Þjóðviljinn - 03.10.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.10.1970, Blaðsíða 10
10 SÍBA —ÞJÓÐVILJISNN — Laiugardagur 3. o>któber 1970. 32 Flurry héldi því fram þetta kvöld, að hann gætf ekki fram- ar orðið drukkinn, hversu mikið sem hann hellti i sig, þá verö ég að viðurkenna að við drukk- um býsnin öll báðir tveir. Mér fannst - eimhvern veginn eins og hann væri að reyna að ná í þann hluta af Harriet sem ég hafði tekið frá honum. í sam- eindngu byggðum við hana upp, bút fyrir bút, og loks var nsest- um eins og hún saeti sjál/E í stof- unni og væri að lesa í einu af vikublöðunum sínum. I>að var auðvitað ekki annað en hugarór- ar og ímyndun, en það var ótrú- lega ljóslifandi draumur. Ég fékk margt að vita um líf þeirra fyrir löngu, þegar Flurry var nýkom- inn með hana heim til Irlands. Ég sagði honum margt um til- finningar mínar í hennar garð, einnig það að ég hefði fyrir stuttu gert mér ljóst að við átt- um eiginlega alls ekki saman. Það leið nokkur stund áður en það hvarflaði að mér, hve kyn- legit það var að við skyldum alls ekki minnast á bamið í þessu trúnaðarsamtali. Flurry hlýtur að ha/fa haft grun um fið ég gæti verið faðir að því. Næstu dagana hafði ég talsverð- ar áhyggjur af þessu. t Þegar ég reis á fætur seint og síðanmeir tii að halda heimileiðis, tók Flurry undir handiegginn á mér. — Af hverju flyturðu ekki hingað og býrð hjá mér tíma- kom? Það er betra en að við hímum hvor í sínu homi. — Þakka þér fyrir, Fiurry. En mér finnst ég ekiki geta það. — Hvers vegna í fjandanum ekki? Ég hef þörf fyrir þig — HARGREIÐSLAN HárgTeiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó ^augav. 188 ni. hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslfu- og snyrtistofa G-ar'ðastræti 21 SÍMl 33-9-68. þú ert miklu gáfaðri en ég — við gætum hjálpazt við að hafa upp á náunganum sem gerði þetta. En ég hélt áfram að færast undan. Og það heiði ég ekki átt að gera ... Næsta morgun beið ég þess árangurslaust að Brigid kæmi. Ég ók til Oharlottestown og fékk kaldar viðtökur, að ekki sé meira sagt. Fólkið sem ég hitti á göt- unurn gætti þess vandlega að taka ekki undir kveðju rnína. Fáein börn hræktu á eftir mér. 1 tveimur búðum og á pósthús- inu varð dauðaþögn, þegar ég kom inn. Fóstkonan lét mig með semingi fá nokkur frímerki, af- greiðslufólkið í búðunum lét sem það heyrði ekki það sem ég sagði. Á bensínstöðinni sagðist Sean ekki eiga dropa af bensíni. Ég sagði að það gæti ekiki staðizt, því að ég hefði rétt áður horft á hann fyfflla á annan bíl. Hann sneri þá baki í mig og stikaði móðgaður inn á skrifstofu sina án þess svo mikið sem líta á mig. Á ColDony-barnum leit hinn góðlátlegi Haggerty skelfdur á mig og augnaráð hans var kuldalegt: — Þér fáið ekki af- greiðslu á þessum bar, herra Eyrp. Bkki lengur. — Hvem fjandann eigið þér við? Lögum samkvæmt eruð þér skyldugur — — Ég hetE fengið mín fyrir- mæli. Ég verð að fara fram á að þér yfirgefið þennan stað. Það var búið að setja mig í bann. Ég var skeikaður. Ég fór yfir í verzlun Leesons, þar sem ég var vanur að gera filest inn- kaup mín. Ég bað um það sem mig vantaði. Afgreiðslumaðurinn sagðist hafa fengið fyrirmæli um að ég gæti ekki lengur fengið vörur út í reikning. — Já, en þetta er hlægilegt. Ég hef ' alltaf borgað reikning minn um mánaðamót. Ég