Þjóðviljinn - 01.04.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.04.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞvJÓÐVILJINN — Midvifcuidaglur 1. aprfl 1070. Otgefandi: Cltgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur lónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sim! 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. 424 miljónir króna j ár er framleiðsluverð á raforku frá Búrfells- virkjun 47,4 aurar á kílóvattstund, samkvæmt útreikningum ráðamanna Landsvirkjunar, en verðið sefm álbræðslan greiðir er aðeins 22 aurar á kílóvattstund, ekki helmingur af kostnaðarverð- inu. Tap íslendinga af raforkusölunni til álbræðsl-’ unnar verður af þessum sökum í ár hvorki meira né minna en 155 miljónir króna. Þessi tapviðskipti halda áfram um fimm ára skeið, samkvæmt út- reikningum Landsvirkjunarstjórnax, og nemur tapið á því ánabili 424 miljónum króna. í umræð- um á þingi var vakin athygli á þeirri fróðlegu staðreynd að imeð þessu tapi er alls ekki reiknað í áætlunum Landsvirkjunarstjórnar, enda mundu hinar margendurskoðuðu tölur um raforkuvið- skipti þessi alls ekki standast á samningstímabil- inu ef tapið væri reiknað með. Það er því afskrif- að sem glatað fé í viðskiptunum við álbræðsluna, en íslendingum er gert að jafna metin. Jnnheimtan hjá íslendingum er þegar hafin. 15da febrúiar s.l. hækkaði raforkuverð. um því sem næst fimmtung, og verða íslenzkir viðskiptavinir Landsvirkjunar nú að greiða 67,7 aura í heildsölu- verð á kílóvattstund, þrefalt hærra verð en ál- bræðslan greiðir. Verðið margfaldast svo enn áður en raforkan kemur notendum að gagni; heimilis- taxti í Reykjavík er nú kr. 2,00 á kílóvattstund — nífalt hærri en gjaldið sem álbræðslan greiðir. Þeg- ar menn greiða rafmagnsreikningana sína næst ættu þeir að minnast þess að þeir eru ekki aðeins að borga sinn hluta af kostnaðinum við byggingu Búrfellsstöðvar og rekstur þeirrar stöðvar heldur eru þeir einnig skattlagðir í þágu auðfyrirtækisins mikla í Straumsvík. þegar umræður um þetta stórmál hófust á þingi í haust var komizt svo að orði að samningarnir við álbræðsluna væru eitthvert stórfelldasta stjórnmála- og fjármálahneyksli sem gerzt hefði á íslandi. Það hálfa ár sem málið hefur verið í meðförum alþingis hafa staðreyndir sannað á óve- fengjanlegan hátt að þar var sízt ofmælt. Raun- ar hafa imálsvarar álsamninganna viðurkennt það sjálfir með viðbrögðum sínum á þingi. Fyrir al- þingi lá sem kunnugt er tillaga um skipan hlut- lausrar rannsóknarnefndar til þess að kanna alla þætti samninganna og leiða staðreyndir í ljós á óumdeilanlegan hátt. Þessi tillaga var felld af stjórnarliðinu öllu og tveimur þingmönnum Fra:m- sóknarflokksins, Birni Pálssyni og Jóni Skafta- syni. Þeir menn sem ábyrgðina bera vilja umfram allt forðast að athafnir þeirra séu dregnar fram í dagsljósið; þeir vita öðrum mönnum betur að á kvarðanir þeirra þola ekki hlutlausan dóm. Þess vegna vilia beir fá að fela sig áfram bak við áróð ursreyk^t-'' -em þeir láta þyrla upp í málgögnum sínum. — m. EM unglinga í körfuknaftleik íslendingar neðstir í riðlinum Belgíumenn sigruðu en Pólverjar urðu í öðru sæti — Til hvers er verið að senda íslenzka liðið í Evrópukeppni í svona ásigkomulagi? ■ í>að viðurkenna allir, að samskipti við útlönd á íþrótta- sviðinu eru okíkur nauðsynleg, en til þess að þau komi að gagmi verða lið okkar að vera eins vel undirbúin og frekast er unnt, eða í það minnsita svo, að þau verði okkur ekki til skammar. Frammistaða íslenzka unglingalands- ins í körfuknattleik í riðlakeppni EM, sem fram fór hér um páskana, var fyrir neðan allar hellur og það er engin afsökun fyrir KKÍ að senda svo vanbúið Hð í þessa keppni. Það bjóst að vísu enginn vdð að lið okkar næði að sigra þá andstæðinga sem við var að etja, en fle&tir, ef efcki allir, bjnggnst við að það gæti veitt þeim keppni, en svo varð alls ekki. Pólverjar unnu íslenzka liðið 110:34, BeLgar 118:68 og