Þjóðviljinn - 04.05.1971, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.05.1971, Blaðsíða 3
IvíðjUdagtMr 4. enaír ®5Í — ^’3Ö0V®JJIMbí ~ SÍÐA 3 taiiifimiiiiwtiiltol Stórbruni á Suðureyri vlð Sugandafjörð: Fiskiðjan Freyja hf. brann Frystihúsió í björtu báli. — Ljósxn. Gísli. Súgandafiröi, 2. maí. Kl. tæp- lega 7 í morgun heyrðist í brunalúðri þorpsins. Þeir bruna- liðsmenn, sem ekki vöknuðu þá voru hringdir upp í síma. Eldur var þá laus í ; neðsta endá Fisk- iðjunnar. Liðlega sjö var bruna- daelan komin að höfninni og slöngur tengdar við hana. Fljót- lega læstist eldurinn efitir loft- unum, sem vtvru úr tré. Um kl. 8.40 var Suðureyrair- radíó fengið til þess að kalla upp varðskip þar eð sýnilegt var, að slökkviliðið hór myndi eikki ráða við eldinn. Varðskipið brá fljótt við, en vegna fjarlægðar þess kom það ekki fyrr en kl. 11.15. EJldur var þá kominn um allá Fiskiðjuna, og logaði víða upp ^jr þökum en sum faliin. Áfastir við frystihúsið voru beitningarskúrar þriggja báta og þaryfir verbúð, svokölluð Kóngó, f'TÍeÍini voru tvær fjölskylduf. Þaðan var allt flutt í snarhasti, bæði fóiik og innbú. Það sást fljótt, að ekski var hægt að bjarga frystihúsinu og því lögð áherzla á það að verja beitn- ingarskúrana og íbúðina, sem lika tókst. Varðskipsmenn voru fljótir að ráðast til atlögu við eldinn eftir að þeir komu, enda sýnilega mjög vel þjálfaðir í því stanfi og hafa líka góð tæki. Kilukikan um 18 var búið að kaafa allan eld enda voru þá ekki efttir nema veggirnir , að nokkru leyti, þök öll fallin og því ógurlegt yfir að líta. Frysti- klefa þá, sem voru áfastir við húsið tókst að verja, en þó mun samt hafa komizt reykur þar inn. Þrír menn komu hingað að sunnan í eftirmiðdag. Munu þeir vera frá Tryggingamiðstöðinni og Sölumiðstöð hraðfrystiihús- anna. Klukkan liðlega 18 var byrjað að fasra freðfiskpakkana úr frystiklefiumum yfir í ’fsver, sem, áður hét, og er nú eign Fiskiðjunnar. Skipt verður um umbúðir. Mjög mikill vélakost- ur var í Fiskiðjunni, en það er ekki vitað hvað mdkið atf þeirn er ónýtt eða skemmt. . Þessi bruni í dag er sá stór- Tjónið 25-35 miij. kr. Þetta er mikdð álfall fyrir atvinnulífið á Suðureyxi, sagði Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju, i gær. Vinnsla held- ur áfram að líkum í húsa- kynnum fsvers. Minnkar af- kastageta um 3/5 hjá frysti- húsunum við þetta. Vélar hafa sloppið mikið til óskemmdar úr brunanum, en að likum er tjónið einhvers- staðar á bilinu frá 25 til 35 miljónir króna. Ég geri ráð fyrir, að hægt verði að taka á móti afla smærri báta á sumarvertíð- inni. Hins vegar verðum við að bægja frá stóru bátunum og dregur bað ekki svo lítið úr heildarafköstum. Á vertið- inni í vetur unnum við 36 til 37 þúsund kassa a,f frosnum fiski og voru um 10 þúsund kassar í frystigeymslum hér. Kemur skip eftir helgina til þess að taka hér frosinn fisk. f vetur uinnu um 100 manns í frysti'húsinu. Ætla má að 60 manns geti unnið við frysti- húsið í sumar. Við hötfum undanfarin suimur tekið á móti skólapiltum í vinnu hér ■— ein,kurr> skólatfólk af súg- firzikum -uippruna. Nú verður sennilega ékki hægt að taka