dró nokkra seðla upp úr vasanum. — En fyrst ég verð að greiða út í hönd, þá það. Þögn. — Ég verð að tala um það við húsbóndann. önnur þögn. — Já, en náið þá í hann. — Hann er ekki við. Hvað var það fyrir yður, frú Rooney? — Það er bezt að ég tali sjálf- ur við herra Leeson. Fokreiður gekk ég leiðar minn- ar. Tveir drengir stóðu á götu- horninu og hræktu fagiega í átt- ina til mín. — Þetta er náunginn sem drap 'frú Flurry, sagði ann- ar þeirra. — Já. Þér ættuð held- ur að stökkva út í næsta fljót með stein um hálsinn, morðingi, hvein í hinum. Þeir hlupu út á götuna og tóku til við að kasta í mig hrossataðskögglum, sem Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTl — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum litum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Rílasprautun Garðars Sigitiundssonar. Skipholti 25 — Simi 19099 og 20988. þeir tíndu upp með höndunum. Það var eins og gatan væri allt í einu fuill af fölki sem horfði á mig hatursauigum og ógnaði mér með krepptum hnefum. Ég ýtti því til hliðar og fór að húsi Kevins Leesons t>g hringdi bjöllunni. Ég opnði sjálfur dyrnar og gékk innfyrir í skyndi. Maire kom fram í anddyrið og sýndist ringluð. — Ég skal koma eftir andartak. Fáið yður sæti á meðan. Það liðu fimm mínútur áður en hún kom til baka. Ég hafði haft tíma til að hugsa um að- stæður mínar. Ef ég færi frá Oharlottestown myndi lögreglan líta á það sem fíótta glæpa- manns og taka mig fasta; ef ég væri kyrr, myndi ég bersýnilega deyja úr sulti. Og það gat enginn vafi leikið á því, að sá sem stóð á bakvið þessa velskipulögðu einangrun, hlaut að vera Kevin Leeson sj>álf- ur. 10. kafli. Maire strauk lokk af jörpu hári burt frá enninu um leið o@ hún kom þjótandi in til mín og afsakaði sig á alla lund. Hún kom fram sem kurteis húsmóðir og fór að tala um daginn og veginn. Hún sagði að börnin hefðu farið 1 ferðalag, og þaiu yrðu svo sannarlega leið yfir því að ég skyldi koma í heimsókn þegar þau voru ekki heima. Ég nennti ekki að hlusta á þetta hjal hennar. — Það er búið að setja mig í bann hér í bænum, Maire. Hún leit á mig næstum skelk- uð. — Bann? Hvað eigið þér við? Ég sagði henni hvað gerzt hefði síðasta hálftímann. Það var aug- ljóst að hún hafði enga hug- mynd um hvað var á seyði. — Já, en þetta er hræðilegt, Kevin verður að koma í veg fyrir þetta. Því miður er hann ekki heima núna, en ... — Ég held að það sé Kevin sem á upptökin að þessu. — Hamingjan hjálpi mér, slítot og þvílítot myndi hann aldrei gera! — Hann er .. eigandi Coloony- hótelsins og þeir neituðu að selja mér drykk. Hann á verzlunina og þar var mér neitað um af- greiðslu. Það dytti engum i hug að gera þetta nema samkvæmt fyrirmælum frá Kevin. — J'á — en það er óhugsandi. Þetta hlýtur að vera misskiln- ingur, Dominic; hvers vegna ætti iiann áð 'gangast fyrir því að þér væruð settur í viðskipta- bann. Ég hefði getað sagt: — Vegna þess að ég hremmdi Harriet Leeson fyrir augunum á honum og þess vegna er hann óður af aifbrýði. Eða þá: — Af því að hann er félagi í einhverjum leyndardómsfulfflum stjórnmála- samtökum og heldur að ég sé brezkur njósnari og er því mein- illa við veru mína hér í bænum. En þegar ég sá hversu kvíðafull Maire var, gat ég ektoi fengið það af mér. Hún horfði rannsakandi á mig eins og hún væri hrædd um að