Þjóðviljinn - 23.08.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.08.1970, Blaðsíða 2
2 — ÞtJÓÐVTLJINN — Sunnudagiur 23. ágúst 1970 þegar annirnar eru mestar er gott aö hafa Malta viö hendina. Það er fátt eins hressandi og góður svaiadrykkur og Malta súkkulaðikex. Annars mælir Malta með sér sjálft. Bragðið er svo miklu betra. H.F. SÚKKULAÐIVERKSMIÐJAN SÍRÍUS - KOMMÓÐUR — TEAK OG EIK. Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar Stúdentasamtök óska eftir að ráða starfsmann, helzt stúlku, sem þarf að geta byrjað sem fyrst. Umsóknir sendist Þjóðviljanum fyrir 30. ágúst merktar „Stúdentasamtök“. Ný viðhorf til vistunar barna utan foreldraheimilis Fóstrunarkerfi og f jölskylduheimili □ Þegar barn er tekið af heim- ili foreldra sinna vegna tímabundinna eða varandi erfiðleika eru umskiptin æ- tíð sár, ekki sízt, þar sem slikt er venjulega neyðar- ráðstöfun og barnið stund- um búið að líða að meira eða minna leyti áður en til hennar er gripið. Það er þvi vitanlega mikils um vert, hvar barnið lendir og hvern- ig búið er að því, likamlega og andlega, en til þannig vistunar barna utan for- eldraheimilis hefur á und- anförnum árum gætt nýrra viðhorfa í æ rikara mæli. Er nú lögð megináherzla á að búa barninu umhverfi sem líkast því, sem því er eiginlegt að njóta á góðu foreldraheimili. □ í samræmi við þessi viðhorf hefur vistun barna á einka- heimilum víða verið gerð að megin vistunarúrræði, jafn- framt því sem mjög lítil barnaheimili, með 5-6 börn, hafa rutt sér til rúms, svo- kölluð fjölgkylduheimili. Eru nú starfandi hér á landi 4 fjölskylduheimili, sem barnaverndarnefnd Reykja- víkur á aðgang að og nokk- ur einkaheimili í borginni hafa tekið að sér að taka við börnum til skamms tíma fósturs og myndað þannig svokallað fóstrunar- kerfi. Frá þessum nýju viðihorfum og nýju úrræðum segir dr. Bjöm Bjömsson, framkvasmda- stjóri barnavemdarnetfndar, í greinargerð, sem birt er í árs- skýrslu Félagsmálastoifmmar Reykjavíkiurbörgar fyrir árið 1969, og hefur hann góðfúslega leyft Þjóðviljanum að endur- segja meginatriði greinarinnár. Það var árið 1967, sem bama- verndamefnd Reykjavíkur á- kvað að hlutast til um ■ fóstur bama á einkalheimilum með öðrum hætti en tíðkazt hefur hér á landi áður. Fóstur barna er að sjálfsögðu engin nýlunda, hvorki hér né erlendis, en bent er á að fóstri má beita á ýmsa vegu. Mikill hluti þeirra bama, sem dveljast á vistheimilum Reykjavíkurborgar gera það vegna tímabundinna erfiðleika á foreldraheimili, t. d. sökum vanheilsu, læknisaðgerða á sjúkrahúsum, dvalar móður á hvíldar- og hressingarhæii, sök- um hjónaskilnaðar o. s. frv. Er talið að langflest þessara bama mætti vista á einkaiheim- ilum ef Félagsmálastofnunin hefði til taks þann fjölda heim- ila sem nauðsyn krefði, en sú skoðun hefur mjög látið að sér Icveða meðal eriendra sérfræð- inga um bamavemdarmál, að vistun á einkaheimili sé, að öðru jöfnu, bezta úrræðið, sem völ er á, verði á annað borð að taka bam út af foreldra- heimili. Dregur úr þörf upptökuhehnila Eriendis hefur viða verið unnið markvisst að því að beita fóstri til að mæta þörfinni á að vista böm um stundarsakir og hefur þetta vistunarúrræði, þar sem bezt hefur verið unnið að sikipulagningu þess, dregið verulega úr þörf fyrir uppbygg- inigu bamaheimila eins og upp- tökuheimila og vöggustofa. Telja þeir sem gerst þekkja, að skammtíma fóstur bama á einkaheimili sé enda bæði bezta vistunarúrræðið, að jafnaði, sem völ er á frá uppéldislegu SIGURÐUR BALDURSSON — hæstaréttarlögmaður — LACGAVEGI 18, 4. hæð Símar 21520 og 21620 sjónarmiði og það lang ódýr- asta fyrir viðkömandi sveitar- félag. Vakin er athygii