Englendingar 91:68. Ekiki er hægt að tala um að íslenzka liðið hafi veitt keppni í neinum þessara leikja. Övaðá tilgangi það þjónar að senda svo van- þjálfað og að öllu leyti illa undirbúið lið til Evrópukeppni, sem hið íslenzka vair, skilja víst fáir. íslenzka liðið skorti bókstaflega allt það sem prýða má eitt lið. Undirstöðuatriðið. ÞREK, var ekki til, úthald greinilega mjög lítið. hdttni liðsdns var i lágmarki, sem og aillur hraði, og meira að segja leikgleðina og viljann vantaði. Eflauist liggja margar orsakir til þess að liðið var svo van- búið, en fyrst svo, var, átti ekki að senda það ; þessa keppni. Úrsiit einstakra leikja úrðu sem hér segir: ísland Pólland 110:34, ísland — Belgía 118:68, Belgía — England 87:60, Pól- land — England 107:58, fs- land — England 91:68, og því kepptu Belgía og PóUand til úr- slita um 1. og 2. sæti., Sá leik- -ur var mjög skemmtilegur og vel leikinn. Fyrirfram þóttust menn vissir um sigur Pólverja. þar sem þeir höfðu sýnt einna bezta lei'ki í keppninni og allir liðsmenn þeirra voru mjög stórir og sterkir og það svo, að sumir drógu í efa að þar væri aðeins um 18 ára unglinga að ræða. Þegar svo úrslitaleikur- inn hófst var greinilegt. að Belgarnir ætluðu ekki að gefa neitt eftir fyrir Pólverjunum og þótt Pólverjamir hefðu frumkvæðið í fyrri hálfleik, þá fylgdu Belgamir fast á eftir og munurinn varð aldrei meiri en 3—4 stig. í leikhléi hafði þeim tekizt að jafna 29:29. í sáðari bálfleik misstu Pól- verjar einn sinn bezta mann útaf með 5 villur. Þá fór að ganga ver hjá þeim og Belgam- ir náðu frumkvæðinu. Þeir komusit mest 9 stiig yfir en undir lokin sigu Pólverjamir á og þegar flautan gall til merkis um leikslok var aðeins 3ja stiga munur 73:70. Þessi lið virtust nokkuð áþekk' að styrkleika, en þó segir mér svo hugur, að hefðu Pólverjarnir ekki misist þennan sitierka leik- mann sinn útaf, þá hefðu þeir sig'rað. Áhorfendur vom sárafáir eðp Sé hægt að tala um að einn hafi borið af öðrum í íslenzka liðinu, þá var það helzt Bjarni Jóliannsson yngsti maður liðsins. Hér á myndinni reynir hann körfuskot en 4 Englendingar em til varnar. milli 59 og 100 manns, sem er furðulegt þegar boðið er uppá iafn góð lið og þama áttust við. Áhugi fyrlr kö>rfukniatt]jedk virðist vera sárálitill hér á landi, hverju sem það, ,epr nú að kenna. Þó er það svo, að fyrir þá sem ekki þekkja leik- inn út og inn er hann heldur leiðinlegur á að horfa og er það fyrst og fremst fyrir allar þær tafix „pásur“ og „serirnoníur“ sem fylgja honum. Tilraun sú sem KKÍ gerði i fyrra fneð að skýra leikinn út fyrir áhorf- endum jafnóðum og bann fór fram, var spor í rétta átt og ætti stjórn sambandsin? að taka bana upp af'tur; það myndi þegar frá liði borga sig. — S.dór. Þessi mynd er nokkuð táknræn fyrir leik íslands og Englands, barátta milli 3ja íslenzkra leik- manna og eins Englendings og sá enski hefur betur. Sængurfatnaður HVÍTTTR og WIISLITUR LÖK KODDAVER GÆSADÚNSSÆNGUR ÆÐARDÚNSSÆNGUR SKÖLAVÖRÐUSTÍG 21 fftfflniWI ~~ ■ 1 30 km göngu á finmska meistaramótinu á skíðum sigr- aði Hannu Taipale á 1 klst. 43,43 mín í öðru sæti varð Teuivo Hatunen á 1 klst. 47,13 mín. Þriðji varð Kalevi Lau- rila á 1 klst. 47,50 mín. í 5 km göngu kvenna sigraði Mar- iatta Kajosmaa á 17,33 mín. 2. varð Senja Pusulw á 18.12 mín. og 3. varð Helena Takalo i 18,14 mín. 1 skíðastökki sigr- aði Esko Rautionaho með 217,7 stig stöfck 87 og 81 metra. og Danir gerðu jafn- tefli í landskeppni í hnefa- leikum um fyrri helgi 5:5 Þassi landskeppni var í ung- lingaflokki. f flokki fullorð- inna varð einnig jafnteifli 5:5 Svíar voru komnir í 5:2 uir tíma, en á lokasprettinurr uinnu Danir munimn upp o- jafnteflið varð staðreynd. Þett,- er í 73. sinn sem þessar þjóð: keppa í hnefaleikum. 37 sir um hafa Danir sigrað, 18 sinr um hefur orðið jafnt, en Svía hafa aðeins sigrað 18 sinnum. ar og sfcartgripir KORNELÍUS JÓNSSON xúlavöráustic; 8 *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.