Þjóðviljinn - 13.08.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.08.1970, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 13. ágúst 1970 — 35. árgangur— 180. tölublað. AlþýSubandalagiS á VestfjörSum: Framboðslistínn undirbúinn á kjördæmisráðsfundi þess <s>- KOSNINGAR í OKTÓBER? ■ Nærri því fullvíst má nú telja að íhaldið sé beztra hefur verið unnt að afla um vilja Al- þegar búið að ráða við sig að láta rjúfa þing þýðuflokksins í þessu efni er ekki annað vitað og ganga til alþingiskosninga í október í haust. • en að ráðamenn þar séu sama sinnis.“ H í ræðu Harðar Einarssonar, formanns Full- trúaráðs sjálfstæðisflokksfélaganna í Reykja- vík, sem Morgunblaðið birtir í gær, segir hann m.a. um kosningar nú í haust: „En ég hygg að ekki sé neinn trúnaður brotinn þótt skýrt sé frá því hér, að innan forystuliðs okkar flokks sé eindreginn vilji til þess að efna til kosninga í haust. Og eftir þeim upplýsingum sem nu ■ í þessari sömu ræðu flytur Hörður Einars- son ákafan áróður fyrir því að haldinn verði landsfundur Sjálfstæðisflokksins nú í haust, fyrir kosningar, en af ummælum hans mætti ætla að verulegur ágreiningur væri enn um það mál innan flokksins. ■ Um þessi mál er fjallað í forystugrein Þjóð- viljans í dag. Sovétríkin og Vestur-Þýzkaland: Griðasáttmáli erkifjandmanna í sögu Evrópu MOSKVU 12/8 — Forsætisráðherrar Sovét- ríkjanna og Vestur-Þýzkalands undirrituðu í dag griðasáttmála milli ríkjanna, sem mun af flestum talinn marka tímamót í sögu Evrópu eftir stríð. Það sem mestu skiptir er, að samn- ingurinn kveður á um að virt verði öll núver- andi landamæri í Evrópu, einnig Oder-Neisse- línan sem vesturlandamæri Póllands og svo landamæri Austur- og Vestur-Þýzkalands. Brandt. Kosigin. Gríðasáttmáli milli Sovét- ríkja og Vestur-Þýzkalands Hér fer á efti.r texti griðasátt- málans milli Vestur-Þýzkalands og Sovétríkjanna: — Aðilar samningsins, sem vilja styrkja frið og öryggi í Evrópu og öllum hefmi — og eru sannfærðir um að friðsamlegt samstarf milli rikja á grundvelii markmiða og grundvallareglna sáttmála S.Þ. sé í anda djúpstæðra óska þjóð- anna og í þágu heimsíriðar — sem leggj a áherzlu á þá staðreynd, að þeir samningar sem aðilarnir hafa þegar gert með sér, einkum samningur frá 13. sept. 1955 um stjórnmálasam- band þeirra á milli, hafi skapað hagstæð skilyrði fyrir því, að unnt yrði að bæta og styrkja gagnkvæm samskipti þeirra, — sem vilja í samningsgerð láta í ljós eindregna ákvörðun sína um að bæta og færa út sam- starf á sviðj efnahagsmála og að því er varðar vísindi, tækni og menningu í þágu beggja ríkja, hafa komið sér saman um eft- irfarandi atriði: Sambandslýðveldið Þýzkaland og Sovétríkin telja það veiga- Biikið atrdði stefnu sinnar að vernda heimsfriðinn og draga úr viðsjám á alþjóðavettvangi. Þau staðfesta viðleitni sína til að koma á eðlilegu ástandi í Evrópu og að e£la friðsamleg samskipti allra Evrópuríkja og að komast með þessum hætti út úr því ástandi sem ríkir j Ev- rópu. Sambandslýðvekiið Þýzkaland og Sovétxíkin munu í beinum samskiptum sínum, svo og í málum sem lúta að öryggi í Elv- rópu og heimi öHum, vinna á grundvelli þeinra markmiða og grundivallarreglna sem eru und- irstaða sáttmála S.Þ. Því munu ríkin gera út um miskilíðarefni sín einungis á friðsamlegan hátt og skuldbinda þau sig til þess, að hafna hótunum eða valdbeit- ingu í samræmi við 2. grein sátt- mála S.