Þjóðviljinn - 09.04.1970, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 09.04.1970, Qupperneq 4
I ^ SIÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Fimantuda'gur 9. apitffl. 1970. — malgagn sósialisma. verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandl: Utgáfufélag Pióðviljans Framkv.stióri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: tvar H lónsson (áb.), Magnús Kiartansson. Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur iónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 iínur). — Askriftarverð kr 165.00 á mánuði — Lausasöluverð kr. 10.00 Auðgunarbrot yegir auðgunarinnar í íslenzku þjóðfélagi eru varð- aðir pólitískri hlutdrægni í meðferð almanna- fjár; þeím mönnum opnuð leið til lánsfjármagns og auðgunar sem hafa hin „réttu“ stjórnmálasaim- bönd. Örsjaldan verður þessháttar misnotkun á valdi og aðstöðu opinbert umræðuefni, en hún er ein þeirra þjóðfélagsmeinsemda sem allir lands- menn vita um og fjölmargir verða fyrir barðinu á, Samt er eins og menn hrökkvi við þegar dæmi komast í dagsbirtu. Það gerðist t d hér á ár- unum að fram kom á Alþingi að sendinefnd frá bæjarfélagi úti á landi hafði gengið bónleið í einn ríkisbankann í Reykjavík og enga fyrirgreiðslu fengið, þar til hún fékk „réttan“ meðalgönguimann, sem gekk stuttan spöl í sama banka og fékk lán- ið tafarlaust. Og 90 þúsund krónur, sem var all- miklu meira fé þá en nú, fyrir viðvikið! Það var að vísu ekki stór keppur í sláturtíð, en þetta dæmi komst upp, varð alkunnugL—.—... ..... JTyrir nokkrum dögum var upplýst Aiþi»gi««að vorið 1967, í apríllok, nokkrum vikum fyrir al- þingiskosningar, hafi þeir fimm bankastjórar, með Seðlabankastjóra í fararbroddi, sem falin hefur verið stjóm Fiskveiðasjóðs, hins öfluga f járfesting- arsjóðs sjávarútvegsins, tekið þá ákvörðun að lán úr sjóðnum á því ári, kosningaárinu 1967, skyldu ekki verða bundin gengistryggingu. Þeir sem lán höfðu tekið 1961-1967 höfðu orðið að hlíta þeim skilmálum og greiða stórar fúlgur vegna gengis- tapa. Þessir sömu bankastjórar með Seðlabanka- stjóra í fararbroddi samþykkja svo á árinu 1968 að gengistrygging á lán Fiskveiðasjóðs verði tek- in upp að nýju! En á tímabilinu höfðu verið veitt á annað hundrað ógengistryggð lán. ^lþingismenn átöldu þetta sem herfilega mismun- un og ranglæti í stjóm opinbers fjárfestinga- sjóðs. Lúðvík Jósepsson taldi það með mestu ó- líkindum að seðlabankastjóri og fjórir aðrir banka- stjórar hefðu álitið gengi íslenzku krónunnar svo traust á vordögum 1967, að einmtit þá hefði verið ástæða til að afnema gengisfryggingu lána Fisk- veiðasjóðs, fyrst aðrir hefðu verið látnir sæta þeim skilyrðum ámm saman, og einnig nýir lántak- endur strax á næsta ári. Annar þingmaður sakaði bankastjórana beint um veitingu ógengistryggðu lánanna til pólitískra gæðinga stjórnarflokkanna, og vegna þess að kosningaár s'tóð yfir. Engin vörn kom fram fyrir þet'ta athæfi stjómar Fiskveiða- sióðs, enda virðist ekki hægt um vik til varnar nema þá helzt imeð því að birt verði nöfn allra þeirra sem fengu ógengistryggðu lánin á kosninga- áirinu 1967 og fram á árið 1968. og sá listi þyki af- sanna ásaikanirnar um hlutdrægni. —s. Um W.000 manns með á 4. þús. hesta ■ Gert er ráð fyrir því að um 10.000 manns með 3.000-4.000 hesta komi til Landsmóts hestamanna í Skóearhólu'm í sumar, en mótið verður haldið dagana 10.