á móti þessu aðkomufólki í vinnu hér vegna þessa á- talis, sagði Páll að lokum. Fengu frá40—600 þúsundkróna sekt Urn helgina gengu fram dóm- Hjá bæjarfógeta í Hafnarfirði ar hjá Sakadómi Reykjavíkur í máli 11 skipstjóra á togveiði- bátum, sem teknir voru að ó- leyfilegum togveiðum út af Staf- nesi á fimmtudagsmorgun. Voru 5 skipstjórar dæmdir í 600 þús- und króna sektir, 4 skipstjórar í 40 þúsund króna sektir og 1 skipstjóri í 60 þúsund króna sekt fyrir ítrekað brot. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk hjá öllum bátunum. Máli eins skipstjóra er ólokið í Sakadómi Reykjavíkur. TVEIR í HAFNARFIRÐI Þá var einnig dæmt í máli 2ja skipstjóra" um helgina hjá bæjarfógetaembættiniu í Hafnar- firði fyrir sömu saktir. Fengu báðir skipstjóramir 40 þúsund króna sektir og afli og veiðar- færi gerð upptæk hjá báðum þeirra. NIÐURSTAÐA DÓMANNA Samkvæmt lögum eru sektar- ákvæði 15 þúsund gullkrónur á skipstjóra á bátum yfir 200 tonn- um að stærð, en 1 til 2 þúsund gullkrónur á skipstjóra á bátum undir 200 tonna markinu. Þannig fengu skipstjói'ar eft- irtaldra báta 600 þúsund króna sektir: Jökuli ÞH 29Ó (267 tonn), Særún ÍS 9 (301 tonn), Slétta- nes ÍS 710 (268 tonn), Hafnar- nes SI 77 (228 ton-n), Pétur Thor- steinsson BA 12 (249 tonn). — Skipstjórinn á Viðey RE 12 (184 tonn) fékk 60 þúsund króna sekt fyrir ítrekað brot. Skip- stjórar eftirtalinna báta fengu40 þúsund króna sekt: Arnar HU 1 (187 ton-n), Víkingur III IS 280 (149 tonn), Þrymur BA 7 !(196 tonn), Hrefna VE 500 (29 ton-n), Sóley ÍS 225 (145 tonn). skipstjórarnir á Jóni Oddssyni GK 14 og Freyju GK 48. kostlegasti sem hér hefur orðið. Hann hefur valdið þorpinu og þorpsbúum gífurlegu og óút- redfcnanlegu tjóni, beint og ó- beint. Vélskipið Kristján Guð- mundsson, sem hefur verið á togveiðum undanfarið. kom hing- að í gær, laugardag, með um 95 tonn af fiski. Hann átti að landa hér á morgum, mánudag, en fer í nótt til ísafjarðar og landar þar. Hvað svo er framundan hér nú er óráðin gáta. Frystihúsið Isver sem áðu-r hét varð ekki eldinum að bráð sem betur fór. l Sennilega má eitthvað vinna þar af fiski, en þó takmarkað, þar sem vélakostur er nú ekki til að sinni. — Gísli. Súgandafirði, 3/5 Það var lán í óláni, að blæjalogn var hér allan daginn. Ekki er ósennilegt. að einangrun í frystiklefum hafi eyðilagzt, er sjó var dælt úr brunaslöngum á frystiklefana. I tveimur frystiklefum vo: j geymdir 6 til 7 búsund "kassar af frosnum fiski. Aðfaranótt mánudags tókst að bjarga um 3 þúsund kössum úr öðrum fclefanum. Núna á mánudag eru eftir 800 til 900 kossar f öðrum klefanum og um 3 þúsund kassar í hinum og eru kassamir skemmdir af reyk og sjó og eru að líkuim eyðilagðir. Þá hafa 15 tii 20 ttmn af ís- uðu.m fiski í stíum. sem átti eftir að flaka, verið dæmd í gúanó, sem öhæfur fistour. Steinbítu-r og annar fiskur. sem var geymdur í Isveri verður sennillega fluttur til vinnslu ann- að hvort á Flateyri eða í Bol- ungarvík. Núna á mánuidag hafa 4 bátar verið á sjó og fara þeir með aflann ýmist til Flateyrar eða Bolungarvíkur og landa þair. Óvfst er ui« eldsuþptök ennþá. Einn maður var þó tekinn