Þ. þegar um er að ræða öll mál sem varða öryggi Evrópu eða alþjóðlegt öryggi eða gagn- kvæm samskipti samningsaðila. í samræmi við þau markmið og grundvallarreglur, sem áður eru nefnd, eru Sambandslýðveld- ið Þýzkaland og Sovétríkin á einu máli um það, að friður í Framhald á 3. síðu. Hér er um að ræða samning, sem getur opnað nýjar leiðir í samskiptum tveggja erkiíjenda í Evrópu og er hann staðfesting á þeirri stefnu Willy Brandts, kanslara Vestur-Þýzkalands, að reyna að draiga úr viðsjám í samskiptjm við Austur-Ewópu- ríki. Texti samningsins er birtur í heild annarsstaðar í blaðinu, en með honum eru ekki öll kurl komin til grafar. í sérstöku brófi utanríkisráðherra Vestur- Þýzkalands, Walters Soheels, til starfsbróður síns, Gromiko, seg- ir m.a. að samningurinn sé ekki í andstöðu við þau pólitísku markmið Vestur-Þýzkalands, að gera það mögulegt að þýzka þjóðin sameinist á grundvelli frjáls sjálfsákvörðunarréttar. Þetta þýðir m.a. að þótt landa- mæri Austur-Þýzkalands séu við- urkennd af hálfu Bonnstjórnar- innar, þá felur samningurinn ekki í sér fudla viðurkenningu á tilveru tveggja þýzkra ríkja. Þá er og eftir að leysa ýmis mál, sem varða réttarstöðu Berlínar — en fjórveldin hafa haft þau mál til umræðu að undanfömu. Forsætisráðherrar ríkjanna beggja undirrituðu samninginn í Kreml í dag að viðstöddum ut- anríkisráðherrum, svo og for- manni sovézka kommúnista- flokksins, Brézjnéf. Athöfninni var sjónvarpað beint um alla Austur-Evrópu og sumstaðar í Vestur-Evrópu. Að athöfn lok- inni var Brandt boðið til tveggja tíma viðræðna við Brézjnéf. Þýðing samningsins Samningurinn er talinn gefa Sovétríkjunum trygginigu fyrir þvi, að Vestur-Þýzkaland muni ebki reyna að beita áhrifum sín- um gegn stöðu Sovétríkjanna í Austur-Ewópu, um leið og hann leggur blessun sína yfir þá við- leitni Brandts að bðeta samskipt- in við Austux-Evrópuríkin. Kosygdn hefur þegar lýst því yfir, að samningurinn feli ekki í sér tilraun til að sundra sam- starfi Vestur-Þýzkalands við vestræna bandamenn, enda væri slík tilr’aun óraunsæ. Talið er viist, að samningurinn muni greiða fyrir viðskiptum og tæknilegu samstarfi ríkjanna, og rounu þau mál rædd í næsta mánuði a£ viðkomandi ráðherr- um. Griðasáttmálinn er lagður út á þann veg, að með honum hverfi Sovétríkin óbeint frá rétti sínum til hemaðaríhlutunar í Vestur-Þýzkalandi, ef þeim þyki aðstæður krefjast slíkra ráð- stafana. Vesturveldin afsöluðu sér slákum rétti með Parísar- samningunum 1955, sem urðu Framhald á 3. síðu. Aage Steinsson. Ásgeir Svanbcrgsson. ■ Alþýðubandalaigið á Vestfjörðum heldur kjördæmisráðstefnu á ísafirði um næstu helgi og hefist hún fcl. 20U30 á laugardags- kvöldið. Á fundinum verður rætt um framboð Alþýðubandalagsins í Vestfjarðakjördæmi við næstu alþingiskosnjngar og undirbúinn framboðslisti flokksins. Þá munu fara fram umræður um ýmsa málaflokka. Gnðmundur Friðgeir Magnússon fomiaður verkalýðsfélagSin8 Brynju á Þingeyri flytur framsögu um útgerðarmál. Ásgeir Svanbergsson bóndi Þúfum flytur framsögu um land- búnaðarmál. Aage Steinsson rafveitustjóri ísafirði flytur framsögu um riaforkumál. Steingrímur Pálsson alþingismaður flytur framsögu um stj órnmálaástandið. Gestur fundarins -verður Sigurjón Pétursson borgarráðsmaður í Reykjavík. Góður afli hjá togurunum Ingólfur Arnarson kom með fullfermi Aíli togaranna er aftur farinn að glæðast og kom Sigurður til Reykjavíkur sl. mánudag með 447 tonn og daginn eftir kom Ingólfur Amarson með fu'llfermi og var hluiti aflans á dekki. Hallveig Fróðadóttir er væntan- leg í dag. Fimm aðrir togarar hafa land- að hér í Reykjaviik í þessum mánuði samtals 1070 tonnum. Þormöður goði kom 3. ágúst með 252 tonn, Egill Skallagríms- son 4. ágúst með 164 tonn, Júpí- ter 5. ágúst með 200 tonn, Jón Þorlákssop 6. ágúst með. 194 tonn og Víkingiur 7. ágúst með 260 tonn. Mótmælabréf til útvarpsstjóra Undanfama daga hefir staðið yfir hér á Sauð- árkróki undirskriftasöfnun til að mótmæla slæmxi út- sendingu útvarps og sjón- varps hér á staðnum, Mót- mælin hafa aðallega beinzt að útsendimgiu sjónvanpsdns, en hún er hér með ein- dæmum slæm. Undirtektir almennings hafa verið mjög góðar og nær hver einasti sjónvarps- notandi, sem náðst hefir til, hefir undirritað mótmælin, eða 230 ednstaklingar. Útvarpsstjóra hafa varið send mótmælin og er það fastur ásetningur þeirra, er að þeim stóðu, að þoia ekki lengur það ófremdar- ástand, er hér er ríkjandi af hálfu þessara stoifnana. — H.S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.