-12. ásúst. að því er fotráðamenn Landssiamibands hestalnanna os framkvæmdanefnd landsmótsins tjáðu fréttamönnum á blaðamannafundi í gærdag. Ýmislcgt verður til nýjunga á mótinu í Skógarlhólum i sumar. Má þar m.a. nefna að þama verður komið upp sérstökum tjaldbúðasvæðum í því slkyni að tryggja næturró mótsgesta. Verða tjaldbúðimar sérstaklega ætlaðar fjölskyldum. Þá kom eftirfarandi fram á blaðamanmafundinum í gær um fyrirkomulag mótsins: Sýnd verða kynbótaihross með og án afkvæma. Verður reynt að leggja meiri áberzlu á afkvæma- sýningar en verið hefur, og ef fært þykir verður einnig sýning einstakra hrossastofna. Gæð- ingakeppndn verður tvískipt. Verða annars vegar alhliða góð- hestar en hins vegar klárhestar með tölti. Keppt verður í þremur grein- um: 250 metra skieiði og eru 1. verðlaun 25.000 kr., 2. verðlaun 10.000 kr. 3. verðlaum 5.000 kr og auk þessa verða veitt sérstök metverðlaun 25.000 kr. Þannig er mögul. að fá 50.000 kr. verð- laun fyrir þann hest sem nær því að setja met á skeiðsprettin- um. Islandsmet í 250 metra skeiði er nú 22ja ára, sett árið 1948 af Glettu Sigurðar Ölafs- sonar. Þá verður keppni í 300 metra stökki og eru verðlaun, 6.000, 4.000, 2.000 krónur og 4.000 kr. metverðlaun. Loks verður keppni í 800 metra stökki og þar eru verðlaun 25.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. en metverðlaun 5.000 kr. Töldu hestamernn á blaðamannafund- inum í gær að mikil bót væri að því, að verðlaunin væru mun hærri en áður hefði in'ðkazt á hestamannamótum I sambandi við væntanlegt Evrópumeistaramót íslenzka hestsins í Rínarlöndum í sum- ar verður sérstök keppni að Skógarhó'lum. Þar verður keppt í þremur flokkum: Skeiðhestar. klárhestar og alhliða gæðingar Fyrsti hestur í hverjum flokkí hefur rétt til þátttöku í mótinu Framlhalld á 7. síðu. Dropi merkir lítið, ofboð lítið af einhverju, segir orðabók- in. Og dropinn er merki græna Hreinolsins, vegna þess, hve ofboð lítið, örfáa dropa þarf af því í uppþvottinn og viðkvæma þvottinn. Nýja græna Hreinolið hefur auk þess fengið nýja dropa, sem gera það betra en fyrr, hlífir höndunum, léttir erfiðið, styttir tímann. En grænt Hreinol er þó enn jafn ódýrt .... dropi í haf útgjaldanna. Og Hreinol dropinn fer í hafið eins og allir aðrir dropar að lokum . . . lúnari en allir hinir. NÝTT BETRA OG JAFNÓDÝRT GRÆNT HREINOL, ÞVOTTALÖGUR f UPPÞVOTT OG ALLAN VIÐKVÆMAN ÞVOTT. MILDARI FYRIR HENDUR YÐAR. HF.HREINN Frá vígslu nýja barnaskólahússins á ísafirði. Nýtt barnaskólahús vígt á Ísafirði á sunnudaginn var ísafirði 6/4 1970 — Nytt bamaskólahús var vígt á Isa- firði s.l. sunnudag, en kennsla hófst þar á þriðjudagsmprgun. Áætlað er að þyggja nýjan barnasikólla á ísafirði í þremur áföngum. Er það því fyrsti á- fangi, sem nú er lokið, álma meðfram Austurvegi. Næsti á- fangi verður samkomusalur fyr- ir barna- og gagnfræðaskólann, en sá salur er nú fokheldur. Þriðji og síðasti áfan.gi verður svo álma meðtram Aðalstræti, þar sem gamli bamaskólann og húsið Aðalstræti 33 standa nú. Byrjað var á byggingu skól- ans sumarið 1964. Sá hluti, sem •’TtCr*@r'*að-"fölluJ IöM6’ éf 5400 rúmmetrar. Húsið er 2 hæðir. Kennslustofur eru átta, fjórar á hvorri hæð, en á efri hæð er TfeniYárastöfa. Á báðum hæðum eru snyrtiherbergi. 