skólasystkina minna og svo nokkra íslendinga sem búa í Moskvu. — Hvemig er svcna mynd unnin? — Við unnum saman að henni, ég og strákurinn sem tók hana, kvifcmyndatökumaðurinn, sem líka var í lokaprófi. Þegar ég var búin að finna söguna skrifuðum við hvort sitt hand- rit, sem við bárum svo saman og suðum svo lokahandritið uppúr þassu tvennu. Við gerð- um mjög nákvæmt handrit að myndinni, alveg í smáatriöum, staðsetningu vélanna á hverjum stað m.a.s. og teiknuðum upp leikmyndina, sem við gerðum síðan í samvinnu við stúlku, sem lærir leiktjáldamálun í skólanum. Upp undir tvær miljónir — Hvað unnu margir við myndina fyrir utan ykkur og alla leikarana? — Alveg hellingur. T.d. býsn af Ijósamönnum og smiðum, sem ég hef efcki einu sinni tölu á, og fleira aðstoðarfólk úr skólanum. Ég stjómaðd ein, hafði ekki aðstoðarleikstjóra, en , fcvikmyndatöfcumaðurinn hafði aðstoðarmann, svo höfðum við fjármálasnilling, svokallað- Ingibjörg við stjórn „Sálms“ í Moskvu an framleiðslustjóra, sem sá um fjárhagshliðina og alls kyns snatt, og leikmyndasmiðinn, sem gaf ráðleggingar varðandi búninga, húsgögn, liti og fleira. Myndatakan sjáJif tók hálfan annan mánuð, var lokið í októ- ber, en sxðan kom klipping og fleira og fékk ég Jil hennar klippidömu, sem vann undir minni stjóm. — Er ekki alltaf tekið miklu meira en notað er? —Jú, ég býst við að það hafi verið um 4/5 sem við notuðum ekki. Við þurftum líka að stytta myndina dálítið, þvx við feng- urn uppá metra filmu til að gera 20 mínútna mynd. — Eitthvað hefur þetta nú kostað, eða hvað — Já, myndin mun hafa kost- að milli lVz—2 miljónir xs- lenzkra króna, og þó tók þátt í henni fjöldi fólks úr skólanum, sem ekkert fékk borgað. — Mér skilist að skólinn sé í mörgum deildum. — Já, einum fimm, og út- skrifast úr honum fólk með alls- konar menntun á sviði kvik- myndagerðar. í einni deild er kennd leikstjóm og leikur, það er sú sem ég var í, í anraarri er kennd kvikmyndataka, þeirri þriðju leikmyndasmíðx. svo er fjárrháladeild fyrir verðandi framkvæmdastjóra við kvik- myndagerð og að lokum kvik- myndafræðideild, fyrír sagn- fræðinga, gagnrýnendur og þessháttar fólk. Fékk Romm sem meistara Námið er mismunandi langt eftir deildum, en síðan skiptast deildimar líka dálítið, t.d. vom í minni deild yfiríeitt aðskildir leikararnir og leikstjóramir, þótt sumir meistaranna hafi þá saman. Hver hópur fær einn meistara, sem er hans aðalkenn- ari. Meistari okkar hóps var Mikael Romm og kenndi okkur leikstjóm. Það hafa verið sýnd- ar nokkrar myndir eftir Romm hér, en hann er sá bezti af þess- um gömlu kvikmyndstjórum, sem enn em lifandi. Romm flutti fyrirlestra hjá okfcur og hafði með sér tvt> aðstoðarkenn- ara í sn'nu fagi, en auk þess höfðum rið náttúrlega marga kennara í öðmm fögum. — Hvað er þetta margra ára nám? — Leikstjómiin sjálf tekur flmim ár; fjögur alveg í skólanuim og fiimmta árið fer í starfsþjálfun og lokapróf. Auk þess var ég fyrst eitt ár alveg við rússneskunám f háskólanum og eitt í undirbúningsdeild Framhald á 9. sx'ðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.