ég læsi hugsanir hennar: — Já, en af hverju i ósköpunum ætti hann að gera það? Ég yppti öxlum. Og allt í einu gat hún ekki stillt sig lengur. — Þessi ill- gjarna, andstyggilega kvensnift, hrópaði hún — Ég veit vel að ég ætti etoki að segja þetta, en ég er gnðfegin að við skulurn vera laus við hana. Við vorum öll ánægð œ hpr ’->ér í bænum áður en hún kom. Maire reis í skyndi upp úr stóln- um og fór að færa til smádót á arinhillunni. — öll? Hamingjan góða, hvað gerði hún eiginlega sem var svona hi-æðilegt? — Þeir féllu allir fyrir mál- uðum vörum hennar og ísmeygi- legu daðri. Maire sneri sér að mér og var í svo mitolu upp- námi að hún gat ekki haldið aftur af tárunum. — Hún var ótínd skækja, það var það sem hún var. — Flurry elskaði hana, sagði ég ásakandi. — Hún vaíði honum um htla fingur sér. Samson og Dalila! Hún dró hann niður í svaðið og eyðilagði hann gersamlega. Ég gafst upp við að andmæla henni. — Ég er ekki viss um að þér hafið ekki haft áhyggjur af fleiri en honum. Hún forðaðist að líta í au>gu mér. — Ég stoil ektoi hvað þér eigið við. — Þér voruð afbrýðisöm út í hana og Kevin. Er það ekki skýringin, Maire? Hún starði á mig reiðilegu augnaráði. En mér til mikillar undrunar fileygði hún sér allt í einu á hnén hjá stólnum mínum og greip í bæði hnén á mér og kjökraði hástöfum. Ég strauk hár hennar variega. Þegar allar til- finningar mínar voru dauðar ásamt Harry, fór mér að þykja vænt um Maire vegna þess eins að hún var kona og móðir. Hún var svo stolt að hún hlaut að hafa leynt afibrýðisemi sinni, en nú fékk afsi hennar útrós. Hún grét svo ákaft að hún skalf frá hvirfli til ilja og ég fann að líkami hennar var hlýr t>g mjúk- ur. Það leið löng stund áður en hún reis upp af gólfinu og þurrkaði sér um augun. Hún gaf frá sér vandræðalegan hlátur. — Ég haga mér eins og kjáni; hvað haldið þér eiginlega um mig? — Þér þurfið ekki að skamm- ast yðar fyrir neitt, Maire, — Ég hefði aldrei haldið að ég ætti efitir að verða áfibrýði söm. Og óg hafði enga ástæðu til þess heldur — ekiki fyrr en hún kom. — Jó, en, sagði óg varfæmis- lega. — Vitið þér þá að Kevin — ? — Hún gat ekki séð neinn karlmann í friði. Maire starði á mig grænum augunum, er enn vom tárvot. — Af hverju var Kevin svo oft úti á kvöldin og næturnar? Hann varð reiður þegar ég spurði hann. Ég þorði aldrei að spyrja hann hvort hann hitti Harriet. Ég tel víst að hún hafi gert ýmislegt ósiölegt ásarnt banum — það sem ég gat aldrei SIGURÐUR BALDURSSON — hæstaréttarlögmaður — LAUGAVEGI 18, 4. hæð Símar 21520 og 21620 SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsaia Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Frá Raznoexport, U.S.S.R. MarsTrading Companyhf AogBgæðaflokkar Laugaveg 103 sfmi 1 73 73 Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekki. Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari Sími 17041 —‘ til kl. 22 e.h. I )*.!• t, BILASKOÐUN & STILLING Skúlagöfu 32. MOTORSTILLINGAR . HJOLflSTILUNGAR LJÚSASTILLINGAR LátiS stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 !!jjíiiijíiii||il|||l!!li|i!jlil|MljlilllijÍ!lljjljjijjjjij|jjiijl|ii{j!!iilliiil!|j!ijíil|||il|ii|i|jg|ill!ili;iljjiH!iililliU;}iii HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 * SÍMI 83570 Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.