á, að um skammtíma fóstur er að ræða, en það eitt greinir viðkomandi fósturheimili algjöriega frá heimilum, þar sem bami er fengið fóstur til langframa. Til aðgreiningar frá fóstri barna í hefðbundinni mynd. hefiur þetta skammtíma fóstur verið nefnt fóstrunaikerfi. Fóstrunarkerfið myndarkeðju aif heimilum, sem skuldbinda sig til að taka eitt til þrjú eða jafnvel fieiri böm til dval- ar um óákveðinn tfma sam- kvæmt áfcvörðun Félagsmála- stofnunarinnar, án tillits til eig- in óska og hvenær sem er, og annast þau, sem þau væru eig- in böm. Gefur auiga leið, hve erfitt og ábyrgðarmikið starf er unnið á slíkum heimilum, en ■beinit er á það sérstaklega, að erfiðleikar með tilliti til vist- unar bama hjá vandalausum, t. d. á upptökulheimili, eru fyrst og fremst byrjunarerfið- leikar, þ. e. aðlögunarvand- kvæði í upþhafi vistunartím- ans, og reynir á þessu tímabili mjög á þolinmæði og krafta þess aðila, sem ætlað er að hjálpa baminu til að horfast í augu við óhjákvæmilegan að- skilnað við foreldraiheimilið. Nokikur heimili eru nú innan fóstrunarkerfis í Reykjavík og var 30 bömum femgin vilst á þeim á s. 1. ári. Mynduð fjölskylda Sé talið fullreynt, að fóstur á einkaheimilum henti ekki bami, sem vista þarf til lang- frama, en til þess geta legið ýmsar ástæður, er mælt með að það sé vistað á svokölluðu fjöl- skylduheimili. Slíkt bamaheim- ili er á ytra borði nær óað- greinanlegt frá hverju öðru fioreldraheimili. Bömin eru 5—7 talsins, ef báðum kynjum og á ólíkum aldri, Heppilegt þykir að hjón veiti heimilinu for- stöðu, þannig, að maðurinn vinni úti eins og hver annar heimilisfaðir og konan vinni heimilisstorfin eins og aðrar hús- mæður. Fjölskyldan býr e. t. v. í éinbýlishúsi, en ekki síður í raðhúsi eöa rúmgóðri íbúð í sambýlishúsi. Þannig á bæði að takast að skapa þann eðlilega heimilisbrag, sem hverju barni er talinm nauðsynlegur í upp- vextinum og jafmframt þarf þetta heimili, þótt bamaheim- ili sé, ekki að vekja athygli sem slíkt í umhverfinu, Tvö Æjölskylduheimili af þess- ari gerð, nema hvað á öðru er aðeins eitt foreldri, móðir, eru nú starfrækt af Reykja- víkurborg og dveljast á þeim samtals 13 börn, en jafnframt annast Félagsmálastofnunin vistun allra barna á tvö fjöl- skylduiheimili, sem stofnað hef- ur verið til af-viðkomandi hjón- um sjálfium í Kumlbravogi 6 við Stokkseyri, og er þar álika bamafjöldi. Hafa öll barna- fjölskyldu'heimilin giefið mjög góða raun. Gæti hentað fyrir önnur vist- heimili líka Að lokum bendir dr. Björn á í greininni, að fjölskyldufyr- irkomulagið gæti vel hentað fyrir vistheimili af öðrum gerð- um, t. d. sé ekki endilega nauð- synlegt að reisa mjög kostnað- arsamar stofnanir ætlaðarböm- um og unglingum með ýmis konar hegðunarvandfcvæði, heldur mætti hugsa sér að nokkurs konar fjölskylduheim- ili mættu þessum vanda. Að vísu þurfi tvímælalaiust sér- hæfðar stafnanir til að sinna erfiðustu tilfeOlunum, en þegar um sé að ræða vandamál eins og sOælega sfcóilasókn bams, samfara erfiðum heirrdlisástæð- um, vandamál, sem engu að síður krefst vistunar bams ut- an foreldraheimilis, gæti bezta úrræðið með tilliti til sem minnstrar röskunar á tilfinn- ingalifi bamsins, v.erið .vjstjun á fámennu heimili, í líkinigu við fjölskylduheimilið, sem lýst hefur verið. Laus kennarastaða Kennarastaða við Barnaskóla Vestmanna- eyja er laus til umsóknar. Upplýsíngar gefur skólastjórinn, Reynir Guðsteins- son, í síma 98-1109 eða 98-2325. Fræðsluráð Vestmannaeyja. Tónlistarskólann á Dalvik vantar kennara á vetri komanda. Upplýs- ingar gefur skólastjórinn Gestur Hjörleifs- son, sími 61293.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.