1 kjallara er bókaherbergi, vinnustofur, geymslur og miðstöð fyrir húsið og gamta bamaskólann, sem verður áfram i notkun, en þar verður áfram barnakennsla á efri hæð, en fyrirhugaður menntaskóli á neðri hæð. I bamaskóla ísafjarðar eru 400 nemendur. Kennarar eru 14. Skólastjóri er Björgvdn Sig- hvatsson, yfirkennari Marinó Guðmundsson. Gunnlaugur Pálsson arkitekt teiknaði skólahúsið, gerði kostn- aðaráætlun og hafði yfirumsjón með smfði þess. Byggingar- meistarar voru Daníel Kristj- ánsson, húsasmíðameistari, og Óli J. Sigmundsson, húsasmíða- meistari. Kos-bnaður nemur tæplega 21 miljón króna. Aðalinngangur í skólahúsið er frá Aðalstræti, en á bakhlið eru<t> dyr út á leikvang, sem þar er. Vigsluathöfnin fór fram f að- alanddyri skólans. Vom þar við- staddir fræðslumálastjórj, Helgi Elíasson, ums.iónarmaður skóla- fjárrrvála, Aðalsteinn Eiriksson; Torfi Ásgeirsson, hagfræðinigur, , Þórleifur Bjarnason námsstjóri og Gunnlaugur Pálisson, arki- tekt. Auk þess var viðstaddur stór hópur heimamanna, þar á meðal byggingameistaramir, Daníel Kristjánsson og Öli J. Sigmundsson og aðrir iðnaðar- rnenn og verkamenn, sem að smiði húsins unnu. Auk þess bæjarstjóm, fræðsluráð, sikóla- stjórar annarra skóla í bænum, síkólastjóri bamaskólans, yfir- kennarf og aðrir kennarar, sókn- arprestur, bœjarfógeti, frétta- menn og fleiri gastir. Jóhann Einvarðsson, bæjar- stjóri setti samikomuna og stjórnaði henni. Fyrstur tók til máls Björgvin Síghvatsson, skölasitjóri, forseti bæjarstjórnar. I ræðu sinni rakti hann m.a. sögu skólamála á Isafirði. Fyrsti skólinn, sem hér var byggður, tók til staria 1874. Stendur það hús enn og er nr. 3 við Silfurgötu. Næst var svo byggt skólahúsið við Aðal- stræti, sem enn er í notkun. Það var byggt 1901, en hefur verið stækkað allmikið siðan I lt>k ræðu sdnnar afhenti for- seti bæjarstjómar fræðsluráði hið nýja skólahús. Næstur tók til máls Gunnar Jónsson, formaður fræðsluráðs og veitti skólahúsinu móttöku. Þá talaði sóknarpresturinn, séra Sigurður Kristjánsson, en að endaðri ræðu hans, var sung- ið fyrsta og siðasta vers af sálm- inum Faöir andanna. Aðrir ræðumenn voru: Helgi Eh'asson, fræðslumálastjóri, Aðalsteinn Eiriksson, Úlfar Agústsson, sem afhenti skólastjóra heympróf- unartæki frá Lions-klúbbi Isa- fjarðar, en þetta tæki á bæði að nota við sikólann hér og í Hnífs- dal. Skólastjóri þakkaði gjöfina. Ennfremur töluðu Þórleifur Bjarnason, námsstjóri og Mari- nó Guðmundsson, yfirkcnnari, sem afhenti sikólanum að giöf gestabók frá kennurum skólans, én skólastjóri veitti gjöfinni móttötou og þakkaði hana. Að lökinni vígsluathöfn, voru frambomar veitingar í einni kennslustofunni á efri hæð skól- ans. Þar lýsti Gunnlaugur Páls- son arkitekt húsinu, en síð- am gengu gestir um húsið og skoðuðu það. Bar öllum saman um, að það væri bæði fagurt og vandað að öllum frágangi. Konsúll • I frétt frá utanrikisráður. inu .segir, að ræðdsmiaður, Is- lands í Hu/Il, James Albert Lac- ey, hafi andazt 6. miarz sl. Landsmót hestamanna í sumar: i hafíð... /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.