fastur hér á sunnudaeskvöld ocr flutti varðskip m-anninn siamkvæmt fógetaúrskurði til Isafjarðar og verður mál hans tekið fyrir þar. Tveir menn fré Tryggingamið- stöðinni fóru í nótt til Reykja- víkur. En í dag eigum við von á 4 mönnuim að sunnan. meðal annars einum frá Brunabótafé- laiginu. — Gísli. fr’ n n ii • n n n n n n n n n n n n n ii n ii n n ii ii n ii ii 11 H n n 11 ii n ii n ii ii ii ii n n ii n V . Hus í byggingu heimtar tryggingu Y | s z Allir húsbyggjendur leggja i talsverða áhættu. Margir taka há lán og leggja eignir sinar að veði. Þeim er þvi afar mikilvægt að óhöpp eða slys raski ekki fjárhagsafkomu þeirra. Brunatrygging fyrir hús í smiðum er mjög ódýr, tryggingartaki greiðir 1,5 af hverju þúsundi. Ábyrgðartrygging gegn óhöppum eða slysum á starfsl iði er nauðsynleg hverjum húsbyggj- anda/ þvi annars kann svo að fara að skaða- bótaskylda baki honum verulegt tjón. ALMENNAR TRYGGINGARR PÓSTHÚSSTRÆTl 9 SÍMI 17700 '\\ I I II II I I II I I II II II II II II I I II |? II P II f; II ■!! n ii n n n n n ii ii ii n 11 11 11 11 11 11 11 11 11 11 11 11 11 11 11 ■ i ii j) i M.s. Lagarföss fer frá Reykjavík fimmtudaginn 6. þ.m. til Vestur- og Norðurlands. Viðkomustaðir-’ ísaf jörður, Akureyri — - Siglufjörður Húsavík. Vörumóttaka á miðvikudag í A-skála 3. H.f. Eimskipafélag íslands. Auglýsing um framboðsfrest í Reykjavík Yfirk’jörstjórn við Alþingiskos-ningamar i Reykja- vík sem fram eiga að fara 13. júní n.k. skipa: Páll Líndal, bo-rgarlö.gmaður Jón A. Ólafsson, fulltrúi yfirsakadómara Hjörtur Torfason, hæstaréttarlögmaður Eyjólfur Jónsson, skrifstofustjóri og Sigurður Baldursson. hæstaréttarlögmaður. Framboðslistum ber að skila til oddvita yfirkiör- stjómar, Páls Líndal borgarlögmanns. eigi síðar en miðvikudaginn 12 maí n.k. Fylgja skal tilkynn- ing um hverjir séu umboðsmenn lista. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur, 3. maí 1971. Fósturheimili óskast fyrir 9 ára gamlan dreng í Reykjavík eða næsta nágrenni. Upplýsingar í síma 25500. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. 1 X 2 - 1 x 2 | '(16. leikvika - leikir 24. apríl 1971) Úrslitaröðin: 2 1 x - 2 1 x - 2 2 1 - 1 x x 1. vinningur: 12 réttir — kr. 370.000,00 nr. 62413 (Reykjavík). 2. vinningur: 11 réttir — kr. 5.600.00 nr. 1098 (Akranes) nr. 34620 (Reykjavík) — 6101 (Fáskrúðsfj.) — 37788 * — 7692 (Hafnarfj.) — 42018 (Reykjavík) — 8236 (Reykjavík) — 47514 (Kópavogur) — 10033 (Skagafj.) — 48173 (Reykjavík) — 12912 (Keflavík) — 48230 (Reykjavík) — 13859 (Keflavik) — 48290 (Reykjavík) — 15011 (Kópavogur) * — 63276 (Reykjavík) — 23385 (Vestm.eyj.) — 63876 (Reykjavík) — 26629 (Holtahr.) — 63957 (Feykjavik) — 28369 (Reykjavík) — 69203 * — 28615 * — 70508 (Reykjavík) — 29385 (Reykjavík) — 72987 (Reykjavik) — 33073 (Reykjavík) — 73427 (Reykjavík) * nafnlaus Kærufrestur er til 17. maí. Vinningsupnhæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Vinninc- ar fyrir 16. leikviku verða póstlagðar eftir 18. maí. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga, Getraunir - íþróttamiðstöðin - Reykjavík. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.